Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í KJÖLFAR dóms Héraðsdóms Norður- lands eystra í máli Ragnhildar Vigfúsdótt- ur gegn Akureyrarbæ, uppkveðins 30. janúar sl., hefur Akureyrar- bær legið undir ámæli ýmissa aðila í fjölmiðl- um. Undir slíkri um- fjöllun verður ekki setið í ljósi dómsniður- stöðunnar. Samhengis vegna er rétt að reifa stuttlega forsögu þessa máls. Þann 31. maí 2000 kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Ragnhildar Vig- fúsdóttur gegn Akureyrarbæ, þar sem niðurstaðan varð sú, að munur á launum Ragnhildar og atvinnumála- fulltrúa á tilteknu tímabili, hafi farið í bága við ákvæði þágildandi jafnrétt- islaga. Í kjölfarið, eða þann 30. júní s.á., krafði lögmaður Ragnhildar Akur- eyrarbæ um greiðslu vangreiddra launa, dráttarvaxta og málskostnað- ar, samtals að fjárhæð kr. 6.559.874,-. Akureyrarbær taldi að krafa Ragn- hildar fengi ekki stoð í áðurnefndum Hæstaréttardómi né í ákvæðum jafn- réttislaga. Þann 7. júlí 2000 sendi Ak- ureyrarbær lögmanni Ragnhildar ávísun að fjárhæð kr. 2.389.196,- og leit bærinn svo á, að málinu væri lok- ið. Voru ítarleg rök færð fyrir út- reikningi kröfunnar, sem tók mið af nefndum dómi Hæstaréttar og ákvæðum jafnréttislaga. Þann 11. júlí 2000 sendi lögmaður Ragnhildar Akureyrarbæ bréf, þar sem krafist var eftirstöðva kröfunnar og jafnframt lýst yfir, að þær yrðu innheimtar með atbeina dómstóla. Þann 14. ágúst 2000 var Akureyr- arbæ stefnt til greiðslu meintra eft- irstöðva kröfunnar, án þess að mál- sóknin byggðist á ákvæðum jafn- réttislaga. Héraðsdómur Norður- lands eystra hafnaði alfarið kröfum Ragnhildar og sýknaði Akureyrarbæ af öllum kröfum hennar, sbr. dóm réttarins frá 30. janúar sl. Í þeirri niðurstöðu felst að kröfugerð Ragn- hildar í málinu var ekki lögum sam- kvæmt. Þar sem dómkrafan hafði ekki lagastoð er og var Akureyrarbæ óheimilt að greiða hana. Með hliðsjón af framanrituðu er nærtækt að draga þá ályktun, að Ak- ureyrarbær hafi í einu og öllu farið að lögum við uppgjör á kröfu Ragnhild- ar. Þó virðast ekki allir vera þeirrar skoðunar. Þannig hefur aðili málsins, Ragnhildur, haldið því fram, að Ak- ureyrarbær hafi ákveðið einhliða hve mikið ætti að greiða henni og máls- höfðunin því nauðsynleg. Þá hefur hún einnig haldið því fram að Akureyrarbær eigi að borga lögmann- skostnað hennar, m.a. á grundvelli þess að bær- inn hafi verið ófús til að semja um fjárhæð kröf- unnar og viljað fá álit dómstóla um ágrein- ingsefnið. Jafnframt hefur framkvæmda- stýra Jafnréttisstofu lýst yfir afstöðu stofn- unarinnar til niður- stöðu héraðsdóms og viðbragða Akureyrar- bæjar í málinu, sem og öðrum af svipuðum toga. Ofangreind ummæli eru með ólík- indum í ljósi niðurstöðu héraðsdóms. Ákvörðun um fjárhæð bóta ræðst ekki af vilja eða afstöðu Akureyrar- bæjar, heldur fer fjárhæðin í einu og öllu eftir ákvæðum laga. Akureyrar- bær greiddi Ragnhildi tiltekna fjár- hæð í samræmi við ákvæði laga og það hefur héraðsdómur staðfest. Ak- ureyrarbæ er óheimilt að greiða Ragnhildi hærri bætur en lög kveða á um og því rangt að vísa til samnings- vilja í þessu samhengi. Þá er rangt að Akureyrarbær hafi sérstaklega viljað fá álit dómstóla í þessu síðara máli aðila. Lögmaður Ragnhildar stefndi Akureyrarbæ til greiðslu kröfunnar, þar sem lögmaðurinn hefur væntan- lega talið nauðsynlegt að fá dómsnið- urstöðu sem staðfesti ólögmæta af- stöðu Akureyrarbæjar. Það vekur því óneitanlega furðu, að gagnrýnis- raddir hafa ekki þagnað heldur