Morgunblaðið - 14.01.2001, Side 14
ÍÞRÓTTIR
14 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Það var 32 stiga hiti, léttur andvariog sól þegar leikurinn hófst og
heimamenn ætluðu greinilega að
sprengja upp leikinn.
Þeir áttu fyrstu al-
vöru sóknina í leikn-
um en í kjölfarið náði
íslenska liðið þremur
góðum sóknum og þeirri hættuleg-
ustu strax á fjórðu mínútu leiksins.
Tryggvi Guðmundsson komst þá einn
inn fyrir vörn Indverja en skot hans
rétt utan markteigs varði indverski
markvörðurinn í horn. Þarna var
Tryggvi svo sannarlega klaufi að
skora ekki. Mínútu síðar þurfti Fjalar
Þorgeirsson, markvörður Íslendinga,
að taka á honum stóra sínum þegar
hann varði gott skot Indverja í horn.
Leikurinn datt svolítið niður eftir
þessar fjörugu upphafsmínútur en
Indverjar voru klárlega komnir með
undirtökin um miðbik hálfleiksins.
Þeir voru óragir að skjóta á íslenska
markið og náðu góðum tökum á miðj-
unni. En gegn gangi leiksins náðu Ís-
lendingar forystunni á 41. mínútu.
Guðmundur Benediktsson tók þá
aukaspyrnu rétt innan vallarhelm-
ings Indverja hægra megin og sendi
inn í teiginn. Þar voru Tryggvi Guð-
mundsson, Þórhallur Hinriksson og
Ólafur Örn Bjarnason á auðum sjó og
skoraði Tryggvi auðveldega af stuttu
færi.
Það var greinilegt að Atli Eðvalds-
son landsliðsþjálfari messaði vel yfir
sínum mönnum í leikhléi því í síðari
hálfleik kom allt annað lið til leiks.
Strax á 2. mínútu hefðu Íslendingar
með réttu átt að fá dæmda víta-
spyrnu þegar Tryggvi var togaður
niður en dómarinn frá Sri Lanka sá
ekkert athugavert. Íslensku strák-
arnir létu þetta ekki á sig fá. Þeir
voru grimmir og sóttu stíft og á 53.
mínútu kom annað markið. Guð-
mundur Benediktsson átti góða send-
ingu á Tryggva sem skoraði með
föstu skoti utan teigs en knötturinn
hafði viðkomu í hörðum vellinum og
fór þaðan í netið út við stöng. Tryggvi
var svo aftur á ferðinni tíu mínútum
síðar og fullkomnaði þrennu sína.
Hann komst inn í sendingu aftur á
markvörðinn og átti ekki í erfiðleik-
um með að skora í autt markið. Ís-
lendingar voru með leikinn í höndum
sér það sem eftir lifði leiksins og að-
eins góð markvarsla indverska mark-
varðarins kom í veg fyrir að fleiri
mörk væru skoruð. Hreiðar Bjarna-
son, nýkominn inn á sem varamaður,
átti góðan skalla sem markvörðurinn
varði vel og rétt á eftir munaði
minnstu að Gylfi Einarsson bætti við
fjórða markinu en aftur var indverski
markvörðurinn vel á verði og bjarg-
aði í horn. Indverjar áttu svo síðasta
orðið í leiknum. Þeir voru í tvígang
aðgangsharðir við mark íslenska liðs-
ins á lokamínútunum en Fjalar Þor-
geirsson varði í bæði skiptin mjög vel.
Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari
var kampakátur þegar úrslitin lágu
fyrir.
Þú varst þungur á brún þegar þú
gekkst af velli eftir fyrri hálfleikinn.
Þú hlýtur að hafa messað vel yfir
strákunum í leikhléinu og varst þú
ekki ánægður með seinni hálfleikinn?
„Við töluðum um það inni í klefa að
menn voru ekki að gera það sem fyrir
þá var lagt. Menn voru óöruggir,
sendingar voru lélegar og það vildi
helst enginn fá boltann. Stemmning-
in í liðinu var slæm en markið undir
lok fyrri hálfleiksins kom á góðum
tíma. Seinni hálfleikurinn af okkar
hálfu var mjög góður og við náðum
oft á tíðum að spila mjög góða knatt-
spyrnu,“ sagði Atli við Morgunblaðið
eftir leikinn.
Þú hefur brýnt fyrir þínum mönn-
um að vera yfirvegaðri og láta bolt-
ann ganga meira?
„Strákarnir eiga að njóta þess að
spila fyrir hönd Íslands og það í
fyrsta skipti í leik á móti Indlandi í
frábæru veðri og skemmtilegu móti.
