Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 4

Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 76%, en 59 félagsmenn Hlífar og VH samþykktu hann. Alls voru 346 á kjörskrá hjá félögunum. Ýmis félög iðnaðarmanna, sem starfa hjá ISAL, felldu samninginn hins vegar með naumindum. Alls greiddu 122 iðnaðarmenn atkvæði. Samþykkir voru 56, eða 46%, en á móti samn- ingnum voru 63, eða 52% greiddra atkvæða. Þrír seðlar voru ógildir. Samningstími og bónus- greiðslur valda óánægju Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna ISAL, sagði það sitt mat eftir kynningarfundi um samninginn að einkum tvennt hefði setið í mönnum. Annars vegar samningstíminn, sem þætti of lang- ur og kauphækkanir fáar miðað við það, og hins vegar bónusgreiðslur sem starfsmenn treystu ekki stjórn- endum ISAL til að standa við. Það vantraust byggðist einkum á þeim uppsögnum sem gripið var til í ál- verinu á síðasta samningstímabili. Aðspurður sagðist Gylfi telja að næstu skref yrðu að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Hann hefði gert Þóri Einarssyni sáttasemjara grein fyrir stöðu mála í gær. Forráðamenn ISAL vildu ekki tjá sig um atkvæðagreiðsluna og vísuðu á Samtök atvinnulífsins. Ari Ed- wald, framkvæmdastjóri samtak- anna, sagði við Morgunblaðið að niðurstaðan væri vonbrigði fyrir alla aðila. Miklum tíma hefði verið varið til samningaviðræðna, en frá því í september á síðasta ári höfðu 50 fundir verið haldnir. Nú þyrftu menn að fara yfir stöðuna áður en fundað yrði á ný með fulltrúum starfsmanna. Ari vildi ekki fullyrða um hvort deilunni yrði vísað til sáttasemjara. Það væri einn mögu- leikinn ef samstaða næðist. „Ekki má steypa málinu í ein- hvern átakafarveg. Ef til verkfalls- átaka kemur í verksmiðjunni myndi það valda gríðarmiklu tjóni. Það er hagsmunamál allra að forða þeirri stöðu. Samningaviðræður fóru ein- mitt fram í þeim anda,“ sagði Ari. Sigurður T. Sigurðsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Hlífar, var sammála Gylfa um að samningstím- inn og bónusgreiðslurnar hefðu sætt óánægju félagsmanna sinna auk þess sem samningurinn al- mennt væri ekki nógu góður. Sem dæmi væri ekkert uppsagnar- ákvæði eftir febrúar árið 2003 en slíkt væri algengt í öðrum samn- ingum í upphafi lokaárs samnings- tímans, þ.e. árið 2004. Rengja stjórnendur ISAL „Menn rengja einnig stjórnendur Íslenska álfélagsins. Því miður er ekki góð reynsla af þeim og það er að koma fram núna sem almenn skoðun í atkvæðagreiðslunni. Þeir hjá ISAL eru einfaldlega að upp- skera eins og þeir hafa sáð. Menn vilja hafa það í hendi en ekki sem loforð, miðað við fyrri reynslu, að hægt sé að vinna sér meira inn ef tilteknum skilyrðum er fullnægt,“ sagði Sigurður og tók dæmi um framleiðslubónus sem Hlíf og ISAL unnu að fyrir nokkrum árum. Sá bónus hefði verið hafður að engu þegar starfsmönnum í kerskálum og víðar var sagt upp og þeir sem eftir voru bættu á sig meiri vinnu án þess að fá það metið. VEL á þriðja hundrað starfsmanna Íslenska álfélagsins, ISAL, í Straumsvík, eða 255, felldi nýgerða kjarasamninga við Samtök atvinnu- lífsins en niðurstaða atkvæða- greiðslu varð kunn í gær. Talsmenn starfsmanna, sem Morgunblaðið ræddi við, segja að óánægjan snúi einkum að samningstímanum, sem er lengri en í öðrum samningum, og ákvæðum um bónusgreiðslur. Deiluaðilar munu væntanlega hitt- ast eftir helgina en að sögn aðal- trúnaðarmanns starfsmanna má reikna með því að deilunni verði vís- að til ríkissáttasemjara. Fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins segir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vera von- brigði og vonast til að deiluaðilar nái saman á ný án afskipta sátta- semjara. Félagsmenn Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og Verslunar- mannafélags Hafnarfjarðar greiddu sameiginlega atkvæði um samning- inn og felldu hann með miklum mun. Af 251 sem greiddi atkvæði sögðu 192 nei við samningnum, eða Samningur ISAL og SA felldur af 255 starfsmönnum fyrirtækisins Deilunni líklega vísað til sáttasemjara EIRÍKUR Stefánsson fyrrverandi kennari varð hundrað ára í gær og var afmælisveisla haldin hon- um til heiðurs á hjúkrunarheim- ilinu Eiri, þar sem hann hefur dvalist undanfarin ár. Eiríkur missti sjónina árið 1981, en segir heilsuna vera góða. Á annað hundrað manns fagn- aði afmælisbarninu á tímamót- unum. Meðal gesta, auk ættingja, voru fyrrum samkennarar hans, gamlir nemendur og vinir. Þrjú af fjórum börnum Eiríks og Unu konu hans eru á lífi. Þau eiga tólf barnabörn og eitt barna- barnabarn. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Afmælisbarnið Eiríkur Stefánsson ásamt konu sinni Unu Guðlaugu Sveinsdóttur. Með þeim eru börn þeirra þrjú, frá vinstri: Þórný Heiður, Stefán Jökull og Guðrún Halldóra. Aldaraf- mæli Eiríks Stefánsson- ar fagnað ÖRORKULÍFEYRIR sem Trygg- ingastofnun ríkisins greiðir öryrkjum fellur niður ef lífeyrisþegi þarf að dveljast lengur en fjóra mánuði á sjúkrastofnun eða vistheimili saman- lagt á tuttugu og fjögurra mánaða tímabili og ef samfelld vist hans hefur staðið í einn mánuð. Heimilt að framlengja tímamörk áður en bætur falla niður Garðar Sverrisson, formaður Ör- yrkjabandalagsins, segir að þetta sé slæmt fyrirkomulag og að bandalagið hafi gert alvarlegar athugasemdir við það í gegnum árin. Hann bendir hins vegar á að Tryggingastofnun hafi sýnt þessu máli góðan og aukinn skilning og fallist í mörgum tilvikum á að nýta heimildarákvæði til að lengja þann tíma sem dvalið er á sjúkra- stofnun áður en bætur falla niður. „Það sjá það allir að þetta kemur fyrst og fremst verst við þá sem haldnir eru erfiðustu sjúkdómunum og hafa t.d. átt við geðsjúkdóma, ill- kynja sjúkdóma eða ónæmiskerfis- sjúkdóma að stríða. Við höfum ítrek- að ályktað um þetta á aðalfundum bandalagsins og fært þetta í tal í nán- ast hvert skipti sem við höfum hitt stjórnvöld að máli,“ segir hann. „Á undanförnum árum höfum við líka ítrekað vikið að þessu á reglu- legum samráðsfundum með Trygg- ingastofnun. Við höfum mætt miklum skilningi af hálfu yfirmanna Trygg- ingastofnunar, sem hefur leitt til þess að heimildarákvæði til að framlengja þetta hefur í vaxandi mæli verið beitt af hálfu stofnunarinnar. Vandinn er hins vegar sá að margir sem fyrir þessu verða vita ekki um þann mögu- leika að heimilt er að framlengja þennan tíma og þeim hefur ekki verið kynntur sá réttur af fagaðilum,“ segir Garðar. Geta þurft að hætta að halda heimili vegna kostnaðar Öryrkjar sem þurfa að dvelja lengi á sjúkrastofnunum og missa þ.a.l. ör- orkubæturnar standa oft frammi fyr- ir þeirri spurningu hvort þeir geti haldið áfram heimili vegna kostnaðar sem því fylgir. „Við teljum að það þurfi að hverfa frá þessu fyrirkomulagi vegna þess að hvort sem menn eru í sambúð eða búa einir, þá heldur kostnaðurinn við að halda heimili áfram. Húsaleiga, af- borganir af lánum og aðrir reikningar hrynja yfir fólk, hvort sem það liggur inni á stofnun eða ekki,“ segir Garðar. Hann benti einnig á að þess væru dæmi að fólk, sem á við alvarlega sjúkdóma að stríða og þarf nauðsyn- lega á því að halda að leggjast inn til meðferðar, ákveður að bíða með það og tregðast við að leggjast inn til nauðsynlegrar meðferðar af ótta við að missa tekjur sínar, vitandi að reikningarnir sem þarf að borga halda áfram að berast þeim. „Það þarf að gera einhverjar ráð- stafanir til að fólki sé tryggilega kynntur þessi réttur og helst af öllu þyrfti að afnema þetta fyrirkomulag. Þetta er einn af fjölmörgum ágöll- um í okkar almannatryggingakerfi sem þarf að laga. Það er víða pottur brotinn og ýmis alvarleg réttarbrot sem öryrkjar verða fyrir, sem hafa því miður ekki komist nægilega í um- ræðuna,“ sagði Garðar. Öryrkjar missa bætur ef dvalið er lengur en 4 mánuði á sjúkrastofnun Slæmt fyrirkomu- lag að mati Ör- yrkjabandalagsins Ráðherra á batavegi UGGI Agnarsson hjartalæknir hefur annast Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra í veikindum hennar og segir hann ráðherra vera á batavegi. „Það er allt gott að frétta af Ingibjörgu, það lítur út fyrir að þetta hafi verið hár blóðþrýst- ingur sem var orðinn svo hár að henni sortnaði fyrir augum og datt út eitt augnablik, þetta var ekki alvarlegt yfirlið“ sagði Uggi og bætti við að ráðherra hefði haft háþrýsting um nokk- urt skeið og hefði ekki getað sinnt reglulegu eftirliti læknis vegna mikillar vinnu og álags undanfarnar vikur. Uggi segir Ingibjörgu eiga að hvílast næstu daga og með réttri meðferð sé málið í góðum far- vegi. FIMM bíla árekstur varð á Hringbraut við Njarðargötu í Reykjavík um klukkan 19 í gærkvöld. Engin slys urðu á fólki en töluvert eignatjón. Nokkrar tafir urðu á umferð um hríð á Hringbraut og Miklubraut vegna óhappsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimm bíla árekstur á Hringbraut Nærri 34 tonn flutt inn frá júlí 1999 SAMKVÆMT upplýsingum frá Hagstofu Íslands hefur innflutningur á nautakjöti til landsins frá því í júlí 1999 numið tæpum 34 tonnum. Þar af hefur langmest komið frá Danmörku, eða 19,5 tonn. Um 6 tonn hafa komið frá Hollandi og 6,4 tonn frá Írlandi. Samkvæmt upplýsingum frá yfir- dýralækni hefur þessi nautakjötsinn- flutningur hlotið sömu meðferð og leyfisveitingar og lundirnar írsku um áramótin. Í flestum tilvikum hefur verið um frystar nautalundir að ræða. Frá júlí 1999 til loka júní í fyrra komu rúm 15 tonn af lundum frá Danmörku og rúm 4 tonn frá Hol- landi. Nautakjöt frá Evrópu og Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.