Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 33
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 33 Áttu við streitu að stríða? Næstu námskeið: 21. janúar, 11. og 25. febrúar Viltu hætta að reykja? Næstu námskeið: 4. febrúar og 4. mars Vikunámskeið í Heilsustofnun NLFÍ Upplýsingar og innritun í síma 483 0300 STREITA – REYKINGAR Sandvíkurstekk (Stóra-Stekk), Sandvíkurhundruðum, Sandvík, Sandvíkurparti og Sandvíkurseli. Nú er Sandvíkin öll í eyði og fáfarið um hana, enda erfið lending af sjó og um há fjallaskörð að fara. Víkin er nokk- uð stór og grösug og út með sjó eru básar og fallegar fjörur. Sunnanvert við víkina er lendingin Skálar. Um tíma á þriðja áratugnum var þar lítil verstöð. Frá Skálum liggur kerru- vegur yfir til bæjanna sem allir voru norðanvert við víkina. Fjöldi rústa eru í Sandvík, margar ævafornar, enda komu þangað aldrei vélar til þess að umbylta þeim. Allar líkur eru á að líf Sandvíkinga hafi verið með svipuðu sniði í aldir áður en víkin fór í eyði. Menn sóttu björg til sjávar, fisk og fugl, áttu kindur, kýr og hesta og sóttu egg í Gerpinn. Í Sandvík er slysavarnaskýli frá 1961. Þekktastur þeirra sem tóku sér bólfestu í Sand- vík er heimsmaðurinn og sjódraug- urinn Sandvíkur-Glæsir sem ber svartan frakka og pípuhatt, er með glæsibringu, hefur svarta skó á fót- um og reykir feiknamikla pípu. Kveðju manna tekur hann kurteis- lega, blæs síðan ilmandi reyknum í vit þeirra, tekur ofan höfuðið og hneigir lifrauðan strjúpann. Þekktasta silfurbergs- náma í heimi Byggðin utan Eskifjarðarþéttbýlis hét fyrir daga nýlegrar sameiningar Helgustaðahreppur og var Vöðlavík hluti hans. Nafnið fékk hreppurinn af höfuðbólinu Helgustöðum, sem var sýslumannssetur. Í landi Helgustaða er heimsþekkt silfurbergsnáma, Helgustaðanáman. Silfurbergskrist- allar úr henni eru þeir stærstu í heimi og er þá víða að finna á söfnum. Í þeim brotnar ljósið þannig að allt verður tvöfalt lesið í gegn um þá. Þeir urðu mikilvægt hjálpartæki vísinda- mönnum í þekkingarleit um eðli ljóssins, einnig var silfurbergið, sem ber nafnið Iceland spar, notað í sjón- auka. Náman var rekin um aldir og allt fram á þá tuttugustu, þegar steinkurl úr henni var notað utan á hús. Nú er náman friðlýst náttúru- vætti. Unnið er að því að gera sögu hennar og umhverfi aðgengilegt ferðafólki. Skammt utan við Helgustaði er Útstekkur, gamla „ Plássið“ frá ein- okunartímanum, í sérkennilegri hvilft. Sjór hefur nú tekið þar hluta af landinu. Það er áhrifaríkt að ganga um staðinn, sem geymir sögu niður- lægingar og erfiðleika. Á blómaskeiði sjávarbændanna var gott að búa í Helgustaðahreppi og var þá um- fangsmesta útgerðin á Karlskála. Á sumrum lágu menn víða við í kofum og byrgjum með ströndinni og sóttu björg í sjóinn. Íbúar í Helgustaða- hreppi voru 292 á 21 lögbýli árið 1901, en nú fylla þeir ekki lengur heilan tug. Seley undan Krossanesi var, frá fornu fari og vel fram á þessa öld, matarkista fólks, sem bjó við Reyð- arfjörð. Seinast voru menn þar í veri 1936. Eyjan heyrði og heyrir enn undir Hólmaklerk, sem nú er búsett- ur á Eskifirði. Þurftu vermenn að gjalda klerki hlut vegna viðlegu í eynni. Gert var út yfir sumarmánuð- ina og einkum veiddur hákarl og lúða. Talsverðar verbúðarústir eru í Seley. Enn eru nokkrar nytjar af eyj- unni. Í bók Ásmundar Helgasonar á Bjargi, „Á sjó og landi“, er að finna afar góðar lýsingar á lífi og aðbúnaði þeirra sem þaðan sóttu sjóinn. Það er einstök upplifun að komast á fjallatinda og sjá vítt yfir. Það er talsvert af fjöllum skammt frá þjóð- vegi í Fjarðabyggð sem eru um og yf- ir þúsund metrar á hæð og fremur auðgengt á. Á sumum þeirra eru gestabækur þar sem menn geta skil- ið eftir sönnun þess að þeir hafi kom- ist á tindinn. Nokkur þessara fjalla nefni ég hér. Fyrst skal telja Kistu- fell innan við Reyðarfjörð, 1.239 metra á hæð og þar með hæsta fjall utan hálendisins á Austfjörðum, Há- degisfjall sunnan Reyðarfjarðar, Hólmatind milli Eski- og Reyðar- fjarðar, Svartafjall milli Eski- og Norðfjarðar, en á það liggur stikuð leið úr um 600 metra hæð Eskifjarð- armegin af gamla Oddsskarðsvegin- um og Goðaborg milli Fannardals í Norðfirði og Mjóafjarðar. Það er lán hverjum manni sem uppgötvar þá uppsprettu orku og lífsfyllingar sem útivist og náttúruskoðun eru og gild- ir þar einu hvort viðkomandi er alinn upp í borg eða sveit. Fjölbreytni þess sem hægt er að fást við og nema í náttúrunni er óendanleg og hvers- konar landslag hefur sín sérkenni. Á Austurlandi er margt sérstætt að finna svo sem blómjurtir sem bundn- ar eru fjórðungnum, til dæmis sjö- stjörnu, lyngbúa, gullsteinbrjót og bláklukku, og austfjarðabobbinn kúrir hátt í hlíðum. Þar er líka að finna hreindýr, leifar hvalstöðva, austfjarðaþokuna, sem oftar en ekki er undarlegt sjónarspil, villta bjarg- dúfu á hreiðri og síðast en ekki síst austfirsku blágrýtisfjöllin skreytt líparíti, með heilu tröllahersingunum döguðum uppi á tindum. Og fyrir austan eru fjöllin alltaf blá. Höfundur er fararstjóri og formaður Ferðafélags fjarðamanna, Fjarðabyggð. Barðsnesbærinn Rauðubjörg á norðvestanverðu Barðsneshorni. Með fegurri stöðum á Gerpissvæðinu. Ungi brýst úr eggi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.