Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 19 KASSAGERÐ Reykjavíkur og Um- búðamiðstöðin hafa sameinast undir merkjum NPS-umbúðalausna (Nordic Packaging Solutions), en sameining fyrirtækjanna var til- kynnt í september síðastliðnum. Í fyrirtækinu starfa um 180 starfs- menn og velta á síðasta ári var 1,8 milljarðar króna. Hið nýja fyrirtæki er að 60% í eigu Kassagerðarinnar og 40% í eigu Umbúðamiðstöðvarinnar. Kristþór Gunnarsson, fyrrum framkvæmdastjóri Ísafoldarprent- smiðju, er framkvæmdastjóri hins nýja félags, en stjórnarformaður þess er Leifur Agnarsson, annar af fyrrverandi framkvæmdastjórum Kassagerðarinnar. Möguleikar á erlendum mörkuðum Kristþór segir að sameiningin þjóni ekki síst þeim tilgangi að auð- velda sókn fyrirtækisins á erlenda markaði með stærri rekstareiningu og betri nýtingu á tækjum og búnaði. Stjórnendur sjái vaxtarmöguleika erlendis í sérhæfðum umbúðum í matvælaiðnaði. Þar búi NPS yfir mikilli reynslu og þekkingu. Umbúð- ir fyrir matvæli hafi löngum verið stór hluti framleiðslunnar enda hafi fiskiðnaðurinn jafnan verið stærsti viðskiptavinur fyrirtækjanna innan matvælaiðnaðarins. Í kjölfar sameiningar Kassagerð- arinnar og Umbúðamiðstöðvarinnar munu NPS-umbúðalausnir huga að frekari sókn á erlenda markaði en um fimmtán prósent af veltu hins sameinaða fyrirtækis koma frá sölu á erlenda markaði. Fyrirtækið er með sölustarfsemi í Frakklandi og um- boðsmenn í Ameríku og Afríku. Fyr- irtæki í Færeyjum hafa einnig verið miklir viðskiptavinir. Gæði aðalsmerki félagsins Þegar þeir voru spurðir um helstu styrkleika félagsins sögðu þeir Leif- ur og Kristþór að einn helsti styrk- leikinn væri mikil gæði framleiðsl- unnar. Hjá fyrirtækjunum hefði byggst upp mikil þekking á þjónustu við sjávarútveginn á öllum þáttum sem tengjast umbúðum og pökkun. Önnur fyrirtæki eins og Marel, Sæ- plast og Hampiðjan hefðu náð góðum árangri á erlendum mörkuðum vegna styrkleika þeirra í að þjónusta íslenskan sjávarútveg. Þarna ættu NPS umbúðalausnir möguleika á að nota þessa sérstöðu til aukinnar sóknar á kröfuharða erlenda mark- aði. Stærra og sterkara fyrirtæki gæti betur unnið í sölu og markaðs- starfi erlendis en áður. Litlar fram- leiðslulotur, mikill hraði og kröfur viðskiptavina um gæði og góða þjón- ustu gæfu fyrirtækinu ákveðið for- skot. Þannig gæti NPS þjónað er- lendum viðskiptavinum hraðar en jafnvel þarlendir keppinautar. Þetta ætti sérstaklega við um sérhæfðar umbúðalausnir. Þróunin hefur verið í áttina til heildarlausna í þessum geira at- vinnulífsins eins og öðrum. Í stað þess að vera með allt upp í nokkra tugi birgja sem koma að umbúða- og pökkunarlausnum væru kröfur við- skiptavina um að jafnvel einn aðili tæki að sér alla þætti er lúta að um- búðum og pökkun. Þessar kröfur yrðu sífellt háværari. NPS ætlar sér að verða leiðandi á því sviði að sjá við- skiptavinum fyrirtækisins fyrir heildarlausnum. Heimamarkaður kjölfestan Bæði fyrirtækin eru rótgróin á ís- lenskum markaði. Kassagerðin var stofnuð árið 1932 og framleiddi í upp- hafi trékassa, einkum fyrir ísfisk. Með stofnun hraðfrystihúsanna breyttist rekstarumhverfi fyrirtæk- isins og umbúðir úr pappa voru tekn- ar upp. Árið 1960 flutti fyrirtækið starfsemi sína frá horni Skúlagötu og Vitastígs í verksmiðjubyggingu við Kleppsveg þar sem það hefur verið síðan. Umbúðamiðstöðin var stofnuð 1964 en starfsemi hófst ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Frá byrjun áttu flest hraðfrystihúsin innan Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hlut í Umbúðamiðstöðinni. Fyrstu árin voru viðskiptavinir fyrirtækisins fyrst og fremst frystihús innan SH. Árið 1996 seldi Sölumiðstöðin 77% hlut sinn til Prentsmiðjunnar Odda. Stefnt að skráningu á verðbréfamarkaði Að sögn þeirra Kristþórs Gunn- arssonar og Leifs Agnarssonar