Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 16

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 16
ÍÞRÓTTIR 16 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Cochin hefur verið lífæð Indverjaí samskiptum við aðra þjóð- flokka í aldaraðir. Hér er eitt besta hafnarsvæði í heiminum. Héðan hef- ur verið siglt til annarra hafna með farma af kryddi, leðri, kókos og silki – og að sjálfsögðu fiskiafurðum. Sjó- mennska hefur alltaf sett mark sitt á Cochin. Löngu áður en portúgalski land- könnuðurinn Vasco da Gama kom hingað, höfðu Rómverjar, Kínverjar og arabar lagt leið sína til Cochin, sem hefur hefur verið mesti við- komustaður á milli Evrópu og Kína. Koma da Gama til Kerala breytti efnahagi og siðum Keralabúa. Portú- galar hafa ráðið hér ríkjum, síðan Hollendingar og þá Englendingar. Vasco de Gama fann sjóleiðina til Indlands frá Evrópu og kom hingað 1498, hann dó í Cochin 1524 og var grafinn hér. Bein hans voru síðar flutt til Portúgals, fimmtán árum síð- ar og komið fyrir í vígðri möld í heimalandi hans. Þegar Kólumbus gerði sér grein fyrir að jörðin væri hnöttótt, ætlaði hann að fara vest- urleiðina til Indlands. Hann hélt sig vera kominn hingað er hann kom til Ameríku og kallaði búendur þar Ind- jána. Kerala-fylki er ekki stórt – það er aðeins einn þriðji af Íslandi. Íbúafjöldinn er þó mun meiri, því að í fylkinu búa 33 milljónir manna. Landbúnaður er aðalatvinnuvegur fylkisins, hér er mikil terækt og fisk- veiðar eru ríkur þáttur í atvinnulíf- inu. Það má sjá á veitingahúsum, sem bjóða upp á mjög fjölbreytta fiskrétti. Hér eru bestu fiskrétta- veitingahús landsins. Kínversk mat- argerð er rík í fylkinu og enn má sjá áhrif frá Kínverjum í sambandi við fiskveiðar, þar sem kínversk fiskinet eru áberandi á bátum við ströndina. Það var Kublai Khan sem kom hing- að fyrstur með þessi net. Austur við Keralafylki eru Vestri- Ghatsfjöll, sem er misgengisbrún sem nær 1500 km vegalengd með vesturströnd Indlands. Fjöllin rísa hæst hér við Kerala. Fyrir sunnan Kerala hefjast fyrstu monsúnrign- ingarnar, sem færast norður á tveimur mánuðum. Rigningarnar eru miklar og er þá allt hér á floti, eins og Skafti Ólafsson söng á ár- unum. Matagerðarlist Indverja er kunn og er maturinn oft sterkt kryddaður, þannig að nauðsynlegt er að hafa jógúrt við höndina til að slá á sterkt kryddbragðið. Strákarnir í landsliðinu hafa kynnst hitanum hér – hann er 20 til 32 stig á veturna, en nú er vetur hér. Á sumrin er hann 23 til 35 gráður. Hótel eru í háum gæðaflokki á svæðinu og eru þau með mjög góðan og fjölbreyttan mat, eins og lands- liðsmennirnir hafa fengið að kynn- ast. Gæðin verða að vera mikil, því að Kerala-fylki er einn eftirsóttasti ferðamannastaður Indlands, hingað koma Ástralar, Evrópubúar og aðrir til að njóta lífsins á fallegum bað- ströndum, sem bjóða upp á hvítan sand og pálmatré og fagurt sólarlag. Hér er margt að sjá og byggingar- listin er margbrotin og má til dæmis sjá handbragð Hollendinga. Mikið er um gamlar kirkjur og það fer ekki fram hjá neinum sem kemur hingað að Indverjar eru trúaðir – það er verið að kalla til bæna í hátalarakerfi víðs vegar um borgina á öllum tímum sólarhringsins. Nafnið á borginni er skrifað og sagt á ýmsan hátt. Sumir segja að Cochin, sem er einnig kölluð Kochin á síðustu árum, sé nefnd eftir Kína (Kochin), en aðrir segja að Chchzi, sem er nafnið á litlum sjó, hafi orð- iðChchin. „Kaci“-höfn í Tamil, er einnig nefnd til sögunnar. „Ég hef aldrei kynnst eins miklu mannlífi og hér,“ sagði einn lands- liðsmaðurinn. Jú, mannlífið er fjöl- breytt hér í hinu þéttbyggða sam- félagi, sem einn sagði að væri Neskaupstaður Íslands. Hvers vegna nefndi hann það? Jú, hér hafa kommar ráðið ríkjum að mestu síð- ustu áratugina og greinilegt að þeir hafa unnið verk sín vel. Hér er skóla- kerfið mjög gott og héðan koma þeir nemendur, sem ná bestum námsár- angri. Hér í Kerala-fylki er