Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 34

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 34
34 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BÓKIN Evrópusambandiðog evrópska efnahags-svæðið inniheldur megin-niðurstöður rannsókna Stefáns Más Stefánssonar á Evr- ópurétti. Hún á sér enga hliðstæðu að því talið er því hvergi mun vera fjallað um þessi tvö meginefni í einni og sömu bókinni. Markmiðið með bókinni er að fara ofan í kjölinn á Rómarsamn- ingnum og kveðst Stefán hafa farið yfir öll þau svið sem undir hann falla sem og allar þær reglur sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu. Hann tekur þó fram að menn verði að hafa í huga að hér sé um grunnrannsóknir að ræða á þýðing- armiklum reglum sem hann kveðst vona að einhverjir haldi áfram að rannsaka. Sem dæmi nefnir hann svið sem eru ofarlega á baugi eins og fiskveiðistefnu bandalagsins, samkeppnisreglur eða frjáls vöru- viðskipti. Hann leggur áherslu á það strax í upphafi samtalsins að í bókinni séu ekki neinar heildarniðurstöður heldur sé verið að svara mörgum smáspurningum, meðal annars með vísan í dóma. Sumum þeirra sé fylgt eftir með því að gefa í skyn líklega þróun. Einnig segir hann að finna megi svör við því hvaða vandkvæð- um það geti verið bundið að fá und- anþágur frá reglum bandalagsins við inngöngu. „Ég hef verið að reyna að færa Evrópuréttinn nær Íslandi og nálgast oft vandamálin eins og þau snúa að íslenskum hags- munum. Bókin, sem er 1.200 blað- síður að stærð, er fyrst og fremst rannsóknarrit en mun nýtast mjög mörgum sem vilja kanna einhver sérstök málasvið eða málsmeðferð. Þeir dómar sem reifaðir eru gefa einnig mikilsverðar vísbendingar.“ Ýmsir dómar Stefán nefnir ýmsa athyglisverða dóma EFTA-dómstólsins, sem mik- ilvægir eru fyrir íslenska hagsmuni, eins og í máli Fagtúns ehf. gegn byggingarnefnd Borgarholtsskóla, íslenska ríkinu, Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. Hann er mikilvægur að því leyti að hann segir til um hvernig haga á sér í opinberum út- boðum. Eins nefnir hann dóm í máli Lánasýslu ríkisins gegn Íslands- banka-FBA hf., sem skiptir miklu máli vegna þess að hann fjallar um að ekki megi setja hömlur á fjár- magnsflutninga. „Einnig tel ég að kvótahopps- dómarnir veiti mjög mikilsverðar leiðbeiningar þegar verið er að tala um sjávarútvegsstefn- una. Mjög margar regl- ur fjalla um kvótahopp og þeim yrðum við að hlíta ef við göngum í ESB. Dæmi um þetta eru að menn geta komið hingað og stofnað fyrirtæki eða sest hér að og farið að stunda fiskveiðar. Í sambandi við jafnréttisstefnu bandalagsins mætti nefna bæði Enderby-málið og Royal Copen- hagen sem skipta máli fyrir launa- jafnrétti kynjanna og Kalankemálið sem fjallaði um hve langt aðildarrík- in geta gengið í því að ákveða já- kvæða mismunun kynjanna við ráðningu í stöður. Evrópubandalagið mikilvægast Stefán segir að innan Evrópu- sambandsins (ESB) skipti Evrópu- bandalagið (EB), sem hvílir á Róm- arsamningnum máli fyrir Íslendinga, en hinar tvær stoðirnar sem ESB hvíli á, öryggis- og varn- armál og ákvæði um lögreglusam- vinnu og lagalega samvinnu sam- vinnu í refsimálum, skipti okkur miklu minna máli. Því fjallar bókin um bandalagsréttinn nema þegar á annað er