Morgunblaðið - 14.01.2001, Page 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 39
Blómastofa
Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstofa Íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
!
"#
"$$%
!" #$ $%& &'& ## (#
)'* !" #$ (# !&*#+# & $%&
##%# # !" #$ $%& ,%- ## &# (#
%&&.&# !" #$ (# (&'#/ ## & $%&
&# !" #$ (# 0 ##1&' &# $%&
$%&
#' !" #$ (# 2& # 3'$ 4 '#* $%&
56&'' 2 & (#
7 &# 71&#(' #'1"" 7 
&
9494
: &
&#'7& ;<;
! ' (
)
"*
"$$%
!(+, ,(
56
8 !" #$ (#
284 &'&: !" #$ $%&
) &6! &3 $" & (#8
(
9=2> +
?&6 #? $
&7&*#@
-. / 0, +
() (
+
!(+,
(
&#$ ## $%&8
1
)
(
+(
A, + ?&62 $6&-(
(?& 7(&' "B8
2
)
1
+(
3
//
-"45
1 /
6,
+
,+
7
/ (,
(' ' (#
2& #8(' $%&
'%&(' (# !&*#3 ! $%&8
Er ég kveð æskuvinstúlku mína,
Svölu, renna margar léttar minning-
ar fram í hugann. Litlar ljóshærðar
hnátur, önnur með slöngulokka niður
á bak, standa í porti Miðbæjarskólans
í glampandi sólskini, fyrsti skóladag-
urinn er að hefjast. Er inn í skólastof-
una var komið fór Svala að hágráta og
hin fylltist ógnarskelfingu, kennslu-
konan með breiðan og hlýjan barm
tók telpuna í fangið, reri með hana,
talaði við hópinn með vinsamlegri
rödd og burt var öll hræðsla. Þær
voru svo miklar mömmutelpur.
Nú tók alvaran við en ekki mátti
gleyma öllum ævintýrunum sem biðu
við bæjardyrnar eftir ótrúlega for-
vitnum telpum sem höfðu allan Vest-
urbæinn fyrir sig og alla leikina sem
þá var farið í á kvöldin er krakkahóp-
urinn kom saman á Brekkustígnum.
Vinstúlkurnar gerðu víðreist, fóru
niður í fjöru að tína litfagra steina,
vestur á Bráðræðisholt, út í sveit á
Seltjarnarnesi, upp á Skólavörðuholt,
hjólað inn að Landspítala með nesti,
að ógleymdum ferðunum út í náttúru-
paradísina Örfirisey, þar var svamlað
í sjónum alla daga, farið inn í Laugar
og í Sundhöllina hvenær sem færi
gafst. Á veturna voru göturnar not-
aðar af krakkahópnum sem Skauta-
svell að ógleymdri Tjörninni. Hópur-
inn renndi sér á sleða niður
ODDNÝ SVALA
BJARNADÓTTIR
✝ Oddný SvalaBjarnadóttir
fæddist í Reykjavík
15. júlí 1931. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 7. janúar.
Hún var ógift og
barnlaus. Foreldrar
hennar voru Gest-
fríður Ingveldur
Ólafsdóttir frá
Kirkjufelli í Eyrar-
sveit í Grundarfirði,
f. 29.5. 1895, d. 16.9.
1946, og Bjarni Guð-
mundsson frá
Hrauni í Keldudal í Dýrafirði, f.
11.6. 1893, d. 18.1. 1974. Svala átti
þrjá bræður, Jón Bjarnason, Rafn
Reyni Bjarnason og Hilmar Jó-
hannesson er var hálfbróðir þeirr-
ar systkina.
Útför Svölu fer fram frá Kópa-
vogskirkju á morgun, mánudag-
inn 15. janúar, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Öldugötuna, áfram nið-
ur á Framnesveg á
stjörnubjörtum kvöld-
um.
Svona leið æskan við
leik og störf, því
snemma fóru vinstúlk-
urnar að vinna við að
gæta barna og bera út
blöð. Oft hlógu þær að
því hvað Svala átti bágt
með að vakna á morgn-
ana, hún setti heljar-
stóra vekjaraklukku í
vaskafat og dugði það
þó ekki alltaf til.