er stefnt að frekari hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Núverandi hluthafar hafa áhuga á að fá fagfjárfesta til að leggja fjármuni til fyrirtækisins. Síð- ar yrði hugað að skráningu á hluta- bréfamarkaði. Hlutafjáraukning myndi styrkja starfsemina og aukið fjármagn gæti staðið undir auknum fjárfestingum í tækjum og búnaði. Frekari sameining og samstarf við önnur fyrirtæki í svipaðri starfsemi og NPS gæti einnig komið til greina ef stjórnendur telja að rétt skilyrði séu fyrir hendi. Á næstu mánuðum verður farið út í umfangsmikla stefnumótun og áætlanagerð til að móta stefnu hins nýja félags. Stjórn NPS-umbúðalausna er skipuð þeim Þorgeiri Baldurssyni, forstjóra prentsmiðjunnar Odda, Kristjáni J. Agnarssyni og Leifi Agn- arssyni, fyrrverandi framkvæmda- stjórum Kassagerðarinnar, sem jafn- framt er stjórnarformaður NPS- umbúðalausna. NPS-umbúðalausnir verða að veruleika Morgunblaðið/Kristinn Leifur Agnarsson stjórnarformaður og Kristþór Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri NPS-umbúðalausna. Í baksýn er málverk af einum stofnenda Kassagerðar Reykjavíkur, Kristjáni J. Kristjánssyni. SAMKEPPNIN Nýsköpun 2001 er nú haldin í þriðja skipti og skal skila inn viðskiptaáætlunum fyrir 31. maí. Almenn námskeið í tengslum við gerð viðskiptaáætl- ana verða haldin á næstu vikum á höfuðborgarsvæðinu og víða úti á landi. Allar frekari upplýsingar um keppnina má nálgast á vefsíðu keppninnar: www.spar.is/n2001. Hugmyndin að samkeppni um gerð viðskiptaáætl- ana varð upp- haflega til hjá Nýsköp- unarsjóði en Morgunblaðið, KPMG og Há- skólinn í Reykjavík hafa staðið að sam- keppninni með Nýsköpunarsjóði frá upphafi og nú hafa sparisjóðirnir ákveðið að leggja verkefninu lið. Ágúst Pét- urssson, verkefnisstjóri Nýsköp- unar 2001, segir að leitað hafi ver- ið til sparisjóðanna um samstarf og það hafi reynst auðsótt. Spari- sjóðirnir vítt og breitt um landið muni veita ráðgjöf í tengslum við verkefnið og mjög víða sé komið á samstarf á milli sparisjóðsins og atvinnuþróunarfélaga á hverjum stað en þau hafa stutt við bakið á verkefninu. „Ákveðið hefur verið að gera talsverðar breytingar á keppninni og verða nú veitt sér- stök hvatningarverðlaun til nem- enda á háskólastigi og starfandi fyrirtækja. Þá munu sparisjóðirnir veita sérstök svæðisbundin verð- laun víða um land. Aðalverðlaun keppninnar eru ein milljón króna, önnur verðlaun 500 þúsund krónur og 100.000 krónur fyrir 3-7. sætin. Sigurfyrirtækið fær auk þess ráð- gjöf hjá KPMG eftir keppnina.“ Ágúst segir að það sé nýmæli í keppninni nú að hún tengist í fyrsta sinn samkeppni sem Evr- ópusambandið stendur fyrir ár- lega. „Þátttakendur í Nýsköpun 2001 keppa því jafnframt um rétt til að fara til Brussel í desem- ber á þessu ári og taka fyrir Íslands hönd þátt í keppni um bestu evr- ópsku nýsköp- unarverkefnin. Samband spari- sjóða hefur ákveð- ið að vera ásamt Nýsköpunarsjóði meginstyrktar- aðili Evrópukeppninnar. Í september á þessu ári verða kynntir sigurvegarar í Nýsköpun 2001. Við sama tilefni verða kynnt- ir þeir fjórir aðilar sem keppa fyr- ir Íslands hönd í Evrópukeppninni. Í þá keppni eru allar viðskipta- áætlanir gjaldgengar sem berast fyrir 31. maí. Í flokknum áhuga- verðasta evrópska hugmyndin verður valið úr umsóknum sem berast frá háskólum eða fram- haldsskólum. Annar flokkur er frumstig, hugmynd eða þróun sem er komin að framkvæmdastigi. Þriðji flokkurinn er stofnstig. Þar keppa fyrirtæki sem verið er að stofna eða eru nýstofnuð. Fjórði flokkurinn ber heitið útþensla og nýsköpun (fyrirtæki í sókn).“ "#$ "%&  #'('')$ *+ ,   , -.  + /          "  0 1 / 23 -       ,4   0       5   / 4 6 3    5 7. 0 "/ 4 8 -                  ! " #    $ % &   ' Nýsköpunarsam- keppni í þriðja skipti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.