Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALLIED EFA hefur keypt 98,56% hlut í Kísiliðjunni í Mývatnssveit af ríkinu og Celite Corporation fyrir um 130–40 milljónir króna. Hlutafé Kísiliðjunnar var að 51% hluta í eigu ríkisins og Celite átti 48,56%, en 0,44% eru í eigu 18 sveitarfélaga á Norðurlandi. Þeim hefur verið boðið að ganga inn í tilboðið. Nýir eigendur hyggjast stofna félagið Promeks á Íslandi um kaup á Kís- iliðjunni og eiga þar og reka kís- ilduftverksmiðju. Starfsmönnum Kísiliðjunnar var kynnt þessi breyting á eignarhaldi verksmiðj- unnar á fundi í gær. Valgerður Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, sagði á blaðamannafundi á Hótel Reynihlíð síðdegis í gær að hún væri bjartsýn á að með þessum breytingum sem nú yrðu myndu skapast tækifæri til atvinnuuppbyggingar í Mývatns- sveit og að það myndi eflaust skipta svæðið meira máli en núverandi vinnsla í Kísiliðjunni. Fram kom á fundinum að fram- tíðarhorfur í kísilgúrframleiðslu í Mývatnssveit væru tvísýnar að mati eigenda, rekstrarafkoma hefði ekki verið viðunandi í nokkur ár og vegna vaxandi tilkostnaðar og nýrrar tækni væru ekki sömu for- sendur fyrir starfsemi verksmiðj- unnar. Allied EFA er fyrirtæki í eigu EFA (Eignarhaldsfélagið Alþýðu- bankinn) og Allied Resource Corp- oration, en tilgangur þess er m.a. að fjárfesta í framleiðslufyrirtækj- um á sviði orkufreks iðnaðar, efna- iðnaðar og endurvinnsluiðnaðar á Íslandi. Félagið áformar að byggja og reka kísilduftverksmiðju í Mý- vatnssveit. Gylfi Arnbjörnsson, for- maður stjórnar Allied EFA, sagði að framleiðsluferlið byggðist á svipuðum grunni og núverandi starfsemi Kísiliðjunnar og starfs- mannafjöldinn við framleiðsluna yrði svipaður. Ákvörðun um kísilduftverk- smiðjuna tekin næsta sumar Framleiðsla kísildufts byggist á nýlegum einkaleyfum, en dóttur- félag Allied EFA, Promeks ASA, rekur tilraunaverksmiðju í Norður- Noregi í þeim tilgangi að prófa vinnsluferlið og gæði framleiðsl- unnar. Áform eigenda Promeks um uppbyggingu fyrirtækisins eru í þá veru að byggja og reka nokkrar kísilduftverksmiðjur. Verði niður- staða á hagkvæmni verksmiðjunn- ar í Noregi jákvæð skuldbindur Promeks sig til að reisa næstu verksmiðju á lóð Kísiliðjunnar. Þá verður einnig skipuð viðræðunefnd milli Allied EFA og iðnaðarráðu- neytisins um frekari uppbyggingu félagsins hér á landi. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar samþykkt að andvirði eignarhluta ríkisins í Kís- iliðjunni, um 60–70 milljónir króna, renni til uppbyggingar í Mývatns- sveit. Áform Promeks á Íslandi eru þau að framleiða kísilgúr að fengnu nýju námaleyfi til loka ársins 2004 með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár. Það verður gert til að tryggja samfellda atvinnu í sveit- arfélaginu. Þá hafa Allied EFA og Celite gert með sér samkomulag um að söluskrifstofa síðarnefnda félagsins á Húsavík muni áfram selja kísilgúr frá Kísiliðjunni. Ákvörðun um byggingu kísilduft- verksmiðjunnar verður tekin í ágúst á næsta ári og ef af verður mun hún verða byggð árið 2003 og rekstur hennar hefjast árið 2004. Gylfi sagði að ef áform um upp- byggingu kísilduftverksmiðjunnar gengju eftir yrði aðeins hluti af nú- verandi mannvirkjum notaður. Hann nefndi að miklu máli skipti að fyrir hendi væri vel þjálfað starfs- fólk sem hefði þekkingu á vinnsl- unni, en við verksmiðjuna myndu starfa 40–50 manns. Hann sagði allt opið í þeim efnum að reka tvær verksmiðjur í Mývatnssveit yrðu aðstæður með þeim hætti eftir nokkur ár að slíkt þætti hagkvæmt. Aðstæður á mörkuðum væru slæm- ar um þessar mundir hvað kísilgúr- inn varðar, en það gæti breyst á næstu árum. Bruno Van Herpen, stjórnar- maður í Kísiliðjunni og yfirmaður Evrópudeildar World Minerals Inc., sagði ástæðu þess að félagið vildi draga sig út úr rekstrinum m.a. þá að hann hefði ekki gengið sem skyldi síðustu