minnst. Einna víðtækust áhrif á Ísland og Íslendinga hefur sjávarútvegsstefn- an, fjórfrelsið og samkeppnisregl- urnar, auk félagsmálastefnu EB. „Varðandi sjávarútveginn falla allar ákvarðanir um hann alfarið undir valdsvið Evrópubandalagins, þann- ig að aðildarríkin hafa sáralítil völd. Ef við göngum í ESB felst vandinn í því að engan veginn er hægt að sjá fyrir sér hvernig bandalagsreglurn- ar munu þróast í sambandi við stjórnun fiskveiða eða hvernig kvót- um verður úthlutað í framtíðinni. Við vitum bara að á tilteknu tíma- bili, þ.e. í lok árs 2002, eiga að vera komnar nýjar reglur, sem ég á reyndar eftir að sjá gerast! Ef við göngum í sambandið mun- um við geta haft áhrif á þróunina en þó eru vísbendingar um að smærri ríki muni hafa minna vægi en áð- ur. Aftur á móti er hugs- anlegt að við gætum fengið einhvers konar undanþágu en varðandi þær er mjög á brattann að sækja. Alla vega þyrfti að skilgreina mjög ákveðið hvaða undanþágur við vilj- um og þá er spurning hvort þær komast í gegn við samningaborðið. Hvað varðar spurninguna hver sé líkleg samningsstaða þá höfum við fyrir okkur samninginn sem Noreg- ur gerði á sínum tíma við EB, sem var að vísu felldur í þjóðaratkvæða- greiðslu. Samt sem áður sjáum við hvað Norðmenn komust langt – eða ættum við kannski að segja stutt? Á hinn bóginn má segja að sjávarút- vegurinn skiptir Norðmenn ekki nándar nærri eins miklu máli og okkur þó að hann skipti þá líka máli.“ Í bókinni er einnig fjallað um styrkjakerfið, tvíhliða samninga bandalagsins við ýmis ríki, hvernig þau reyna að ná fiskveiðiheimildun- um til sín, úthlutunarreglurnar og reglur um kvótahopp, svo eitthvað sé nefnt. Alla þessa þætti segir Stef- án að yrði forvitnilegt að rannsaka nánar. EES-samningurin sveigjanlegur Þegar talið berst að EE ingnum segir Stefán að han inn háður takmörkunum taki ekki nógu vel á móti þ un sem verði innan band Hann tekur þó fram að men til vill of mikið úr því að urinn muni smám saman v eltur og hætta að virka. H sé flókið að koma fram bre á EES-samningnum og h um að bandalagið hafi áhuga á að semja upp á nýt Hann telur hins vegar að að þróa samninginn áfram hefur sveigjanleika og he þróaður með þeim hætti sem lýst er ítarlega í bókinni. Þetta eru ákvæði sem taka til samvinnu utan marka fjórþætta frelsisins. Í gegnum þau getum við tekið þátt í samvinnu við ön í mjög mörgum verkefnum líka við þau, sem teljast ný lagsrétti eins og menntun, samevrópskt net, æskulýðs hverfismál, rannsóknir o þjónusta.“ Schengen og EM Einn af köflum bókarinn um Schengen-reglurnar þess er víðar komið inn á þ án bendir á að Schengen-s lagið sé fyrir utan EES o ingar séu eins konar auka því samkomulagi. „Það sýn land getur tekið þátt í m ilvægri þróun sem viðkem Ég er sjálfur sannfærður u megi finna sams konar lau andi efnahags- og myntba (EMU) eða evrópskan bo ef á reynir án þess að við g sambandið. Evrópskur réttur gefur borgurum ba ins vissan rétt, t.d. að kjós á EB-þingið eða til að nota Dómar ES íslensku samh Stefán Már Stefánsson, prófessor í lö hefur gefið út viðamikla bók um áhrif ópuréttarins á Ísland og reifar nokku riði hennar í samtali við Hildi Friðri dóttur. Meðal annars telur hann að á hátt og Íslendingar eru aukaaðilar Schengen-samkomulaginu