Þetta kom allt í seinni hálfleik. Strák-
arnir fengu sjálfstraustið og ólíkt við
fyrri hálfleikinn voru menn óhræddir
við að fá boltann.“
Ég er mest ánægður
fyrir hönd liðsins
Eftir slakan fyrri hálfleik sýndi ís-
lenska liðið mjög góðan leik í síðari
hálfleiknum þar sem liðsheildin var
mjög sterk. Allir leikmenn íslenska
liðsins eiga hrós skilið fyrir góða
frammistöðu í síðari hálfleiknum og
Tryggvi Guðmundsson stal svo sann-
arlega senunni.
Ert þú ekki ánægður að hafa skor-
að þrjú mörk í þessum leik?
„Það er alltaf gaman að skora og
sérstaklega þrennu en þetta er í
fyrsta skipti sem ég geri það fyrir
landsliðið. Ég er samt mest ánægður
fyrir hönd liðsins að við náðum að rífa
okkur upp úr mjög lélegum fyrri hálf-
leik og klára leikinn með sæmd.
Þetta var basl í fyrri hálfleik. Hit-
inn var mikill og hann átti sinn þátt í
því. En það var mikill léttir að ná að
skora markið undir lok fyrri hálf-
leiksins,“ sagði Tryggvi við Morgun-
blaðið.
EFTIR mikla lognmollu í fyrri hálfleik fóru íslenskir vindar að blása
hér í Cochin þar sem íslensku landsliðsmennirnir feyktu Indverjum
um koll og fögnuðu góðum sigri, 3:0, á árþúsndarmótinu sem
stendur yfir þessa dagana á Indlandi.Tryggvi Guðmundsson var í
aðalhlutverkinu. Hann blés hressilega frá sér og skoraði öll mörk
Íslands. Þegar Tryggvi var svo tekinn af leikvelli á 70. mínútu þegar
ljóst var að sigurinn var í höfn var honum klappað lof í lófa af 23.000
áhorfendum sem fylgdust með leiknum. Úrslitin þýða að Íslend-
ingar eru komnir áfram í keppninni og ræðst á úrslitunum í leik
Úrúgvæa og Indverja á morgun hvort íslenska liðið leikur áfram hér
í Cochin eða færir sig um set og leikur í Kalkútta.
Morgunblaðið/Einar Falur
Íslendingar fagna fyrsta marki Tryggva Guðmundssonar, Þórhallur Hinriksson, Gylfi Einarsson og
Sverrir Sverrisson fyrirliði. Markvörður Indverja, Virender Singh, er ekki sáttur við málavexti.
Sigmundur Ó
Steinarsson
skrifar frá
Indlandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Tryggvi Guðmundsson í þann mund að skora fyrsta mark sitt gegn Indlandi, er hann skaut
framhjá varnarmanninum, Reney Singh, sem kom aðvífandi en var of seinn að grípa í taumana.
Tryggvi með
þrennu í sigri
í Cochin
!
"
!
#
!
!
$
"
!
%
!
!" #
$ %
&
' (
)
)
*! + ,) -.
/-- 0
% )+
*%0 12-.
3 ++
)"
&' ())&
!
+4 '(
!
56 (')))
7
*+ *
,
-
.
!
+ 7
/ 0
1 0
+ 8
#
$
+9
:
1
:
;
<0 =
%0 =
+
7
* <- 3
>-.
/
6 ?
=7 #
@ 6 A %0
@ 6
*# - 3
>;-.
% +
*# %0
>;-.
2 3
45'6 7 ,
8 2
49)6 7
09
;: 45&6
; 4:'6
;2 4;'6
< $
09
Næsti leikur fer
fram í Kalkútta
HVENÆR fáum við að fara á ströndina, spurði Guðmundur Ben-
diktsson Atla Eðvaldsson, landsliðsþjálfara, þegar landsliðsmenn
sóluðu sig á svölunum á sjöttu hæð Taj Residency hótelsins í föstu-
daginn. „Það fer eftir því hvernig þið standið ykkur. Ef þið náið að
leggja Indverja að velli höldum við á sólbaðsströnd snemma á máu-
dagsmorgun,“ sagði Atli. Eftir sigurinn í gær stendur nú upp á Atla
að standa við loforð sitt. Í Kerala-fylki, þar sem landsliðið dvelur
um þessar mundir, eru fegurstu sólbaðsstrendur Indlands og einn
vinsælasti ferðamannastaður Indverja.
Næsti leikur Íslands á mótinu verður við Chile eða Japan, en það
kemur ekki í ljós fyrr en á þriðjudaginn er keppni í 3. riðli lýkur. Sú
viðureign fer fram í Kalkútta.
Íslenska liðið ætlar að vera við æfingar í Cochin fram á fimmtu-
dag, þar sem aðstæður eru allar mikið betri en í Kalkútta. Þangað
er um þriggja klukkustundar flugferð. Mikil rigning var í Kalkútta
í gær og leikvöllurinn þar var orðin illa farin eftir leikina sem
höfðu verið háðir á honum undanfarna daga. Rjómablíða er hins-
vegar í Cochin.