Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ 69. FUNDUR hefst á Alþingi í dag, miðvikudag, kl. 13.30. Á dag- skrá fundarins eru: 1. Lax- og silungsveiði, stjfrv., Frh. 1. umr. (Atkvgr.). 2. Dýrasjúkdómar, stjfrv., Frh. 1.umr. (Atkvgr.). 3. Lax- og silungsveiði, stjfrv., Frh. 1. umr. (Atkvgr.). 4. Eldi nytjastofna sjávar, stjfrv., Frh. 1. umr. (Atkvgr.). 70. fundur hefst strax á eftir, en þar eru á dagskrá eftirtalin mál: Fyrirspurnir til samgönguráð- herra: 1. Vegagerðin, fsp. frá GunnB, 363. mál, þskj. 566. 2. Sjúkraflug, fsp. frá KLM, 405. mál, þskj. 659. Fyrirspurnir til félagsmálaráð- herra: 3. Tjón af völdum óskilagripa, fsp. frá SJS, 387. mál, þskj. 637. 4. Undanþágur frá fast- eignaskatti, fsp frá EKG., 409. mál, þskj. 664. Fyrirspurn til sjávarútvegs- ráðherra: 5. Hvalveiðar, fsp. frá SvanJ, 397. mál, þskj. 647. Fyrirspurnir til iðnaðarráðherra: 6. Endurgerð brúar yfir Ströngukvísl, fsp. frá JB, 398. mál, þskj. 649. 7. Staða sjávarbyggða, fsp. frá SJS, 404. mál, þskj. 656. Fyrirspurn til landbúnaðarráð- herra: 8. Reglur Evrópusambandsins um viðskipti með dýraafurðir, fsp. frá JB, 400. mál, þskj. 652. Fyrirspurn til menntamálaráð- herra: 9. Framhaldsskólanám í Stykk- ishólmi, fsp. frá JB, 406. mál, þskj. 661. Fyrirspurn til fjármálaráðherra: 10. Fasteignamat ríkisins og Landskrá fasteigna, fsp. frá ÁSJ, 395. mál, þskj. 645.  NEFNDIR Alþingis flytjast nú á næstunni úr Þórshamri í ný- uppgert hús gegnt Alþingishús- inu, sem hefur fengið nafnið Ísa- foldarhús. Bókasafn Alþingis og tækni- deild flytjast yfir í Þórshamar. Halldór Blöndal forseti Alþingis skýrði frá þessu í upphafi þing- fundar á mánudag. Sagði Halldór af þessu tilefni, að fastanefndirnar hefðu haft að- setur í Þórshamri allt frá árinu 1965 og alls hefðu þar farið fram um 10 þúsund nefndafundir á því tímabili. Í nýju húsnæði yrði mun rúmra um starfsemina og vonandi myndi það skila sér í betra starfi. Um leið væri tímanna tákn að hin ört vaxandi tæknideild Al- þingis fengi betri aðstöðu. Nefndir Alþingis flytjast  FIMMTÁN þingmenn úr öllum þingflokkum á Alþingi, utan Vinstri grænna, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um að lögleiða ólympíska hnefaleika. Er um að ræða óbreytt frumvarp frá því sem lagt var fram á síðasta þingi og fellt eftir miklar umræður og munaði aðeins einu atkvæði. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins er Gunnar Birgisson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Það er einungis fjórar greinar og kveður á um að heimil sé keppni og sýning á ólympískum hnefaleikum. Enn fremur sé heimilt að kenna ólymp- íska hnefaleika, selja og nota hnefa- leikaglófa (hanska) og önnur tæki sem ætluð eru til þjálfunar í ólymp- ískum hnefaleikum og að Íþrótta- og ólympíusamband Íslands setji reglur um ólympíska hnefaleika. Hnefaleikar enn á dagskrá ÁKVÆÐI laga um Ríkisútvarpið sem varða framkvæmdasjóð stofnun- arinnar verða felld niður samkvæmt frumvarpi til laga sem lagt hefur ver- ið fram á Alþingi. Menntamálaráð- herra tekur undir með útvarpsstjóra um að markmiðum sjóðsins hafi verið náð og því sé ekki þörf fyrir hann lengur. Gagnrýnt var á þingi, einkum af þingmönnum Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs að enn hafi ekki öllum landsmönnum verið tryggður aðgangur að útsendingum RÚV og þar með hafi framkvæmda- sjóðurinn enn hlutverki að gegna. Því eigi ekki að leggja hann niður. Framkvæmdasjóður Ríkisút- varpsins var stofnaður með breyt- ingu á útvarpslögum árið 