Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Lag- arfoss kemur og fer í dag. Helgafell kemur í dag. Baldur Árnason og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lagarfoss fer í dag. Lara Helena og Hrafn Sveinbjarnarson komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48, Reykjavík. Skrifstofan er opin alla miðvikudaga frá kl. 14– 17. Sími 551-4349. Fata- úthlutun og fatamóttaka er opin annan og fjórða miðvikudag í mánuði, frá kl. 14–17 sími 552-5277. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800-4040, frá kl. 15–17. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–16.30 klippimyndir, útsaumur ofl., kl. 13 smíðastofan opin og spilað í sal, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Góugleði verður haldin föstudaginn 23. febrúar kl. 18 miðasala er hafin. Ath. bingóið fellur niður þann dag. Farið verður í Óperuna að sjá La Boheme föstu- daginn 9. mars látið skrá ykkur í félagsmiðstöð- inni sem fyrst. Fulltrúi frá skattstjóra aðstoðar við skattframtöl, nauð- synlegt er að skrá sig og fá tíma. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10 banki, kl.13 spiladagur og vefnaður. Ásdís hjá Samvinnu- ferðum-Landsýn verður með ferðakynningu á morgun kl. 15. Allir vel- komnir. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Línudans kl. 11. Mynt- mennt kl. 13. Píla kl. 13.30. Á morgun fimmtudag púttæfinga í Bæjarútgerðini kl. 10–12 og opið hús kl.14 í boði Sjálfstæðisfélagana í Hafnarfirði. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós! Félagsstarfið á Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum, kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi er í íþróttasal á Hlaðhömr- um á þriðjudögum kl. 16. Sundtímar á Reykja- lundi kl. 16 á mið- vikudögum á vegum Rauða krossdeildar Mos. Pútttímar eru í Íþróttahúsinu að Varmá kl. 10–11 á laugardögum. Kóræfingar hjá Vorboð- um kór eldriborgara í Mos. eru á Hlaðhömrum á fimmtudögum kl. 17– 19. Jógaleikfimi kl.13.30–14.30 á föstu- dögum í Dvalarh. Hlað- hömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Tímapöntun í fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, er í s. 566- 8060 kl. 8–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9 böðun, hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 13 opin handavinnustofan. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting og verslunin opin til kl. 13, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun fimmtudag kl. 10, að Korpúlfsstöðum. Púttað, kaffi og spjallað. Allir velkomnir. Nánari upp- lýsingar veitir Ingibjörg Sigurþórsdóttir í síma 545-4500. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmmer 565-6775. Spilað í Holtsbúð 15. febrúar kl. 10.30. Bingó og skemmtikvöld í Kirkjuhvoli 22. febrúar kl. 19.30 á vegum Lions- klúbbs Garðabæjar. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Ferð í Þjóðleik- húsið 24. febrúar kl. 20. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi í dag mæting kl. 9:45. Leik- hópurinn Snúður og Snælda sýna, „Gamlar perlur“ sem eru þættir valdir úr fimm gömlum þekktum verkum. Sýn- ingar eru á mið- vikudögum kl. 14 og sunnudögum kl. 17 í Ás- garði Glæsibæ. Miða- pantanir í símum 588- 2111, 568-9082 og 551- 2203. Söngfélag FEB- kóræfing kl. 17. Línu- danskennsla Sigvalda kl. 19.15. Sjávarfangsveisla, hausar, hrogn, lifur og ýmislegt annað góðgæti úr sjárvarfangi verður haldin 16. febrúar, dans- að á eftir borðhaldi. Skráning hafin á skrif- stofu FEB. Aðalfundur FEB verður haldinn í Ásgarði, Glæsibæ 24. febrúar, kl.13.30. Uppl. á skrifstofu FEB í s. 588– 2111 kl. 10–16. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 opin vinnustofa, posulíns- málun og fótaaðgerð, kl. 13 böðun kl. 13.30 sam- verustund. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. hringdansar, kl. 17 bobb. Myndlistarsýning frístundamálara í Gjá- bakka stendur yfir til 23. febrúar. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15–16. Skrifstofan í Gullsmára 9 opin í dag kl 16.30–18. