Morgunblaðið - 14.01.2001, Side 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
B
andaríski rithöfund-
urinn John Irving
sagði einhverntíma
að bjöguð enska
væri framtíðar-
tungumál heimsins. Hann var
ekki sérlega hrifinn af þessum
horfum.
Það má til sanns vegar færa
að enskumælandi málverndar-
menn séu ósáttir við það hvern-
ig illa mælt og vart skrifandi
fólk er sífellt að afbjaga móð-
urmál Shakespeares og núver-
andi móðurmál heimsins. Rétt
eins og velunnarar íslenskunnar
eru ekki ánægðir með hvernig
oft er farið með hana.
Þess vegna er það auðvitað
ekki alveg rétt að maður geti
gert hvað sem er með ensku og
hagað sér að vild í henni. En
hún er nú
samt auðveld-
ari viðfangs
en íslenska,
og reynsla
manns af enskum málheimi í
samanburði við íslenskan er sú,
að það er auðlifaðra í þeim
enska að því er varðar kröfur
um „rétta“ málnotkun.
Bæði vegna þess að enskan er
sennilega, ef náið er að gáð,
þjálla og meðfærilegra tungumál
en íslenska, og líka vegna þess
að það er oft eðlismunur á þeim
kröfum sem gerðar eru um
notkun málsins.
Eins og bent hefur verið á
hvekkjast margir enskumælandi
á því að talað mál og ritað sé oft
á tíðum óskiljanlegt, og að slíkt
sé afar slæmt þegar um er að
ræða fólk sem þarf að vera
skiljanlegt, til dæmis opinbera
starfsmenn.
En í íslenskum málheimi eru
kröfurnar oftar en ekki um
„rétt“ mál, fremur en „skiljan-
legt“ mál. Á þessu tvennu er
mikilvægur munur. Tökum
dæmi:
Ónefnd fréttakona á ónefndri
sjónvarpsstöð mun hafa sagt ný-
verið í frétt að eitthvað (gott ef
það var ekki hjónabandið) ætti
„undir vök að verjast“. Nú má
stökkva á fætur með fingurinn á
lofti og segja þetta rangt. Að
þarna hafi fréttakonan ruglað
saman tveim orðtökum, það er
að segja að „eiga í vök að verj-
ast“ og „eiga undir högg að
sækja“.
En þrátt fyrir að fréttakonan
hafi þarna talað vitlaust fór alls
ekki á milli mála hvað hún var
að meina. Fréttin var aldeilis
skiljanleg. Því mætti segja að
konan hafi fullnægt kröfunni um
skiljanlegt mál, en kannski ekki
kröfunni um rétt mál.
Annað dæmi: Ónefnd frétta-
kona á ónefndri sjónvarpsstöð
mun einhverju sinni hafa talað
um að fólk gæti farið inn í til-
tekna kirkju og „gert þarfir sín-
ar“. Þetta þótti mörgum áheyr-
andanum undarlegt, og þótt
konan hafi ekki brotið neinar
málfræðireglur, strangt til tekið,
er samt hægt að segja að hún
hafi talað vitlaust.
Þessar tvær „villur“ eru samt
ekki eins í eðli sínu. Kannski
mætti segja að annarsvegar sé
um að ræða málvillu og hins
vegar merkingarvillu. Og þá
vaknar sú spurning hvort báðar
skuli teljast jafnalvarlegar vill-
ur.
Það er viðtekin hugmynd um
tungumál að það hafi í raun
tvenns konar eðli. Annarsvegar
megi líta á það sem samskipta-
tæki, sem notað er til að koma
upplýsingum frá einum til ann-
ars. Hins vegar má segja að
málið sé uppspretta hugsunar
og jafnvel sjálfsvitundar þess
fólks sem talar það, og á þetta
þó líklega einkum við þegar um
er að ræða móðurmál.
