Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í nútímasamfélagi skipta sérþekking og fag- kunnátta höfuðmáli fyrir nýsköpun og framþró- un í atvinnulífi. Almenn velmegun byggist fyrst og fremst á verðmætasköpun og nýjungum þar sem hugvit og starfsaðferðir leika aðalhlutverk- ið. Símenntun hefur aldrei verið mikilvægari og þekking úreldist hraðar en nokkru sinni fyrr, samhliða því að hagkerfið tekur sífelldum breyt- ingum. Þeir sem ekki veita því athygli eiga á hættu að verða undir í síharðnandi samkeppni, og á það við jafnt um fyrirtæki sem og ein- staklinga. Árið 1992 var ný starfsmenntastefna Evrópu- sambandsins samþykkt sem hluti af Maastricht- sáttmálanum og á grunni hennar byggist Leon- ardó-áætlunin. Meginmarkmið hennar er að efla starfsþjálfun og endurmenntun í Evrópu þannig að sem flestir Evrópubúar eigi kost á starfs- menntun, starfsþjálfun og símenntun í samræmi við þarfir atvinnulífsins og starfsmannanna sjálfra á hverjum tíma. Auk Evrópusambands- ríkjanna 15 hafa Ísland, Noregur og Liechten- stein haft fullan þátttökurétt frá upphafi á grundvelli samningsins um Evrópska efnahags- svæðið. Síðar fengu þau ríki sem nú undirbúa inngöngu í Evrópusambandið einnig slíkan rétt og því er fjöldi þátttökuríkja samtals 31 í dag. Rúmar 300 milljónir á fimm ára tímabili Fyrsti hluti Leonardó hófst í desember 1994 og lauk í árslok 1999. Um 600 íslenskir nem- endur og starfsmenn hafa farið í náms- eða starfsdvöl til Evrópulanda og 19 tilrauna-, yf- irfærslu- og rannsóknarverkefni undir íslenskri verkefnastjórn hafa verið styrkt. Auk þessa eru Íslendingar þátttakendur í mörgum verkefnum sem stýrt er frá öðrum Evrópulöndum. Áherslur í styrkveitingum fyrsta hluta Leon- ardó beindust að þremur þáttum:  Eflingu starfsmenntakerfa í þátttökuríkj- unum  Samstarfi háskóla og fyrirtækja til að efla starfsþjálfun  Eflingu tungumálakunnáttu og útbreiðslu nýjunga á sviðið starfsþjálfunar Styrkir voru m.a. veittir til mannaskipta, til- rauna- og rannsóknarverkefna. Alls voru 13 af 15 löndum Evrópusambandsins heimsótt, öll nema Lúxemborg og Portúgal. Þrjú lönd voru sérstaklega vinsæl meðal íslenskra þátttakenda, Bretland, Danmörk og Ítalía, en 56% íslenskra þátttakenda heimsóttu eitthvert þessara landa. Á fimm ára tímabili fengu Leonardó-verkefni á Íslandi úthlutað rúmlega 300 milljónum króna frá Evrópusambandinu. Þótt peningar skipti töluverðu máli í þessu samhengi er ómögulegt að meta til fjár þá þekkingu og reynslu sem þátttakan hefur skilað inn í íslenskt samfélag. Einnig hefur fjöldi erlendra þátttakenda heim- sótt Ísland og unnið verkefni í samvinnu við hér- lenda aðila, sem án efa mun efla viðskipti og önnur samskipti við erlenda aðila til framtíðar. Fram til 2006 er stefnt að því að úthluta sam- tals um 90 milljörðum íslenskra króna til evr- ópskrar starfsmenntunar í gegnum annan hluta Leonardó. Nokkrum sinnum verður auglýst eftir umsóknum á því tímabili og sér MENNT – sam- starfsvettvangur atvinnulífs og skóla um að kynna umsóknarfrestina. Áætlunin hefur þrjú meginmarkmið:  Að efla þjálfun og færni ungs fólks í starfs- námi, sérstaklega með vinnustaðaþjálfun og -námi.  Að efla gæði símenntunar og auðvelda að- gang að starfstengdri endur- og símenntun  Að auka hlut starfsmenntunar í nýsköpun, samkeppnishæfni og frumkvöðlastarfsemi Ungu fólki gefinn kostur á starfsþjálfun í öðrum Evrópuríkjum Um það bil 40% af árlegum fjárveitingum verður varið til mannaskiptaverkefna. Nemend- um í starfsnámi, stúdentum, nýútskrifuðum úr háskólanámi og ungu fólki á vinnumarkaði er gefinn kostur á starfsþjálfun í öðru þátttökul- andi í þrjár vikur til 12 mánuði. Starfsmanna- stjórar, kennarar, stjórnendur starfsþjálfunar o.fl. geta einnig hlotið styrki til dvalar erlendis í eina til sex vikur til að kynna sér nýjungar í starfsmenntamálum. Hámarksstyrkur til hvers einstaklings er 5000 evrur, þ.e. um 200.000 ís- lenskar krónur. Verkefni til eflingar tungumálakunnáttu og hæfni til að takast á við menningarmun í starfs- menntun eru einnig mikilvægur þáttur áætl- unarinnar og þurfa þátttakendur í slíkum verk- efnum að vera minnst frá þremur þátttökulöndum. Leonardó styður einnig fjöl- þjóðleg tilraunaverkefni til þróunar og staðfær- ingar