Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 23

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 23
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness sýknaði í gær skipstjóra á skuttog- aranum Þuríði Halldórsdóttur GK úr Grindavík af ákæru um veiðar með ólöglegri möskvastærð í botn- vörpupoka. Var ríkissjóður dæmdur til að borga allan kostnað sakarinn- ar, þ.m.t. málsvarnarlaun verjanda skipstjórans, alls 100 þúsund krón- ur. Málsatvik eru þau að varðskipið Óðinn kom að Þuríði Halldórsdótt- ur GK að togveiðum vestan Garð- skaga í maí sl. og fóru eftirlitsmenn af varðskipinu í tvígang um borð í togarann til að athuga veiðarfæri hans. Mælingar á möskvum í botn- vörpupokanum sýndu að þeir voru að meðaltali 130,4 mm eða 3,4% undir áskilinni möskvastærð. Eftir að togarinn kom til hafnar gerði skipstjórinn og aðrir skip- stjórnarmenn á togaranum, sem og starfsmaður Netagerðar Suður- nesja og starfsmenn Hampiðjunnar hf., sjálfstæðar mælingar á möskv- um pokans og bar töluvert á milli í þeim. Á grundvelli þess mismunar sem var á niðurstöðum úr mælingum varðskipsmanna annars vegar og skipstjórnarmanna togarans, neta- manns útgerðarinnar og starfs- manna Hampiðjunnar hins vegar, fór útgerð togarans fram á að ákæruvaldið eða sýslumaðurinn í Keflavík hlutaðist til um að dóm- kvaddir yrðu matsmenn til að mæla pokkann en sýslumaður hafnaði því. Þá óskaði lögmaður útgerðarinnar eftir því við Héraðsdóm Reykjaness að tveir hæfir og óvilhallir menn yrðu dómkvaddir til að mæla pok- ann. Niðurstöður þeirrar mælingar sýndu að mismunur á mældum möskvum og löglegum möskvum væri 0,37%. Mæling Landhelgisgæslunnar ekki endanleg mæling Í niðurstöðum dómsins er ekki fallist á það sjónarmið að mæling varðskipsmanna sé endanleg mæl- ing, heldur hafi hún verið grund- völlur Landhelgisgæslunnar fyrir kæru. Segir í dómnum að þegar lit- ið sé til þess sem bar á milli um mælingarnar hefði gæslunni borið að hafa frumkvæðið að því að afla matsgerðar óhlutbundinna aðila. Slík matsgerð hafi verið nauðsyn- legt gagn við þessar aðstæður, áður en ákæra var gefin út og alla vega hafi átt að fresta útgáfu ákæru, þar til matsgerð sú sem verjandi skip- stjórans lagði drög að afla, hafi leg- ið fyrir í málinu. Dómurinn byggir því á matsgerð- inni í málinu sem að mati dóm- aransvegur þyngra en niðurstöður varðskipsmanna. Í dómnum segir að hefðu niðurstöður matsgerðar legið fyrir í framhaldi af ætluðu broti ákærða hefði ekki verið tilefni til kæru né ákæru síðar. Reyndar væru frávikin svo lítil að jaðrar við, að mælingin hafi staðist og allar lík- ur til að þessi niðurstaða hefði ekki leitt til neinna afskipta af hálfu Landhelgisgæslunnar, einkum þeg- ar tekið hafi verið mið af því að um tiltölulega nýjan poka var að ræða, sem var úr efni sem ekki var full- reynt. Þegar allt þetta sé virt og að ekki er sannaður ásetningur skip- stjórans til ætlaðs brots, né að hann hafi sýnt af sér vanrækslu um reglulegar möskvamælingar, beri að sýkna hann af refsikröfum ákæruvaldsins. Frávikin frá réttri mælingu séu og svo lítil að þau réttlæti ekki að nær nýr botnvörpu- poki sé gerður upptækur eða alfar- ið tekinn úr notkun. Guðmundur L. Jóhannesson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Togaraskipstjóri sýknaður af veiðibroti ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 23 LOÐNUFRYSTING er hafin hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, en loðnuskipið Jón Kjartansson SU kom til hafnar um miðja viku með fullfermi eða um 1.600 tonn. Að sögn Elfars Aðalsteinssonar, forstjóra, var loðnan stór og fal- leg, laus við átu og voru tekin um 200 tonn til frystingar í stærsta flokk á Rússlandsmarkað. „Það er líflegt hjá okkur núna og við erum ánægðir með