Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 8 SÍÐUR Sérblöð í dag www.mb l . i s  Teiknimyndasögur  Myndir  Þrautir  Brandarar  Sögur  Pennavinir UMSK samþykkir vantraust á stjórn UMFÍ/B1 Real Madrid vann Lazio í skemmtilegum leik/B3 4 SÍÐUR 4 SÍÐUR Í VERINU í dag er m.a. sagt frá vaxandi áhuga á fiskmeti í Evrópu, nýju kvótakerfi í Chile og fjallað um slysasleppingar úr sjókvíum í Noregi. notað á þessum milda vetri og dytt- að að gangstéttum og húsum, líkt og sjá má á myndinni sem tekin var í Austurstræti í gær og gæti allt eins verið tekin að vorlagi. ÞAÐ eru ekki bara grösin og skor- dýrin sem ruglast á árstíðum í hlý- indum og snjóleysi vetrarins og vakna löngu fyrir sinn venjubundna tíma. Í mannheimum er tækifærið Morgunblaðið/Golli Útivinna í Austurstræti REIKNAÐ er fastlega með að samningar muni liggja fyrir innan skamms á milli 18 Íslendinga sem hafa orðið fyrir heilsutjóni í kjöl- far reykinga og bandarísks lög- fræðifyrirtækis um hugsanlegar skaðabótakröfur á hendur banda- rískum tóbaksframleiðendum. Greint var frá því í Morgun- blaðinu á sl. vori að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður og Gunnar G. Schram laga- prófessor hefðu tekið að sér milli- göngu um að koma hópi Íslend- inga, sem hafa orðið fyrir heilsu- tjóni vegna reykinga, í samband við bandaríska lögfræðifyrirtækið í því skyni að kanna hugsanlegan bótarétt þeirra á hendur banda- rískum tóbaksframleiðendum. Jón Steinar sagði í gær að málið hefði dregist meira en hann hefði gert ráð fyrir. Í október sl. voru sendir 18 samningar undirritaðir af ís- lenskum tjónþolum til hins banda- ríska lögfræðifirma. Í nóvember barst Jóni Steinari svo bréf frá lögfræðistofunni með fyrirspurn um íslenskar lagaregl- ur á þessu sviði, sem hann svaraði um hæl. „Síðan þá hefur eitthvað tafið, þannig að samningarnir eru ekki komnir til baka.“ Hefur dregist meira en búist var við „Ég hef ýtt á eftir því með bréf- um og núna síðast talaði Gunnar G. Schram við þá í seinustu viku. Það var eitthvað ófrágengið hjá þeim en ég á von á því að samn- ingarnir muni koma til baka, und- irritaðir af þessu bandaríska lögfræðifirma, á næstunni. En þetta hefur vissulega dregist meira en ég hafði gert ráð fyrir,“ sagði Jón Steinar. Skv. væntanlegum samningum fellst bandaríska lögfræðistofan á að taka að sér mál Íslendinganna gagnvart bandarískum tóbaks- framleiðendum. Mun lögfræðistof- an þá halda skjólstæðingum sínum skaðlausum af öllum útlögðum kostnaði við undirbúning málsins en fær ákveðið hlutfall af því sem kann að vinnast í bótamálinu. Undirbúa málaferli gegn bandaríska tóbaksiðnaðinum Samningar við lög- fræðifirma á næsta leiti GEIR H. Haarde, fjármálaráð- herra og framsögumaður á al- mennum fundi um þjóðlendur, sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í gærkvöld, sagði að heppilegra hefði verið að úrskurður óbyggða- nefndar um þjóðlendumörk í Ár- nessýslu hefði legið fyrir áður en kröfum var lýst á öðrum svæðum. Hann sagðist gera sér vonir um að öldur lægði þegar fyrsti úrskurður kæmi fram. Menn hefðu verið sárir yfir þeim kröfum sem komið hefðu fram og teldu að sér vegið. Þegar upp væri staðið yrði það vonandi til að greiða úr ágreiningi en ekki búa til nýjan. Troðfullt hús var á fundinum, sem haldinn var í félagsheimilinu Mánagarði á Höfn og var mörgum orðið heitt í hamsi þegar líða fór á kvöldið. Ólafur Björnsson lögmaður og einn þriggja framsögumanna, sagði ljóst að bændur myndu aldr- ei sætta sig við að tapa landi sem þeir væru þinglýstir eigendur að og að þeir myndu áfrýja til Mann- réttindadómstóls Evrópu á grund- velli eignarréttarákvæða. Örn Bergsson bóndi og fram- sögumaður sagði málið aðför að eignarrétti og hvatti bændur til að berjast til síðasta blóðdropa. Málið snerist ekki um lögfræði heldur pólitík og siðfræði. Á fundinum voru margir þing- menn sem lýstu því yfir að kröfu- gerðirnar kæmu þeim á óvart, einkum að þinglýstar eignarheim- ildir skyldu véfengdar. Á fundinum tók Halldór Ás- grímsson utanríkisráðherra, einnig til