námsefnis og námsaðferða tengdum starfsmenntun og er tilgangurinn að auka fjöl- breytni og breidd starfsmenntunar í Evrópu. Stuðningur er einnig veittur til að byggja upp evrópsk upplýsinganet og gagnasöfn til að safna og dreifa ýmissi sérfræðiþekkingu og upplýs- ingum um aðferðir og einnig til að dreifa upplýs- ingum um fyrirmyndar vinnubrögð Landsskrifstofur halda utan um framkvæmd Í öllum þátttökuríkjum Leonardó eru reknar sérstakar landsskrifstofur sem halda utan um framkvæmdina í viðkomandi landi. Hér á landi gegnir Rannsóknarþjónusta Háskóla Íslands því hlutverki og sér um öll skipulagsmál, fram- kvæmd verkefna o.s.frv. MENNT – samstarfs- vettvangur atvinnulífs og skóla – sér hins vegar um kynningu á áætluninni, veitir um hana helstu upplýsingar, aðstoðar umsækjendur og sér um dreifingu niðurstaðna, svo eitthvað sé nefnt. Þeim, sem áhuga hafa á þátttöku, skal bent á að hafa samband við þessa aðila til að afla sér frekari upplýsinga. Fyrir stuttu var einnig opn- aður nýr upplýsingavefur um málefni áætlunar- innar þar sem nálgast má allar helstu upplýs- ingar, þ.á m. um umsóknarfresti og eyðublöð. Vefur þessi er á slóðinni: http://www.leon- ardo.hi.is/ Í október á nýliðnu var öðrum áfanga Leonardó da Vinci, starfsmenntaáætlunar Evrópu, ýtt úr vör hér á landi. Byggist hún á grunni fyrri áfangans, sem rann skeið sitt á enda í árslok 1999. Þorsteinn Brynjar Björnsson fjallar um Leonardó, sem er ætlað að efla starfsmenntun í Evrópu, jafnt á framhaldsskóla-, háskóla-, og endurmenntunarstigum. Morgunblaðið/Arnaldur Tilgangurinn með Leonardó er meðal annars að efla símenntun. Hér er glatt á hjalla á námskeiði hjá Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands. Leonardó opnar leiðir til endurmenntunar Höfundur er stjórnmálafræðingur. SVEINN Bjarki Þórarinsson er alþjóðafulltrúi Iðnnema- sambands Íslands. Við spurð- um hann um reynslu samb- andsins af þátttöku í Leonardó: „Að mínu mati er Leonardo da Vinci-áætlunin afar snjallt útspil af hálfu Evrópusam- bandsins til að auka tengsl á milli Evrópuþjóða og erfitt er að ímynda sér betri leið til að gefa fólki tækifæri á að kynna sér starfshætti í öðrum löndum. Með svokölluðum Pilot-verkefnum gefst fólki í stjórnunarstöðum, sem og öðrum framtakssömum ein- staklingum, tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri í hinu gríðarstóra samfélagi álfunnar. Ég er einnig afar hrifinn af mannaskiptaverkefnunum, sem gefa ungu fólki kost á að ferðast um Evrópu, kynnast nýju verklagi, tungumáli og menningu og öðru því sem því fylgir að starfa í framandi landi. Það er jú unga fólkið sem erfa mun landið og hinn ört minnkandi heim og með aukinni víðsýni og þekkingu verður það betur í stakk búið að takast á við verkefni á mun breiðari grundvelli en áður. Ýmsir skólar hafa sótt um fjármagn til að senda nem- endur sína utan og fara þeir þá oft í hópum ásamt kennara til að kynna sér starfshætti sem oft eru þeim óþekktir. Nemendum gefst einnig kost- ur á því að fara út á eigin vegum og hljóta til þess styrki. Við hjá Iðnnemasambandi Íslands höfum nú hlotið fjár- veitingu, sem gerir okkur kleift að bjóða félagsmönnum okkar styrki til að starfa er- lendis við þá iðngrein sem þeir stunda eða hafa lokið námi við. Verið er að byggja upp svokallað samskiptanet við önnur félagasamtök í Evr- ópu, sem auðveldar okkar að finna viðeigandi störf fyrir styrkhafana. Ef nemi innan okkar raða óskar t.a.m. eftir að komast í starf á Spáni höf- um við samband við tengiliði okkar þar í landi og biðjum þá að finna fyrir hann viðeig- andi vinnustað. Eins reynum við að útvega erlendum nem- um vinnustaði við þeirra hæfi hérlendis samkvæmt óskum. Það getur verið mjög skemmtilegt fyrir starfsmenn á vinnustöðum að vinna við hlið fólks, sem lagt hefur á sig langt ferðalag til þess eins að kynnast starfi þeirra, fullt af áhuga. Þeim styrkjum sem veittir eru er ætlað að duga fyrir uppihaldi í nýju landi en þar sem reglurnar banna ekki að starfskrafturinn fái þar að auki laun fyrir vinnu sína er algengt að samið sé um ein- hvers konar málamiðlunar- laun, svona rétt til þess að hvetja hann til dáða.“ Sveinn Bjarki Þórarinsson Snjallt útspil af hálfu ESB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.