Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 19

Morgunblaðið - 20.01.2001, Page 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 19 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frá- bærar aðstæður á suðurströnd Spánar í rúmar 4 vikur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm og Costa del Sol þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Vorin eru falleg- asti tími ársins á suður-Spáni og hvergi er betra að dvelja en í þess- um yndislega heimshluta og á báðum áfangastöðum bjóðum við þér okkar bestu íbúðarhótel með frábærri aðstöðu fyrir farþega. Vorferðir Heimsferða til Costa del Sol og Benidorm 22. og 23. apríl frá 51.500 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð frá kr. 57.300 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, Timor Sol, 32 nætur, 22. apríl. Skattar ekki innifaldir. Verð kr. 72.500 M.v. 2 í studio, Timor Sol, 22. apríl, 32 nætur. Völ um aukaviku. Skattar kr. 2.530, ekki innifaldir. Costa del Sol Verð frá kr. 51.500 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, El Faro, 32 nætur, 23. apríl. Verð kr. 67.400 M.v. 2 í íbúð, El Faro, 32 nætur, 23. apríl. Skattar kr. 2.530 ekki innifaldir. Benidorm FÉLAG málmiðnaðarmanna hefur keypt húsnæði við Draupnisgötu 4 á Akureyri en þar hefur verið komið upp aðstöðu með tækjum sem nýta á til endurmenntunar fyrir félags- menn. Hákon Hákonarson formaður félagsins sagði að um allnokkurt skeið hefði verið rætt um þörfina á að efla endurmenntun meðal félags- manna svo svara mætti kröfum nú- tímans fyrir aukna menntun starfs- fólks á þessu sviði. Niðurstaðan hafi orðið sú að festa kaup á umræddu húsnæði og innrétta það á þann hátt að það nýttist til námskeiðahalds fyrir félagsmenn. Fyrstu námskeiðin í húsnæðinu hófust nú fyrr í vikunni en áður höfðu menn tekið bóklega hluta þess. Hákon kvaðst ánægður með þátttökuna en á milli 40 og 50 manns hefðu ýmist sótt þetta námskeið eða boðað sig á þau námskeið sem í boði verða á næstunni. Um 300 manns eru í félaginu. Í fremstu röð „Hér verður miðstöð endur- menntunar fyrir málmiðnaðarmenn á Norðurlandi auk þess sem hús- næðið stendur til boða þeim iðnað- armönnum sem telja sig geta nýtt þessa aðstöðu,“ sagði Hákon. Hann sagði að aðstöðunni hefði verið kom- ið upp í góðu samstarfi við atvinnu- lífið á svæðinu og hefði félagið feng- ið ýmsa styrki til að svo gæti verið, m.a. frá Akureyrarbæ, iðnaðarráðu- neyti, Íslandsbanka-FBA, starfs- menntasjóði félagsmálaráðuneytis- ins og fyrirtækjum á Akureyri en að langmestu leyti hefði félagið þó sjálft staðið straum af kostnaði við að setja þessa miðstöð á laggirnar. „Þessi miðstöð er framlag Félags málmiðnaðarmanna til þess að okk- ar félagsmenn geti sótt fram á við og staðið í fremstu röð,“ sagði Hákon. Hröð þróun Einar Þorgeirsson kennari hjá Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins hefur kennt á námskeiði því sem staðið hefur yfir í húsakynnum félagsins síðustu daga en hann sagði að þróun í þessari starfsgrein væri hröð, sífellt væru að koma til sög- unnar nýir staðlar sem fara þyrfti eftir og þá ætti greinin í mikilli al- þjóðlegri samkeppni. „Endur- menntun á þessu sviðið skiptir því gríðarlega miklu máli,“ sagði hann. „Hér er góð aðstaða og heimilislegt andrúmsloft.“ Miðstöð endurmenntunar fyrir málmiðnaðarmenn Endurmenntun mikilvæg í greininni Morgunblaðið/Kristján Einar Þorgeirsson, suðukennari hjá Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins, leiðbeinir Einari Eyfjörð Brynjarssyni starfsmanni Véla- og stálsmiðjunnar varðandi svokallaða TIG-suðu. JÓHANNA Friðfinnsdóttir hefur sett á stofn handverksstofu í Borg- arhlíð 7, kjallara, sem hún nefnir Handverk Jóhönnu. Jóhanna hefur fengist við mynd- list, glerlist og leirlist síðastliðin 10 ár. Hún lauk námi frá Myndlistar- skóla Arnar Inga á síðsta ári. Jó- hanna segir að handverksstofa sín sé fyrir allt venjulegt fólk sem hafi áhuga fyrir að stunda listgreinar af einhverju tagi, glerlist, myndlist eða leirlist svo dæmi sé tekið. Áhugasamir geta heimsótt Jóhönnu og fengið þar aðstöðu til að sinna listsköpun sinni, en á staðnum verð- ur einnig boðið upp á allt efni. Tek- ur Jóhanna sérstaklega fram að fólk þurfi ekki endilega að hafa stundað námskeið til að nýta sér vinnuaðstöðuna. Handverk Jóhönnu verður opið á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og föstudögum frá kl. 13–23 á kvöldin. Á þriðjudögum er opið frá kl. 13–19 og á laugar- dögum frá kl. 10–17. Handverk fyrir þá sem vilja stunda listsköpun Morgunblaðið/Kristján Jóhanna Friðfinnsdóttir í vinnustofu sinni í Borgarhlíð á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.