Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HEILBRIGÐIS- og trygginga-
nefnd Alþingis fundaði í allan gær-
dag um öryrkjafrumvarpið svokall-
aða en því var vísað til nefndarinnar
og annarrar umræðu í atkvæða-
greiðslu á Alþingi á níunda tímanum
á fimmtudagskvöld með 31 sam-
hljóða atkvæði. Tuttugu og einn
þingmaður sat hjá við atkvæða-
greiðsluna en ellefu þingmenn voru
fjarverandi. Óvíst er hvenær frum-
varpið kemur úr nefndinni og til
annarrar umræðu en líklegt þykir
að það verði á mánudag.
Fyrstu umræðu um frumvarpið
lauk á áttunda tímanum á fimmtu-
dagskvöld en þá höfðu umræður
staðið yfir svo til samfleytt í tvo
daga. Atkvæðagreiðslan um hvort
vísa bæri frumvarpinu til annarrar
umræðu var svo tekin fyrir skömmu
síðar. Fjórir þingmenn tóku til máls
við atkvæðagreiðsluna og fullyrti
þar Davíð Oddsson forsætisráð-
herra m.a. að stjórnarandstöðunni
hefði mistekist fullkomlega að sýna
fram á að hægt hefði verið að bregð-
ast við niðurstöðu „þriggja af fimm
hæstaréttardómurum með öðrum
hætti en lögum“, eins og hann orð-
aði það. „Þeir [stjórnarandstæðing-
ar] hafa borið samþingmenn sína
þeim þungu sökum, eins og gerðist
hér áðan, að ætla sér vísvitandi og
viljandi að brjóta stjórnarskrá ís-
lenska lýðveldisins og hunsa dóm-
stóla landsins. Slík framganga og
slíkur málatilbúnaður er fordæma-
laus hér á Alþingi. Vönduð skýrsla
lögfræðinga og frumvarp ríkis-
stjórnarinnar hrindir þessum tilefn-
islausu og siðlausu ásökunum,“
sagði hann.
Niðurstaða
Hæstaréttar skýr
Áður en forsætisráðherra hafði
kveðið sér hljóðs hafði Rannveig
Guðmundsdóttir, þingflokksformað-
ur Samfylkingarinnar, sagt að það
væri alveg ljóst að umrætt frum-
varp gengi á svig við nýfallinn dóm
Hæstaréttar. „Þetta er brot á
stjórnarskrá,“ sagði hún. „Við erum
búin að ræða þetta mál í tvo daga og
höfum fært fyrir því sterk rök ...
Þetta mál er á ábyrgð ríkisstjórn-
armeirihlutans.“ Lýsti hún því yfir
að Samfylkingin myndi sitja hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Fulltrúar hinna stjórnarandstöðu-
flokkanna tveggja lýstu því einnig
yfir að þingflokkar þeirra myndu
ekki veita frumvarpinu brautar-
gengi. Ögmundur Jónasson, þing-
maður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði, þegar hann
gerði grein fyrir atkvæðum síns
þingflokks, að niðurstaða Hæsta-
réttar væri afdráttarlaus. „Þessi
skerðing er óheimil enda ber að líta
á þessa tekjutryggðu fjárupphæð
sem einstaklingsbundinn stjórnar-
skrárvarinn rétt. Hér er fjallað um
mannréttindi. Við munum ekki veita
brautargengi frumvarpi sem brýtur
í bága við úrskurð Hæstaréttar Ís-
lands og hefur að engu stjórnar-
skrárvarin mannréttindi.“
Guðjón A. Kristjánsson, þingmað-
ur Frjálslynda flokksins, kvað flokk
sinn heldur ekki mundu styðja um-
rætt frumvarp. „Við munum með
engum hætti ljá þessum málum lið,“
sagði hann. „Stjórnarliðar hafa
ákveðið að keyra þetta frumvarp í
gegn og þeim mun örugglega takast
það með sínum meirihluta,“ bætti
hann við.