ættu þeir geta orðið aukaaðilar að Efnahags- myntbandalaginu og fleiri samþykktu inngöngu í Evrópusambandið. Morgunbla Um tilurð bókarinnar segir Stefán Már Stefánsson að hluti a hans sem umsjónarmanns og prófessors í Evrópurétti í HÍ stunda rannsóknir. Hann hefur farið yfir öll þau svið sem fall Rómarsamninginn sem og allar þær reglur sem gilda á EES-sv Farið ofan í kjölinn á Róm- arsamningnum í bókinni CLINTON LÆTUR AF EMBÆTTI BUSH TEKUR VIÐ George W. Bush, sem í dag tekurvið forsetaembætti Bandaríkj-anna, er að mörgu leyti óskrifað blað. Embættistaka hans mun vafalítið leiða til stefnubreytingar í Hvíta hús- inu en hversu víðtæk hún verður og hvar áhrifin verða mest áberandi mun tíminn einn leiða í ljós. Bush hefur verið helsta von Repú- blikana allt frá því að hann hóf að sigla fram úr öðrum hugsanlegum forseta- efnum í skoðanakönnunum árið 1997. Repúblikana hefur skort vinsæla leið- toga síðastliðinn áratug og vonuðu því margir af leiðtogum flokksins að rík- isstjórinn í Texas myndi gefa kost á sér. Sú varð einnig raunin að lokum þó svo að Bush hafi lengi verið tregur til og viljað afla sér frekari reynslu áður en hann gerði atlögu að Hvíta húsinu. Aðstæður fyrir forsetakosningarnar árið 2000 voru hins vegar þess eðlis að óvíst var hvort annað eins tækifæri myndi bjóðast á nýjan leik. Bush er óneitanlega snjall stjórn- málamaður, hann býður af sér góðan þokka og virðist eiga auðvelt með að sameina ólík sjónarmið. Hann virðist hins vegar ekki hafa mikinn áhuga á stjórnmálakenningum og hinni fræði- legu hlið stjórnmálabaráttunnar. Sömuleiðis verður ekki fram hjá því lit- ið að reynsla hans af utanríkismálum er lítil sem engin. Það dregur þó úr slíkum áhyggjum að Bush hefur safnað í kringum sig reyndum stjórnmálamönnum og skip- anir hans í embætti gefa til kynna að utanríkismál skipi mikilvægan sess í stjórn hans. Þau Dick Cheney, verðandi varaforseti, Condoleezza Rice, Colin Powell og Donald Rumsfeld skipa ein- hverja reynslumestu forystusveit bandarískra utanríkismála, sem sést hefur um langt skeið. Hvert þessi sveit mun síðan leiða Bandaríkin er annað mál. Líklegt má telja að Bandaríkin verði ekki eins fús og þau hafa reynst síðastliðin ár til að taka þátt í að stöðva svæðisbundin átök í Evrópu. Þá virðist flest benda til þess að hinar umdeildu hugmyndir um eldflaugavarnakerfi muni fá nýtt líf á næstu misserum. Bush komst til valda við óvenjulegar aðstæður og eftirmálar kosninganna munu ekki auðvelda honum að knýja í gegn róttækar breytingar. Það er til dæmis vandséð hvernig hugmyndir hans um stórfellda skattalækkun eigi að komast í gegnum þingið. Hinn nýi forseti hefur heitið því að hann muni sameina en ekki sundra. Það mikla vægi, sem konur og fulltrúar minnihlutahópa hafa í stjórn hans, bendir til að þetta séu ekki orðin tóm. Margt í pólitískri fortíð Bush gefur sömuleiðis til kynna að hugmyndafræði hans sé ekki hin harða markaðshyggja margra flokksbræðra hans heldur mild íhaldsstefna er tekur mið af hagsmun- um flestra þjóðfélagshópa. Í Texas naut hann mikilla vinsælda og kom oft á óvart með ummælum og aðgerðum er virtust eiga rætur að rekja til einlægr- ar sannfæringar fremur en skoðana- könnunar dagsins. Nú er leiksviðið hins vegar