Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í Morgunblaðinu 2. desember var fjallað um „fjölnota“ íþrótta- hús og hugmyndir Reykvíkinga um slíkt hús. Þar var haft eftir Ragnari Erni Péturs- syni, „staðgengli íþrótta- og tómstunda- fulltrúa Reykjanesbæj- ar“, að Reykjaneshöllin (sem er yfirbyggður fótboltavöllur þar í bæ ) væri jafnan þéttsetin frá morgni til kvölds. Vafasamar upplýsingar Þessar upplýsingar komu á óvart enda flestum ljóst að nýting hússins hafði verið mun minni en menn höfðu gert sér vonir um, einkum þó yfir sumarið. Gárungar töluðu um að helsta hreyfingin sem menn yrðu varir við væri hreyfingin á flettiskiltinu fram- an á húsinu. Þess vegna bað ég bæj- arstjóra að afla uppýsinga um raun- verulega notkun. Á bæjarstjórnarfundi 19. des. kom svar frá Ellerti Eiríkssyni bæjar- stjóra. Þar kom fram að heildarnotkun á tímabilinu 10. janúar til 30. sept hefði verið 3.087,5 klst. Það þurfti ekki tölu glöggan mann til að sjá að það gat ekki staðist. Hér er um 260 daga að ræða og því hefði húsið þurft að vera í tæplega 12 tíma leigu hvern einasta dag ef tölur bæjarstjórans væru réttar. Ég hvatti því til að þetta yrði kannað nánar og leið- rétt. Þrátt fyrir það kom engin leiðrétting og yfirlýsingin um að húsið „væri jafnan þéttsetið frá morgni til kvölds“ var látin standa. Staðarblöðin sáu ekkert athugavert við þetta. Víkur-fréttir greindu athugasemd- arlaust frá rúmlega þrjú þúsund leigutímum, þrátt fyrir að „blaðamaður“ þeirra hafi verið á fundinum þegar bent var á að töl- urnar gætu ekki staðist. Suðurnesja- fréttir sem gefnar eru út af sjálf- stæðismönnum hér í bæ þögðu þunnu hljóði. Krafa um endurskoðun Nú voru góð ráð dýr. Staðgengill íþrótta- og tómstundafulltrúa fer með fleipur og bæjarstjóri gefur upp kolrangar tölur, bæjarbúar blekktir. Hvað var til ráða til að knýja fram sannleikann um notkun hússins. Á bæjarstjórnarfundi 2. janúar sýndi ég fram á að ef sú mikla notk- un, sem upp var gefin, væri rétt vantaði verulega á að uppgefnar leigutekjur væru réttar. Þær námu rúmum 10 milljónum. Það var langt undir því sem ætla mætti miðað við rúma þrjú þúsund tíma. Ég krafðist þess að endurskoðandi bæjarins kannaði hvar pottur væri brotinn. Bannsettar tölvurnar Í skýrslu endurskoðanda kemur fram að ekkert var að meðferð fjár- muna, enda aldrei uppi grunur um slíkt. Þetta var hins vegar gert til að knýja fram réttar upplýsingar. Í ljós kom líka að sá tímafjöldi sem húsið hafði verið leigt hafði verið tvöfald- aður. Húsið hafði aðeins verið í hálfri notkun á þessu tímabili. Að sjálf- sögðu er mistökum í tölvu kennt um en hvorki „staðgengillinn“ né bæjar- stjórinn áttuðu sig á svo stórri skekkju. Þeir héldu að almenningi kolröngum upplýsingum. Það kom á daginn að sá mikli fjöldi sem „stað- gengill íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar“ sagði frá í Mbl. 2. des. var aðeins sýndarveruleiki byggður á galla í tölvuforriti og átti lítið skylt við þann raunveruleika sem við hin lifum í. Vissulega er oft hentugt að skýla sér á bak við mistök í tölvu og sjálfsagt er það rétt að um einhver tölvumistök hafi verið að ræða. Það ber hins vegar ekki vott um mikla innsýn í þá starfsemi sem fram fer í Reykjaneshöllinni ef menn sem ábyrgir eru fyrir rekstrinum sjá ekki mun á því hvort leigðar hafi ver- ið tæpar 12 klst á dag allt tímabilið eða að jafnaði hafi verið um hálfa nýt- ingu að ræða. Hvort húsið sé „þétt- setið frá morgni til kvölds“ á hverjum degi eða aðeins annan hvern dag. Að átta sig ekki á slíkum mistökum ber ekki vott um mikla tilfinningu stjórn- enda fyrir þeim rekstri sem þeir eiga að bera ábyrgð á.