Morgunblaðið - 14.01.2001, Blaðsíða 18
LISTIR
18 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kór, kór, kvennakór!
! "
#$
%
&$
'
$
#!
STRIK.IS boðar til smásagnasam-
keppni og samkeppni um bestu
heimasíðu einstaklingsins. Verð-
launafé í hvorum flokki um sig er
300.000 krónur.
Ásgeir Friðgeirsson fram-
kvæmdastjóri Íslandsnets, sem
stendur að Strikinu, segir að þessi
leið sé farin til að fagna eins árs af-
mæli Striksins og að minna á að Net-
ið gefur enn eitt tækifæri til sköp-
unar menningarverðmæta og að
tækniframfarir breyta því ekki að
efni og inntak skiptir ávallt sköpum.
„Í tilefni afmælisins stendur net-
gáttin fyrir tvennskonar samkeppni
þar sem annars vegar er byggt á
merkustu menningararfleifð Íslend-
inga, – bókmenntunum, og hins veg-
ar á frumherjakraftinum sem birtist
í gríðarlegri netnotkun Íslendinga
og þeirri grósku sem er hér á landi í
tölvutengdri starfsemi. Með þessu
framtaki vill Strik.is minna á að Net-
ið gefur enn eitt tækifæri til sköp-
unar menningarverðmæta og að
tækniframfarir breyta því ekki að
efni og inntak skiptir ávallt sköp-
um,“ segir Ásgeir.
Smásagnasamkeppnin er haldin í
samvinnu við Mál og menningu. Til-
gangur keppninnar er að efla og
styrkja nútímabókmenntir og undir-
strika að Netið skapar listamönnum
ný tækifæri til samskipta við lesend-
ur. Farið er að reglum Rithöfunda-
sambands Íslands við skipulag þess-
arar samkeppni. Formaður þriggja
manna dómnefndar verður Hrafn
Jökulsson, ritstjóri Bókavefjar
Striksins. Auk verðlaunafjár verða
veitt vegleg bókaverðlaun frá Máli
og menningu. Verðlaunasagan mun
birtast á Bókavef Strik.is og í Tíma-
riti Máls og menningar.
Heimasíðukeppnin er haldin í
samvinnu við Tölvuheim og Lands-
símann. Tilgangur keppninnar er að
hvetja einstaklinga til að nýta sér á
skapandi og vandaðan hátt sam-
skipta- og miðlunarmöguleika Nets-
ins og undirstrika að Netið er vett-
vangur nýrrar kynslóðar fyrir
sköpun og samskipti. Formaður
þriggja manna dómnefndar verður
Íris Björg Kristjánsdóttir, efnis-
stjóri Striksins.
Samkeppnin hófst 12. janúar og er
skilafrestur smásagna og tilnefninga
heimasíðna 12. mars n.k.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrafn Jökulsson og Ásgeir Friðgeirsson kynna samkeppni um bestu smásöguna og bestu heimasíðuna.
Strik.is fagnar eins árs afmæli sínu
Samkeppni um bestu smá-
söguna og heimasíðuna