Þessi síðarnefndi skilningur á
eðli tungumáls er mun flóknari
en sá fyrrnefndi. En þessi síðar-
nefndi – að náin tengsl séu á
milli móðurmáls og sjálfsvit-
undar – getur samt útskýrt
hvers vegna manni er sárlega
annt um tungumálið sitt og vill
ekki að því sé misþyrmt. Því að
þá finnst manni – réttilega – að
það sé verið að misþyrma manni
sjálfum. Eða einhverju sem er
manni jafngildi helgidóms.
Hinn fyrrnefnda skilning á
eðli tungumáls – að það sé sam-
skiptatæki – er auðveldara að
útskýra, og samkvæmt honum
er líka auðveldara að segja til
um hvort maður hefur farið með
rangt mál eða ekki. Spurningin
er þá einfaldlega sú, hvort það
sem maður sagði hafi komið til
skila þeim upplýsingum sem
maður vildi veita. Grundvallar-
reglan er þá sáraeinföld: Ef
maður er óskiljanlegur, þá talar
maður vont mál. – Og merkilegt
nokk, þetta getur þýtt að hinn
dýrasti kveðskapur sé „vitlaus“.
Það má kannski kalla þetta
pragmatískt viðhorf til tungu-
málsins. („Pragmatismi“ er eitt
af þessum orðum sem aldrei
hefur tekist að þýða skikkanlega
á íslensku, en „starfhyggja“ og
„gagnsemishyggja“ eru tillögur
og þá sennilega sú seinni betri
því pragmatismi er það viðhorf
að það sé „rétt“ sem virkar.)
Meðal þekktari fylgismanna
þessa viðhorfs til tungumálsins
má sennilega telja George Or-
well, sem lagði alla áherslu á að
skrifa opið og skiljanlega. Grein-
in Stjórnmál og ensk tunga, sem
hann skrifaði, gæti farið nærri
því að vera stefnuyfirlýsing
gagnsemishyggusinna (eða prag-
matista) um tungumálið.
Í enskum málheimi virðist
gagnsemishyggjan ríkjandi við-
horf til málsins, og mestu skipt-
ir að maður sé skiljanlegur. En í
íslenskum málheimi hefur svona
hugsun – að skiljanleiki skuli
vega þungt þegar skera þarf úr
um hvort mál er „rangt“ eða
ekki – átt erfitt uppdráttar.
En spurningin er sú hvort ís-
lenskunni sé ekki betur borgið
með því að áherslan á skilj-
anleika fari að þyngjast og
minna veður sé gert út af því
hvort kórrétt sé farið með mál-
tæki og eitt eða tvö enn. (Þótt
þetta geti auðvitað aldrei orðið
forsenda mikils skáldskapar.)
Jafnvel mætti voga sér að
spyrja hvort ástæða sé til að
alltaf sé hangið í því að beyging-
arreglum sé fylgt. Hvað með að
hin svonefnda „þágufallssýki“
verði framvegis kölluð „þágu-
fallsundantekning“, og að ekki
verði æmt við henni ef hún
raskar ekki skilningi?
Undir vök
að verjast
Í íslenskum málheimi hefur þessi hugs-
un – að skiljanleiki skuli vega þungt
þegar skera þarf úr um hvort mál er
„rangt“ eða ekki – átt erfitt uppdráttar.
VIÐHORF
Eftir Kristján G.
Arngrímsson
✝ Leifur Ólafsson,málari fæddist í
Reykjavík 29. janúar
1931. Hann lést 6.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ólafur E. Bjarnleifs-
son, f. 28.5. 1898, d.
28.12. 1946, og
Brandís Árnadóttir,
f. 4.8. 1900, d. 14.7.
1973. Systkini Leifs
eru Kristín Ásta, f.
15.9. 1922; Sigurður
Erlends, f. 22.11.
1923, d. 2.3.1998;
Þórhallur Björgvin, f. 13.11. 1926;
Jón, f. 14.2. 1929, d. 17.5. 1997;
Oddur, f. 29.8. 1932; Sigurbjörn
Hlöðver, f. 26.3. 1934; Ingibjörg
Snjólaug, f. 11.5. 1936; Guðjón Þór,
f. 2.7. 1937, d. 4.11. 1998; Arndís, f.
16.8. 1939.