annað og leikreglurnar sömuleiðis. Bandarísk stjórnmál eru harður heimur líkt og Linda Chavez, er um skeið var eitt ráð- herraefna Bush, komst að raun um. Það er stutt í næstu kosningar. Bush tekur við góðu búi en jafnframt eru blikur á lofti í efnahagsmálum er gætu takmarkað svigrúm hans enn frekar. Það búast fæstir við að Bush muni verða forseti sem kveður mikið að. Slíkir spádómar eru varhugaverðir. Þannig töluðu sérfræðingarnir um Harry Truman, sem varð einn atkvæða- mesti forseti Bandaríkjanna á seinni hluta 20. aldarinnar og markaði djúp spor á alþjóðavettvangi. Bill Clinton Bandaríkjaforseti lætur ídag af embætti eftir að hafa setið í tvö kjörtímabil. Clinton er einn hæfi- leikaríkasti stjórnmálamaður sinnar kynslóðar í Bandaríkjunum. En þeir hæfileikar og gáfur, sem hann hefur til brunns að bera, urðu honum einnig næst- um að falli í forsetatíð hans. Clinton er fyrsti demókratinn til að ná endurkjöri í forsetakosningum frá því að Franklin D. Roosevelt sat í forsetastóli fyrir rúmlega hálfri öld. Mikið hefur verið talað um arfleifð Clintons undanfarið. Það er nú þegar ljóst að hann mun ekki ná því takmarki sínu að knýja fram friðarsamkomulag milli Ísraela og Palestínumanna. Honum varð hins vegar betur ágengt í málefnum Norður-Írlands. Clinton varð einna helst ágengt á sviði alþjóðaviðskipta. Á fyrra kjörtímabili sínu fékk hann því framgengt að NAFTA var samþykkt þrátt fyrir andstöðu í eigin flokki og forustumanna stéttarfélaga. Hann hefur lagst á sveif með þeim, sem vilja greiða fyrir alþjóðlegum viðskipt- um. Í þessum efnum hefur Clinton tekið Demókrataflokkinn og sveigt hann inn á miðjuna þannig að hæpið verður að telj- ast að aftur verði snúið. Clinton sat á forsetastóli á einhverju lengsta hagsældartímabili í sögu Banda- ríkjanna. Andstæðingar hans hafa sagt að Clinton hafi í þeim efnum eignað sér óverðskuldaðan heiður. Hins vegar er ekki hægt að horfa fram hjá því að Clint- on hefur reynt að haga efnahagsstefnu sinni í takt við stefnu bandaríska Seðla- bankans og eigi því nokkurn þátt í góð- ærinu. Þegar hann tók við embætti var gríðarlegur halli á ríkissjóði, en hann skilur þannig við að samkvæmt spám er búist við fimm þúsund milljarða dollara afgangi á næstu tíu árum. En Clinton gekk ekki allt í haginn. Hann kom til Washington með hug- myndir um að gjörbylta heilbrigðiskerf- inu, en beið þar skipbrot. Þótt banda- ríska hagkerfið hafi vaxið um 50 af hundraði og atvinnuleysi hafi ekki verið minna í 40 ár hefur bilið milli ríkra og fá- tækra aukist. Um 15,5 af hundraði þjóð- arinnar eru án heilsutryggingar, þar af um tíu milljónir barna. Það var hins vegar samband hans við Monicu Lewinsky, sem helst stóð honum fyrir þrifum í embætti. Framburður hans í því máli leiddi til málshöfðunar öldungadeildar Bandaríkjaþings til emb- ættissviptingar. Þetta mál reyndist Clinton dýrkeypt þótt hann hrektist ekki úr embætti. Clinton virtist hafa allt til brunns að bera til að vinna afrek í embætti, en varð sjálfum sér fjötur um fót. Því má hins vegar ekki gleyma að þrátt fyrir allt, sem gengið hefur á, nýtur Clinton trausts 65 af hundraði Bandaríkjamanna til að gegna starfi forseta þegar hann lætur af embætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.