Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 13 GUÐFINNA Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sagði á Við- skiptaþingi í síðustu viku að tölur sýndu að íslenska menntakerfið stæðist ekki samanburð við mennta- kerfi þjóða sem við vildum helst miða okkur við. Samkvæmt tölum Efna- hags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hefðu aðeins 55% lands- manna lokið framhaldsmenntun. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra segir þetta ekki rétt. Breytt skilgreining OECD á framhalds- menntun valdi því að allir sem lokið hafi gagnfræðamenntun séu ekki flokkaðir með. Samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu Íslands séu þetta 12.500-28.000 manns, sem með réttu ætti að flokkast með fólki með fram- haldsmenntun. Nýlega gaf OECD út skýrslu um menntamál þar sem borin eru saman menntakerfi nokkurra af þróuðustu ríkjum heims. Guðfinna Bjarnadóttir sagði á Við- skiptaþingi að þessi skýrsla sýndi að einungis 55% landsmanna hefðu lok- ið prófi frá framhaldsskóla. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að rannsókn Jóns Torfa Jónassonar, prófessors í félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, á brottfalli nemenda sýndi að brottfall úr framhaldsskól- um á Íslandi væri mjög mikið. Hann hefði t.d. gert ítarlega úttekt á þeim sem fæddir eru 1969. Í ljós hefði komið að við 22 ára aldur hefði 54% árgangsins ekki lokið framhalds- skólaprófi. 10% hefðu þá enn verið í námi, 31% hefði hætt án prófs og 13% hefðu aldrei skráð sig í fram- haldsnám. Guðfinna sagðist telja að við yrð- um að huga vel að þessum stað- reyndum þegar skólastefna framtíð- arinnar yrði mörkuð. „Það er ljóst að rannsóknir á áhrif menntunar á hagvöxt eru misvís- andi. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur kortlagt nokkuð vel samspil hagvaxtar og menntunar og reyndar hefur World Economic Forum gert það sama. Ég tel að hagkerfið í framtíðinni muni mikið byggja á þekkingu og menntun. Menntunarstig þjóðarinn- ar kemur því til með að ráða miklu um samkeppnishæfi þjóðarinnar í framtíðinni.“ Guðfinna sagðist telja að við ætt- um að hafa þann metnað að bera ís- lenska menntakerfið saman við menntakerfi þjóða sem stæðu fremst á þessu sviði. Sjálf sagðist hún horfa til menntakerfisins í Bandaríkjunum þar sem hún starfaði um nokkurra ára skeið. „Verslunarráð Íslands, sem stend- ur að rekstri Háskólans í Reykjavík, hefur sett sér það markmið að Ísland verði meðal 10 bestu í heiminum og ég vinn eftir þessu markmiði. Ef við ætlum okkur að verða meðal 10 bestu landa í heiminum þurfum við ekki síst að vera meðal 10 bestu í menntun, en ég held að við séum það ekki í dag,“ sagði Guðfinna. Fólki með gagnfræðamenntun sleppt í samanburði OECD Björn Bjarnason sagði framsetn- ingu Guðfinnu á tölum OECD mjög villandi. Hún tæki ekki með í reikn- inginn að OECD hefði breytt skil- greiningum sínum á framhalds- menntun og skilgreindi ekki lengur gagnfræðamenntun sem framhalds- menntun. Þeim stóra hópi sem lokið hefði gagnfræðaskólaprófi fyrir miðjan áttunda áratuginn væri sleppt í tölunum sem breytti veru- lega heildarmyndinni. Hagstofan hefði áætlað að þarna væru um að ræða 12.500-28.000 manns. „Með nýjum grunnskólalögum breyttist skilgreining á framhalds- menntun. Þarna er inni stór hópur sem við lítum svo á að hafi lokið framhaldsmenntun, en er ekki flokk- að samkvæmt einhverjum alþjóð- legum skala sem fólk með fram- haldsmenntun. Ef við tökum gagn- fræðingana með er útskriftar- hlutfallið úr framhaldsskóla á Íslandi 92% á meðan meðaltalið hjá OECD er 79%,“ sagði