Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 48

Morgunblaðið - 20.01.2001, Side 48
MINNINGAR 48 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist í Fjalli á Skeiðum 1. apríl 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 11. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Lýðsson frá Hlíð í Gnúpverja- hreppi, bóndi í Fjalli frá 1902, f. 17. apríl 1867, d. 8. mars 1965, og kona hans Ingi- björg Jónsdóttir frá Holti í Stokkseyrar- hreppi, f. 14. júlí 1883, d. 18. maí 1965. Systkini Sigríðar voru: Ingi- björg, f. 20. nóvember 1904, d. 22. maí 1989, bókari, búsett í Reykja- vík; Aldís, f. 20. maí 1906, d. 11. júní 1972, húsfreyja í Fjalli; Lýð- ur, f. 11. febrúar 1908, d. 11. sept- ember 1981, bóndi í Fjalli; Guðfinna, f. 25. júlí 1915, d. 1. ágúst 1997, hús- freyja í Fjalli, maki Valdimar Bjarnason, f. 23. mars 1911, d. 20. september 1964, bóndi í Fjalli; Jón, f. 3. nóvember 1919, d. 1. júní 1997. Eftir barnaskóla- nám fór Sigríður til náms í Héraðsskól- ann á Laugarvatni. Árið 1944 tók Sigríð- ur við búi foreldra sinna ásamt systkinum sínum þeim Aldísi, Lýð og Jóni og bjuggu þau saman í Fjalli til dauðadags. Útför Sigríðar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú er langri lífsgöngu Siggu frænku lokið, komið að hinstu kveðjustund, aldurinn orðinn hár, hefði orðið níræð 1. apríl nk. en varð fyrir því óláni að detta og lærbrotna á þriðja í nýári og slíkt áfall þoldi hún ekki. Sú tilhugsun er erfið að þú sért ekki lengur með okkur, en margs er að minnast og mun minningin um þig ávallt lifa í hjarta okkar systkinanna úr austurbænum og viljum við þakka þér þær sam- verustundir sem við áttum saman, þær gleymast aldrei. Er ég man fyrst eftir bjuggu í vesturbænum í Fjalli móðursystk- ini mín þau Dísa, Lýður, Sigga og Jón og svo voru þar líka afi og amma. Oft var þá gott fyrir lítinn hnokka að skreppa vestur í bæ og sækja sér athygli eins og barna er háttur, amma gaf mér gott og svo hvort Sigga vildi spila. Við Sigga urðum alveg sérstakir spilafélagar, en ekki mátti ég koma fyrr en eftir hádegi, þá var hún sest upp í stofu og var að prjóna eða eitthvað að vinna í höndunum og þá var hún tilbúin að spila við strákinn. Það áttum við Sigga sammerkt að við þoldum hvorugt að tapa og því gat oft endað þannig að ég rauk út fúll yfir að tapa, kom svo daginn eftir og sagði: „Sigga, eigum við að spila?“ Þau systkin gengu ávallt jafnt til verka til að mynda í fjósi átti hver „sínar kýr“ og mjólkaði þær, en þetta var jú fyrir daga mjalta- véla og man ég að Sigga átti belju sem hét Skjalda, mikinn upp- áhaldsgrip hjá henni, þríspena og heldur ólögulega vaxna en hún mjólkaði vel og lagði Sigga ríkt á um að Skjalda skyldi standa geld 16 vikur og ekki degi skemur. En svo þegar hún bar upphófust vandamálin, doði og lystarleysi og þá var Sigga óþreytandi að stjana við beljuna, nýtt hey, öðruvísi hey, jafnvel graut innan úr bæ, og segir mér hugur um nú, að á endanum hafi beljan staðið upp fyrir þrá- beiðni Siggu. Það skal tekið fram að hún var mjög á móti innflutn- ingi á fósturvísum úr norskum kúm og sagði oft við mig: „Af hverju gerir hann Guðni þetta?