Stífir fundir í trygg-
inganefnd Alþingis
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Þingmenn fylgjast alvörugefnir með umræðunum um öryrkjafrumvarpið.
UM 370 Íslendingar deyja af völd-
um reykinga á ári eða að meðaltali
fleiri en einn Íslendingur á dag.
Þetta kom fram í máli Ingibjargar
Pálmadóttur heilbrigðisráðherra er
hún mælti fyrir frumvarpi til laga
um breytingar á lögum um tóbaks-
varnir á Alþingi í vikunni. Vísaði
hún þarna til nýlegra upplýsinga
Hjartaverndar.
„Fjöldi látinna af völdum tóbaks-
notkunar hérlendis samsvarar því
að tvær farþegaþotur farist árlega
fullar af Íslendingum eða að hér-
lendis yrðu tíu stór rútuslys,“ sagði
hún.
„Fimmta hvert dauðsfall á Íslandi
er af völdum reykinga. Þriðja hvert
dauðsfall hjá fólki í blóma lífsins á
Íslandi, 35–69 ára, má rekja til
reykinga. Hætt er við að önnur efni
eða önnur lyf sem yllu álíka búsifj-
um yrðu fljótt bönnuð. Okkur er því
skylt að gera ráðstafanir til að hefta
útbreiðslu þessa vágests í nútíma-
samfélagi og við berum ábyrgð á
því gagnvart komandi kynslóðum.“
Í frumvarpinu eru boðuð ýmis ný-
mæli í tóbaksvörnum. M.a. eru
heimildir til reykinga á veitinga- og
skemmtistöðum þrengdar frá því
sem nú er. „Í núgildandi lögum eru
veitinga- og skemmtistaðir sér-
staklega undanþegnir reyk-
ingabanni að öðru leyti en því að
þeir skuli hafa afmarkaðan fjölda
veitingaborða þar sem reykingar
eru bannaðar, þ.e. reyklaus svæði,“
útskýrði ráðherra. „Nú þykir fylli-
lega orðið tímabært að snúa dæm-
inu við og hafa réttinn til hreins
lofts í fyrirrúmi á þessu sviði. Sam-
kvæmt frumvarpinu er aðalreglan
því sú að reykingar eru bannaðar á
veitinga- og skemmtistöðum. Heim-
ilt er þó að reykja á afmörkuðum
svæðum að teknu tilliti til réttar
hvers manns til hreins andrúmslofts
og skal loftræsting vera fullnægj-
andi þannig að ekki sé um að ræða
reykmettun andrúmslofts frá svæð-
inu þar sem reykingar eru leyfðar.“
Einn deyr úr
reykingum á dag
Vill fornminjar
heim til Íslands
ÞORGERÐUR K. Gunnarsdóttir,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
sagði í fyrirspurnatíma á Alþingi í vik-
unni að hún teldi fullt tilefni til þess að
teknar yrðu upp viðræður við Dani
um að þeir skiluðu Íslendingum þeim
íslensku fornminjum sem þeir hafa
undir höndum. Kvaðst hún telja að
mjög viðeigandi væri að opna Þjóð-
minjasafnið eftir miklar og virkar
endurbætur með sýningu á þessum
íslensku fornminjum.
„Hér er um að ræða muni eins og
Grundarstólinn svokallaða, postula-
klæði, biskupsmítur frá Skálholti
o.fl.,“ sagði hún. „Fyrir okkur Íslend-
inga skipta þessir munir miklu meira
máli en Dani sem sést best á því að
þeir hafa sárasjaldan verið til sýnis
síðustu áratugina í danska þjóðminja-
safninu.“ Spurði Þorgerður mennta-
málaráðherra, Björn Bjarnason, að
því hvort hann hygðist beita sér fyrir
því að teknar yrðu upp samningavið-
ræður við Dani um að endurheimta ís-
lenskar fornminjar frá danskri grund.