1970. Var þá kveðið á um að 5% af heildartekjum stofnunarinnar skyldu renna í sjóð- inn. Það hlutfall var hækkað í 10% með breytingu á útvarps- lögum árið 1979. Í greinargerð frá útvarpsstjóra sem fylgir frumvarpinu segir að markmiðum framkvæmdasjóðsins hafi verið náð og það hafi verið inn- siglað nú fyrir skemmstu þegar sjón- varpsstarfsemi Ríkisútvarpsins var flutt í Útvarpshúsið við Efstaleiti og öll starfsemi stofnunarinnar samein- uð þar. Stórátak hafi og verið gert í endurbyggingu langbylgjukerf- isins með hin- um nýju sendi- stöðvum á Gufuskálum og Eiðum. Á all- nokkrum sveitabæjum á tiltölulega af- skekktum svæðum séu enn ekki skilyrði til að ná útsendingum Sjónvarpsins. Áætlað sé að kostnaður vegna við- bótarsenda og annarra aðgerða við dreifikerfið til að þjóna umræddum bæjum, sem eru 41 að tölu, nemi um 120 milljónum króna. Þá er miðað við venjulega senda fyrir eina rás Sjón- varpsins. Ný tækni, sem er í þróun, geti orðið álitlegur kostur við að leysa umrædd tæknivandamál með heildstæðari lausnum en viðbætur við hið hefðbundna dreifikerfi Sjón- varpsins fela í sér. Vísaði útvarpsstjóri m.a. til þess að Landssíminn ynni nú að áætlun um ISDN-væðingu sveitabæja. Með þeirri tækni væri lagður grunnur að stafrænum flutningi til símnotenda. Sá grunnur gæti jafnframt verið nýttur til að flytja sjónvarpsefni frá dagskrárveitu til notenda ef fjarlægð frá stofnveitu fjarskiptakerfisins í heimahús notenda væri innan viðráð- anlegra marka. Deilt um framkvæmdasjóð RÚV TILLAGA til þingsályktunar um lagabreytingar til að fullnægja ákvæðum Genfarsáttmálans um vernd óbreyttra borgara á stríðs- tímum hefur verið lögð fram á Al- þingi. Flutningsmaður tillögunnar er Steingrímur J. Sigfússon, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Tillagan kveður á um að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að und- irbúa lagasetningu um viðurlög við stríðsglæpum í samræmi við ákvæði Genfarsáttmálans frá 1949 um vernd óbreyttra borgara á stríðs- tímum og viðauka við hann frá árinu 1977. Í greinargerð með tillögunni seg- ir að Genfarsáttmálarnir frá árinu 1949 um vernd óbreyttra borgara, sjúkra og fanga við hernaðarátök og hernám séu meðal mikilvægustu alþjóðasáttmála sem gerðir hafi verið um mannréttindi. Í sáttmála um vernd óbreyttra borgara á stríðstímum sé kveðið skýrt á um það í 146. gr. að aðildarríki hans skuldbindi sig til að lögleiða viðeig- andi refsingar við alvarlegum brot- um gegn ákvæðum sáttmálans. Sáttmálinn var undirritaður 12. ágúst 1949 og tók gildi 21. október 1950. Ísland fullgilti sáttmálann 1965 og tók hann gildi hvað Ísland snertir ári síðar. Með þingsálykt- unartillögunni er hins vegar skorað á ríkisstjórnina að beita sér fyrir lagasetningu sem fullnægi ákvæð- um 146. gr. sáttmálans. Tillagan var áður flutt á síðasta þingi en varð þá eigi útrædd og er endurflutt nú óbreytt. Ákvæðum Genfarsátt- málans verði fullnægt JÓHANNES Jónsson, stjórn- arformaður Baugs hf., afhenti Barnaspítala Hringsins í gær lungnamælingatæki fyrir nýbura. Atli Dagbjartsson, yfirlæknir barnadeildarinnar, veitti gjöfinni viðtöku og sagði þennan sérbúna tækjabúnað breyta í mörgu að- stæðum hér á landi til sjúkdóms- greiningar á fyrirburum og astma- sjúkum börnum allt að fimm ára aldri. Þetta er fyrsta tæki sinnar tegundar sem tekið hefur verið í notkun á Íslandi. Búnaðurinn kost- ar milli 8 og 9 milljónir króna og var fjárins aflað með sölu á hljóm- disknum Velkomin jól sem út kom fyrir síðustu jól í nafni