Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 21
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 21
RÍKISSAKSÓKNARAR í Þýska-
landi hafa staðfest að Trans-World
samsteypan sé þungamiðjan í rann-
sókn á peningaþvætti, sem kunni að
snúast um milljarða Bandaríkjadala
og ná aftur til ársins 1997, að því er
fram kemur í frétt í The Wall Street
Journal.
Trans-World, sem er að draga úr
starfsemi sinni, er með höfuðstöðvar
í London og stundar viðskipti með
málma. Fyrirtækið var stór þátttak-
andi í útflutningi á áli frá Rússlandi á
níunda áratugnum og var töluvert
fjallað um fyrirtækið í fjölmiðlum
vegna meintra tengsla þess við
skipulagða glæpastarfsemi. Ofbeldi,
deilur um eignarráð og ásakanir um
glæpsamlegt athæfi hafa fylgt ál-
framleiðslu frá falli Sovétríkjanna,
að því er fram kemur í fyrrnefndri
frétt.
Fjármunirnir sem um ræðir
runnu í gegnum nokkra af stærstu
bönkum Þýskalands. Þeir munu þó
ekki sjálfir vera í rannsókn, en yf-
irvöld hafa sent þeim bréf þar sem
þeir eru varaðir við að fólk og fyr-
irtæki sem standi nærri Trans-
World kunni að nota þá til að þvo
peninga. Einn bankanna segist gera
yfirvöldum viðvart nokkrum sinnum
á dag um grunsamlega fjármagns-
flutninga.
Trans-World heldur
fram sakleysi sínu
Trans-World hefur alla tíð haldið
því fram að það hafi einungis stund-
að lögleg viðskipti með málma frá
Rússlandi og í frétt The Wall Street
Journal er haft eftir manni sem
þekkir til starfsemi samsteypunnar
að hún hafi ekki verið með neina
bankareikninga í Þýskalandi, alls
ekki tekið þátt í peningaþvætti og að
alþjóðlega kunnir endurskoðendur
fari yfir reikninga hennar.
Í fréttinni segir að fram til þessa
hafi saksóknarar ekki komist yfir
sannanir um að það fé, sem geymt
hefur verið á þýskum bankareikn-
ingum en líklega ekki undir nafni
Trans-World, sé illa fengið.
Yfirvöld í Þýskalandi
rannsaka peningaþvætti
Morgunblaðið/Arnaldur
Trans-World-samsteypan er þungamiðjan í rannsókn á peningaþvætti. Fyr-
irtækið flutti út ál frá Rússlandi.
CHIQUITA Brands
International Inc.
hefur tilkynnt að fyr-
irtækið muni ekki
geta staðið í skilum
með afborganir af öllum
lánum sínum, samkvæmt
frétt í Evrópuútgáfu Wall
Street Journal. Þar segir
að fyrirtækið muni óska
eftir skuldbreytingum á
skuldabréfum að
fjárhæð 862
milljónir Banda-
ríkjadala, sem jafn-
gildir um 73 milljörðum íslenskra
króna.
Í frétt WSJ kemur fram að þrátt
fyrir greiðsluerfiðleika muni Chiq-
uita fyrirtækið halda áfram baráttu
fyrir breytingum á reglum Evrópu-
sambandsins varðandi innflutning á
banönum til Evrópu, sem staðið hef-
ur í átta ár. Þetta skipti miklu máli
fyrir fyrirtækið þar sem Evrópu-
markaðurinn hafi mikið að segja um
tekjustreymi fyrirtækisins.
Innflutningur eins
og fyrir 1993
Skuldir Chiquita fyrirtækisins
jukust mikið á síðari hluta níunda
áratugarins er fyrirtækið fjárfesti
mikið í skipum og bananaekrum í
Suður-Ameríku. WSJ segir að
stjórnendur fyrirtækisins kenni
reglum ESB um versnandi afkomu
þess. ESB hafi breytt reglum um
bananainnflutning, sem hafi komið
illa niður á fyrirtækinu. Bandarísk
stjórnvöld hafi sagt að reglur ESB
um bananainnflutning til Evrópu séu
ósanngjarnar gagnvart bandarískum
bananafyrirtækjum en hliðhollar
evrópskum fyrirtækjum. Ríkisstjórn
Clintons og Chiquita fyrirtækið hafi
þrýst á ESB að heimila bananafyr-
irtækjum að flytja banana til Evrópu
á grundvelli fyrri innflutnings. Lögð
sé áhersla á að miða við viðskipti með
banana eins og þau voru fyrir 1993,
en Chiquita hafi þá verið með lang-
stærstu markaðshlutdeildina á ban-
anamarkaði í Evrópu.