talið best að búa á Indlandi. Það er hreint ævintýri að ganga um hingar þröngu götur í Cochin, þar sem er búð við búð – allir eru til- búnir að prútta og ef menn hafa áhuga á að fá einhvern hlut, þá er best að bjóða einn þriðja af uppsettu verði og nálgast síðan fimmtíu pró- sentin. Ef viðskipti ganga eftir, þá eru báðir aðilar ánægðir. Sölumenn- irnir græða alltaf, en mismikið – það fer eftir því hvað kaupandinn er ákveðinn. Antikmunir eru hvergi eins marg- ir og hér í Indlandi. Tréskurður er listgrein í Kerala. Það er hægt að kaupa vasa, útskornar fígúrur og grímur í öllum stærðum og gerðum. Einnig ýmsa koparmuni. Silkivörur eru ódýrar, gott verð er á leðri. Það er næsta víst, eins og einn gamal- kunnur knattspyrnumaður og nú starfandi íþróttafréttamaður, segir oft – að leikmenn landsliðsins eiga eftir að kaupa hér marga fallega muni til minningar um að hafa komið hingað. Ég veit að sumir ætla að láta skraddara sauma á sig föt og þeir koma heim með silkiskyrtur. Enginn sem kemur til Indlands kemst hjá því að betlarar áreiti þá, eða „flugur“ eins og heimamenn kalla þá. Það þarf að sýna ákveðni til að koma „flugunum“ frá sér. Menn verða einnig að vara sig á umferðinni, sem er mikil. Það liggja allir á flautunum – fyrst tekur maður eftir því, en síðan venst það. Hér er mikið um lítið mótorhjól og oft má sjá þriggja til fjögurra manna fjöl- skyldu ferðast brosandi um á einu hjóli. Öryggi er ekki í fyrirrúmi hjá fjölskyldunum, því enginn er með hjálm. Sigurður Helgason hjá Um- ferðarráði væri ekki ánægður með að sjá þá ferðalanga á ferð. Það er í umferðinni hér eins og í frumskóg- inum, að það eru þeir stóru sem ráða ríkjum. Stórar bifreiðar hafa for- gang og aftan á langferðabifreiðum og stærri bílum má sjá letrað: Viljið þið flauta! Það er nauðsynlegt að flauta í framúrakstri. Ég sagði áðan frá ýmsum helstu atvinnugreinum Kerala-búa, en ég gleymdi þó einni – það er auglýs- ingagerð. Hér sést varla auður flötur á húsum. Það eru auglýsingaspjöld út um allt – í öllum regnbogans lit- um. Á örfáum dögum hafa landsliðs- menn Íslands kynnst öðrum lifnað- arháttun en þeir eiga að venjast dags daglega. Þeir eru að upplifa ævin- týri. Framkoma þeirra hér hefur verið landi og þjóð til sóma. Þeir eru afslappaðir, enda ekki annað hægt – þeir eru í heimsókn hjá góðu og lífs- glöðu fólki, sem brosandi vill allt fyr- ir menn gera. „Ég hef enn ekki séð neinn æsa sig hér,“ sagði einn lands- liðsmaðurinn. Það er rétt hjá honum, hér er lífið í jafnvægi þrátt fyrir að Indverjar eru næst stærsta þjóð heims og það er ekki langt að bíða þar til þeir skjóta Kínverjum ref fyr- ir rass. Fólksfjölgunin er mikil á Indlandi – Indverjar hafa ekki reynt að koma í veg fyrir fólksfjölgun eins og Kín- verjar, en í Kína mega hjón ekki eiga nema ákveðinn fjölda af börnum – helst eitt. Það fer vel um menn í Cochin, en landsliðsmennirnir eiga eftir að kynnast öðrum heimi – ef þeir kom- ast til Kalkútta. Cochin, 13. janúar 2001. Sigmundur Ó. Steinarsson. Morgunblaðið/Einar Falur Fiskimenn í Cochin greiða veiði morgunsins úr netinu, smáfiska sem þeir veiða í öldunni við ströndina af litlum árabátum. Í baksýn eru kínversk net, sem eru látin síga í sjóinn og lyft reglulega með vogarafli og þeir fiskar tíndir úr netinu sem þangað hafa slæðst. Í heimsókn hjá góðu og lífsglöðu fólki MEÐ sanni má segja að Indland sé ákveðinn ævintýraheimur, fram- andi land. Borgin Cochin í Keralafylki, sem er sunnarlega í Indlandi, við Malabarströnd, hefur verið kölluð Drottning Arabíuhafsins – gamalkunn borg, sem er byggð á eyjum við ströndina. Hér hafa margir kunnir sægarpar komið við á ferðum um heimsins höf á skonnertum sínum. Íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu búa í heimi pálmatrjáa og öldugangs, á strönd sem er með glæsilegar baðstrandir, mörg falleg vötn, eyjar og skóga. INDLANDSBRÉF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.