Í svari sínu minnti menntamálaráð-
herra á orð í sáttmála Íslendinga og
Dana sem undirritaður var við af-
hendingu handritanna árið 1965 en
þar segði m.a. að samningsaðilar
væru sammála um að íslenska ríkinu
skyldi ekki í framtíðinni vera unnt að
hefja eða styðja kröfur eða óskir um
afhendingu hvers konar íslenskra
þjóðlegra minja sem í Danmörku
væru. Sagði ráðherra að við Íslend-
ingar ættum að virða þessi ákvæði
sáttmálans og ekki leggja okkur fram
um að rifta þeim nema rík ástæða
væri til. Ekki síst vegna þess að sá
gjörningur Dana á sínum tíma að ák-
veða að afhenda Íslendingum hand-
ritin væri einstæður í menningarsögu
heimsins. „Ég vek athygli á því að við
snerum okkur til Þjóðminjasafnsins í
tilefni af þessari fyrirspurn og þar
kom fram að Þjóðminjasafnið hefur
ekki nein áform um að endurheimta
íslenska gripi frá Danmörku. En að
sjálfsögðu hlýtur það mál eins og ann-
að að vera til skoðunar,“ sagði hann.
Undir lok umræðunnar sagði hann
að hann myndi nálgast málið með
fullri virðingu fyrir þeim sáttmála
sem við gerðum við Dani árið 1965 en
einnig m.a. með hliðsjón af því að við
værum að skapa Þjóðminjasafni Ís-
lands algjörlega nýjar starfsaðstæður
þegar það yrði endurnýjað. „Niður-
staða málsins ræðst að sjálfsögðu af
því hvort samkomulag næst við Dani
um eitthvað í þessum efnum og hvort
unnt er að vinna þannig að þessum
málum að við brjótum ekki gegn
neinu sem við höfum áður samþykkt.“
ÞEIR sem gerst þekkja segja að
langt sé síðan jafnharkalega hafi
verið tekist á um frumvarp rík-
isstjórnar eins og frumvarp það
sem hæst hefur borið í umræðum á
Alþingi þessa vikuna. Að sjálfsögðu
er hér átt við öryrkjafrumvarpið
svokallaða sem ríkisstjórnin lagði
fram á Alþingi á mánudag.
Frumvarpið er eins og kunnugt
er samið í kjölfar dóms Hæsta-
réttar sem féll í desember sl. í mál-
efni Öryrkjabandalags Íslands og
Tryggingastofnunar ríkisins. And-
rúmsloftið á Alþingi hefur líka ver-
ið eftir því. Í umræðunum hafa
þung orð fallið á bága bóga. Ásak-
anir hafa gengið á víxl milli stjórn-
ar og stjórnarandstöðu. Ræður
þingmanna í pontu hafa ítrekað
verið truflaðar með framíköllum við
litlar vinsældir forseta þingsins –
enda hefur þingbjallan klingt sem
aldrei fyrr – og á göngum Alþingis
hefur mátt sjá brúnaþunga þing-
menn tala saman – tvo eða fleiri – í
hálfum hljóðum.
Spennan í þinghúsinu hefur
sennilega náð hámarki þegar Ingi-
björg Pálmadóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hneig nið-
ur í beinni útsendingu Sjónvarps á
miðvikudagskvöld sama dag og hún
hafði mælt fyrir frumvarpinu. Segir
það nokkra sögu um það álag sem
hvílt hefur á ráðherra undanfarna
daga vegna framlagningar frum-
varpsins. Stjórnarandstæðingar
vilja þó meina að það álag sé ekki
síst til komið vegna þess hve henni
sé frumvarpið mótfallið og hafa
nokkrir þeirra ýjað að því í umræð-
unum að hún hafi lagt það fram
gegn vilja sínum vegna þrýstings
frá formönnum stjórnarflokkanna.
