Morgunblaðið - 20.01.2001, Blaðsíða 39
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 39
BBC/Life in numbers
Fjórða víddin heillar suma stærðfræðinga. Ef hægt er að birta hana á
myndum er hún þá til?
Íslands. Ólöf Björg Steinþórsdóttir,
sem er í doktorsnámi á sviði stærð-
fræðimenntunar í Bandaríkjunum,
fjallaði um hlutfallaskilning barna og
hvort kynjamun væri að finna í
lausnaleiðum þeirra þegar glímt er
við hlutfallaþrautir.
Anna Kristjánsdóttir kynnti og
stjórnaði umræðum um möguleika á
að halda norrænt námskeið sams
konar námskeiðinu Heilabrot og hug-
kvæmni, en það var alfarið kennt og
kennurum veittur stuðningur við
breytingar í kennslu á Netinu. Guð-
rún Angantýsdóttir var með verk-
stæði þar sem fjallað var um þema-
vinnu í stærðfræði hjá byrjendum og
voru þemun annars vegar Ísland áður
fyrr og hið síðara sólkerfið. Rannveig
Hjaltadóttir og Skúli Pétursson voru
með verkstæði um stærðfræði í dag-
legu lífi og sögðu frá fjölbreyttri
vinnu unglinga á Dalvík þar sem
áhersla var lögð á sjálfstæð vinnu-
brögð og samstarf hópa. Hugo Ras-
mus og Tómas Rasmus kynntu og
sýndu stærðfræðivef sinn og sögðu
frá nýtingu hans og möguleikum.
Þeir nefndu efnið Stærðfræði á for-
sendum nemenda. Kristjana Skúla-
dóttir og Ólöf Björg Steinþórsdóttir
voru með verkstæði um skilning
barna á miðstigi á ræðum tölum og
hlutföllum. Þær sögðu frá rannsókn-
arverkefni Ólafar Bjargar en gögn-
um var safnað í vinnu með nemend-
um þeirra Kristjönu Skúladóttur og
Maríu Sophusdóttur í Melaskóla.
Útistærðfræði og fleiri dæmi
Alls lögðu 43 þátttakendur ráð-
stefnunnar fram efni og enn fleiri
tóku þátt í sýningum sem teygðu sig
um ganga og stofur skólans í Borg-
arnesi. Margir eru einmitt þeirrar
skoðunar að hæfilega stórar ráð-
stefnur þar sem margir leggja fram
og vanda til þeirrar vinnu skili betri
árangri til lengri tíma litið en fjöl-
mennar ráðstefnur þar sem allur
þorri er aðeins hlustendur. Þetta
sannaðist hér sem fyrr og tengsl
sköpuðust víða.
Meðal þess sem gestirnir fjölluðu
um var einmitt „útistærðfræði“ en
það er orðin nokkuð föst venja víða í
Noregi að stærðfræðitíminn er einu
sinni í viku utanhúss. Ekki bara syðst
í Kristiansand, heldur líka norður í
Bodø! Og annar Norðmaður talaði
um sjávarföll og hvernig mætti nota
þau sem viðfangsefni í stærðfræði
fyrir mismunandi aldurshópa. Einn
Finnanna sagði frá rannsókn í skól-
um þar sem spurt var spurningarinn-
ar: Eru stærðfræðibækurnar hjálp-
artæki eða námskrá? Vandinn er
kunnur víðar en á Íslandi þegar bók-
um er ætlað hlutverk sem dauðir
hlutir geta að sjálfsögðu ekki staðið
undir.
Munnleg próf í stærðfræði
Einn Dananna sagði frá þróun á
nýju prófakerfi þar sem stærðfræði-
prófin fólu í sér miku meira en skrif-
leg próf. Frá þessu mun ég greina
nánar síðar. Samlandi hans talaði um
mikilvægi þess að gera tilraunir og
rannsaka í stærðfræði og tengdi það
einum þætti TIMSS rannsóknarinn-
ar, verklega prófinu. Því miður var sá
þáttur ekki með í íslenska hluta rann-
sóknarinnar. Og þriðji Daninn fjallaði
um nýja gerð munnlegra prófa í
stærðfræði. Hópar nemenda taka
slíkt próf saman. Af slíku höfum við
orðið dálitla reynslu hér á landi. Og
sænskir þátttakendur voru með verk-
stæði sem nefndist Spreytum okkur.
Þar var fjallað um gildi þess að börn
fengju að reyna á hugsun sína, prófa,
ræða um, bregðast við, hugsa dýpra.
Og jafnframt var rætt um leiðir til
þess að efla hugsun og ályktunar-
hæfni barna.
Fjölmörg verkstæði gáfu kost á
skemmtilegri vinnu með þökun,
pinnabretti, pappírsbrot, talnaleiki
og skemmtileg tölfræðiverkefni. Og
fjársjóðaleitin sem farin var um um-
hverfið vakti ánægju. Enn eitt dæmið
um hve mikið er að sækja út fyrir
skólastofurnar. Frásögnin af verk-
fræðingnum sem valdi að verða kenn-
ari verður að bíða þar til síðar.
A
G
ra
fí
sk
a
vi
n
n
u
st
o
fa
n
-
89
6
37
02
www.alfa.is
Biblíuskólinn vi› Holtaveg, S: 588-8899
Digraneskirkja, S: 554 1620
Fríkirkjan Vegurinn, S: 564-2355
Hafnarfjar›arkirkja, S: 869 6215
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, S: 552-1111
Íslenska Kristskirkjan, S: 567-8800
Kletturinn k.s. S: 565-3987
Keflavíkurkirkja, S: 421-4337
KFUM og K Akranesi S: 431 1745
Leikmannaskóli fijó›kirkjunnar
S: 562 1525
Alfa- námskei› hefjast í janúar
á eftirtöldum stö›um:
Kynntu flér alfa námskei›
á heimasí›u okkar, á
Tilboð
Smellurammar
40x50 cm á 300
50x60 cm á 400
Afsláttur 15%
Innrömmun
Speglar
Tilb. rammar
Afsláttur30%
Plaggöt
innrömmuð
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík
Sími 533 3331• Fax 533 1633
Opið virka daga frá kl. 8-18
laugardaga frá kl. 10-16.
Tilboð
Álrammar
Gull/silfur
24x30 cm á 700
30x40 cm á 900
40x50 cm á 1100
59x66 cm á 1600
24x30 svart á 400
Tilboð
Trérammar
Margar stærðir
kr. 200-400
ÚTSALA
18.-27. janúar
FÓLK Í FRÉTTUM