Dole ekki sammála
Chiquita
Í WSJ segir að stjórnendur hins
bandaríska Dole Food fyrirtækis
hafi beint því til bandarískra stjórn-
valda að þau ljái ekki máls á því að
snúið verði aftur til þess ástands í
bananainnflutningi til Evrópu er var
fyrir 1993, því markaðshlutdeild
Dole Food í Evrópu hafi farið vax-
andi.
WSJ segir að Dole fyrirtækið vilji
að bandarísk stjórnvöld samþykki
tillögur ESB, sem ætlunin er að taki
gildi í júlí næstkomandi. Þær gangi
út á að fyrirtæki sem vilji flytja ban-
ana inn til Evrópu keppi um innflutn-
ingsréttindi. Það fyrirtæki sem lofi
skemmstum afgreiðslutíma fái rétt-
inn til innflutnings. WSJ segir óljóst
hvaða afstöðu væntanleg ríkisstjórn
Bandaríkjanna taki í þessu máli.
Gengi hlutabréfa í Chiquita féll um
50% í vikunni, úr 3,0 Bandaríkjadöl-
um á hlut í 1,50 dali.
Chiquita í
greiðslu-
erfiðleikum
Borgartúni 28 · Sími 561 6699 · tolvuskoli@tolvuskoli.is · www.tolvuskoli.is
Tölvuskóli Reykjavíkur er prófamiðstöð fyrir TÖK próf og fá nemendur skólans afslátt af prófagjaldi.
Ath!
Skrá
ning
sten
dur
yfir
Fyrirtækjaþjónusta
Jóhanna þjónustufulltrúi sér um að koma til móts við
óskir ykkar. Netfang: johanna@tolvuskoli.is
Skrifstofutækni
og bókhald
Vegna forfalla eru laus sæti í Skrifstofutækni
sem hefst mánudaginn 22. janúar
BÓKHALDSNÁM
Kennt frá 1300-1600 eða 1700-2000
mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
Alls 144 kennslustundir.
Handfært yfir í tölvubókhald.
Kennt er á Stólpa fyrir Windows.
- Byrjar 29. janúar.
• Bókfærsla - 20 stundir
• Verslunarreikningur - 16 stundir
• Almenn bókhaldsverkefni, víxlar og
skuldabréf - 20 stundir
• Launabókhald - 12 stundir
• Lög og reglugerðir - 4 stundir
• Virðisaukaskattur - 8 stundir
• Verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar - 12 stundir
• Tölvubókhald - 36 stundir
• Bókhald sem stjórntæki - 8 stundir
SKRIFSTOFUTÆKNI
Kennt frá 810-1210
Námið er ein önn - Alls 365 kennslustundir.
Tölvu- og bókhaldsnám.
Kennt er á Stólpa fyrir Windows.
- Byrjar 22. janúar.
• Almenn tölvufræði og Windows - 20 stundir
• Word - 35 stundir
• Excel - 35 stundir
• Internetið - 10 stundir
• PowerPoint - 10 stundir
• Samantekt - 10 stundir
• Vélritun - 10 stundir
• Verslunarbréf - 20 stundir
• Viðskiptaenska - 20 stundir
• Tollskýrslugerð - 20 stundir
• Atvinnuumsóknir - 5 stundir
• Tjáning, hópvinna, framsögn - 5 stundir
• Bókfærsla - 20 stundir
• Verslunarreikningur - 20 stundir
• Almenn bókhaldsverkefni, víxlar
og skuldabréf - 20 stundir
• Launabókhald - 15 stundir
• Lög og reglugerðir - 5 stundir
• Virðisaukaskattur - 10 stundir
• Verkefni, fylgiskjöl og afstemmingar - 15 stundir
• Tölvubókhald - 40 stundir
• Bókhald sem stjórntæki - 20 stundir