Leifur kvæntist eftirlifandi eig-
inkonu sinni Margréti Loftsdóttur,
f. 20.11. 1933, 26. júní 1954 á Akra-
1990 og Haukur Örn, f. 11.8.1992.
Leifur ólst upp í Reykjavík. Var í
sveit á Reykhólum í Reykhólasveit
og á Bæ í Hrútafirði. Hann stund-
aði nám í málaraiðn hjá Lárusi
Eggertssyni og Vilhelm Håkans-
syni. Lauk sveinsprófi frá Iðnskól-
anum í Reykjavík 1953. Fékk
meistarabréf 1975. Hann starfaði
við iðn sína í Reykjavík og stundaði
aðallega auglýsinga- og skiltamál-
un fyrst hjá Málningarverksmiðj-
unni Hörpu hf., síðar hjá Ósvaldi og
Daniel, Brautarholti 18, og tók við
rekstri fyrirtækisins ásamt Helga
Danielssyni 1974 til ársins 1985 er
hann hóf störf hjá leikmyndadeild
Sjónvarpsins og starfaði þar til
æviloka.Leifur gegndi trúnaðar-
störfum og tók virkan þátt í félags-
störfum Málarafélags Reykjavíkur.
Hann átti jafnframt sæti í próf-
nefnd málara frá 1972 og kenndi
við Málaraskólann um nokkurra
ára bil frá 1980.
Útför Leifs fer fram frá Grafar-
vogskirkju á morgun, mánudaginn
15. janúar og hefst athöfnin klukk-
an 13.30.
nesi. Foreldrar hennar
eru Ólöf Hjálmars-
dóttir, f. 23.3. 1913 og
Loftur Halldórsson, f.
31.10. 1901, d. 28.12.
1968.
Börn Leifs og
Margrétar eru: 1)
Ólöf, ljósmóðir, f. 1.1.
1956, maki hennar er
Atli Bragason tækni-
fræðingur, börn
þeirra eru Margrét
Anna, f. 7.9. 1980,
Leifur, f. 7.6. 1983, og
Ásgeir, f. 8.9. 1987. 2)
Loftur Ólafur, grafískur hönnuður,
f. 20.11. 1958, maki hans er Júlíana
Hauksdóttir kennari, börn þeirra
eru Brynjar, f. 2.9. 1987, Margrét,
f. 23.12. 1992, og Ólöf Ylfa, f. 7.9.
1998. 3) Ingibjörg, hjúkrunarfræð-
ingur, f. 2.3. 1960, maki hennar er
Halldór Theodórsson, skrifstofu-
maður, börn þeirra eru: Erna Rún,
f. 15.8. 1988, Helgi Rúnar, f. 10.9.
Sólin rann roðagyllt í sæinn.
Kvöldhiminninn var rauður og
þrátt fyrir að Snæfellsjökullinn
væri langt í burtu var hann samt
svo einkennilega nærri.
Við vorum í Vogi, sumarbústað
þeirra málaranna. Þegar afi Leifur
var í Vogi var hann alltaf að skoða
kort, fletta upp í ferðafélagsbókum
og grúska í hinu og þessu. Maður
fann að þetta var einn af uppáhalds-
stöðunum hans. Hann sagði
kannski ekki mikið en þegar farið
var að spyrja hann stóð ekki á
svarinu. Hann var fróður um stað-
inn og söguna.
Myndavélin var alltaf einhvers
staðar nærri og henni var oft
brugðið á loft, stundum með þrífæti
eða þá bara myndataka með eða án
blossa. Upptökuvélin var líka alltaf
á sínum stað. Myndatökuefnið var
fjöllin og firnindin, skrýtnir hraun-
drangar, gamlar bæjarrústir, fjall-
garðar, gamall staur, eða eitthvað
annað sem gladdi auga hans. Hann
tók mynd af því öllu og málaði það
jafnvel seinna. Myndataka af
barnabörnunum var einnig hans líf
og yndi og það myndefni er til á
mörgum, mörgum spólum og film-
um.
Ef einhverjum af yngri kynslóð-
inni varð á að blotna, pompa eða
verða fyrir einhverju dálitlu
óskemmtilegu virtust afi Leifur og
amma Maddý alltaf svo lagin að láta
allt slíkt gleymast eins og skot.
