Morgunblaðið - 20.01.2001, Qupperneq 33
VIKULOK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 33
Áttu við streitu að stríða?
Næstu námskeið: 21. janúar, 11. og 25. febrúar
Viltu hætta að reykja?
Næstu námskeið: 4. febrúar og 4. mars
Vikunámskeið í
Heilsustofnun NLFÍ
Upplýsingar og innritun í síma 483 0300
STREITA – REYKINGAR
Sandvíkurstekk (Stóra-Stekk),
Sandvíkurhundruðum, Sandvík,
Sandvíkurparti og Sandvíkurseli. Nú
er Sandvíkin öll í eyði og fáfarið um
hana, enda erfið lending af sjó og um
há fjallaskörð að fara. Víkin er nokk-
uð stór og grösug og út með sjó eru
básar og fallegar fjörur. Sunnanvert
við víkina er lendingin Skálar. Um
tíma á þriðja áratugnum var þar lítil
verstöð. Frá Skálum liggur kerru-
vegur yfir til bæjanna sem allir voru
norðanvert við víkina. Fjöldi rústa
eru í Sandvík, margar ævafornar,
enda komu þangað aldrei vélar til
þess að umbylta þeim. Allar líkur eru
á að líf Sandvíkinga hafi verið með
svipuðu sniði í aldir áður en víkin fór í
eyði. Menn sóttu björg til sjávar, fisk
og fugl, áttu kindur, kýr og hesta og
sóttu egg í Gerpinn. Í Sandvík er
slysavarnaskýli frá 1961. Þekktastur
þeirra sem tóku sér bólfestu í Sand-
vík er heimsmaðurinn og sjódraug-
urinn Sandvíkur-Glæsir sem ber
svartan frakka og pípuhatt, er með
glæsibringu, hefur svarta skó á fót-
um og reykir feiknamikla pípu.
Kveðju manna tekur hann kurteis-
lega, blæs síðan ilmandi reyknum í
vit þeirra, tekur ofan höfuðið og
hneigir lifrauðan strjúpann.
Þekktasta silfurbergs-
náma í heimi
Byggðin utan Eskifjarðarþéttbýlis
hét fyrir daga nýlegrar sameiningar
Helgustaðahreppur og var Vöðlavík
hluti hans. Nafnið fékk hreppurinn af
höfuðbólinu Helgustöðum, sem var
sýslumannssetur. Í landi Helgustaða
er heimsþekkt silfurbergsnáma,
Helgustaðanáman. Silfurbergskrist-
allar úr henni eru þeir stærstu í
heimi og er þá víða að finna á söfnum.
Í þeim brotnar ljósið þannig að allt
verður tvöfalt lesið í gegn um þá. Þeir
urðu mikilvægt hjálpartæki vísinda-
mönnum í þekkingarleit um eðli
ljóssins, einnig var silfurbergið, sem
ber nafnið Iceland spar, notað í sjón-
auka. Náman var rekin um aldir og
allt fram á þá tuttugustu, þegar
steinkurl úr henni var notað utan á
hús. Nú er náman friðlýst náttúru-
vætti. Unnið er að því að gera sögu
hennar og umhverfi aðgengilegt
ferðafólki.
Skammt utan við Helgustaði er
Útstekkur, gamla „ Plássið“ frá ein-
okunartímanum, í sérkennilegri
hvilft. Sjór hefur nú tekið þar hluta af
landinu. Það er áhrifaríkt að ganga
um staðinn, sem geymir sögu niður-
lægingar og erfiðleika. Á blómaskeiði
sjávarbændanna var gott að búa í
Helgustaðahreppi og var þá um-
fangsmesta útgerðin á Karlskála. Á
sumrum lágu menn víða við í kofum
og byrgjum með ströndinni og sóttu
björg í sjóinn. Íbúar í Helgustaða-
hreppi voru 292 á 21 lögbýli árið
1901, en nú fylla þeir ekki lengur
heilan tug.
Seley undan Krossanesi var, frá
fornu fari og vel fram á þessa öld,
matarkista fólks, sem bjó við Reyð-
arfjörð. Seinast voru menn þar í veri
1936. Eyjan heyrði og heyrir enn
undir Hólmaklerk, sem nú er búsett-
ur á Eskifirði. Þurftu vermenn að
gjalda klerki hlut vegna viðlegu í
eynni. Gert var út yfir sumarmánuð-
ina og einkum veiddur hákarl og
lúða. Talsverðar verbúðarústir eru í
Seley. Enn eru nokkrar nytjar af eyj-
unni. Í bók Ásmundar Helgasonar á
Bjargi, „Á sjó og landi“, er að finna
afar góðar lýsingar á lífi og aðbúnaði
þeirra sem þaðan sóttu sjóinn.
Það er einstök upplifun að komast
á fjallatinda og sjá vítt yfir. Það er
talsvert af fjöllum skammt frá þjóð-
vegi í Fjarðabyggð sem eru um og yf-
ir þúsund metrar á hæð og fremur
auðgengt á. Á sumum þeirra eru
gestabækur þar sem menn geta skil-
ið eftir sönnun þess að þeir hafi kom-
ist á tindinn. Nokkur þessara fjalla
nefni ég hér. Fyrst skal telja Kistu-
fell innan við Reyðarfjörð, 1.239
metra á hæð og þar með hæsta fjall
utan hálendisins á Austfjörðum, Há-
degisfjall sunnan Reyðarfjarðar,
Hólmatind milli Eski- og Reyðar-
fjarðar, Svartafjall milli Eski- og
Norðfjarðar, en á það liggur stikuð
leið úr um 600 metra hæð Eskifjarð-
armegin af gamla Oddsskarðsvegin-
um og Goðaborg milli Fannardals í
Norðfirði og Mjóafjarðar. Það er lán
hverjum manni sem uppgötvar þá
uppsprettu orku og lífsfyllingar sem
útivist og náttúruskoðun eru og gild-
ir þar einu hvort viðkomandi er alinn
upp í borg eða sveit. Fjölbreytni þess
sem hægt er að fást við og nema í
náttúrunni er óendanleg og hvers-
konar landslag hefur sín sérkenni. Á
Austurlandi er margt sérstætt að
finna svo sem blómjurtir sem bundn-
ar eru fjórðungnum, til dæmis sjö-
stjörnu, lyngbúa, gullsteinbrjót og
bláklukku, og austfjarðabobbinn
kúrir hátt í hlíðum. Þar er líka að
finna hreindýr, leifar hvalstöðva,
austfjarðaþokuna, sem oftar en ekki
er undarlegt sjónarspil, villta bjarg-
dúfu á hreiðri og síðast en ekki síst
austfirsku blágrýtisfjöllin skreytt
líparíti, með heilu tröllahersingunum
döguðum uppi á tindum. Og fyrir
austan eru fjöllin alltaf blá.
Höfundur er fararstjóri og
formaður Ferðafélags fjarðamanna,
Fjarðabyggð.
Barðsnesbærinn
Rauðubjörg á norðvestanverðu Barðsneshorni. Með fegurri stöðum á Gerpissvæðinu.
Ungi brýst úr eggi.