“ Sigga átti alltaf alla ketti sem voru í vesturbænum og man ég að margir þeirra voru alveg ótrúlegir að gáfum og Sigga talaði við þá um landsins gagn og nauðsynjar í því- líkum hrókasamræðum og þeir svöruðu eftir því sem við átti hverju sinni. Þetta fannst mér með ólíkindum og venjulega fór svo, færi ég að skipta mér af köttunum, að ég kom rifinn og fór halloka í þeim hildarleik. Ekki gerði Sigga víðreist um ævina, undi sér best heima eins og hún sagði sjálf, fór þó reglulega til Reykjavíkur og hafði kannski háls- mánaðar viðdvöl hjá Imbu systur sinni, fór í leikhús og ræktaði kunningsskap við fólk þar. Upp í flugvél treysti hún sér aldrei en til útlanda fór hún einu sinni og þá með skemmtiferðaskipinu „Balt- ika“ og kom til margra landa. Með Esjunni fór hún kringum landið og skoðaði þar með landið af sjó. Þeg- ar Guðmundur bróðir fékk bílpróf og hafði eignast bíl var hann ólat- ur að skreppa eitthvað út að keyra og hafði Sigga mjög gaman af að koma með. En upp úr stóðu alltaf ferðirnar hjá henni sem hún fór með Nínu í Framnesi um landið en Nína tók hana oft með sér í ferða- lög og mikið lét hún af því hvað hún Nína væri góður ferðafélagi og hún hefði getað látið það ógert að bjóða sér með. Þess má geta að hún hafði gaman af að fara á hest- bak og man ég margan sunnudag- inn að Sigga fór með mér, Ingi- björgu systur og sumardvalar- börnum í Fjalli í reiðtúr og eftirminnilegar eru ferðirnar á Álfaskeið, en þá varð Lýður alltaf að vera líka, því það þurfti að fara yfir Laxá. Ekki er hægt að minnast hennar Siggu án þess að nefna hann Hjalta blessaðan karlinn, sem hafði sína annmarka og takmark- anir og dvaldi á heimili þeirra systkina í þrjá áratugi eða til dauðadags, hve Sigga var honum góð og hugsaði vel um hann, prjónaði sokka og vettlinga og passaði að hann klæddi sig vel og yrði ekki kalt og yfirhöfuð gætti hans eins og barns. Þá ólst upp á heimili þeirra systkina frá sjö ára aldri Aldís Einarsdóttir nú búsett í Kópavogi og hefur Sigga eflaust tekið þar þátt í að koma henni til manns, að ógleymdum öllum þeim unglingum sem höfðu þar sumar- dvöl og að minnsta kosti sum þeirra hafa ræktað einstakt trún- aðarsamband til hinstu stundar. Sigga hafði stálminni og gleymdi engu sem henni var gert, hvorki góðu né illu, og eftir að þau Jón voru orðin ein eftir urðu þau mjög náin og gat þá oft verið mjög gam- an að hlusta á rökræður þeirra um menn og málefni og einkanlega ættfræði og oftar en ekki endaði með því að þau greindi á og hvor- ugt gaf sig. Fór þá annað og aflaði heimilda úr bókaskápnum og rak ofan í hitt. Eftir að Jón dó kom Sigga yfir á heimili okkar Bryndísar og var það reglulega ánægjulegt tímabil og margur gamall fróðleikur sem við urðum aðnjótandi. Sl. þrjá og hálfan mánuð dvaldi Sigga á Dvalarheimilinu á Blesa- stöðum og vil ég þakka fyrir þær hlýju móttökur sem hún fékk þar. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Bjarni Ófeigur. Nú er ömmusystir okkar, Sig- ríður Guðmundsdóttir, dáin. Okk- ur systkinin langar til að minnast hennar í fáum orðum. Sigga bjó í „vesturbænum“, eins og sagt er í Fjalli, nema síðustu árin bjó hún á heimili foreldra okkar. Okkur eru minnisstæðar sendi- ferðirnar út í „Siggubæ“ eins og við kölluðum heimili hennar gjarn- an. Það þurfti ekki að biðja okkur oft um að fara yfir og fá eitthvað lánað eða fara með póstinn til Siggu, því oftar en ekki fengum við eitthvert góðgæti að launum. Fyrir kom að Sigga var fengin til að líta til með okkur stutta stund ef foreldrar okkar þurftu á að halda. Þá var oft gripið í spil. Á meðan ömmusystkini okkar voru við búskap í Fjalli var sá sið- ur viðhafður að við fjölskyldan í austurbænum fórum yfir á jóla- dagskvöld og þá var ýmist spilaður „manni eða vist“. Á eftir var svo kaffi og meðlæti. Okkur krökk- unum fannst dálítið til okkar koma þegar við urðum nógu gömul til að spila með. Á gamlárskvöld komu þau systkinin svo yfir til okkar og þá var horft á skaupið og drukkið kaffi á eftir og jafnvel gripið í spil. Okkur er einnig minnisstætt hve gaman