hvernig ver- tíðin fer af stað. Vonandi helst þetta alveg þangað til loðnan verður frystingarhæf á Jap- ansmarkað,“ sagði Elfar. Mjög góð veiði hefur verið á loðnumiðunum, einkanlega hjá þeim skipum sem veiða með flott- roll. Hólmaborg SU kom til hafn- ar á Eskifirði í vikulok með rúm 2.000 tonn og átti Elfar von á að þar af færu rúm 200 tonn til frystingar. Loðnufrysting hófst hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar í gær en þá voru fryst um 200 tonn á Rússlandsmarkað. Loðna fryst á Eskifirði FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur undirritað samkomulag um sölu á eignarhlut sínum í rækju- verksmiðjunni Geflu á Kópaskeri. Kaupendur eru heimamenn á Kópa- skeri. Fiskiðjusamlagið á 34,07% hlut í rækjuverksmiðjunni á Kópaskeri. Söluverð fékkst ekki gefið upp. Að sögn Atla Viðars Jónssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðjusam- lagsins, mun fyrirtækið nú einbeita sér að rekstri sínum á Húsavík og sala á eignarhlutanum í Geflu sé lið- ur í þeim áfanga. Rekstrargrund- völlur rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri hafi verið mjög erfiður og töluvert af eignum félagsins í Geflu afskrifaðar í síðasta uppgjöri. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að ekki verði stundaðar neina innfjarðarrækjuveiðar í Öx- arfirði á þessu ári en verksmiðjan hefur einkum byggt vinnslu sína á hráefni þaðan. Um 550 tonn voru veidd af innfjarðarrækju í Öxarfirði á síðasta ári. Vinnslu haldið áfram Að sögn Kristjáns Þ. Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra Geflu, er verið að safna hlutafé meðal heima- manna til að kaupa hlut Fiskiðju- samlags Húsavíkur í verksmiðjunni. Markmiðið sé að styrkja félagið og halda uppi vinnslu, svo fremi sem aðstæður leyfa hverju sinni. Eins og sakir standa sé hráefni til vinnsl- unnar dýrt og erfitt að nálgast það. Hann segir ekki útséð með hvort innfjarðarrækjuveiðar verði stund- aðar í Öxarfirði á þessu ári. „Útlitið var slæmt eftir mælingar í fyrra og lokað fyrir veiðar. Það á að gera nýjar mælingar í kringum næstu mánaðamót og þá verður fróðlegt að sjá hvernig fiskifræðingar meta ástandið.“ Fiskiðjusamlag Húsavíkur einbeitir sér að eigin rekstri Selur hlut sinn í Geflu HEINRICH Himmler, leyni- lögregluforingi Þýzkalands naz- ismans, gerði án vitundar Adolfs Hitlers tilraun til að fá Breta til að semja um frið tæpu ári áður en síðari heimsstyrjöldinni lauk. Er þetta fullyrt í nýrri heim- ildamynd brezka sjónvarpsins, BBC. Í heimildamyndinni er vísað til leyniskjala brezku ríkisstjórn- arinnar frá þessum tíma, sem að- gangur hefur verið opnaður að. Samkvæmt því sem þar er sagt koma fram, leitaði Himmler eftir friðarsamningum við Breta í lok ágúst 1944, aðeins tveimur mán- uðum eftir að her Bandamanna tók land í Normandí. Churchill eyddi skeytinu Skeyti sem Himmler sendi Sir Stewart Menzies, yfirmanni brezku leyniþjónustunnar, var hinn 31. ágúst látið ganga áfram til Winstons Churchills, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Í orðsendingu sem Churchill skrif- aði saman dag segir: „Hélt Himmler-skeyti í mínum höndum og eyddi því.“ Í heimildamyndinni er við- urkennt, að ekki sé hægt að fá staðfest hvert nákvæmt innihald skeytisins hafi verið, en sagn- fræðingar sem bezt til þekki til hallist að því að draga þá álykt- un, að í því hafi Himmler verið að bjóða frið á vesturvígstöðv- unum. Viðbrögð Churchills voru óvenjuleg. Yfir 14.000 skeyti bár- ust inn á borð til forsætisráð- herrans á stríðsárunum, en þetta skeyti frá Himmler er það eina sem vitað er til að hann hafi kos- ið að eyðileggja. Sérfræðingar, sem spurðir eru álits í sjónvarps- myndinni, sögðu ástæðuna fyrir þessu sennilega þá, að Churchill vildi þegar hér var komið sögu í stríðinu ekki láta neitt trufla samstöðu Bandamanna um að linna ekki látum fyrr en fulln- aðarsigur hefði verið unninn á Hitlers-Þýzkalandi. Í öðru hleruðu skeyti þýzku leyniþjónustunnar frá 18. sept- ember 1944 segir, að Himmler „banni öll þráðlaus samskipti við Englendinga þar sem tilboð þeirra eru eintómt fals.