Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 43

Morgunblaðið - 20.01.2001, Síða 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 43 Tæknilegar uppl‡singar 105 hestöfl, 1,6i, 16 ventla Bensíney›sla skv. Evrópusta›li: Beinskiptur/Sjálfskiptur Utanbæjar: 7,6l / 7,7l Sjálfvirkt fjórhjóladrif, Veghæ›: 19,0cm Á VESTURLÖNDUM bera ein- staklingarnir sjálfir ábyrgð á fjár- málum sínum og svo hefur lengi verið. Einn helsti tilgangur og skylda ríkisvaldsins er að standa vörð um eignir og réttindi ríkisborg- aranna. Fjármálakerf- ið er orðið svo samgró- ið okkur Vesturlanda- búum að við tökum ekki lengur eftir því, tökum það sem sjálf- sagðan hlut. Í þróun- arlöndunum er það varla til ennþá eða mjög stutt á veg komið og vanþroskað. Stund- um er hollt fyrir okkur að vita hvað við höfum eins og að vita hvað okkur vantar. Um þetta efni fjallar bók Hern- ando de Soto „The Mystery of Cap- ital“ eða ,,Leyndardómur fjár- magnsins“. Höfundur bókarinnar hefur ekki aðeins gert sér ljóst að skýr og ákveðinn eignarréttur einstaklinga tryggir þáttöku almennings í verð- mætasköpun þjóðfélagsins, heldur búa Vesturlönd yfir mjög fullkomnu og sveigjanlegu fjármálakerfi, sem gera þennan eignarrétt mun virkari en annars staðar. Í þróunarlöndunum er mun meira fjármagn en menn hafa hingað til gert sér ljóst. Það myndast af verð- mætasköpun, sparnaði og erlendri aðstoð. En þetta fjármagn er of mikið í föstum eignum ,,dautt capi- tal“. Það gerir allar framfarir mun hægari en annars þyrfti að vera, því ýmislegt vantar í þeirra kerfi, sem okkar kerfi hafa. Á Vesturlöndum er mun auðveld- ara að breyta fjárfestingum í lausafé.. Nákvæmar upplýsingar um eignir og skrásetning eigna auð- veldar þetta. Í þróunarlöndunum er algengt að erfitt sé að fá vitneskju um það hver á hvað, heimilisföng eru óstaðfest og erfitt er að inn- heimta skuldir. Skráðar upplýsing- ar um eignir eru ekki til eða óábyggilegar. Lýsingar á eignum eru lélegar og ekki staðlaðar, svo ekki er auðvelt að bera eignir sam- an eða meta þær til verðs. Ekki er hægt að skipta eignum upp, selja þær, veðsetja, ganga að þeim, skatt- leggja þær, skrásetja o.s.frv. Við slíkar aðstæður eru öll viðskipti mjög vanþroskuð miðað við þróuð fjármál. Samt búa 80% jarðarbúa við þessar aðstæður. Undir slíkum kringumstæðum er aðeins lítill hluti þjóðarinnar upptekinn af því að skapa vaxandi, umframverðmæti eða auðmagn til hagsbóta fyrir þjóðina. Stærsti hluti þjóðarinnar er bundinn við það eitt að draga fram lífið frá degi til dags. Á Vest- urlöndum er slíkt fólk undantekningin en ekki reglan. Í okkar heimshluta er reglan sú að ein- staklingar eru lögleg- ir, skrásettir eigendur og óskoraðir handhaf- ar eigna og réttinda. Efnahagslífið er lög- legt og á yfirborðinu. Í flestum þróunar- ríkjum er þessu öfugt farið. Í Perú og Egyptalandi t.d. kost- ar það óhemju skrif- ræði, pappírsflóð og endalausar umsókninr til ráðamanna að fá að gerast löglegur eig- andi að fasteign. Afleiðingin er sú að menn hrúga upp hreysum ólöglega í borgum í Mexíkó, Brasilíu, Perú og víðar. Þessi hreysi eru verðminni en efni standa til því þau eru óskráð, ólögleg, án lögverndar dómstólanna og óvíst um rétta eigendur þeirra. Hið litla fjármagn í þeim er dulið eða óvirkt. Hagkerfið er neðanjarð- arhagkerfi. Hið þjála opna og löglega fjár- málakerfi Vesturlanda gerir það að verkum að hægt er að nýta fjár- magnið í margföldum tilgangi af mörgum aðilum, samtímis. Tökum dæmi af húseign með tíu íbúðum. Hægt er að skipta húseigninni í 10 sjálfstæðar eignir, sem hver um sig er eign eins eiganda eða fleiri. Ým- iss konar notkun er möguleg. Menn geta búið sjálfir í eign sinni eða leigt hana út. Veðsetja má eignina og nota lánsféð í fyrirtæki eða til að kaupa aðrar eignir. Leigja má íbúð- ina út og hafa af því tekjur og veð- setja á sama tíma og skapa sér um leið lánsfé til annarra fjárfestinga. Hlutafélag