En ekki eru allir
fæddir undir gæfustjörnu, sorgin var
ekki langt frá Svölu. Á mótum Öldu-
götu og Brekkustígs þar sem vin-
stúlkurnar ætíð kvöddust að loknum
leik, stóðu hnípnar telpur kvöld eitt,
bróðir Svölu, Hilmar, hafði farist með
togaranum Max Pemberton, stóri
bróðir hennar sem hún leit svo upp til
og saknaði svo sárt.
Er unglingsárunum lauk skildileið-
ir í leik en samband rofnaði ekki. Rétt
eftir fermingu vinstúlku minnar lést
móðir þeirra systkina eftir stranga
sjúkralegu, sár var sorgin hjá móð-
urlausu börnunum. Þá tók Svala við
heimilinu fyrir föður sinn jafnframt
því sem hún vann úti. Hún var ótrú-
lega sterk þessi hægláta og milda
stúlka með léttu lundina sem kom svo
oft auga á hinar spaugilegu hiðar
mannlífsins sem öllum vildi vel og
lagði aldrei illt til nokkurs manns.
Mikið var um gestagang á heim-
ilinu og þá var búið um gesti í drif-
hvítu, allt sá Svala um að loknum
ströngum vinnudegi. Seinna bjuggu
þau systkinin í séríbúð er faðir þeirra
lét þau fá og hugsaði Svala um bræð-
ur sína.
Er hún var rúmlega tvítug sneri
hún við blaðinu og fór til Ameríku til
frænku sinnar í barnapössun, hún var
þar í rúmt ár, lítið talaði hún um veru
sína þar. Er heim var komið kom hún
sér í góða vinnu, vann raunar ósleiti-
lega hvar sem hún gat, og með seiglu
og kjarki keypti hún sér íbúð. Síðustu
árin bjó hún í Kópavogi og kunni vel
við sig þar.
Yngsti bróðirinn, Rafn Reynir,
kvæntist og stofnaði heimili. Hlý vin-
átta var á milli þeirra Jóns, bróður
hennar, sem var ókvæntur og barn-
laus og áttu þau ætíð hvort annað að,
þar til hann lést skyndilega sem var
Svölu geysilegt áfall og var hún mikill
einstæðingur eftir lát hans. Er veik-
indi Svölu bar að fyrir rúmu ári vann
hún í Háskóla Íslands og vann á með-
an stætt var.
Ég á Svölu það að þakka, að á
seinni árum fórum við í stórfenglega
ferð um N-Ítalíu og Suður-Evrópu
undir frábærri fararstjórn Eyjólfs
Melsteð og vikuferð til London þar
sem ævintýraeðli vinstúlknanna naut
sín vel í flakki um hina dásamlegu
borg.
Nú er Svala búin að hitta móður
sína og bræður er hún unni heitast,
ég bið henni blessunar.
Ég kveð mína vinstúlku og þakka
henni hæglát og létt kynni. Ég votta
aðstandendum hennar samúð mína.
Sigurdís Egilsdóttir.
Svala starfaði við Háskóla Íslands
frá haustinu 1984, fyrst á aðalskrif-
stofu sem fulltrúi, en lengst af var
hún umsjónarmaður ljósritunar í Að-
albyggingu. Við sem störfuðum með
Svölu söknum nærveru hennar. Hún
var ljúf í umgengni, bóngóð, brosmild
og létti okkur oft lundina en það fór
ekki mikið fyrir henni.
Svala var fædd og uppalin í Vest-
urbænum. Hún kunni frá mörgu fróð-
legu og skemmtilegu að segja frá
þeim tíma er hún var að alast þar upp
með bræðrum sínum, en móður sína
misstu þau ung. Hún sinnti ýmsum
störfum framan af og vann t.d um
tíma í mjólkurbúðinni í „Verkó“ og af-
greiddi mjólkina þar upp á gamla
mátann, þessu sagði hún okkur svo
skemmtilega frá. Síðar vann hún í
stjórnarráðinu í Arnarhvoli áður en
hún hóf störf við Háskóla Íslands.
Í íbúð hennar í Kópavogi var blóm-
legt um að litast, hún vildi hafa fallegt
í kringum sig og blómin döfnuðu vel
hjá henni. Svala hafði yndi af ferða-
lögum og hafði ferðast töluvert bæði
innanlands og erlendis, oft með Jóni
bróður sínum, sem var henni mjög
náinn. Á sínum yngri árum hafði hún
dvalið um tíma í Bandaríkjunum og
átti þar góða vini.
