Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 14.01.2001, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                      !  " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. GREINT hefur verið frá áætlun Vegagerðar ríkisins um nýjan eða endurbættan fjallveg milli Norður- árdals í Mýrasýslu og Miðdala í Dalasýslu. Jafnframt kom sú tillaga fram að nefna leiðina ekki lengur Bröttubrekku heldur Dalafjall, enda væri það eldra og réttara. Vísað var til umsagnar minnar í Árbók Ferða- félags Íslands 1997 sem heimildar, en þar kemst ég svo að orði: „Suður í Borgarfirði hefur leiðin norður um Bröttubrekku einnig verið nefnd Dalafjall.“ Ég átti ekki von á að þessi lítt yfirvegaða setning ætti eftir að draga slíkan dilk á eftir sér og taldi mér því skylt að kanna málið nánar og gera grein fyrir því. Ég ólst upp í Suður-Dölum og heyrði Dalafjall aldrei nefnt, en oft var talað um að fara suður fyrir fjall eða suður yfir Brekku. Heimild mín að örnefninu Dalafjall var úr öðru bindi safnritsins Áfangar sem Land- samband hestamannafélaga gefur út og einkum fjallar um reiðleiðir. Þátt- inn um þessa reiðleið og fyrrnefnd ummæli skrifaði Snæbjörg Rósa Bjartmarsdóttir í Fremri-Hundadal, en hún er aðflutt norðan úr Eyja- firði. Aðspurð kveðst hún hafa spurt sér eldri og kunnugri menn beggja vegna fjallgarðsins. Við nánari eft- irgrennslan kemur í ljós að heimild- armaður hennar var Hjörtur Einars- son frá Neðri-Hundadal, nú á Gröf í Miðdölum. Hjörtur er rúmlega átt- ræður og afar sannorður maður. Hann kveðst hafa heyrt nafnið Dala- fjall frá Norðdælingum sunnan fjalls en ekki muna hjá hverjum, enda munu þeir naumast lengur í tölu lif- enda. Það var altént ekki almennt í Miðdölum. Fram hefur komið að Ómar, sonur Ara Guðmundssonar verkstjóra í Borgarnesi, sem lagði bílveginn yfir fjallið, telur nafnið Dalafjall ekki eiga sér neina stoð í Borgarfirði. Fólkið í Dalsmynni, næsta bæ við fjallveginn, kannast ekki við það, ekki heldur bræðurnir Karl og Klemens Jónssynir frá Klettstíu, öðrum næsta bæ, ekki heldur Guð- mundur Sverrisson frá Hvammi í Norðurárdal, ekki heldur Halldór J. Jónsson sem ólst upp á Laxfossi í Stafholtstungum. Víst má telja að nafnið Dalafjall hafi verið til í munni einhverra, en jafnljóst er að það hef- ur ekki átt sér neina almenna hefð á þessum slóðum. Annað mál er hvort ástæða væri til að skipta um nafn á fjallveginum. Staðreynd er að núverandi bílveg- ur er ekki nema 70 ára gamall og er ekki hin sögulega Brattabrekka sem var um þremur km norðar og bar nafn með meiri rentu. Það er í sjálfu sér engin frágangssök, en er samt heldur önuglega villandi fyrir þá sem kynnu að vilja feta eða horfa á slóðir úr Sturlungu og biskupasögum þar sem nokkrum sinnum er getið um ferðir og herhlaup yfir Bröttu- brekku. Sturla Sighvatsson á Sauða- felli hafði til að mynda hestvörð á hinni réttu brekkubrún sumarið 1238. Minna máli skiptir að nafnið er einnig villandi að því leyti að það gef- ur ókunnugum ranglega í skyn að hér sé um einhvern brattasta fjall- veg landsins að ræða sem er fjarri lagi. Vilji menn á annað borð breyta nafni fjallvegarins kæmi miklu frem- ur til álita að endurvekja hið forna heiti Dalaheiði. Það þekkist úr Lax- dæla sögu, en óljóst er með öllu hvort það á þar við allan fjallahálf- hringinn sunnan og austan við Dali eða einhvern afmarkaðan hluta hans. Því væri engin goðgá að festa þetta forna nafn við fjölfarnasta veginn vestur í Dali. Aðrar leiðir þangað hafa sín ótvíræðu heiti: Heydalur og Laxárdalsheiði á jöðrunum sunnan og norðan en milli þeirra og aðalveg- arins hinar lítt bílfæru leiðir Hauka- dalsskarð og Sópandaskarð. Alþekkt er að orðhlutinn -heiði sé notaður um alfaraveg þótt hann liggi ekki nema um smáskika af sjálfu fjallendinu og þarf ekki að leita lengra en til Mos- fellsheiðar og Hellisheiðar. ÁRNI BJÖRNSSON, doktor í íslenskri menningarsögu. Brattabrekka, Dala- fjall, Dalaheiði Frá Árni Björnssyni:                                                                    
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.