“ Ekki beðist afsökunar Eftir að sannleikurinn hafði verið knúinn fram hefði mátt búast við því að bæjarstjóri bæðist afsökunar á mistökunum. Að hann bæðist afsök- unar á að hafa haldið fram kolröng- um upplýsingum og ekki leiðrétt þrátt fyrir ábendingar. Einnig hefði mátt koma afsökunarbeiðni frá stað- gengli íþrótta- og tómstundafulltrúa fyrir að hafa séð tvöfalt þegar hann skoðaði notkunina á húsinu. Það hefði líka mátt búast við því að bæj- arstjóri léti bóka leiðréttingu. Þá hefði hann verið meiri maður, en svo var þó ekki. Sem minnst átti að láta bera á sannleikanum, enn átti að láta fólk trúa þeim röngu upplýsingum sem settar höfðu verið fram. Í fundar- gerð segir aðeins „Til máls tók Ellert Eiríksson er lagði fram svar við fyr- irspurn Jóhanns Geirdal frá fundi bæjarstjórnar 2. janúar s.l. v/leigu á sal Reykjaneshallarinnar ásamt greinargerð Guðmundar Kjartans- sonar endurskoðanda bæjarsjóðs.“ Hið „óháða og sjálfstæða frétta- blað“, Víkur-fréttir, taldi heldur ekki ástæðu til að bæjarbúar vissu af því að staðgengill íþrótta- og tóm- stundafulltrúa hafði séð tvöfalt þeg- ar hann mat notkunina og að hvorki hann né bæjarstjóri virtust hafa hugmynd um hvað var að gerast í húsinu. Það var ekki einu sinni haft fyrir því að geta þess að leiðrétting hefði komið fram. Suðurnesjafréttir þögðu enn þunnu hljóði, leiðrétting á rang- færslum gæti varpað skugga á goð- sögnina miklu um fjölnota íþrótta- húsið í Reykjanesbæ. Hættulegt fyrir lýðræðið Þegar í ljós kemur að tveir af æðstu yfirmönnum í opinberri stjórnsýslu hafa veitt rangar upplýs- ingar, þegar ekkert er gert til að leiðrétta vitleysuna þegar sannleik- urinn kemur í ljós, þegar fjölmiðlar á staðnum bregðast því hlutverki sínu að koma réttum upplýsingum til al- mennings og hylma í raun þannig yf- ir með hinu opinbera valdi, þá er lýð- ræðið í hættu. Í ljósi þess að það sé lýðræðislegri umræðu fyrir bestu að hafa það sem sannara reynist, en ekki aðeins það sem hljómar betur, tel ég nauðsyn- legt að greina frá þessu á þessum vettvangi. Hafa ber það er sannara reynist Jóhann Geirdal Íþróttahús Þessar upplýsingar komu á óvart, segir Jóhann Geirdal, enda flestum ljóst að nýting hússins hafði verið mun minni en menn höfðu gert sér vonir um. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. MÉR finnst eðlilegt og sjálfsagt að ég hefji skrif mín á því að kynna mig og segja stuttlega frá því sem ég hef verið að gera síðustu ár. Ég er menntaður íþróttakennari og kenn- ari og starfaði sem slíkur í 14 ár eða til ársins 1998 í mjög góðum gagn- fræðaskóla í Reykjavík með sérlega duglegu og góðu samstarfsfólki. Ég var einn af þeim kennurum sem leið vel í kennslu en gat ekki fjölskyld- unnar vegna ,,bara“ verið kennari, en var svo heppinn að geta drýgt tekjurnar með íþróttaþjálfun og náð að framfleyta mér og mínum. Þannig var því ekki varið með alla, það kom oft fyrir að ég horfði upp á, að margir af starfsfélögum mínum áttu ekki fyrir matarmiðum þegar leið að mánaðamótum. Von sem brást! Lengi vel bar ég þá von í brjósti að laun kennara hækkuðu, að nú væri tími kennara kominn, eða næst, eða… Ég tala nú ekki um 1997 þegar maður fann að öll þjóð- in stóð að baki kennur- um og nú síðast um áramótin 2001. Mig langar að byrja á að rifja upp ,,verkfallið“ 1997 sem stóð í einn dag. Eiríkur Jónsson stýrði baráttunni og lagði fram kröfur kenn- ara sem mig minnir að hafi verið uppá 40%– 60%, sem mér og fleir- um fannst mjög eðlileg- ar. Hvað gerist? Verk- fallið var varla hafið þegar forysta kennara leggur fram lágmarks- tilboð, í því fólst m.a. eftirgjöf á umsömdum frídögum. Því var svarað með gagntilboði samn- inganefndar sveitarfélaganna sem var lægra en lokaboð kennara, sem var þó samþykkt. Í kjölfar þessa samnings, kom í ljós að kennarar á Álftanesi sættu sig ekki við þessa aumkunarverðu samn- inga og fengu, án mjög mikillar fyrirhafnar, umtalsverðar kjara- bætur. Álftanes-samn- ingarnir voru síðan notaðir sem viðmiðun um allt land. Þarna hefði forystan auðvitað átt að sjá sóma sinn í að segja af sér og hleypa einhverju dugandi fólki að. Aukinn vinnutími = bætt kjör Nú gerist það í kringum sl. jól og ára- mót að Guðrún Ebba, hægri hönd Eiríks, fer af stað til að semja um laun kennara. Það koma öðru hverju fréttir í fjölmiðlum um að allt gangi rosalega vel og allir séu rosalega jákvæðir, það sé verið að beita nýrri samningatækni. Hvað gerist? Guðrún