Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta.           ,++.4   #(! & (';C      *   0, +    () (  +    6,  8       4 & ,%- ## $%& 1&! &2& # (# 2& ## &! & (# ##  &! &$%& &# & &! & (#8 (       A3 ,   #' -! 2%D ('       #          3     ".  "$$%     ?##&  &# (#    #-$ &,%# $%&8 9               >9,=> 6! &' -!;C                   !    )  "*  "$$%  '#-$ &,% ? $%& 562 & (# $ ,% ? $%& #(#( &# #$  &'     1"" 71&#(' #'1"" 71&#8                                           !" #$    %&       !"#     $  %" &   &"   "       !'( )*  %     *   " )  ,-   + "% ' ( )   (    *%" ( (+ ! " %" ,  (   -! ./ ( 0" 1 ( *!  //"+   //"+  ( 2 !* 3(  )!! & ✝ ValgerðurBjörgvinsdóttir fæddist í Garði í Mý- vatnssveit 2. júlí 1922. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 6. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Stef- anía Þorgrímsdóttir og Björgvin Helgi Árnason bóndi í Garði í Mývatns- sveit. Valgerður átti þrjú systkini. Þau eru 1) Þorgrímur Starri, f. 2. des. 1919, d. 5. okt.1998, bóndi í Garði Mývatnssveit og skáld, kona hans var Jakobína Sigurðardóttir skáldkona, f. 8. júlí 1918, d. 29. janúar 1994. 2) Sigurður, loft- skeytamaður og bóndi á Neista- stöðum, f. 28. jan. 1924, kona hans er Margrét Björnsdóttir, f. 12. maí 1927. 3) Guðbjörg, f. 21. júlí 1928, húsfreyja í Kópavogi, maður hennar er Sigurvaldi Guð- mundsson, f. 5. mars 1925. Maður Valgerðar er Björn Bjarnason, f. 7.september 1918 á Mýrum í V-Húnavatnssýslu. Hann starfaði lengst sem hafn- arvörður í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Bjarni Gunnlaugsson Björnsson, bóndi á Mýrum, og Áslaug Ásmundsdóttir. Valgerð- ur og Björn hófu búskap árið 1944. Þau bjuggu lengst af á Hellisgötu 25 í Hafnarfirði. Þau áttu fimm börn. Þau eru 1) Björn, f. 2. jan.1945, rafvirkjameistari í Reykjavík, kona hans er Ása Kristín Jóhannsdóttir, f. 7.sept 1947 í Reykjavík, þau eiga eina dóttur, Áslaugu Birnu. 2) Stefán Björgvin, f. 25.júní 1946, verktaki í Reykjavík, kona hans er Hólmfríður Ingvarsdóttir, f. 21.maí 1949, þau eiga fjögur börn, Valgerði Björgu, Oddnýju Margréti, Björgvin Helga og Agnar Davíð. 3) Bjarni Gunnar, f. 4. júlí 1949, sjómaður í Hafnar- firði, hann var giftur Erlu Magn- úsdóttur og eiga þau saman þrjá syni, Björn, Júlíus og Eið Gunn- ar. Bjarni Gunnar er í sambúð með Guðrúnu Ingólfsdóttur, f. 28. nóv. 1971, og eiga þau einn son, Ingólf Gunnar. 4) Óskar, f. 18. okt. 1955, hann lést af slysförum 2. apríl 1982. Kona hans var Ás- dís Sigurðardóttir, f. 5. apríl 1956. Börn þeirra eru Sólveig Ósk og Óskar Björn. 5) Hólmfríð- ur Steinunn, f. 10. júlí 1958, þjónn í Hafnarfirði, eiginmaður hennar er Jose Antonio R. Gonzalez, þau eiga saman einn son, Reyni Pablo. Áður átti Hólmfríður dótt- urina Andreu. Barnabarnabörn Valgerðar eru orðin níu. Valgerður verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju á morg- un, mánudaginn 15. janúar, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku Valgerður. Ég var ekki sér- lega brött í fyrsta sinn þegar ég kom inn á heimili ykkar Björns snemma árs 1977, en þar sem við vorum nú báðar Mývetningar að uppruna var léttara að spjalla. Smátt og smátt kynntist ég svo þér og fjölskyldunni betur. Þú hafðir átt við erfið veikindi að stríða og varst enn að berjast. Í fyrstu átti ég erfitt með að skilja þig og það sem að þér var, en með tím- anum kom það. Ég man hvað þú varst stolt og góð amma þegar við Óskar heitinn komum með Sólveigu okkar nýfædda til þín og þú horfðir í augu hennar og sást ýmislegt þar sem við ekki sáum. Svo fluttum við norður á Húsavík og þú komst í heimsókn. Við fórum saman eitt kvöldið til Einars á Einarsstöðum. Það var svo notalegt og við spjölluðum mikið saman á eftir. Svo kom sorgin í lífi okkar, Óskar sonur þinn, maðurinn minn, fórst í mótorhjólaslysi. Þú varst þá á sjúkra- stofnun og ég fór til þín með Bjössa mági til þess að segja þér fréttirnar. Það var erfitt en þú stóðst þig vel. Ég man í rauninni fátt frá jarðarför Ósk- ars, bara hvítri kistunni og ykkur mömmu sitjandi við hlið mér. Ég brast í mikinn grát þegar presturinn nefndi að ég væri ófrísk og þá lagðir þú handlegginn utan um mig á þann blíðasta og ljúfasta máta að ég skildi að þarna mundi ég alltaf eiga var, hvernig svo sem allt ylti í framtíðinni. Mér lærðist frá þeim degi að elska þig nákvæmlega eins og þú varst og í dag tel ég það hafa verið mikinn þroska fyrir mig að fá að kynnast þér og vera tengdadóttir þín. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast, við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Ben.) Tíminn líður svo hratt, alltof hratt að mér finnst stundum. Öll árin hef ég notið þess að búa nálægt ykkur Bjössa í Hafnarfirði og hafið þið reynst mér og barnabörnunum ykkar frábærlega. Nú síðustu árin varst þú á Sólvangi og þar var vel um þig hugsað. Mér fannst oft ótrúlegt hvað þú varst hress og gast spjallað um alla heima og geima þótt auðsætt væri hversu illa þér leið og hvað þú varst slæm, sérstaklega í höfðinu, sem aldrei vildi vera kyrrt, eins og þú sagðir oft. Þeir eru orðnir margir af- komendurnir þínir og margt sem hef- ur glatt þig síðustu árin, vonandi hef- ur það bætt lítillega upp öll þau erfiðu ár sem þú áttir þegar þú varst veik með börnin þín ung og þú dvaldir á sjúkrastofnunum og þau voru ýmist ein með pabba sínum, eða í vist hjá frændfólki, ég veit að efst í huga þín- um var alltaf velferð barna þinna og fjölskyldna þeirra. Þið Bjössi gerðuð ykkar til að hjálpa okkur, aldrei vild- uð þið neitt í staðinn, þið gerðuð ekki kröfur á aðra, bara á ykkur sjálf. Mér hefur þótt svo yndislegt að fylgjast með því, árin þín á Sólvangi, hversu vel Björn hugsar um þig. Eins lengi og heilsa hans leyfði tók hann þig heim um helgar og raunar löngu eftir að hann hætti að vera fær um það. Hann færði þér ávexti og súkkulaði, allt til að styrkja þig og gleðja, hann vissi allra manna best hvað var gott fyrir þig. Besta gjöfin sem þið fenguð þó var þegar Fríða dóttir ykkar flutti heim frá Spáni með eiginmann og son. Þá lifnaði nú heldur yfir á Hellisgötu 25. Fríða og Jose voru gjörsamlega óþreytandi að sinna þér, heimsækja, taka þig heim og gleðja þig á alla lund. Einnig finnst mér nú að tíminn hafi verið fljótari að líða fyrir Björn með þau í húsinu hjá sér. Ég vona að nærvera mín og barnanna minna hafi glatt þig og gert þér lífið betra síð- ustu árin, aldrei er nóg sagt en þó, ég held að þú hafir verið tilbúin að fara. Sólveig dóttir mín sagði við mig í dag að sér hefði komið bros á vör þegar hún hugsaði til þess að nú væri pabbi ekki lengur einn uppi, amma væri komin til hans. Ég vona svo sannar- lega að svo sé, ég veit að það er margt sem þið þurfið að ræða. Sólveig Ósk og Óskar Björn þakka þér amma fyr- ir allt gott á liðnum árum. Ég lýk þessu svo með fyrsta erindinu úr Út- fararsöng eftir sveitunga þinn Sigurð Jónsson frá Arnarvatni: Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökka, kveðjugjörð, Kveð ég líf þitt, móðir jörð! Móðir, bæði mild og hörð, mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ásdís Sigurðardóttir. Systir mín góð. Nú þegar leiðir okkar hafa skilist langar mig að minn- ast þín og samverustunda okkar í ör- fáum orðum. Sérstaklega minnist ég æskuáranna í leik og starfi á bæ for- eldra okkar, Garði í Mývatnssveit. Vala systir mín var sex árum eldri en ég. Því var ætlast til þess að hún gætti mín. Hætturnar voru margar og leyndust víða, holur, gjótur, hver- ir, hólar, vatn og gjár. Sveitin öll var leikvöllur okkar systranna. Við mátt- um fara í bát út á vatnið, þar sem það var stætt og æfa okkur í róðri. Það fannst okkur mikil skemmtun, sem auk þess efldi sjálfstraustið. Síðar þurftum við að stunda veiðiskap með bræðrum okkar og föður. Var þá ætl- ast til þess að við gætum verið undir árum, meðan þeir drógu netin og veiðina um borð. Ekki var systir mín gömul þegar í ljós kom að hún var bókhneigð, vel gefin, eins og sagt var. Vala hafði mikla löngun að halda til framhaldsnáms. Ekki voru þó efni til af