ár, verð á kís- ilgúr farið lækkandi, markaðir væru erfiðir og félagið hefði tapað peningum. Hann taldi fyrirhugaðar breytingar á starfseminni til góða, tækifæri sköpuðust til að koma nýrri framleiðslu á markað og byggja verksmiðjuna upp á nýtt með betri tækjum en fyrir eru þar nú. Mikilvægt að fá nýtt fjármagn inn á svæðið Gunnar Örn Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, sagð- ist fagna breytingunum, það væri ánægjulegt ef fyrsta kísilduftverk- smiðjan á Íslandi yrði reist í Mý- vatnssveit auk þess sem í framhald- inu yrði hugað að frekari upp- byggingu iðnaðar í sveitinni. Stjórnarmenn í Kísiliðjunni sem sátu fundinni tóku í sama streng. Þannig sagði Hreiðar Karlsson stjórnarformaður að við þessi kaflaskipti í sögu verksmiðjunnar væri farsælast að horfa til framtíð- ar. „Við trúum því að þessi stefna sem nú hefur verið tekin verði heillarík þegar til framtíðar er lit- ið,“ sagði hann. Sigurjón Bene- diktsson stjórnarmaður sagði að Kísiliðjan væri nú að aðlaga sig nýj- um og breyttum aðstæðum og hann vonaði að Þingeyingar bæru gæfu til að nýta sér þær. Örlygur Hnefill Jónsson stjórnarmaður fagnaði því að andvirði sölu verksmiðjunnar yrði notað í heimabyggð, mikilvægt væri að byggja upp nýja starfsemi og fá inn á svæðið nýtt fjármagn. Fjárfesta í auðlind og mannauði Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Skútustaðahreppi, sagðist fagna þeim breytingum sem fram- undan væru, en að hans mati hefði eignarhald á Kísiliðjunni á margan hátt tafið fyrir framþróun, það hefði verið þungt í vöfum og inn- lendir og erlendir eigendur þess ekki alltaf verið samstiga. Af þess- um sökum hefði lítið verið gert í verksmiðjunni, ástandið verið óbreytt um skeið. Menn hefðu ekki horft á eitthvað nýtt varðandi reksturinn. „Mér þykir merkilegt í þessu máli að hér koma fjársterkir aðilar og ætla að fjárfesta verulega á hæsta byggða bóli landsins. Þeir eru að fjárfesta í auðlind sem hér er fyrir hendi og ekki síður í þeim mannauði sem fyrirfinnst í þessu samfélagi, starfsmönnum Kísiliðj- unnar sem kunna til verka. Að mínu mati er þetta mikil upphefð fyrir Mývatnssveit,“ sagði Sig- björn. Ríkið og Celite Corporation selja Allied EFA Kísiliðjuna í Mývatnssveit Morgunblaðið/Kristján Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kynnir starfs- fólki Kísiliðjunnar og sveitarstjórnarmönnum Skútustaðahrepps söl- una á Kísiliðjunni til Allied EFA á fundi á Hótel Reynihlíð í gær. Gunnar Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar, í ræðustól. Við borðið sitja Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Eignarhalds- félagsins Alþýðubankans, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Hreiðar Karlsson, fráfarandi formaður stjórnar Kísiliðjunnar. Áform uppi um að reisa kísilduftverksmiðju Andvirði eignarhlutar ríkisins notað til uppbyggingar á svæðinu VIÐRÆÐUR um kaup Eignar- haldsfélagsins Alþýðubankans á Kísiliðjunni við Mývatn hafa staðið um nokkurra ára skeið. Félagið skoðaði í samvinnu við bandaríska áhættufjárfestingarfélagið Allied Resource Corporation að reisa verksmiðju sem framleiddi kís- ilduft á Reykjanesi, en einnig sýndi félagið því áhuga að breyta verksmiðjunni við Mývatn í verk- smiðju sem framleiddi slíka vöru. Viðræður hófust fyrst árið 1998 milli iðnaðarráðuneytisins og Al- lied Efa, sem er að 40% hlut í eigu Eignarhaldsfélagsins Alþýðu- bankans hf. og að 60% í eigu bandaríska áhættufjárfestingafyr- irtækisins Allied Resources Corp., um kaup fyrirtækisins á 51% hlut ríkisins í Kísiliðjunni við Mývatn. Viðræðunum var slitið haustið 1998 en þær teknar aftur upp fyrri hluta árs 1999 á þeim grundvelli, að Allied Efa hæfi framleiðslu á kísildufti samhliða vinnslu á kís- ilgúr. Haft var eftir Finni Ingólfs- syni þáverandi iðnaðarráðherra að kaup Allied Efa á Kísiliðjunni í Mývatnssveit gætu verið ákjósan- legur kostur