getur átt íbúð í húsinu, leigt hana út og veðsett jafnframt til að skapa sér aukið rekstrarfé. Eig- endur hlutafélagsins, sem á íbúðina eiga hlutabréf í því og fá arð af þeim jafnframt því að þeir gætu lagt hlutabréfin fram til tryggingar skuldbindingum sínum til að afla aukinna lausafjármuna. Þetta telj- um við sjálfsagða hluti. Fjármála- kerfi okkar hafa þó þróast á löngum tíma og byggjast á ýmsum þáttum. Þar verður að ríkja traust, heiðar- leiki og gott siðferði. Það verður að vera hægt að treysta því að menn standi við gerða samninga og að uppgefnar upplýsingar séu réttar. Lög og regla verða að ríkja. Menn þurfa að vera ábyrgir fyrir því sem þeir gera. Samningsfrelsi, fastmót- aðar reglur, lög og siðvenjur verða að vera við lýði. Hagkerfi okkar hef- ur tekið miklum stakkaskiptum á undanförnum áratugum. Óefnisleg- um eignarréttindum fjölgar stöð- ugt. Höfundarréttur, leiguréttur, upplýsingaréttur, atvinnuréttindi, forkaupsréttur, framsalsréttur, bótaréttur, útgáfuréttur, rafmagn, flutningar, vátryggingar o.s.frv. o.s.frv. Þessi réttindi eru löglega skrásettar eignir einstaklinga og ganga kaupum og sölum þvers og kruss um allt þjóðfélagið, skapandi atvinnu, fjármagn og velmegun. Ein undirstaðan er löggilding. Nýjar starfstéttir sækjast eftir lög- gildingu. Leigubílaakstur er löggilt- ur, sem þýðir að farþegar geta með öryggi skipt við hvern leigubílstjóra sem er í trausti þess að allir leigu- bílstjórar veiti svipaða og góða þjónustu, séu hæfir, öruggir og kunni sitt fag , hafi öruggar bifreið- ar til umráða og að verð sé rétt. Við- skipti við leigubílstjóra eru því bæði fljót og örugg. Hugsum okkur land þar sem eng- in slík löggilding fyrir leigubílaakst- ur væri fyrir hendi. Þú yrðir fyrst að finna mann, sem ætti bíl og vildi aka þér. Síðan yrðir þú að kynna þér persónulega hvort bílstjórinn væri hæfur til starfans, traustsins verður og bíllinn í lagi. Að lokum yrðir þú að komast að samkomulagi um verðið. Þetta tæki allt mjög langan tíma miðað við staði þar sem þú getur bara stokkið upp í næsta leigubíl, sem er laus. Allir sjá á þessum samanburði hvaða áhrif þessar mismunandi lausnir hafa á afkastagetuna. Efnahagskerfið er árangur af samstarfi og gagnkvæmum sam- skiptum allra í þjóðfélaginu. Sam- starf viðskiptaaðila, seljenda og kaupenda, atvinnurekenda og laun- þega, einstaklinga og hins opinbera, verkalýðsfélaga, listamanna, kirkj- unnar, lögreglunnar, dómstólanna og löggjafans, bænda og búaliðs, iðnaðarmanna, húsmæðra, lækna og sjúklinga. Allir leggja sitt fram. Á síðustu áratugum hefur tölvubylt- ingin magnað og aukið afköst og virkni fjármálakerfisins alveg gífur- lega. Gætum þessa kerfis vel, full- komnum það og verndum, því andsnúin öfl eru á kreiki. Ábyrgðin gerir yður frjálsa Jóhann J. Ólafsson Viðskipti Hið þjála opna og lög- lega fjármálakerfi Vest- urlanda, segir Jóhann J. Ólafsson, gerir það að verkum að hægt er að nýta fjármagnið í marg- földum tilgangi af mörg- um aðilum, samtímis. Höfundur er stórkaupmaður og lýðveldissinni. hvað gerist þá, fyrirtækin flýja og þjónustan hverfur. Þar fyrir utan vita allir að flugvöllurinn fer ekki í bráð og nýju stóru húsin með alla sína starfsemi verða ekki komin í gagnið fyrr en eftir 3 til 6 ár. Á með- an brennur Róm. Fyrir þessa frammistöðu sína fær borgarstjórn- armeirihlutinn líka falleinkunn. Enn fleiri falleinkunnir Ekki skal fjölyrða um öll loforðin sem meirihlutinn hefur svikið nema ef vera skyldi yfirlýsing Helga Hjörvar á Stöð 2 rétt fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar en þar sagði hann „að ekki ætti að hækka gjöld á Reykvíkinga“ héldi R-listinn meirihluta sínum. Hverjar eru efnd- irnar? Allir skattar og allar gjald- skrár hafa hækkað. Falleinkunn fyr- ir það. Þannig væri hægt að telja áfram því listinn er langur. Eitt er það sem sjaldan er minnst á en það er samsetning meirihlutans