líknarfélags- ins Barnið okkar í samstarfi við Bónus, Hagkaup og Olís. Hákon Hákonarson, sérfræð- ingur í lungnasjúkdómum barna, segir tækið munu gerbreyta að- stöðu lækna hér á landi hvað varðar vinnslu gagna og greiningu margra mikilvægra lungna- og öndunar- færasjúkdóma hjá ungbörnum og koma til með að hjálpa til við að greina þau börn sem séu í mestri áhættu á að fá lungnasjúkdóma, og mæla svörun við þeirri meðferð sem nú er veitt. Börn sem fæðast fyrir tímann, börn með meðfædda lungnagalla svo og börn sem fá al- varlegar öndunarfærasýkingar á fyrstu dögum eftir fæðingu eru í aukinni hættu á að hljóta varan- legan lungnaskaða sem getur haml- að bæði almennum þroska þeirra og vexti í framtíðinni. Hákon segir mikilvægt að fylgjast náið með þessum börnum svo hægt sé að koma í veg fyrir frekari skaða og stuðla að sem bestri útkomu. Tækið muni gera þetta auk þess að auka þekkingu lækna og bæta greiningu og meðferð við þeim lungnasjúk- dómum sem hrjái íslensk börn. Barnaspítali Hringsins fær lungnamælingatæki að gjöf Morgunblaðið/Árni Sæberg Jóhannes Jónsson afhenti Atla Dagbjartssyni, yfirlækni barnadeildar, lungnamælingatækið. Bætir meðferð og greiningu á lungnasjúkdómum ungbarna FRIÐRIK Þór Guðmundsson, faðir eins fórnarlamba flugslyss- ins í Skerjafirði, segir það ekki koma til móts við sínar kröfur að samgönguráðherra fari til formanns flugslysanefndar og fái þau skilaboð frá honum að rannsókn flugslyssins sé í eðli- legu fari. „Hvað það varðar að ráðherra telji rannsóknina í góðum hönd- um formanns flugslysanefndar, þá er ég einfaldlega afar ósam- mála ráðherra og tel rannsókn- ina þurfa á því að halda að það komi maður að utan. Ég stend við þá skoðun mína að Þorsteinn Þorsteinsson eigi að koma inn og erlendur sérfræðingur að fara yfir rannsóknina. Ég tel þetta mjög brýnt,“ sagði Friðrik í samtali við Morgunblaðið. Ekki um nýjan liðsauka að ræða Í frétt Morgunblaðsins í gær er haft eftir Sturlu Böðvarssyni að rannsóknanefndinni hafi bæst liðsauki Þormóðs Þor- móðssonar, fyrrverandi flug- rekstrarstjóra Íslandsflugs, sem hefði verið ráðinn til starfa hjá nefndinni. Að sögn Friðriks er þarna verið að gefa í skyn að sér- staklega hafi verið kallað á nýj- an liðsmann og þá væntanlega í tengslum við fjarveru Þorsteins Þorsteinssonar stjórnanda rann- sóknarinnar. Þess beri hins veg- ar að gæta að Þormóður hafi verið ráðinn í fyrra til að taka við formennsku í flugslysanefnd af Skúla Jóni Sigurðarsyni og hafi Þormóður hafið störf hjá flugslysanefnd um síðustu ára- mót og hafi verið í starfsþjálfun sem væntanlegur formaður. Hann geti því ekki talist nýr liðsauki og segir Friðrik að hann hafi gert allar sínar at- hugasemdir að teknu tilliti til þess að Þormóður hafi verið starfsmaður flugslysanefndar. Krefst upplýsinga Í frétt Morgunblaðsins í gær segist samgönguráðherra ekki hafa fengið nákvæmar upplýs- ingar um það hvenær Þorsteinn Þorsteinsson hafi verið frá rannsókninni, nema þann tíma sem hann hafi fengið formlega launalaust leyfi. Friðrik segir athyglisvert að ráðherra hafi ekki fengið ná- kvæmari upplýsingar og segist standa við þá skoðun sína að um miðjan janúar hafi Þorsteinn sagt að þá væri hann að fara í stutt leyfi. „Ég krefst þess að það verði upplýst hvenær Þor- steinn var frá rannsókn og hve- nær hann var við rannsókn,“ segir Friðrik. Friðrik Þór Guðmundsson ósáttur við viðbrögð samgönguráðherra Brýnt að fá utan- aðkomandi aðila að rannsókninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.