Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 23 lendingar séu einna lengst komnir í að hafa stjórn á sjúkdómnum. „Vandinn er að eiginlega er engan veginn fyllilega ljóst hvernig smitið berst í sauðfé. Þó er margt sem bendir til, með- al annars með athugunum á meltingarvegi, að riðan berist „oralt“, eða munnleiðis. Við höfum grun um að smitefnið geti haldist mjög lengi í umhverfinu,“ segir Guðmundur. Hann segir ekki sannað að smit berist svona, heldur sé það byggt á líkum. „Sigurður [Sigurðarson á Keld- um, forstöðumaður rannsókna dýrasjúkdóma hjá yfirdýralæknisembættinu] hefur verið með kenningu um heymaura, en ég á mjög erfitt með að kyngja þeirri kenningu. Það væri helst að þeir bæru þá smitefnið utan á sér því þetta eru svo ólíkar tegundir að ólíklegt verður að teljast að smit gangi á milli. Aftur á móti er ýmislegt sem bendir til að þetta hafi borist með heyflutn- ingum en þeir hafa nú líka verið bannaðir lengi. Svo eru aftur alltaf einhverjir til sem vilja svindla á þessum bönnum. Við vitum að þarna er svolítið gat ennþá.“ Guðmundur segir það virðast sem smit í sauðfé eigi sér stað mjög fljótlega eftir burð. „Einkennin koma svo oftast nær ekki fram fyrr en á svona þriggja vetra gömlu, í fyrsta falli á vetrargömlu fé. Þannig að sé rétt að smitið eigi sér stað fljótlega eftir burð getur meðgöngutíminn verið allt upp í þrjú ár, stundum hef ég þó séð þetta í eldra fé.“ Haraldur Briem segir ekki vera til nein próf sem sýni fram á með öruggum hætti hvort ein- staklingur er sýktur af Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómnum. „Öruggasta greiningin er sýni úr heila. Ég hef heyrt talað um próf úr eitilvef, til dæmis úr hálseitlum, en það veit enginn hvort þau hafa nokkurt gildi. Það er spurning hvort nokkuð megi sjá þar fyrr en sjúkdómurinn er orðinn langt genginn.“ Takmarkanir á blóðgjöf Haraldur segir nokkrar þjóðir hafa tekið upp þá stefnu að takmarka blóðgjafir en telur jafn- framt að sú leið kunni að skapa fleiri vandamál en hún leysir. „Kanadamenn, Bandaríkjamenn og nokkrar Evrópuþjóðir hafa tekið upp þá reglu að hafir þú dvalið í Bretlandi í sex mánuði eða lengur á tímabilinu 1980–1996 þá megir þú ekki gefa blóð. Hvað þýðir þetta? Maður spyr sig hvort þessar þjóðir ætli að beita þessari sömu reglu á sitt eigið fólk komi veikin upp hjá þeim. Bretar hafa farið þá leið að fjarlægja hvítu blóðkornin úr gjafablóði til að minnka lík- ur á smiti. Það hefur ekki verið hægt að sýna fram á að blóðgjafir tengist þessu á nokkurn hátt, en auðvitað er ekki hægt að sverja fyrir það, þetta er allt svo nýtt,“ segir Haraldur og bætir við að hér á landi hafi ekki verið tekin ákvörðun um aðgerðir en kæmi til aðgerða yrði farin ein þriggja leiða: „Í fyrsta lagi að útiloka þá sem hafa verið í Bretlandi á þessu tímabili eða, í öðru lagi, að taka burt hvítu blóðkornin úr gjafablóði, en það kostar dálítinn pening. Svo hefur líka verið í umræðunni að banna blóð- gjafir úr öllum sem fengið hafa blóðgjöf áður. En ef farið er út í þetta allt saman þá endum við með verulega skerðingu á því blóði sem við höf- um handa þeim sem virkilega þurfa á að halda.“ Haraldur segir vera fylgst grannt með þessari umræðu. „Þó vil ég ítreka að það er ekkert sem segir að blóðgjöf hafi nokkurn tímann valdið Creutzfeldt-Jakob sjúkdómi í mönnum og margar rannsóknir verið gerðar á því án þess Morgunblaðið/RAX Rannsóknir benda eindregið til þess að riða í sauðfé geti ekki borist beint í fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.