Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Íslenskar hannyrðir Hefðir og saga ÍSLENSKAR hannyrð-ir – hefðir og saga“heitir námskeið sem er haldið á vegum Endur- menntunarstofnunar Há- skóla Íslands og hefst 5. febrúar. Á þessu námskeiði eru átta fyrirlesarar en um- sjón með námskeiðinu hef- ur Guðrún Hannele Hentt- inen textílkennari. Hún var spurð um stöðu hannyrða í nútímasamfélagi. „Ég finn að það er auk- inn áhugi á hannyrðum eft- ir nokkra lægð. Ég held að það sé þörf á að efla um- ræðu um handavinnu og hannyrðir sem hefur fram að þessu verið sérstök tóm- stundaiðja kvenna. Það hefur verið töluvert fram- boð á námskeiðum til þess að læra tækni, læra að prjóna, læra að sauma o.s.frv. en það hefur ver- ið lítið framboð á námskeiðum þar sem fjallað er um sögu og hefðir hannyrða og þar sem velt er fyrir sér hvers vegna konur hafa haft og hafa enn áhuga á hannyrðum.“ – Úr hverju sprettur þessi áhugi? „Það eru margar ástæður. Tíð- arandinn ræður alltaf einhverju og tíska þar af leiðandi. Ég hef skynj- að í gegnum tíðina áhrif tískunnar á handavinnu og hannyrðir kvenna en undirliggjandi er alltaf þessi frumþörf að skapa eitthvað með höndunum. Handavinnan er og hefur verið alla tíð mjög gefandi og mikill ánægjuauki í hinu daglega amstri. Áður fyrr hafði handavinna fyrst og fremst hagnýtt gildi. Kon- ur voru að prjóna peysur, sokka og vettlinga á börnin af því að þennan fatnað vantaði en í dag gera þær þetta meira vegna sköpunargleð- innar.“ – Er ekki stundum ástæðan sú að fólk vill vera öðruvísi til fara en aðrir? „Það er alveg augljóst að þeir sem vilja fá öðruvísi flíkur en þær sem fást í verslunum verða að sauma þær eða prjóna. Þetta er alltaf til en hitt er víst að það borg- ar sig ekki lengur að sauma og prjóna föt eins og það gerði áður. Í þessu þjóðfélagi streitunnar sem við búum í í dag hefur þessi iðja miklu meira gildi sem „afslöppun“, rannsóknir hafa sýnt að t.d. út- saumur lækkar blóðþrýsting.“ – Hvað ætlið þið, þessir átta kennarar, að fjalla um á þessu námskeiði nánar til tekið? „Það verður boðið upp á fyrir- lestra sem fjalla um sögu og hefðir í hannyrðum frá miðöldum til dagsins í dag. Þar verður komið inn á prjón og prjónhönnun, prjónahefð og prjónarannsóknir. Einnig verður fjallað um útsaum. Rakin verður saga útsaums, eink- um á 20. öldinni. Einn fyrirlestur fjallar um það efni og annar um balderingu á íslenska þjóðbún- ingnum. Síðan er fyrirlestur um knipl. Þá verður komið inn á sögu hannyrða og hannyrða- kvenna sem eiga muni á Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.“ – Hvað af þessari handavinnu á mest er- indi til nútímafólks, að því er virðist? „Mér finnst það fara eftir áhuga- sviði hvers og eins. Margir vilja vera með handavinnu sem er þægi- legt að hafa í kjöltunni og geta gripið í, svo sem prjón eða útsaum. En annars konar handavinna krefst meira vinnurýmis og tækja- kosts. Í slíkt hleypur fólk ekki stund og stund.“ – Munuð þið fjalla um vefnað? „Nei, vegna þess að strangt til tekið eru hannyrðir svokallaðar fínni handavinna kvenna. Ég get sagt það til fróðleiks að þegar Hall- dóra Bjarnadóttir var að berjast fyrir því að handavinna yrði gerð að skyldunámsgrein í barnaskól- um var hún mótfallin því að verið væri að kenna hannyrðir. Hún vildi láta kenna handavinnu sem væri nytsamleg. Þá þóttu hannyrðir sem sagt vera fínni handavinna sem ekki var nytsamleg. En skil- greiningin á hannyrðum hefur breyst og nú er farið að kalla alls kyns textíliðju hannyrðir. En strangt til tekið er öll handavinna sem krefst véla og annarra hjálp- artækja ekki flokkuð sem hann- yrðir.