litlu búi að kosta hana til langskóla- náms og varð hún að láta sér nægja lestur góðra bóka. Í Mývatnssveit var gott bókasafn, sem hún notaði óspart. Föðuramma okkar var á heimilinu á uppvaxtarárum okkar. Hún las mikið og sat við skriftir meðan hún hafði heilsu til. Þegar heilsa hennar þvarr sat Vala við rúm hennar, skrifaði upp fyrir hana bæði fróðleik og sendibréf. Bréfin voru oft ætluð frændfólki og vinum, sem flust höfðu til Vestur- heims, eins og amma orðaði það. Vala hélt til höfuðstaðarins í atvinnuleit upp úr 1940 eins og títt var meðal ungs fólks á þessum tíma. Í Reykja- vík vann hún ýmis störf og þar kynnt- ist hún eftirlifandi eiginmanni sínum, Birni Bjarnasyni, ættuðum úr Húna- vatnssýslu. Þau hófu búskap á Reykjavíkursvæðinu en fluttu síðar til Hafnarfjarðar. Þar hafa þau starf- að og unað sér vel. Valgerður og Björn eignuðust fimm börn, öll vel gefin og dugleg. Þau urðu fyrir þeirru miklu sorg að missa Óskar son sinn af slysförum. Síðustu átta ár hefur Vala dvalist á Sólvangi í Hafnarfirði, þeim góða stað. Þar var hugsað vel um systur mína. Um leið og ég þakka Birni mági mínum sérstaklega fyrir umhyggju hans, fórnfýsi og kærleika, sem hann ávallt sýndi henni á þessum erfiða tíma, vottum við hjónin honum og fjölskyldu hans innilega samúð okkar. Guðbjörg Björgvinsdóttir. Mig langar að minnast mágkonu minnar, Valgerðar Björgvinsdóttur, í nokkrum orðum. Það er skrítið að horfa aftur í tímann og minnast þess að hálf öld er liðin síðan við hittumst fyrst. Ég var þá trúlofuð Sigurði bróður hennar. Hún og fjölskylda hennar bjuggu þá á Geithálsi við Suð- urlandsveg. Þau hjónin höfðu þá eign- ast þrjá syni. Seinna eignuðust þau fjórða soninn Óskar, sem dó af slys- förum ungur maður, frá konu og tveimur börnum. Síðast eignuðust þau dótturina Hólmfríði Steinunni sem nú býr í húsi foreldra sinna í Hafnarfirði ásamt manni sínum og syni. Þegar ég kynntist Valgerði fann ég fljótt að þar fór góð kona sem lét sér annt um aðra og urðum við góðir vinir og samgangur mikill milli heimilanna. Svo fluttum við bróðir hennar austur í Neistastaði í Flóa vorið 1955. Björn, elsti sonur Völu og Björns, var hjá okkur snúningastrákur fyrsta sumar- ið. Síðan tók Stefán Bjögvin við og var í mörg sumur og síðast Bjarni Gunn- ar. Yngri börnin tvö komu í heim- sóknir með mömmu sinni. Hún hjálp- aði mér oft þegar ég þurfti á að halda og hún hugsaði um heimilið þegar ég átti tvö síðustu börnin. Það var alltaf tilhlökkunarefni fyrir eldri krakkana þegar Vala frænka kom. Þá komu líka Óskar og Fríða og þau gátu leikið sér saman. En það var ekki síður gott að fá Völukleinur, kök- ur og brauð. „Nú fáum við Völu- kleinur,“ sögðu krakkarnir og ánægj- an leyndi sér ekki. Vala hafði yndi af börnum og var sérstaklega barngóð. Þess fengu yngstu börnin mín tvö sérstaklega að njóta. Á kvöldin þvoði hún þeim og háttaði og sagði þeim sögur á meðan þau voru að sofna. Sérstaklega þótti þeim gaman að heyra hana segja sögur af pabba þeirra þegar hann var lítill. Hún kenndi þeim líka að brjóta saman föt- in sín og leggja þau á stól þegar þau háttuðu. Eldri dæturnar vildu alltaf vera í útiverkunum, en Vala kenndi Guggu, yngstu dóttur minni, að taka til, sópa gólf og þurrka af. Hún gerði hana ábyrga fyrir stofunni og Gugga var því ekkert hrifin af því að eldri systkinin væru að borða poppkorn inni í stofunni og missa það niður. En Vala kunni líka ráð við því og kenndi þeim að geyma poppskálina í eldhús- inu og hver og einn fékk sér í glas og fór með það inn í stofu og nú fór ekk- ert niður. Já, börnin mín eiga svo sannarlega góðar minningar um hana Völu frænku sína. Nú er lokið ævidögum þessarar yndislegu góðu konu. Hún hafði átt við langvarandi veikindi að stríða og síðustu árin var hún á Sólvangi í Hafnarfirði. Blessuð sé minning Valgerðar Björgvinsdóttur. Við hjónin og börn okkar vottum manni hennar og börnum innilega samúð okkar. Margrét Björnsdóttir. VALGERÐUR BJÖRGVINSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.