Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 1
16. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. JANÚAR 2001 BILL Clinton Bandaríkjaforseti hef- ur samið við sérskipaðan saksóknara í málum forsetans, Robert Ray, um að fallið verði frá ákæru um mein- særi í tengslum við vitnisburð hans í svonefndu Paula Jones-máli árið 1998 og vegna Whitewater-málsins. Í staðinn fyrir sakaruppgjöfina við- urkennir Clinton að hafa gefið vill- andi upplýsingar eiðsvarinn fyrir rétti um samskipti sín við Monicu Lewinsky, greiðir 25.000 dollara, um 2,1 milljón króna, í sekt og missir lögmannsréttindi sín í fimm ár. Clinton lætur af embætti í dag. „Ég reyndi að feta þröngan stíg milli þess að virða lögin og bera fals- vitni en viðurkenni nú að það tókst mér ekki fyllilega og að sum af svör- um mínum við spurningunum um ungfrú Lewinsky voru ósönn,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu sem blaða- fulltrúi Hvíta hússins, Jack Siewert, las upp í gær. Siewert sagði að í yfirlýsingunni væri ekki átt við að vitnisburður for- setans í máli sem Paula Jones, er sakaði hann um áreitni, höfðaði gegn honum 1998 hefði verið villandi eða ósannur. Við vitnaleiðslurnar í mál- inu var Clinton spurður um Lew- insky og vísaði þá á bug sambandi við hana og eru það þau ósannindi sem hann viðurkennir. Forsetinn greiddi í fyrra Jones háa fjárhæð gegn því að hún félli frá ákærunni. Clinton hefur ekki fyrr viðurkennt að hafa skrökvað fyrir rétti um Lew- insky. Robert Ray sagði að starfi embættis sérskipaðs rannsóknar- dómara í málum Clintons væri nú lokið. „Megi sagan og bandaríska þjóðin komast að þeirri niðurstöðu að því hafi lokið á réttlátan hátt,“ sagði sak- sóknarinn. Fallið frá frekari ákærum á hendur Clinton Viðurkennir ósann- indi fyrir rétti Washington. AP. Segja hvalkjöt fullt af eiturefnum Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. NORSKA stjórnin vísar á bug full- yrðingum japanskra neytendasam- taka sem segja hvalkjöt og -spik fullt af eiturefnum og hvetja Norð- menn til þess að hefja ekki út- flutning á því. Fern samtök japanskra neyt- enda sendu áskorun þessa efnis til norskra stjórnvalda. „Það er vís- indalega sannað að í hvalkjöt og einkum hvalspik safnast hættulega mikið magn eiturefna, svo sem díoxín og PCB,“ segir talsmaður samtakanna, Yoko Tomiyama. Kveður hún þau munu beita jap- önsk stjórnvöld þrýstingi ef þau leyfi innflutning á hvalaafurðum. Fullyrðingu mótmælt Lars Wallø, ráðgjafi norsku stjórnarinnar í málefnum er varða sjávarspendýr, segir neytenda- samtökin undir áhrifum samtaka sem andvíg séu hvalveiðum, þar sem hrefnukjöt og -spik innihaldi afar lítið af eiturefnum en þau safnist hins vegar í kjöt af grind- hval. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um hvort þau leyfi innflutning á hvalkjöti, það hefur ekki verið gert frá árinu 1991 er keypt var íslenskt hvalkjöt, að því er segir í frétt NTB-frétta- stofunnar. Japönsk neytendasamtök vilja ekki norskan hval UM hálf milljón manna hafði í gær- kvöldi safnast saman í miðborg Manila, höfuðstað Filippseyja, og bjó sig undir að halda að forsetahöllinni til að krefjast tafarlausrar afsagnar Josephs Estrada forseta. Herinn, lög- reglan og flestir ráðherra hans hafa lýst stuðningi við kröfurnar. Skotið var upp flugeldum, leikin popptónlist og dansað, einnig höfðu margir komið saman við bál sem kveikt hafði verið í grennd við minnismerki um þjóðar- uppreisnina sem velti einræðisherr- anum Ferdinand Marcos úr sessi 1986. Andstæðingar Estrada gáfu hon- um frest til klukkan tíu í gærkvöldi að íslenskum tíma til að láta af völdum en er síðast fréttist þrjóskaðist hann enn við. Ætlun þátttakenda í mót- mælunum var að knýja á um afsögn með mótmælastöðu við forsetahöll- ina, Malacalang. Hún er í um tíu kíló- metra fjarlægð frá miðborginni. Jaime Sin kardínáli, sem hefur verið helsti hvatamaður