Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 25 metrar. Austur-vestur-braut (14/32 AV) er tæpir 1.500 metrar að lengd en flugtaks- og lendingarlengdir að hámarki um 1.450 metrar. Norðaustur-suðvestur-braut (07/25 NASV) er um 960 metrar. Áætlanir beggja aðila um framtíð flugvallarins miðast við að NASV- brautin verði lögð niður á komandi árum, í samræmi við gildandi deiliskipulag, en hún er aðeins notuð í liðlega 1% tilfella, þegar sterk suðvestanátt er ríkjandi. Flugmálastjórn hefur gert þá kröfu að samsvarandi braut á Keflavík- urflugvelli verði opnuð áður en NASV-brautin verður lögð niður. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri segir mikilvægt að hafa braut með þess- ari stefnu á suðvesturhorninu þótt ekki þurfi að nýta hana nema fáa daga á ári. Ráðgjafar samvinnunefndar um svæðisskipulag telja aft- ur á móti unnt að leggja hana niður án þess að nýtingarmöguleikar flugvallarins minnki. Leifur Magnússon verkfræðingur gerir at- hugasemdir við þetta mat dönsku ráðgjafanna. Segir hann nauðsynlegt að hafa þrjár flug- brautir vegna þess vindumhverfis sem er á Ís- landi, til þess að alþjóðleg lágmarksnýting ná- ist. Alþjóðaflugmálastofnunum miðar við 95% lágmarksnýtingu áætlunarflugvalla en Leifur bendir á mælingar sem sýna að tvær flug- brautir á Reykjavíkurflugvelli tryggi ekki nema 94% nýtingu, sú þriðja nái henni upp í rúm 98%. Miðað er við gildandi hliðarvinds- mörk sem eru 13 hnútar fyrir Reykjavíkurflug- völl. Í skýrslu borgarverkfræðings fyrir sam- vinnunefndina er vitnað til nýrra útreikninga sem verkfræðistofan Línuhönnun hefur gert í tölvumódeli um nothæfisstuðul núverandi brauta Reykjavíkurflugvallarins, miðað við þær flugvélar sem algengastar eru í áætlunar- flugi innanlands. Metin eru bæði áhrif hliðar- vinds, skyggnis og skýjahæðar og bremsuskil- yrða og benda þær til þess að fullnægjandi nýting fáist á Reykjavíkurflugvelli með tveim- ur brautum, eða yfir 96% nýtingarhlutfall. Þriðja brautin bæti nýtingarhlutfallið aðeins um 1,5%. Við þá aðgerð eina að leggja niður þessa flugbraut, eins og stefnt var að við gerð núgild- andi deiliskipulags, losnar nokkurt land, að- allega í Skerjafirði, sem borgin gæti fengið til ráðstöfunar og virðist vera sátt um það meðal borgaryfirvalda og flugmálayfirvalda. Danska verkfræðifyrirtækið Ramböll gerir ráð fyrir þeim möguleika í skýrslu fyrir sam- vinnunefnd um svæðisskipulag að norður-suð- ur-brautin verði tilgreind sem aðalflugbraut en austur-vestur-brautin stytt í 1200 metra og notuð þegar hliðarvindur er of mikill á aðal- flugbrautinni. Með því að flokka brautina sem þverbraut og stytta hana er verið að reyna að vinna land. Við þessar hugmyndir gera þýskir ráðgjafar samvinnunefndarinnar athugasemd- ir og einnig Flugmálastjórn sem telur að hún ætti að vera nógu löng til þess að Fokker 50 geti notað hana án þungatakmarkana. Nýtt skipulag flugvallarsvæðis Flugmálastjóri og samgönguráðherra hafa kynnt hugmyndir British Aerospace Systems (BAE) að nýju skipulagi flugvallarsvæðisins. Þær miðast við tveggja brauta flugvöll, að flug- starfsemin flytjist í framtíðinni að mestu aust- ur fyrir núverandi NS-braut og að kennslu- og einkaflug flytjist með tíð og tíma á nýjan flug- völl. Núverandi deiliskipulag vallarins gerir ráð fyrir að flugstöð verði byggð syðst á þessu svæði, það er við flugskýli Landhelgisgæslunn- ar ofan Nauthólsvíkur. Þykir nokkuð þröngt um flugstöðina þar og hafa ráðgjafarnir komið fram með hugmyndir um tvo aðra staði fyrir hana, raunar í tengslum við stærri samgöngu- miðstöð, og er þar horft til þess að taka Hótel Loftleiðir undir flugstöð eða flytja hana nyrst á svæðið, skammt frá Tanngarði. Virðast menn almennt vera spenntari fyrir breytingunum vegna þess að eðlilegra sé að hafa flugskýlin á suðurhluta svæðisins, lengra frá byggðinni. Innanlandsflug hefur vaxið mjög á undan- förnum árum og því er spáð að svo verði áfram. Litlir þróunarmöguleikar eru fyrir flugstarf- semina austan flugbrautarinnar ef vöxturinn verður eins og gert er ráð fyrir. Því hefur þeim möguleika verið velt upp að framlengja AV- brautina yfir Suðurgötu og út á sjó á árunum 2010 til 2020 til þess að skapa aukið og samfellt svæði austan NS-brautarinnar. Þorgeir Páls- son segir að tillaga um lengingu brautarinnar tengist aðeins einni af þremur tillögum ráð- gjafanna, það er að segja tillögunni um flug- stöð á suðvesturhluta svæðisins, þar sem henni er ætlaður staður samkvæmt deiliskipulagi. Ekki yrði hægt að stækka flugstöðina nema færa brautina. Með færslu brautarinnar til vesturs myndu einnig minnka takmarkanir á flugtaki til aust- urs vegna nálægðar við Öskjuhlíð. Gert er ráð fyrir að Suðurgata fari þá í stokk undir braut- ina sem héldi aðeins áfram á uppfyllingu út í sjó. Er gert ráð fyrir kostnaði við þessari færslu brautarinnar, 1.250 milljónir kr., þegar borinn er saman kostnaður við mismunandi flugvallarkosti. Ýmsar hugmyndir uppi Á vegum samvinnunefndar um svæðisskipu- Við hugsanlegan flutning austur-vestur-brautarinnar á uppfyllingu sem nær úr Fossvogi og út á Skerjafjörð og endurskipulagningu flugvallarsvæðisins skapast verulegt landrými á núverandi flugvallarsvæði. Brautin kæmi á gríðarmikla uppfyllingu, eins og sést á þessari mynd sem Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar hefur gert fyrir Flugmálastjórn. Baðstaðurinn í Nauthólsvík er fyrir innan nýju brautina. Nær sést á Kársnesið. Í þessari tillögu er miðað við að ný flugstöð verði gerð í Hótel Loftleiðum og miðstöð fyrir fólksflutninga á landi byggð þar við. D CE + 8 #           $ % % "  % ,             1  2 4     (   D CE + 8 #           $ % % "  % ,             1  2 2  +  

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.