máls og sagði að endurmeta yrði stöðuna þegar niðurstöður lægju fyrir ef ekki skapaðist ró um hana. Troðfullt hús og mönnum heitt í hamsi Almennur fundur um þjóðlendur á Höfn í Hornafirði MAÐURINN sem lést eftir um- ferðarslys á Ak- ureyri á sunnu- daginn hét Magnús Brynjar Guðjónsson. Hann var tvítug- ur að aldri, fædd- ur 23. maí 1980. Magnús var til heimilis á Móa- síðu 6a á Akur- eyri. Hann lætur eftir sig unnustu. Magnús lést af völdum áverka sem hann hlaut í umferðarslysi á mótum Drottningarbrautar og Þórunnar- strætis á Akureyri. Slysið varð um miðjan dag á sunnudag. Lést í um- ferðarslysi Magnús Brynjar Guðjónsson Á MORGUN verður liðið eitt ár frá því að kjarasamningur Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis gekk úr gildi. Fátt bendir til þess að kjara- deila félagsins og vinnuveitenda sé að leysast. Í gær var haldinn 36. sáttafundur í deilunni hjá ríkissátta- semjara og sagði Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, að ekkert benti til þess að samningar væru að takast. Kjarasamningur Sleipnis gekk úr gildi 15. febrúar í fyrra og boðaði félagið til verkfalls 8. júní til að knýja á um gerð nýs samnings. Verkfallinu lauk 16. júlí án þess að samningar hefðu tekist. Viðræður hafa hins vegar haldið áfram síðan. Óskar sagði að á samningafundi fyr- ir þremur vikum hefðu verið lagðar fram nýjar hugmyndir að lausn. Þær hefðu verið lagðar fyrir félagsfund í félaginu og fengið dræmar undir- tektir. Hann sagðist því ekki sjá fram á að menn væru að nálgast lausn. Hann kvaðst þó vona að samn- ingamenn héldu áfram að ræðast við. Engar launahækkanir í tvö ár Óskar sagði að félagsmenn í Sleipni hefðu ekki fengið neina launahækkun frá 1. janúar 1999. Hann kvaðst telja að einungis bíl- stjórar og sjómenn hefðu þurft að sæta því að vera á óbreyttum laun- um í rúm tvö ár. Sleipnir er nú með mál fyrir félagsdómi gegn rútufyrirtækinu Allrahanda sem varðar túlkun á vinnulöggjöfinni og hverjir mega vinna í verkfalli. Málið tengist verk- falli félagsins frá því í sumar og hef- ur það átt þátt í að tefja viðræður. Auk þess er félagið með mál fyrir félagsdómi sem varðar félagsaðild nokkurra bílstjóra hjá SVR. Eitt ár frá því að samningur Sleipnis gekk úr gildi Samningar eru ekki í augsýn SJÁLFSBJÖRG á höfuðborgar- svæðinu hélt félagsfund sinn í gær undir yfirskriftinni „Framtíðarhorf- ur um kjör öryrkja.“ Þeir fundar- menn sem tóku til máls töldu stöð- una í kjaramálum öryrkja slæma og hún hefði versnað á síðasta áratug. Sú umræða sem hefði átt sér stað í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða væri þó jákvæð og gæfi öryrkjum færi á því að kynna málstað sinn fyr- ir kjósendum. Frummælendur á fundinum voru Gunnar Reynir Antonsson, formað- ur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæð- inu, alþingismaðurinn Jóhanna Sig- urðardóttir, og Arnór Pétursson, formaður landssambands Sjálfs- bjargar sem hélt erindi í fjarveru Jónínu Bjartmarz, formanns heil- brigðis- og trygginganefndar Al- þingis en hún boðaði forföll vegna veikinda. Jóhanna Sigurðardóttir sagði ör- yrkja hafa verið hlunnfarna í því góðæri sem hefði ríkt á Íslandi síð- ustu 6-7 árin. Velferðarkerfið á Íslandi væri veikara hér en á hinum Norðurlönd- unum og staða öryrkja á Íslandi væri mun lakari en í OECD-löndunum. Þá væri ljóst að sú upphæð sem miðað væri við til framfærslu væri alltof lág. Búa þyrfti til nýjan, samræmdan framfærslustuðul. Hún sagði mikla þversögn fólgna í því að á sama tíma og öryrkjum væri neitað um mann- sæmandi kjör væri milljarðaafgang- ur af ríkissjóði. Gunnar Reynir Pétursson sagði mikilvægt að öryrkjum yrði gert kleift að hafa áhrif á sín eigin kjör. Hann sagði öryrkja almennt vera á móti flutningi málaflokksins yfir til sveitarfélaga. Í Noregi hefði reynslan af því ver- ið sú að öryrkjar hefðu verið hvattir til að flytja til stærri sveitarfélaga til að þeim væri tryggð þjónusta. Staðan slæm en umræða af hinu góða Fundur Sjálfsbjargar um kjör öryrkja ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.