“ Að lokum, er Þriðja ríkið var í fjörbrotum, gerði Himmler fyrir milligöngu sænsks stjórnarer- indreka Vesturveldunum form- legt tilboð um frið í apríl 1945. Mánuði síðar lauk stríðinu eftir að Hitler hafði svipt sig lífi í byrgi sínu í Berlín. Himmler bauð frið í ágúst 1944 Lundúnum. AFP. REYNSLA nokkurra sænskra sveitarfélaga af því að bjóða umönnun aldraðra út er svo slæm að til stendur að færa þjónustuna aftur til ríkisins. Politiken segir frá því að rannsókn, sem gerð var við háskólann í Lundi, hafi leitt ljós að enginn ávinningur hafi orðið af útboðinu og að aldraðir telji reynsluna slæma. „Við höfum ekki rekist á neitt sem sýnir að þjónustan hafi batn- að. Þvert á móti komu í ljós nokkur dæmi um að þjónustan hefði versnað,“ segir Eric Olsen, einn þeirra sem stóðu að rann- sókninni. Telur hann að stöðug- leikinn sé á bak og burt í þjón- ustu við aldraða. Rannsóknin var gerð í þremur sveitarfélögum á Skáni og hefur staðið í sjö ár. Kannað var starf 120 starfsmanna sem sinntu um 500 manns. „Eldra fólk finnur til óöryggis þegar breytingar verða. Stöðug- leiki er eitt mikilvægasta atriðið varðandi heimilishjálp. Fólki þyk- ir óþægilegt að þurfa ítrekað að hleypa ókunnu fólki heim til sín og því hlýtur það að vera vanda- mál þegar starfsemin er boðin út þriðja til fjórða hvert ár,“ segir Olsson. Þrátt fyrir að fyrirtækið sem tekur við þjónustunni skuldbindi sig til þess að halda starfsfólkinu við skiptin, er reynslan engu að síður sú að töluverð hreyfing kemur á starfsfólk við skiptin. Segir Olsson að dregið hafi úr þjónustunni vegna tilrauna fyr- irtækjanna sem sáu um þjón- ustuna til að draga úr kostnaði og að það komi niður á starfsfólki og þeim sem njóti þjónustunnar. Olsson hefur fátt gott um út- boðið að segja, þær breytingar sem orðið hafa séu litlar og hafi ekki varað lengi. Erfitt sé að hafa eftirlit með fyrirtækjunum og þar með að vita hvort starfsemin standist þær gæðakröfur sem gerðar eru til þeirra. Eldra fólk kvartar ekki til fyrirtækjanna Þá segir hann eldra fólk ekki leita til fyrirtækjanna með um- kvartanir sínar þar sem því finn- ist það óþægilegt og erfitt og að talsverð hætta sé á því að reynt sé að drepa umkvörtunum á dreif þar sem fyrirtækin vilji ekki fá vont orð á sig. „Myndin er ekki algerlega svart-hvít, það eru til góð og slæm fyrirtæki, rétt eins og vel og illa rekin sveitarfélög. Skýrsla okkar gefur ekki tilefni til að slá því föstu að einkavæðing sé alltaf af hinu slæma. En niðurstaðan er engu að síður sú að við höfum ekki rekist á neitt sem sýndi fram á að útboð bætti þjón- ustuna. Um helmingur heimilisþjónust- unnar hefur verið boðinn út í Malmö sl. áratug og þar hefur reynslan verið verst. Hyggjast borgaryfirvöld taka yfir þjón- ustuna að nýju. Hart er deilt um það í Dan- mörku hvort bjóða eigi sömu þjónustu út. Jafnaðarmenn, með forsætisráðherrann Poul Nyrup Rasmussen í broddi fylkingar, telja það ekki koma til greina en Venstre-flokkurinn telur reynsl- una í því sveitarfélagi í Dan- mörku, þar sem einkavæðing heimilishjálpar hafi verið reynd, góða. Það var í Gilleleje og segir sveitarstjórinn, Jannich Peter- sen, að Svíar hljóti að hafa staðið illa að málum. Í Gilleleje hafi 90% aldraðra lýst ánægju með þjón- ustuna. Umönnun aldraðra í Svíþjóð Enginn ávinn- ingur af útboði á heimilishjálp Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ERLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.