okkur þótti að fara „vest’rí“ og fá að fara upp á háa- loft, en það var óinnréttað með öllu. Í okkar augum var háaloftið eins konar ævintýrastaður. Þar var alls konar gamalt dót sem okk- ur þótti mjög spennandi að skoða. Sigga lifði frekar fábrotnu lífi og fór sjaldan af bæ. Þrátt fyrir það fylgdist hún vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hafði sínar skoðanir á málunum. Við viljum að lokum kveðja hana Siggu með eftirfarandi broti úr ljóði eftir Jón Jónsson frá Ljár- skógum: Húmar að kveldi hljóðnar dagsins ys, hnígur að ægi gullið röðulblys, vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarð- arströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur og ég þrái kvöldsins fró. Kom draumanótt með fangið fullt af friði og ró. Hrönn, Valdimar og Svala. Margar góðar minningar á ég um Sigríði Guðmundsdóttur frá Fjalli á Skeiðum. Með okkur hafði verið kær vinátta í nærri 45 ár er hún lést, eða allt frá þeim tíma er ég kom ungur drengur til sum- ardvalar í Fjalli. Sigríður bjó þá félagsbúi þar með þremur af systkinum sínum þeim Aldísi, Jóni og Lýð. Foreldrar þeirra voru einnig á heimilinu í hárri elli og að auki var Hjalti Knútsson heim- ilisfastur þar en hann gekk ekki alveg heill til skógar sökum veik- inda í æsku. Frá fyrstu tíð var mér ákaflega vel tekið í Fjalli og var ég í fjögur sumur í sveit þar. Ég kynntist því heimilisfólkinu töluvert og óhætt er að segja að mér líkaði vistin hjá þeim systkinunum mjög vel. Sig- ríður eða Sigga eins og hún var nefnd í daglegu tali var á árum áð- ur talsvert úti við því Aldís systir hennar hafði meira með matseld og innistörf að gera. Fannst mér áberandi hversu rösk Sigga var við þau útistörf er hún fékkst við. Ekki var hún þó nein hamhleypa til vinnu en verklag hennar og vinnusemi var þannig, að hún skil- aði alltaf góðu verki. Sem barn og unglingur vann ég oft með Siggu í heyskap og ef tækifæri gáfust til var hún alltaf að miðla til mín ein- hverjum fróðleik, enda var hún sjálf fróðleiksfús og fróð um margt. Það var sérstaklega áber- andi í fari Sigríðar heitinnar hversu mikill dýravinur hún var. Fór hún ætíð vel að öllum skepn- um en sérstakt dálæti hafði hún þó á hestunum. Átti Sigga reiðhesta á árum áður og fór þá stundum í út- reiðartúra heima við og einnig reið hún á mannamót eins og t.d. á Álfaskeið og í réttir. Naut Sigríður sín vel á góðum stundum og hafði mikið yndi af söng og góðum félagsskap. Hún ferðaðist dálítið áður fyrr, en eftir að Aldís systir hennar lést 1972 tók Sigga alfarið við innanhússtörfunum í Fjalli og fór minna af bæ eftir það. Heimilið varð hennar vettvangur og hún lagði sig fram um að sinna því eins og kostur var. Sigga lét sér alla tíð sérlega annt um Hjalta heitinn Knútsson og var hann í Fjalli til dauðadags í skjóli þeirra Fjallssystkina. Sigríður í Fjalli náði hárri elli og var svo lánsöm að vera heilsu- góð alla tíð. Góð var hún heim að sækja og þegar ég kom að Fjalli sl. haust til þess að fara í réttir var hún í essinu sínu eins og endranær. Áttum við þá langt og gott samtal og tókum lagið saman eins og venjulega mér til óbland- innar ánægju. Eftir að Sigga var ein eftir orðin af heimilisfólkinu í vesturbænum bauðst henni að færa sig yfir í austurbæinn þar sem hún undi sér ágætlega. Síðustu mánuðina dvald- ist Sigríður heitin við gott atlæti á Dvalarheimilinu á Blesastöðum. Sigríður var þakklát öllum þeim sem önnuðust hana í hárri elli. Hún hélt andlegri heilsu fram und- ir það síðasta þótt líkaminn væri farinn að þreytast. Mér finnst við hæfi að kveðja með ljóðlínum úr uppáhalds sönglaginu okkar: Sævar að sölum sígur dagsins bjarta ljós. Hvíl þú í friði, kæra vinkona, og hafðu bestu þakkir fyrir samfylgd- ina. Ólafur B. Ólafsson. Það var vor í lofti þegar við komum fyrst að Fjalli. Ingibjörg frá Fjalli hafði ráðið kaupstaðar- konu með fjögur börn til sum- arstarfa. Systkinin Jón, Lýður, Sigga og Finna, systirin í aust- urbænum, stóðu á hlaðinu og tóku hlýlega á móti fjölskyldunni. Við finnum enn í dag þessa hlýju þeg- ar við hugsum til veru okkar á Fjalli. Börnin voru fljót að finna hvað að þeim sneri. Þegar Lóa fjögurra ára bað Lýð sinn að tala aðeins við sig leið ekki á löngu þar til lestin silaðist upp tröðina að eldhúsglugganum. Lýður teymandi hest með stelpukornið á bakinu og Hjalti og Lubbi labbandi í humátt á eftir. Þá heyrðist oft í Siggu: „Sko, hann Erlendur minn fer ekki á hestbak og þá má ég gefa honum smá kakó og kökubita.“ Eldri drengirnir nutu ekki síður barngæsku systkinanna á Fjalli. Oft vitnar Páll Bjarki í ljúf- mennið Lýð og að fyrstu alvöru hestarnir sem hann kom á bak og var treyst fyrir voru gæðingarnir hans. Unglingurinn Finnbogi, sem var kaupamaður hjá Bjarna bónda í austurbænum, undi sér vel þar, en oft kom hann á eldhúsgluggann í vesturbænum og varð Sigga fljót til að rétta sísvöngum unglingi bita. Það er ómetanlegt að eiga minn- ingar um þau á Fjalli, ekki síst stundirnar í eldhúsinu þegar hausta tók. Frásagnarmáti þeirra systkina, tær íslenskan, glettinn hlátur og hljómurinn í röddum þeirra gleymist ekki. Það var ekki heimfús fjölskylda sem kvaddi Fjallsfólkið þegar Palli pabbi sótti sitt fólk að hausti. Enda var veturinn vart liðinn þeg- ar eldri drengirnir voru komnir austur aftur. Við þökkum öll forsjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast systk- inunum á Fjalli og eiga vináttu þeirra meðan þau lifðu. Friður sé með þeim öllum. Edda og fjölskylda. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Kynni okkar Garðars hófust er hann kvæntist systur minni Ásdísi Guðbjartsdóttur. Þrátt fyrir aldurs- mun nokkurn og ólík viðhorf til lífs- ins urðum við, hinir bestu vinir og bar ekki skugga á vináttu þann tíma sem leiðir lágu saman. Garðar lærði til þjóns og stundaði þau störf um tíma, þá gerðist hann þunga- vinnuvélstjóri, vann meðal annars hjá Véltækni um árabil, var hann vel liðinn, bæði af samstarfsmönn- um sem og vinnuveitendum. Þau hjón fluttust til Kanada árið 1968. Starfaði Garðar þar fyrst við akst- GARÐAR ÁGÚST GUÐMUNDSSON ✝ Garðar ÁgústGuðmundsson fæddist 15. mars 1933. Hann lést í Lindsay Ont, Kan- ada, 20. október síð- astliðinn. Hann var sonur hjónanna Guð- rúnar Kristjánsdótt- ur og Guðmundar Helga Bjarnasonar sem bæði eru látin. Garðar var kvænt- ur Ásdísi Guðbjarts- dóttir og áttu þau fjögur börn. Útför Garðars fór fram í Lindsay Ont í Kanada 22. október. ur, en rak bensín- stöðvar og þvotta- stöðvar fyrir Robo og Sunnys meðan heilsa entist. Garðar og Ásdís störfuðu um árabil innan Hjálpræðishers- ins í Kanada. Vér biðjum þig drottinn að blessa þá hrjáðu, þú birtir oss syndugum mátt þinn á jörð. Lát náðarsól rísa, veg þeim öllum vísa er villir fóru leið, hafa týnt sinni hjörð. Þú leiðir oss drottinn að lindunum hreinu, þú ljósið þitt kveikir við himnanna stól. Um tíma þó syrti, þá brátt aftur birtir, þú breiðir út þinn faðm og veitir oss skjól. Vér flytjum þér lofgjörð, þú líknar og græðir og léttir oss göngu í stormanna klið. Frá ánauð og helsi gef hjörð þinni frelsi, þín hjálp er jafnan nær. Ó Guð veit oss frið. Veit oss þinn frið. (Óskar Ingimarsson.) Kristján Guðbjartsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.