Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 27

Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 27 FORELDRAFÉLAG Hagaskóla í Reykjavík skipuleggur, í samvinnu við félagsmiðstöðina Frostaskjól, rölt foreldra um Vesturbæinn um helgar til eftirlits og aðhalds með því að reglur um útivist barna og unglinga séu haldnar. Hvetur félagið félagsmenn sína til að mæta á föstudagskvöldum kl. 23 í Frostaskjóli og rölta til gagns og gamans. Aðalfundur Foreldrafélagsins var haldinn nýverið en á honum á sæti allt fulltrúaráð félagsins en það skipa tveir til þrír fulltrúar hverrar bekkjardeildar skólans. En nemendur skólans eru nú alls 470 í 8. til 10. bekk. Er skólinn því fjölmennasti unglingaskóli lands- ins. Þá sóttu fundinn Einar Magn- ússon, skólastjóri Hagaskóla, og Guðbjörg Jónsdóttir, aðstoðarmað- ur skólastjóra. Skólastarf í Hagaskóla er með miklum blóma. Foreldrafélagið tel- ur að skólinn standi sterkur hvað varðar kennslu, reglu og aga í skólastarfi. Stjórnendur skólans álíta samskipti nemenda hafa verið til fyrirmyndar það sem af er vetri. Fræðsluhópur Foreldrafélagsins helt nýlega fræðslufund þar sem Bryndís Björk Ásgeirsdóttir frá Rannsóknum og greiningu ehf. sagði frá rannsóknum þeirra á kynjamuni í skólastarfi. Kom m.a. fram að strákar standa sig mun verr í námi á unglingsárum en stúlkurnar. En stúlkunum líður samt mun ver á þessum aldri en strákunum þótt þær standi sig betur í náminu. Stjórn Foreldrafélagsins skipa nú þau: Tryggvi Agnarsson, for- maður, Eygló Sigmundsdóttir, hópstjóri fræðsluhóps, Eygló Þor- valdsdóttir, hópstjóri rölthóps. Aðrir í stjórn eru: Sigurður Árni Þórðarson, Jónína Óskarsdóttir, Þuríður Hallgrímsdóttir, Steinunn M. Lárusdóttir, Þráinn Bertelsson, Sigríður Þorgeirsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir, Sigrún Þórarinsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Á aðalfundinum var Sólveigu Guð- mundsdóttur, fráfarandi formanni Foreldrafélagsins, þökkuð mikil og góð störf í þágu þess. Foreldrastarf í Hagaskóla Þorrablót Bolvíkingafélagsins verður haldið laugardaginn 27. janúar nk. á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík. Borðhald hefst kl. 20.00 en húsið opnað kl. 19.00. Eftir skemmtidagskrá leikur hljómsveitin Grái fiðringurinn fyrir dansi til kl. 3.00. Miðaverð er kr. 3.500 en eftir kl. 23.00 kr. 1.800. Aðgöngumiða má panta símleiðis hjá nefndarkonum en að auki með tölvu- pósti til gkgudfinnsdottir@hotmail.com. Þeir sem ætla að greiða með VISA/EURO í síma 431 4560. ATH! Forsala aðgöngumiða verður í afgreiðslu Grand Hótels föstudagskvöld- ið 26/1 kl. 20:00-22:00. Hittumst hress og skemmtum okkur vel saman í bolvískum anda! Þorrablótsnefnd: Anna Margrét Einarsdóttir, sími 565 9197, Guðrún Kr. Guðfinnsdóttir, sími 564 2394, Jóna Guðfinnsdóttir, sími 557 7334, Laufey Karlsdóttir, sími 431 4560, Sjöfn Þórðardóttir, sími 554 3346. Þorrablót Bolvíkingafélagsins 2001 LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi er átti sér stað á Suðurgötu við Melatorg fimmtudaginn 11. janúar um kl. 19.20. Þarna varð árekstur með strætisvagni SVR og grárri Toyota fólksbifreið. Þeir sem upplýsingar kynnu að geta veitt upplýsingar um mál þetta eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Lýst eftir vitnum ♦ ♦ ♦ www.mbl.is FUNDUR í stjórn Verkalýðs- félagsins Hlífar fimmtudaginn 11. janúar sl. mótmælir þeirri auknu vaxtabyrði sem tók gildi um síðast- liðin áramót en þá hækkuðu vextir af lánum til leiguíbúða í 4,9% og vextir af svokölluðu viðbótarlánum í 5,7%. „Á nokkrum árum hafa vextir á lánum til leiguíbúða farið úr 1% í 4,9% en það er hækkun um tæp- lega 500%. Þá eru vextir af svo- kölluðum viðbótarlánum komnir í 5,7% og þar með orðnir hærri en vextir af húsbréfum sem eru 5,1%. Þetta eru ótrúlegar miklar vaxta- hækkanir þegar haft er í huga að þær bitna eingöngu á tekjulágu fólki. Verkalýðsfélagið Hlíf skorar á stjórnvöld að láta af ítrekuðum fjandskap sínum við tekjulægsta fólkið í landinu og draga fyrr- greindar vaxtahækkanir strax til baka,“ segir í samþykkt Hlífar. Hlíf mót- mælir vaxta- hækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.