Ebba er ekki að semja um laun, hún er að selja eða jafnvel gefa vinnutíma kennara sem var nægur fyrir og var klárlega ekki það sem þurfti að hrófla við. Af því tilefni finnst mér fróðlegt að rifja upp umræðuna um vinnutíma kenn- ara 1997 þegar nefnd frá KÍ og menntamálaráðuneytinu fór til Norðurlandanna m.a. til að fá sam- anburð á vinnutímanum. Eiríkur og félagar koma heim sigri hrósandi og birta töflur og gröf sem sýna að ís- lenskir kennarar kenna jafnmarga tíma og nágrannar okkar og jafnvel fleiri. Hver er þá staðan nú þegar búið er að bæta við 10–12 starfsdög- um á ári? Hvorum megin við borðið? Ég velti því fyrir mér hvað gerist hjá launuðum starfsmönnum kenn- ara sem semja ítrekað illilega af sér. Fara síðan út í skólana með hálf- kveðnar vísur um að þetta eða hitt megi ekki segja því að þá séu rauðu strikin brotin hjá ,,ASÍ-félögum og Samtökum atvinnulífsins“. Kennar- ar eigi ekki að taka þetta alvarlega með dagana, viðveruna o.fl., það sé ekki allt sem sýnist. Bregðast síðan hin verstu við þegar kennarar vog- uðu sér að gagnrýna samningana og leita skýringa. Toppur óheilindanna var þegar forystan skynjaði óánægj- una hjá stéttinni með samninginn, þá kemur Guðrún Ebba fram í fjölmiðl- um og biður Guð að hjálpa þessu fólki ef það felli samningana og lætur að því liggja að þá sé sjálfgefið að kennarar lendi í verkfalli, sem alls ekki er sjálfgefið. Ákvörðun um verkfall er sjálfstætt ákvörðunarefni stéttarinnar sjálfrar, ef allt um þrýt- ur. Mig langar að hnýta því hér við að framhaldsskólakennarar mega vera stoltir af Elnu Katrínu sem stýrði þeim í gegnum tveggja mán- aða grjóthart verkfall þar sem eng- inn í þjóðfélaginu virtist hafa nokkr- ar áhyggjur af því sem var að gerast. Elna Katrín gerði sér grein fyrir að hún hafði umboð til að semja um laun en ekki vinnutíma síns fólks og stóð sig eins og hetja. Vandasamt starf Því hefur lengi verið haldið fram af þeim sem þekkja ekki til starfsins að kennarar hafi það svo gott vegna þess að fríin séu svo mörg og löng, vinnudagurinn stuttur o.fl. o.fl., þetta virðist að einhverju leyti hafa síast inn í hugarheim starfsfólks kennara og jafnvel einstakra kenn- ara. Ég get sagt ykkur, kæru fyrr- verandi starfsfélagar, að þetta er fjarri lagi. Það starf sem þið innið af hendi er eitt vandasamasta og erf- iðasta starf sem nokkur maður getur lagt fyrir sig. Kennarar þurfa alla daga, allan daginn að vera á blá- tánum hvað varðar aga. Undirbún- ingur fyrir kennsluna þarf að vera fullkominn, þú getur sjaldan eða aldrei verið algjörlega þú sjálfur. Starfið tekurðu alltaf með þér heim, áhyggjurnar af Nonna og Stínu. Hvað sé til ráða vegna barns sem augljóslega á við félagsleg vandamál að stríða, er í vandræðum með nám- ið, skólasóknina og fjölskylduna? Í dag er ég sjómaður með góða af- komu og er kominn heim úr vinnunni, þegar vinnunni lýkur laus undan amstri dagsins. Ég er kominn heim, áhyggjulaus og glaður, kraft- urinn fer í að sinna eigin fjölskyldu og njóta samvista með henni. Að endingu velti ég því fyrir mér sem foreldri, hvernig skólinn getur starfað fullur af óánægðu starfsfólki. Árangur skólans veltur fyrst og síð- ast á hæfni, starfsánægju og sam- starfi kennara með nemendum. Við hverju má búast á næstu árum, þeg- ar rúmlega 40% kennara höfnuðu nýgerðum kjarasamningum? Ekki veit ég hversu mörg prósent það eru sem sögðu JÁ, eingöngu vegna hræðsluáróðurs forystunnar og ótta við að vera í verkfalli þegar stóri VISA-reikningurinn kæmi. Mig grunar að þeir hafi verið margir. ,,Forysta“ kennara hvað? Gunnar Örn Gunnarsson Kennsla Árangur skólans veltur fyrst og síðast, segir Gunnar Örn Gunnarsson, á hæfni, starfsánægju og samstarfi kennara með nemendum. Höfundur er fyrrverandi kennari. S I G T Ú N I Rifjaðu upp ljúfar minningar! við arineld, góðan mat, góða þjónustu og ljúfa tónlist á Borðapantanir í síma 568 9000 Gunnar Páll leikur fimmtud., föstud. og laugardag frá kl. 19.15 til 23.00. Fyrir hópa aðra daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.