þvert á móti magnast þegar dómurinn stað- festir að Akureyrarbær hafi farið að lögum. Að framan var vikið að því, að Jafn- réttisstofa hafi látið málið til sín taka. Hefur framkvæmdastýra stofnunar- innar talið viðbrögð bæjarins við kröfum Ragnhildar óeðlileg, enda reiknað með að kröfurnar yrðu tekn- ar til greina. Nýfallinn dómur stað- festir að þessi gagnrýni var órétt- mæt. Þá er afstaða Jafnréttisstofu til krafna Ragnhildar óviðeigandi, enda málið ekki rekið á grundvelli jafn- réttislaga, auk þess sem dómkrafan fékk ekki stoð í nefndum Hæstarétt- ardómi. Þessi afstaða vekur óneitan- lega spurningar um hvert sé starfsvið umræddrar stofnunar. Þá hefur framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu haldið því fram, að Akur- eyrarbær þrjóskist við að semja við konur í svipaðri stöðu og Ragnhildur, þrátt fyrir dóm Hæstaréttar frá 31. maí 2000. Í þessu felst sú afstaða Jafnréttisstofu, að Akureyrarbær hafi brotið ákvæði jafnréttislaga í málum er lúta að launamismun karla og kvenna, sem og að bænum beri að greiða uppsettar kröfur viðkomandi aðila, sbr. afstöðu til launakröfu Ragnhildar. M.ö.o. þá hefur fyrir- svarsmaður Jafnréttisstofu slegið því föstu, að Akureyrarbær hafi brotið jafnréttislög í einhverjum ótilgreind- um tilvikum og beri að greiða við- komandi bætur, óháð ákvæðum laga. Í þessu sambandi ber að hafa hug- fast, að títtnefndur dómur Hæsta- réttar hefur aðeins fordæmi í algjör- lega sambærilegu máli. Sé þessari gagnrýni ætlað að taka til þess máls, sem nú er rekið fyrir dómstólum, á hún ekki við rök að styðjast. Í því var stefna gefin út og þingfest u.þ.b. fjórum vikum eftir niðurstöðu Hæstaréttar í máli Ragn- hildar. Stefnandi málsins valdi dóm- stólaleiðina án þess að reyna sættir í framhaldi af dómi Hæstaréttar. Þá hafa sættir ekki verið boðnar, þrátt fyrir að ráða megi af greinargerð bæjarins, hvað hann telji rétta bóta- fjárhæð sannist sök (u.þ.b. kr. 700 þús.). Fjárhæð dómkrafna (aðal- kröfu, varakröfu og þrautavarakröfu) er á bilinu 3 til 12 milljónir. Mismun- ur umræddra fjárhæða hefur líklega valdið áhugaleysi stefnanda á sáttum. Báðir aðilar voru því ófúsir til sátta, en skyldi þvergirðingshátturinn sem framkvæmdastýra Jafnréttisstofu vísar til, taka til beggja aðila? Að auki er ofangreint mál ólíkt málum Ragnhildar, enda málatilbún- aðurinn ólíkur og um önnur störf að ræða. Engu að síður hefur Jafnrétt- isstofa fyrirfram tekið afstöðu í mál- inu, og að því er virðist einnig í ein- hverjum öðrum málum, sem hlýtur að teljast í hæsta máta óeðlilegt hjá opinberri stofnun sem á að gæta hlut- leysis og forðast sleggjudóma. Akureyrarbær brást rétt við kröf- um Ragnhildar Vigfúsdóttur, að mati Héraðsdóms Norðurlands eystra. Karlar og konur verða að geta tekið ósigrum og viðurkennt að þau hafi haft á röngu að standa, ella er hætt við að málflutningur þeirra missi marks og þyki ótrúverðugur. Staðfest að Akureyrar- bær fór að lögum Kristján Þór Júlíusson Dómur Karlar og konur verða að geta tekið ósigrum, segir Kristján Þór Júlíusson, og viður- kennt að þeir hafi haft á röngu að standa. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. M anneldisstefna Ís- lendinga hefur verið til umræðu undanfarna daga eftir að dr. Jón Óttar Ragnarsson, matvæla- og næringarfræðingur, hélt fjölsótt- an fyrirlestur um offitu og mat- aræði Íslendinga á Hótel Sögu í næstliðinni viku. Jón Óttar, sem stofnaði á sín- um tíma til náms í matvæla- fræðum hér á landi og veitti því forstöðu í upphafi, minnti á að 24 ár væru frá því merk ráðstefna um manneldismál hefði verið haldin hér á landi af ýmsum vís- indamönnum á sviði læknis-, næringar- og matvælafræða og að margt hefði áunnist frá því strengd voru þar heit um bætta heilsu og betra líf. Enn væru hins vegar mörg verkefni eftir og alvar- legur vágest- ur hefði hald- ið innreið sína síðan og áhrif hans væru að koma betur og bet- ur í ljós. Offita væri orðið raun- verulegt vandamál hjá tveimur af hverjum tíu Íslendingum og enn fleiri bæru einkenni þess að geta átt við sjúkdóm þennan að stríða á næstu árum. „Það þarf þjóðarátak í þessum efnum,“ sagði Jón Óttar í fyrirlestrinum og hefur svo endurtekið þau hvatningarorð í fjölmiðlum síðan. Eitt af því, sem bent hefur verið á, er manneldisstefna stjórnvalda. Færð hafa verið rök fyrir því að á þessu sviði hafi verið unnið gott starf að mörgu leyti, en enn sé kerfislægur vandi þó að hrjá þá sem láta sér annt um heilsuna. Hvort um er að kenna hugsunarleysi eða ein- hverju öðru má lengi deila um, en hitt er víst að úrbóta er þörf nú þegar. Eða er það tilviljun að þegar matvæli eiga í hlut hér á landi gildir að það sem er hollt er rán- dýrt og það sem er miður hollt eða beinlínis óhollt mun ódýrara? Getur verið að haldið sé uppi fá- ránlegum árstíðabundnum verndartollum á innflutt græn- meti í skjóli manneldisstefnu eða er verið að vernda hagsmuni fá- mennrar bændastéttar á kostnað æsku landsins og almenns heil- brigðis þjóðarinnar? Hvaða rök eru fyrir því að stjórnvöld haldi uppi harðri neyslustýringu á þremur vöru- flokkum; áfengi, tóbaki og græn- meti? Rannsóknir sýna að með- almanninum væri hollast að neyta allt að fimm skömmtum af grænmeti á dag. Helst er s.k. garðgrænmeti nefnt í þessu sambandi, en almennt gildir að neysla hvers kyns grænmetis og ávaxta er góð fyrir heilsu fólks. Er þá ekki einasta verið að hugsa um þá sem telja sig þurfa megrunar við, heldur og þá sem vilja viðhalda sinni kjörþyngd og þarfnast allra þeirra hollustu- efna sem þar er að finna, s.s. vítamína og andoxandi efna, en þekkt eru fyrirbyggjandi áhrif þeirra gagnvart margvíslegum sjúkdómum. Nú skal fúslega viðurkennt að aðeins mikill minnihluti fólks mun nokkru sinni ganga svo langt að neyta fimm skammta af grænmeti á dag, en staðreyndin í dag er hins vegar sú að einn dag- skammtur, hvað þá tveir, eru meðalfjölskyldu þungir í skauti, verðsins vegna. Grænmeti og ávextir, hreinir ávaxtasafar og fleiri matvæli sem holl geta tal- ist, hafa orðið undir, t.d. við ákvörðun í þrep virðisaukaskatt- kerfisins, en minna virðist lagt á fituríkari matvæli og sykraðri. Þetta er staðreynd sem þarf að breyta. Nú kynnu einhverjir talsmenn frjáls markaðar að mótmæla þessu með þeim rökum að hið opinbera eigi ekkert að vera að vasast í þessum málum. Það er rétt að mörgu leyti, en því er hins vegar til að svara að nú þeg- ar reka stjórnvöld mjög ákveðna stefnu í þessum málum og reyna að stýra neyslu almennings á ýmsum sviðum. Þessi stefna er hins vegar í meginatriðum röng og sjónarmið heilbrigðisþjónust- unnar og hagsmunir komandi kynslóða hafa ekki vegið þar nægilega þungt. Fleira mætti nefna og til siðs er að gagnrýna bændur og segja að vegna þeirra sé flest gert til að hamla innflutningi á ódýrari vörum, þeir séu dragbítur á auk- inn kaupmátt fólks gegnum lægra vöruverð og síðast en ekki síst meira vöruúrval, t.d. á sviði hollustuvara. En jafnvel þessi rök eru ekki einhlít. Staðreyndin er sú að þeir eru