fyrir sveitina. Leitað yrði leiða til að tryggja að rekstur Kísiliðjunnar gæti haldið áfram og það væri vilji til þess. Þá var haft eftir Gylfa Arn- björnssyni, framkvæmdastjóra EFA, að ekki væri útilokað af hálfu fyrirtækisins að taka hug- mynd um samhliða vinnslu kísil- gúrs og kísildufts til greina. Þegar um málið var fjallað á sínum tíma kom fram hjá Gylfa að EFA og bandaríska áhættu- fjárfestingarfélagið Allied Re- source Corporation ættu meiri- hlutann í norska kísilduft- fyrirtækinu Promeks. Norska fyrirtækið byggi að einkaleyfi á nýrri aðferð við úrvinnslu á kís- ildufti, en langmesti framleiðslu- kostnaðurinn fælist í mikilli orku- þörf. Kaupin á Kísiliðjunni við Mývatn Viðræður um kaupin hófust 1998 ÁRÁSUM á lögreglumenn við skyldustörf hefur fjölgað að mati Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögreglu- þjóns í Reykjavík. Það á jafnt við um þá sem veita mótspyrnu við hand- töku og áhorfendur sem ákveði að blanda sér í málin. Þá telur Geir Jón að ofbeldið sé orðið harkalegra og algengara sé að menn beiti eða ógni með vopnum við rán og aðra glæpastarfsemi. „Lögreglu- menn eru oft í stórhættu, það verður að segjast alveg eins og er.“ Geir Jón segir að lögreglumenn beri á sér kylfur og varnarúða sem þeir geta beitt ef þeir lenda í átökum. Þá bera þeir handjárn. Hann segir lögregluna ekki hafa íhugað sérstak- lega að auka við útbúnaðinn. Á sunnudagsmorgun slösuðust tveir lögreglumenn í átökum í húsi í Breiðholti. Geir Jón segir að tilkynn- ing hafi borist um hávaða frá húsinu. Hins vegar kom í ljós að þarna höfðu fimm menn ráðist á húsráðanda og veitt honum áverka í andliti. Lög- reglan hefði ekki verið þessu viðbú- in. Lögreglumennirnir sem komu fyrstir á staðinn lentu í hörðum átök- um innandyra og slösuðust báðir áð- ur en þeir náðu að hafa árásarmann- inn undir. Liðsauki barst þó fljótlega.Geir segir að lögreglu- mennirnir hafi ekki getað beitt varn- arbúnaði í þessu tilfelli. Báðir lögreglumennirnir hafa snú- ið aftur til starfa. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn Árásum á lögreglu- menn fjölgað SVONEFNDUR tennisstjörnuorm- ur var farinn að hafa áhrif á tölvu- póstkerfi fyrirtækja hér á landi í gær. Að sögn Friðriks Skúlasonar, sérfræðings á sviði tölvuvarnarfor- rita, fékk eitt íslenskt fyrirtæki send 3 þúsund skeyti í gær sem innihéldu þessa tölvuveiru. Veirunnar varð fyrst vart á mánudag í Bandaríkj- unum en óvíst er hvar upprunalegur sökudólgur er búsettur. Veiran, eða ormurinn, sem breiddist nokkuð hratt út um heim, lýsir sér í því að viðhengi kemur í tölvupósti til þeirra sem eru með Microsoft Outlook kerfi, þar sem sagt er að mynd fylgi af rússnesku tennisstjörnunni Önnu Kournikovu. Ef reynt er að opna skjalið dreifir ormurinn sér áfram til allra á netfangalistanum í Outlook. Friðrik segir að öll þessi skeyti hafi borist frá erlendum aðilum en umrætt ónefnt fyrirtæki sé í miklum samskiptum við erlenda aðila. Frið- rik segir að að öðru leyti hafi orms- ins lítt orðið vart hér á landi. Hann segir mikla umfjöllun fjölmiðla hafa valdið því að tölvunotendur séu varir um sig Tölvupóstsendingarnar til ís- lenska fyrirtækisins, sem Friðrik segist ekki geta greint frá hvert er, urðu til þess að hægja á póstkerfi fyrirtækisins en vefþjónn stóðst álagið. Unnt var að hreinsa orminn úr tölvupóstkerfinu og hlaust enginn skaði af, að sögn Friðriks. Hann segist búast við að orma- sendingarnar verði gengnar yfir í dag, það sé eðli slíkra orma. Tennisstjörnuorminum hefur ver- ið líkt við ástarorminn sem breiddist út um tölvukerfi jarðarbúa í fyrra og talið að hafi sýkt um 15 milljónir tölva. Munurinn er þó sá að ástar- ormurinn var skilgreindur skaðlegur en tennisstjörnuormurinn valdi að- allega óþægindum og truflunum. Eitt fyrirtæki fékk 3 þúsund „orma“ Tölvuveira ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.