Fyrir nokkrum árum lést Jón
bróðir hennar og var það Svölu mikið
áfall.
Hún átti við erfið veikindi að stríða
undanfarið og lét vegna þess af starfi
sínu hér við skólann fyrir um það bil
einu og hálfu ári. Lengi batt hún von-
ir við að geta hafið störf að nýju en
veikindin ágerðust og kveðjum við nú
Svölu okkar með hlýjum hug. Fjöl-
skyldu hennar vottum við samúð okk-
ar.
Samstafsfólk við
Háskóla Íslands.
Þegar ég var barn var til siðs að
horfa á sjónvarpið á mínu heimili,
sama hvað í því var. Þannig vildi það
til að ég sá mynd um fólk sem var
bitið af moskítóflugum, fékk malaríu
og dó? Sagan öll! Næsta dag fór ég
sem oftar á dorg í skurðunum heima.
Ekki var ég fyrr sest en einhverjar
svartar fluguhlussur fóru að ásækja
mig mér til mikillar skelfingar.
Minnug myndarinnar var ég sann-
færð um að þarna færi ský mosk-
ítóflugna og ég myndi þar af leiðandi
deyja úr malaríu ef þær næðu að bíta
mig. Það er víst best að taka fram að
þar sem moskítóflugurnar skelfilegu
voru í aukahlutverki í myndinni voru
LÚTHER EGILL
GUNNLAUGSSON
✝ Lúther EgillGunnlaugsson,
Veisuseli, Fnjóska-
dal, fæddist 2. ágúst
1923. Hann lést 24.
desember síðastlið-
inn. Eftirlifandi eig-
inkona hans er Þor-
gerður Laxdal. Börn
þeirra eru Gunn-
laugur Lúthersson,
Hilmar Lúthersson,
Steinþór Lúthersson
og Helga Hlaðgerð-
ur Lúthersdóttir.
Útför Lúthers fór
fram frá Akureyrar-
kirkju 29. desember.
þær aldrei sýndar og
mér þótti því fullkom-
lega eðlilegt að svo
skæðar flugur væru á
stærð við fljúgandi
lambaspörð.
Frá mér af skelfingu
henti ég frá mér veiði-
stönginni, forláta grip
sem pabbi minn hafði
gefið mér, og hljóp sem
fætur toguðu heim á
leið.
Peysan mín sat föst á
gaddavír og varð þar
eftir því nokkrar af
„moskító“-flugunum
sátu á henni sem fastast. Móð og
másandi, með angistarsvip og hálf
mállaus af skelfingu, hentist ég inn í
eldhús þar sem pabbi sat í rólegheit-
um með kaffi og camel eins og svo
oft. Hann varð að vonum hvumsa en
hlustaði með mestu ró á sundurlausa
frásögn mína af „ljótum, svörtum
flugum“. Einhverra hluta vegna
ákvað ég að sleppa moskítókenning-
unni. Hann sagði mér að setjast og fá
mér kaffi honum til samlætis og svo
skyldum við skoða fluguófétin nánar.
Þegar kaffið var búið röltum við
saman niður að læk. Hálf hissa á
svipinn losaði hann peysuna mína af
girðingunni á meðan ég muldraði
eitthvað um að það hefðu verið flug-
ur á henni. Þá fiskaði hann stöngina
mína upp úr skurðinum, virti fyrir
sér nokkrar af flugunum illræmdu
og sagði að þessar flugur hefði hann
kallað hrossaflugur þegar hann var
krakki. Svo þær hétu eitthvað! Og
það var ekki „moskítóflugur“. Ég
var sem sagt ekki að deyja úr mal-
aríu – og pabbi minn var á leið með
mér að dorga í skurðunum, laxveiði-
maðurinn sjálfur. Allt í einu var dag-
urinn bjartur og fagur, sérstakur
dagur þar sem við pabbi sátum sam-
an og reyndum að ná „þeim stóra“ á
skurðbakka í Fnjóskadal.
Elsku pabbi minn, þakka þér fyrir
þessa ógleymanlegu stund og allar
hinar. Farðu heill.
Þín
Helga Hallgerður.
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minning-
argreina