Sjálf hefur hún verið fremst í
flokki þeirra ráðherra sem varið
hafa frumvarpið. Það er að segja,
fremst í flokki þann dag sem hún
mælti fyrir frumvarpinu því seinna
um kvöldið var hún flutt á hjarta-
deild Landspítalans í Fossvogi eins
og kunnugt er. Tók þá Halldór Ás-
grímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, að sér að sitja umræð-
urnar í hennar stað ef svo má
segja... því eflaust hefði hann tekið
þátt í þeim hvort sem var.
En talandi um það hverjir hafa
verið viðstaddir þá hefur það þótt
vera eitt merki um alvarleika um-
ræðunnar hve margir þingmenn
hafa verið í þinghúsinu þegar um-
ræðurnar fóru fram. Fjöldi þeirra
hefur líka tekið þátt í umræðunum
með ræðum, athugasemdum og
framíköllum. Það hefur þó líka vak-
ið athygli hverjir hafa ekki tekið
þátt í umræðunum. Óbreyttir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, ef svo
má kalla þá sem ekki sinna ráð-
herraembætti eða formennsku af
neinu tagi innan þingsins, virðast
ekki hafa vílað fyrir sér að kveðja
sér hljóðs en sömu sögu er ekki að
segja um óbreytta þingmenn
Framsóknarflokksins. Fyrir utan
ráðherra flokksins tvo sem hér hafa
verið nefndir, framsóknarmanninn
og formann heilbrigðis- og trygg-
inganefndar sem og formann þing-
flokks framsóknarmanna, hefur
enginn þingmaður Framsókn-
arflokksins tekið til máls. Með öðr-
um orðum hefur enginn óbreyttur
þingmaður Framsóknarflokksins
kvatt sér hljóðs í umræðunni.
Þessi staðreynd þarf ekkert
endilega að þýða eitthvað sérstakt
en hún getur líka bent til þess að
þingmenn Framsóknarflokksins
séu ekki á eitt sáttir um frumvarpið
og málsmeðferðina alla. Ósáttir en
hafi þó tekið þann pól í hæðina að
standa saman um það. Þeir veittu
því a.m.k. brautargengi til áfram-
haldandi umræðu í atkvæða-
greiðslu á fimmtudaginn var.
En það eru ekki bara sjálfir
þingmennirnir sem hafa fylgst vel
með umræðunum um öryrkja-
frumvarpið þá tvo daga sem fyrsta
umræða um það hefur staðið yfir.
Öryrkjar og fleiri áhugamenn um
málið komu sér vel fyrir á þingpöll-
um Alþingis og frést hefur af fjöl-
mörgum sem hafa stillt sér fyrir
framan beinar útsendingar af þing-
fundum í sjónvarpinu.
Ágreiningur stjórnar og stjórn-
arliða í öryrkjamálinu hefur eink-
um staðið um það hvernig túlka
beri umræddan dóm Hæstaréttar.
Stjórnarliðar telja til að mynda að
hann feli ekki í sér bann við teng-
ingu tekjutryggingar öryrkja við
tekjur maka en stjórnarandstæð-
ingar telja þvert á móti að dóm-
urinn feli í sér bann við slíkri tekju-
tengingu. Þessi ágreiningur hefur
síðan leitt til vangaveltna sem hef-
ur einmitt gert umræðuna svo
áhugaverða og um leið skemmti-
lega. Hún hefur leitt til vanga-
veltna um það hvað séu mannrétt-
indi og hvað ekki. Hvort
einstaklingurinn hafi til að mynda
rétt óháð hjúskaparstöðu og
tekjum maka. Of langt mál yrði að
rekja þessar vangaveltur hér en
eitt er víst að slíkar grundvall-
arspurningar eru allt of sjaldan
ræddar á Alþingi.
Bjallan klingir sem aldrei fyrr
EFTIR ÖRNU SCHRAM BLAÐAMANN