Minningar eins og þessar hrann-
ast upp þegar hugurinn reikar um
horfin ár með tengdapabba sem nú
er farinn frá okkur, allt of snemma.
Frændsemin og tryggðin var
honum einhvern veginn svo eðlileg.
Hann fór ef til vill ekkert mörgum
orðum um það en maður fann það
samt svo vel hvaða hug hann bar til
okkar. Alltaf leið honum best ef
hann hafði allan krakkaskarann
einhvers staðar í nálægðinni og
hafði svo lúmskt gaman af prakk-
arastrikum, uppátækjum og til-
svörum barnabarnanna.
„Afi Leifur kann sko að teikna.“
„Afi Leifur hjálpaði mér með þessa
mynd.“ „Afi Leifur gaf mér þessa
mynd.“ Þetta eru setningar sem við
öll þekkjum, enda var afi listamað-
ur alltaf til í að hjálpa ungviðinu að
gera myndir og listaverk af hinu og
þessu tagi. Hann gerði bæði rissur
og heilu listaverkin sem gleðja okk-
ur og hjálpa okkur að viðhalda
minningunni um þennan hlýja
mann sem gaf okkur svo mikið.
Hin síðari ár fór hann gjarnan í
ferðir um hálendið og í Þjófadölum í
fyrrasumar rifjaði hann upp gamlar
draugasögur og sagnir um álfa og
huldumenn. Landið var hans og
þjóðin og sögurnar voru hans. Okk-
ur duldist það ekki.
Glitrar grund og vangur
glóir sund og drangur.
Litli ferðalangur
láttu vakna nú
þína tryggð og trú.
Lind í lautu streymir.
Lyng á heiði dreymir.
– Þetta land átt þú.
Hér bjó afi og amma
eins og pabbi og mamma.
Eina ævi of skamma
eignast hver um sig,
stundum þröngan stig.
En þú átt að muna,
alla tilveruna
að þetta land á þig.
(Guðmundur Böðvarsson.)
Þrátt fyrir að við vissum að ævi
afa Leifs væri að kveldi komin eftir
mikil veikindi er svo sárt að sjá á
eftir honum.
Megi styrk hönd Guðs hjálpa
ömmu Maddý og fjölskyldu í sorg-
inni.
Halldór Jón Theodórsson.
Það er margt sem kemur upp í
huga okkar systkinanna af Akra-
nesi þegar við minnumst þín, kæri
frændi. Það er fyrst og fremst mik-
ill söknuður, tregi og erfið tilhugs-
un um að fá aldrei aftur að vera
samvistum við þig. Að út úr lífi okk-
ar hverfi fastur punktur í tilverunni
sem þú ert sannarlega búinn að
vera frá því við munum eftir okkur.
En það eru ekki síður allar góðu
minningarnar, heimsóknir ykkar
Maddýjar upp á Skaga, að fá að
spjalla við þig um lífið og tilveruna
eða bara fylgjast með og hlusta á
ykkur pabba skiptast á skoðunum.
Það var ekki alltaf mikið sagt og
það sem var sagt var án mikilla
upphrópana. En allt sem sagt var
lýsti mjög sterkum skoðunum og
heilbrigðri lífssýn og oftar en ekki
var stutt í léttleikann; svo ótrúlega
líkir í öllum ykkar hreyfingum og
fasi að eftirtektarvert þótti og fyrir
kom að góðlátlegt grín var gert að.
Nú liggja leiðir ykkar saman á ný
og þar verða örugglega fagnaðar-
fundir.
Við minnumst teikninganna
þinna, málverkanna auk leikni
þinnar með myndavélina. Allra
þessara gersema verður nú enn
betur gætt en áður enda varstu út-
sjónarsamur að finna út staði og
stundir sem eru fólki kærar. Jafn-
vel skriftin þín á jólakortin sagði
okkur að þar færi listamaður.