í borg- arstjórn. Ekki fá borgarfulltrúar R- listans háa einkunn fyrir pólitíska festu. Margflokka meirihluti Í borgarstjórnarkosningunum 1994 bauð R-listinn fram í fyrsta sinn. Þá samanstóð hann af Fram- sóknarflokki, Kvennalista, Alþýðu- flokki og Alþýðubandalagi. Fjórum árum síðar 1998 voru sömu flokkar í forsvari fyrir R-listann. En síðan þá hefur mikið breyst. Kvennalistinn er útdauður, Alþýðuflokkurinn niður- lagður, Alþýðubandalagið klofið í Samfylkingu og Vinstri – Græna en Framsóknarflokkur á sínum stað. Eða með öðrum orðum, að núverandi meirihluta í borgarstjórn hafa staðið að minnst kosti 6 stjórnmálaflokkar og þar að auki hafa allmargir borg- arfulltrúanna verið í tveimur flokk- um síðustu árin og sumir í þremur. Skyldi þessi flokkafjöldi og flokkaf- lakk borgarfulltrúanna vera ein meginástæða þess hvernig komið er í stjórnun borgarinnar? Marga munna þarf að metta, en fleiri flokka og ennþá fleiri arma í öllum þessum flokkum. Það er gömul saga og ný í íslenskum stjórnmálum að þegar flokkarnir eru margir sem koma að stjórnun opinberra fjármála þá reynist aðhaldið minna og miklu erf- iðara. Sjaldan hefur það sannast bet- ur en nú þegar litið er til skulda- og skattaaukningar R-listans í Reykja- vík, sem aldrei hefur verið meiri og alvarlegri. Fyrir þessa frammistöðu fær meirihlutinn falleinkunn. Borg- arstjórnarkosningar eru eftir rúmt eitt ár og er því full ástæða fyrir borgarbúa að átta sig á því hve hag- ur þeirra hefur versnað á síðustu ár- um. Höfundur er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík. má gera ráð fyrir að um skaðabóta- kröfur væri að ræða og þá myndi enginn sjá ofsjónum yfir því að brotaþolar fengju lögboðnar skaða- bætur. Því hefur margsinnis verið haldið fram á Alþingi að sumir þeirra öryrkja sem fái endur- greiðslur samkvæmt dómi Hæsta- réttar, séu giftir tekjuháum ein- staklingum. Þess er hins vegar sjaldnast getið að flestar þessara fjölskyldna hafa lægri tekjur en nemur meðaltekjum íslenskra fjöl- skyldna. Hafa ber í huga að dómsforsend- ur eru ekki ritaðar án tillits til krafna Öryrkjabandalagsins og mótraka ríkisins. Þetta virðast þeir ekki skilja sem eru blindaðir af þeim orðum Hæstaréttar að tæpast verði annað sagt en að réttur ör- yrkja til framfærslu fjölskyldu sinnar verði smár hafi hann aðeins tekjur, sem nemi grunnlífeyri. Hér er dómurinn að svara tilraun rík- islögmanns til að bera fyrir sig gagnkvæmri framfærsluskyldu hjóna – skyldu sem vitaskuld getur ekki verið gagnkvæm þegar fyr- irfram er ljóst að annar aðilinn verður að taka hinn á sitt framfæri, taka á sig stjórnarskrárbundna tryggingaskyldu ríkisins. Ef byrjað er að lesa örfáum setningum fram- ar má sjá að hér er dómurinn að svara því hversu fráleitt það er að bera fyrir sig þessa „gagnkvæmu“ framfærsluskyldu og benda á að í hjúskaparlögum felist einnig „rétt- ur“ til að axla framfærsluskylduna. Þá bendir dómurinn á að hin ólög- lega skerðing hafi einnig (og eigi áfram samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar) náð til sambúðar- fólks og taka því sérstaklega fram: „Að því er sambúðarfólk varðar er þetta gert vegna tekna einstaklings sem ekki er framfærsluskyldur gagnvart öryrkjanum.“ Ég leyfi mér auk þess að vekja athygli á skerðingarákvæðum í frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að eigin tekjur öryrkja í hjúskap skerði tekjutrygginguna um 67% og hefst þessi skerðing um leið og öryrkinn aflar sér tekna. Þetta er mun meiri skerðing en er tíðkuð gagnvart einhleypum öryrkjum og tíðkaðist áður gagnvart öryrkjum í hjúskap. Þarna er því komið upp ákveðið misræmi og óviðunandi skerðing sem Öryrkjabandalagið getur með engu móti unað. Öryrkjadómur Skerðing tekjuteng- ingar vegna tekna maka er óheimil, segir Arnþór Helgason, samkvæmt áður nefndum lögum og reglugerðum. Höfundur er framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.