menntamála- ráðherra. Þess má geta að í fréttatilkynn- ingu Hagstofunnar um skýrslu OECD kemur fram sami skilningur. Þar segir: „Útskriftarhlutfall íslenskra nem- enda á framhaldsskólastigi er með því hæsta sem gerist innan OECD- ríkja, en útskriftarhlutfall er reiknað þannig að í fjölda útskrifaðra er deilt með fjölda í dæmigerðum aldursár- gangi. Á Íslandi er reiknað hlutfall af 20 ára aldurshópnum til að reikna út- skriftarhlutfall fyrir framhalds- skólastigið. Útskriftarhlutfallið á Ís- landi er 92% en meðaltal OECD- ríkja er 79%. Þetta háa útskriftar- hlutfall íslenskra framhaldsskóla- nema má m.a. skýra með því að margir nemendanna eru eldri en tví- tugir þegar þeir útskrifast.“ Menntamálaráðherra sagði að það bæri talsvert á því að fólk setti tölur ekki í samhengi við raunveruleikann þegar fólk væri að lesa út úr alþjóð- legum samanburðartölum. Því hefði t.d. verið haldið fram að Íslendingar settu mun minni fjármuni í háskóla- menntun en nágrannaþjóðir okkar, en það gleymdist að 28,6% af öllum íslenskum námsmönnum á háskóla- stigi stunduðu háskólanám erlendis. Mismunandi skilningur er á því hver sé fjöldi þeirra sem útskrifast hafa OECD skilgreinir gagnfræðamennt- un ekki sem fram- haldsmenntun búhald fósturkúnna í Hrísey, ásamt launum starfsmanns, hefur kostað kúabændur um 4 milljónir króna á ári. Gripirnir voru í notkun til ársins 1998 vegna annars kyn- bótaverkefnis en síðan þá hafa þeir flestir staðið í nokkurs konar bið, á meðan ákvörðun var tekin um fóst- urvísainnflutning frá Noregi. Mið- að við að kúnum verði haldið á ÞÓTT Landssamband kúabænda hafi tekið þá ákvörðun að fresta innflutningi á fósturvísum úr norskum kúm um ótiltekinn tíma stendur ekki til að slátra þeim 19 kúm sem hafa verið í einangrunar- stöðinni í Hrísey undanfarin ár, til- búnar að taka við fósturvísunum. Óvissa er um þær 15 kýr sem til viðbótar áttu að fara út í Hrísey vegna þessa verkefnis og hafa ver- ið sjúkdómagreindar. Snorri Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands kúabænda, sagði við Morgunblaðið að líklega væri hagkvæmast að flytja þessar 15 kýr út í Hrísey og slátra þeim þar, verði ekkert af innflutningnum, frekar en að slátra þeim strax og þurfa þá að koma upp nýjum og hreinum stofni fyrir verkefnið ef fósturvísatilrauninni verður fram haldið síðar meir. Snorri sagði sjúkdómagreininguna skipta þar miklu, en hún kostaði um hálfa milljón króna. Þetta biði ákvörðunar hjá kúabændum og Bændasamtökunum. Fóðrun, sjúkdómagreining og fóðrum út þetta ár er kostnaðurinn þá farinn að nálgast 12 milljónir króna. „Fram að svari landbúnaðarráð- herra í nóvember síðastliðnum gát- um við ekkert gert með þessar kýr. Við vorum alltaf að bíða. Núna sjáum við fram á bið að minnsta kosti til hausts og líklegt er að við notum þann tíma til að skola fóst- urvísa úr þessum kúm til að gefa þeim bændum, sem eru að fram- leiða nautakjöt með holdastofnum, tækifæri á að kaupa fósturvísa úr gripunum, sem eru úrvals góðir,“ sagði Snorri. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði við Morgunblaðið að afdrifaríkar ákvarðanir í málinu verði ekki teknar fyrr en að lokinni atkvæða- greiðslu meðal kúabænda sem lík- legt er að fari fram næsta vetur. Þórólfur taldi fleira mæla með því en á móti að kúabændur héldu í þá gripi sem búið væri að fjárfesta í í Hrísey og meðfylgjandi aðstöðu þar. Einnig væri búið að ráðast í kostnað við sjúkdómagreiningar. Fósturkúm í Hrísey ekki slátrað þrátt fyrir frestun innflutnings á fósturvísum Biðin gæti kostað kúa- bændur um 12 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.