Það er erfitt að hugsa til þess að
á leikjum Skagamanna næsta sum-
ar verði þig ekki að finna. Í úlpunni
þinni, sem eflaust hefur fært okkur
margan sigurinn í gegnum tíðina,
aldrei áberandi, en um leið og talið
barst að knattspyrnu og að liði
Skagamanna varð strax ljóst að þar
var allt á hreinu og þar var ekki
komið að tómum kofunum. Þetta
fannst okkur skemmtilegt og af
þessu vorum við alltaf svolítið stolt.
Við áttum yndislega stund með
frændfólkinu okkar við sumarbú-
sstaðinn hennar Stínu í sumar. Þar
fór þó ekkert á milli mála það skarð
sem í þann hóp var höggvið og var
aðdragandinn að því sem við nú
stöndum frammi fyrir.
Maddý, Lóló, Loftur og Ingi-
björg. Ykkar missir er mikill. Eftir
stendur þó minningin um þennan
góða mann. Traustan og hlýjan eig-
inmann og föður sem allir litu upp
til, ekki síst þið sjálf. Það duldist
engum.
Við systkinin og mamma sendum
ykkur og ykkar fólki okkar einlæg-
ustu samúðarkveðjur. Megi minn-
ingin um mætan dreng lifa.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Ólafur, Valur, Bryndís, Smári,
Hugrún og Kristín Mjöll.
Á þrettándanum fengum við
systkinin þær fréttir að Leifur
frændi væri dáinn. Það kom okkur
ekki á óvart því hann hafði verið
mikið veikur í nokkra mánuði, en
söknuðurinn er jafn sár og langar
okkur að minnast hans með fáein-
um orðum.
Leifur og Maddý bjuggu ásamt
krökkunum sínum þremur í Bak-
húsinu á Fálkagötunni þegar við
vorum litlir krakkar og það var ekki
alltaf hægt að sjá í fljótu bragði
hvar ein fjölskyldan endaði og hin
tók við því samgangurinn var svo
mikill. Við höfum oft rifjað það upp
að það voru ekki allar húsmæður
sem hleyptu krökkum inn til sín til
að leika sér; við áttum að vera úti
eða heima hjá okkur. Það átti ekki
við í Bakhúsinu hjá Maddý og Leifi,
þangað gátum við komið hvenær
sem var og oftar en ekki vorum við
svöng sem var hið besta mál, við
fengum bara eitthvað að borða svo
við færum ekki svöng út aftur.
Eftir að fjölskyldan flutti á
Hjaltabakkann hefði mátt búast við
að eitthvað teygðist á samandinu,
en það var ekki, því samband
mömmu og Leifs var það sterkt og
mikið að á það beit ekkert. Þau hjón
héldu áfram að vera hluti af okkar
fjölskyldu þannig að ekkert gerðist
hjá okkur öðru vísi en að þau væru
með. Við munum hann á ættarmót-
um, smáum og stórum, með mynda-
vélina um hálsinn tilbúinn að taka
„brekkumynd“ af hópnum, fyrir ut-
an allar myndirnar af börnum okk-
ar við ýmis tækifæri. Leifur var
mikill listamaður og hafa margir
fengið að njóta verka hans, bæði
málaðar myndir, ljósmyndir eins og
innan- og utanhúsmálningar. Hann
lét sig ekki muna um að skutlast
norður á Akureyri í fermingu hjá
Þóru hans Óla. Það var alltaf jafn
gaman að fá hann í heimsókn því
hann kunni vel að meta gott hand-
verk og hrós eða leiðbeiningar frá
honum var alltaf vel þegið.
Leifur hefði orðið sjötugur
seinna í mánuðinum en fyrir okkur
var hann litli bróðir hennar mömmu
og okkur fannst hann alls ekki vera
svo gamall. Hans verður sárt sakn-
að í fjölskyldunni okkar.
Ólafur, Ingibjörg og Halldóra.
Leifur Ólafsson hóf störf á leik-
myndadeild Sjónvarpsins árið 1985.
Þá hafði hann unnið um árabil sem
málari, lengst af hjá Skiltagerð Ós-
valdar og Daníels þar sem hann var
LEIFUR ÓLAFSSON