andófsins gegn Estrada, hvatti fólk til að hætta við að fara til hallarinnar; um 200 vopnaðir verðir gættu staðarins og þar voru brynvarðir bílar tiltækir. Sin sagði að ef Estrada neitaði að segja af sér myndi Gloria Macapagal Arroyo varaforseti samt sem áður sverja for- setaeið í dag. Forsetinn er sakaður um víðtæka spillingu en öldungadeild þingsins frestaði málarekstri gegn honum fyrr í vikunni eftir að stuðningsmenn hans neituðu að afhenda skýrslur um fé á bankareikningum sem talið er að hann hafi klófest með misnotkun á að- stöðu sinni. Fulltrúar andstæðinga forsetans á þingi fóru á fund hans í gær og reyndu að fá hann til að víkja með friðsamlegum hætti og hétu honum og fjölskyldu hans fullri vernd hersins meðan hann væri enn í landinu. Rætt hefur verið um að Estrada hygðist yf- irgefa Filippseyjar og ef til vill setjast að í Ástralíu en hann er sagður heimta sakaruppgjöf og að fá að taka með sér eitthvað af fjármunum sín- um. Hann mun hafa verið lítt fær um að ræða við fulltrúana vegna ölvunar og var sagður „óskýr“ í máli. Ritari hans tjáði fulltrúunum að Estrada vildi fá fimm daga frest til að hugsa sig um og útskýra stöðu mála fyrir fjölskyldu sinni og vinum en full- trúarnir vísuðu þeirri kröfu á bug og fóru við svo búið. Andstæðingar Estrada óttast að hann muni reyni að nota allan frest sem hann fær til að reyna að virkja stuðning sem hann enn nýtur meðal fátækasta hluta þjóðarinnar. Annar talsmaður forset- ans sagði að Estrada hefði „engan áhuga á að ræða um valdaafsal af nokkru tagi“. Estrada, sem er 63 ára og var áður vinsæll kvikmyndaleikari, vann yfir- burðasigur í forsetakjöri fyrir rúmum tveim árum en síðan hefur fylgið hrunið af honum. Arroyo varaforseti er 53 ára gamall hagfræðingur, dóttir eins af fyrrverandi forsetum Filipps- eyja. Kosið er sérstaklega til embætt- is varaforseta í landinu og Arroyo var því ekki í framboði með Estrada. Hundruð þúsunda manna á mótmælafundi í Manila Estrada forseta settir úrslitakostir Manila. AP, AFP. Reuters Orlando Mercado, varnarmálaráðherra Filippseyja, og forseti herráðsins, Angelo Reyes, syngja þjóðsönginn á útifundi andstæðinga Estrada forseta í Manila í gær. Með þeim eru einnig Fidel Ramos, fyrrverandi forseti (lengst t. v.), og Gloria Macapagal Arroyo varaforseti (önnur f. v.). UMFERÐARÖNGÞVEITI skap- aðist og allar lestarferðir á Sjálandi fóru úr skorðum í gær er eldur kom upp í geymsluskýli á aðaljárnbraut- arstöðinni í Kaupmannahöfn. Betur fór þó en á horfðist í fyrstu og í gærkvöldi var umferð aftur leyfð um stöðina og í nágrenni hennar. Sprengingar urðu í gashylkjum í skýlinu er eldurinn breiddist út og var stöðin rýmd auk þess sem bíla- umferð var ekki leyfð á götunum í nágrenni hennar. Óttast var að eitr- aðar gufur hefðu myndast en sú var ekki raunin. Ekki var vitað í gær- kvöldi hver orsök eldsvoðans var. Scanpix Nordfoto Eldur í járnbrautarstöð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Ljósgeisli stöðvaður París. AFP. VÍSINDAMÖNNUM við Row- land-vísindastofnunina og Harv- ard-Smithsonian-rannsókna- stöðina í Massachusetts hefur tekist að stöðva ljósið í leysi- geisla, safna því saman í kældu gasi og láta ljósið síðan halda áfram ferð sinni í sömu átt. Er afrekinu líkt við töfrabrögð og sagt að niðurstaðan geti markað þáttaskil í þróun traustra fjar- skipta og tölvusmíði. Hraði ljóssins er nær 300 þús- und kílómetrar á sekúndu og er hann talinn mesti hraði sem efni getur náð. Tveir hópar unnu að tilrauninni, annar undir stjórn Lene Hau frá Danmörku. Að sögn eðlisfræðingsins Erics Cornells má líkja því sem gerð- ist við að strengdur hefði verið borði yfir járnbrautarspor og hraðlest látin hverfa sjónum manna um leið og hún snerti borðann. Borðinn slitni ekki en lestin komi aftur í ljós handan við borðann og haldi áfram.  Bandaríkjunum hefur/24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.