til íslensku bændurnir sem af veikum mætti hafa reynt að koma til móts við óskir um betra grænmeti allan ársins hring. Til þess hafa þeir fjárfest í rándýr- um tækjabúnaði, vönduðum ljós- um og fullkomnum gróður- húsum. En svo hafa þeir orðið að hætta við allt saman, sumir hverjir nærri gjaldþrota, eftir tvo til þrjá fyrstu rafmagns- reikningana fyrir herlegheitin. Íslenskir gróðurhúsabændur fá rafmagnið nefnilega ekki á neinum stóriðjuprís þótt gróð- urhús séu í raun grænar verk- smiðjur sem binda hinn marg- umtalaða koltvísýring. Nei, þeir þurfa svo að borga fullt verð fyr- ir strauminn og í þeim efnum getur orðið ansi dýrt drottins orðið. Það er af þessum sökum sem vert er að velta því fyrir sér hvort hamli í þessum efnum hel- bert hugsunarleysi eða eitthvað allt annað. Og hvað skyldi það þá vera? Eru ekki sívaxandi útgjöld þjóðarbúsins til heilbrigðis- og velferðarmála nægilegur hvati til þess að skera upp herör gegn óskynsamlegri stefnu af því tagi sem hér hefur verið rakin og beinlínis verðlauna þá sem bjóða upp á holla vöru og góða? Og er ekki líka sjálfsagt að koma til móts við þá íslensku framleið- endur sem vilja rækta gott ís- lenskt grænmeti allan ársins hring og bjóða það íslenskum neytendum? Þá værum við kannski að tala um alvöru manneldisstefnu. Þjóðfélag, þar sem hamborg- arastöðum og pitsahúsum skýtur upp eins og gorkúlum meðan fregnir berast af því að börn og unglingar séu hætt að hreyfa sig, ætti slíkt svo sannarlega skilið. Grænt og gómsætt Hvaða rök eru fyrir því að stjórnvöld haldi uppi harðri neyslustýringu á þremur vöruflokkum; áfengi, tóbaki og grænmeti? VIÐHORF Eftir Björn Inga Hrafnsson TRYGGINGASTOFNUN ríkis- ins sendi frá sér fréttatilkynningu vegna greiðslu til öryrkja þann 1. febrúar sl. Þar eru teknar saman upplýsingar er varða greiðslur til öryrkja í sambúð vegna nýrra laga um almannatryggingar sem svo mjög hefur verið tekist á um á und- anförnum vikum. Í fréttatilkynn- ingunni segir: „Meðalviðmiðunar- tekjur hjóna á ári í þessum hópi eru kr. 1.820.726. Meðaltekjur líf- eyrisþega í þessum hópi eru kr. 134.386. “ Meðalviðmiðunartekjur hjóna eru samkvæmt fréttatilkynning- unni kr. 151.727 á mánuði og með- altekjur lífeyrisþega kr. 11.199. En Tryggingastofnun ríkisins láðist að geta þess að hugtakið meðalvið- miðunartekjur hjóna er innanhús- mál og vísar til helmings saman- lagðra tekna hjóna. Samanlagðar tekjur hjónanna eru því kr. 303.454. Tekjur maka eru þá kr. 292.255. Þessar tölur taka til tekna á árinu 1999 og má reikna með a.m.k. 10% hækkun launa frá þeim tíma. Til viðbót- ar þarf að hafa í huga að einungis helmingur fjármagnstekna er talinn með í viðmiðun- artekjur. Í frétt Trygginga- stofnunar kom einnig fram að tekjutrygging þeirra öryrkja sem lagabreytingin nær til var að með- altali kr. 5.627 kr. á mánuði. Þegar grunnlífeyri (kr. 18.424) er bætt við námu greiðslur frá stofnuninni kr. 24.051. Að viðbættum þessum greiðslum eru heimil- istekjurnar kr. 327.505 á mánuði. Á baksíðu Morgun- blaðsins þann 13. janúar var frétt byggð á upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Þar kom fram áætlun um að heimilistekjur þeirra örorkulífeyris- þega í hjúskap sem lögin vörðuðu væru 338 þús. kr. að með- altali á mánuði og þá að viðbættum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Án þeirra greiðslna var áætlað að heimilistekjur væru 316 Meðalviðmiðunar- tekjur hjóna? Sigurður Snævarr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.