“ – Verður farið út í hinar mis- munandi útsaumsgerðir? „Já, ég geri fastlega ráð fyrir að þeir þrír fyrirlesarar sem fjalla um útsaum muni segja frá hinum mis- munandi útsaumsgerðum og sýna dæmi um þær.“ – Hver er vinsælasti útsaumur- inn í dag? „Vinsælasti útsaumurinn er vafalaust krosssaumur. Það er ein- faldlega vegna þess að það er mik- ið úrval af allskyns útsaumspakkn- ingum sem gera ráð fyrir að notaður sé krosssaumur eða hálfur krosssaumur.“ – Hvernig var þetta t.d. um síðustu alda- mót? „Ef við tökum dæmi um séríslenskar út- saumsgerðir þá var gamli krosssaumurinn vinsæll, svo og refilsaumur, augn- saumur og fleiri. Þá góbelín, flat- saumur og varpleggur (kontor- stingur). Um þetta má fræðast á námskeiðinu og margt fleira varð- andi íslenskar hannyrðir. Hann- yrðir eru mikilvægur hluti af ís- lenskri menningararfleifð og sögu kvenna í aldanna rás.“ Guðrún Hannele Henttinen  Guðrún Hannele Henttinen fæddist 23. október 1956 í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1976 og prófi frá text- íldeild Kennaraháskóla Íslands 1985. Hún var við nám við há- skólann í Helsinki við textíldeild- ina þar árin 1989 til 1991. Hún tók meistaragráðu í mennt- unarfræði frá Háskóla Íslands sl. haust. Hún hefur starfað í rúm- lega fimm ár sem verkefnisstjóri hjá Handverki og hönnun en er nú skrifstofustjóri hjá Epal. Guð- rún er gift Karli Alvarssyni, flug- umferðarstjóra og lögfræðingi, og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Hannyrðir eru mikilvægur hluti af ís- lenskri menn- ingararfleifð Nei, nei, engin lögbrot, öll vottorð á borðið áður en þið farið að troða þessum óþverra í mig. ÁRIÐ 2000 fluttust 1.714 fleiri ein- staklingar til landsins en frá því, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands. Aðfluttir íslenskir ríkisborg- arar voru 62 fleiri en brottfluttir og 1.652 fleiri erlendir ríkisborgarar fluttust til landsins en frá því. Fjöldi aðfluttra hefur vaxið hröðum skref- um og þróunin breyst frá árinu 1995 þegar brottfluttir af landinu voru ríf- lega 1.500 fleiri en aðfluttir. Þar skiptir mestu aukinn fjöldi erlendra ríkisborgara sem hafa flutt til lands- ins. Árið 1999 var heildarfjöldi að- fluttra umfram brottflutta 1.122. Á síðasta ári voru 57.310 breyting- ar skráðar á lögheimili einstaklinga í þjóðskrá samkvæmt skráningu Hag- stofu Íslands. Þar af fluttu 30.198 ein- staklingar innan sama sveitarfélags, 18.420 milli sveitarfélaga, 5.203 til landsins og 3.489 frá því. Fleiri íbúar fluttust til höfuðborg- arsvæðisins en frá því á síðasta ári og var munurinn 1.879 manns. Einnig fluttust fleiri til Suðurnesja umfram brottflutta eða 278, á Suðurland fluttu 128 umfram brottflutta og á Vesturland fluttu 112 umfram brott- flutta. Á öðrum landsvæðum voru brott- fluttir fleiri en aðfluttir. Flestir flutt- ust frá Austurlandi eða 286 umfram aðflutta. Af einstökum sveitarfélög- um fluttust flestir í Kópavog eða 661 fleiri en brottfluttir og til Reykjavík- ur voru aðfluttir 623 fleiri en brott- fluttir. Flestir fluttust frá Fjarða- byggð eða 125 umfram brottflutta.                              !" "#!#  !"                                                                                                  Fleiri flytja til Íslands en frá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.