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.10 og 10.10 leikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 ker- amikmálun, kl. 13.30 enska. Hraunbær 105. Kl. 9– 16.30 bútasaumur, kl. 9– 12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, hár- greiðsla, keramik, tau, og silkimálun og jóga, kl.11 sund í Grens- áslaug, kl. 14 dans- kennsla, Sigvaldi, kl. 15 frjáls dans Sigvaldi, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Fótaað- gerðarstofan opin frá kl. 9–14, kl. 9–12.30 út- skurður, kl. 9–16.45 handavinnustofurnar opnar, kl. 10 sögustund, kl. 13–13.30 bankinn, kl. 14 félagsvist, kaffi og verðlaun. Vesturgata 7. Kl. 8.30 sund, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 aðstoð við böðun, mynd- listarkennsla og postu- línsmálun, kl. 13–16 myndlistarkennsla, gler- skurður og postulíns- málun, kl. 13–14 spurt og spjallað. Föstudaginn 16. febrúar kl. 15 verður ferðakynning á vegum Samvinnuferðar- Landsýnar. Rjómabollur með kaffinu. Fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 10.30 verður fyrirbæna- stund í umsjón sr. Hjálmars Jónssonar, Dómkirkjuprests. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 bankaþjónusta, kl. 10 morgunstund og fótaað- gerðir, bókband og búta- saumur, kl. 13 hand- mennt og kóræfing, kl. 13.30 bókband, kl. 14.10 verslunarferð. Kvenfélag Kópavogs fundur verður haldinn fimmtudaginn 15. febr- úar kl. 20.30 að Hamra- borg 10 myndasýning. Bústaðarkirkja starf aldraðra, miðvikudaga kl. 13–16.30 spilað, föndrað og bænastund. Boðið upp á kaffi. Allir velkomnir. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Í kvöld kl. 19.30 félagsvist. Barðstendingafélagið Spilað í kvöld í Konna- koti, Hverfisgötu 105, 2. hæð kl. 20.30 Allir vel- komnir. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá há- degi spilasalur opinn, kl. 13.30 Tónhornið. Aðstoð frá Skattstofu við skatt- framtöl verður veitt miðvikud. 7. mars. Skráning hafin. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í s. 575-7720. Í dag er miðvikudagur 14 . febrúar, 45. dagur ársins 2001. Valentínus- dagur. Orð dagsins: En sá sem iðk- ar sannleikann kemur til ljóssins, svo að augljóst verði, að verk hans eru í Guði gjörð. (Jóh. 3, 21.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. FLUGVÖLLUR í Hvassa- hrauni kemur ekki Reyk- víkingum að gagni. Það kemur að sjálfu sér, að öll umferð í gegnum Hafnar- fjörð eykst um helming og það þýðir stopp fyrir um- ferðina. Þingmenn hafa ekki enn þá leyst umferð- armálin um Reykjanes- brautina, hvað þá í gegnum Hafnarfjörð. Hildegaard Valdason. Ofnæmi fyrir dýrum ÞAÐ má vel vera að allt sé rétt sem Ragnar Jónsson segir í grein sinni í Bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu sunnudaginn 04.02 sl. En einu gleymir hann (eða veit ekki) og það er að bæði börn og fullorðnir eru með ofnæmi fyrir hundum, kött- um og öðrum húsdýrum, það svæsið að það getur leitt til dauða. Slæmt væri þess vegna að fólk færi með húsdýr í verslanir, veit- ingastaði, strætó og aðra opinbera staði. Sjálf er ég með húsdýra- ofnæmi. Mér er ekki illa við þau eins og svo margir halda. Mér þykir mjög erf- itt að geta ekki umgengist dýrin og eigendur þeirra. Hvað leyfið varðar sem þarf, þá er það meðal ann- ars vegna ofnæmissjúk- linga sem allir í húsinu þurfa að samþykkja. Ég vona innilega Ragn- ars vegna að hann fái aldrei ofnæmi, því það er mjög erfitt að hafa. Ofnæmissjúklingur. Þakkir til Ásgeirs Sverrissonar ELÍN hafði samband við Velvakanda og langaði að þakka Ásgeiri Sverrissyni fyrir Viðhorf í Morgun- blaðinu 2. febrúar sl. Grein- in heitir Fánýt fimi í skól- anum. Hann talar fyrir munn margra foreldra. Hafðu mínar bestu þakkir fyrir. Dómur Hæstaréttar ekki mér í hag ÉG á að lifa áfram í fátækt. Ég er búinn að tala við marga innan kerfisins en fæ aldrei svar frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Ég lifi af tæpum 40.000 kr. á mán- uði, eftir að hafa greitt leigu. Þá er eftir að greiða mat, rafmagn, síma og fleira. Ég er búinn að bíða eftir svörum í tvö ár og vildi gjarnan fara að fá einhver svör frá Tryggingastofnun. Hvenær á að fara að athuga með okkur einstæðu ör- yrkjana og gamla fólkið? Sæmundur. Þakkir til Steinunnar Ólínu og Bólu OKKUR langar að þakka Steinunni Ólínu fyrir frammistöðu sína í þættin- um Milli himins og jarðar á laugardagskvöldum og leikkonunum sem leika mæðgurnar. Einnig langar okkur að þakka Sigrúnu Eddu Björnsdóttur sem leikur Bólu. Hún Bóla er al- veg frábær og ætti að koma fram í hverjum þætti. Hún er stórstjarna. Martha E. Albertsdóttir, Elsa og Coco. Dansflokkar og styrkir ÁHUGAMAÐUR um dans hafði samband við Velvak- anda og vildi vekja athygli á því, að það er aldrei út- hlutað styrkjum til dans- flokka áhugamanna en nán- ast allir aðrir fá einhvers konar styrki. Hvenig stendur á þessu? Þátturinn Leiðarljós LEIÐARLJÓS hefur verið vinsælt sjónvarpsefni í Rík- issjónvarpinu undanfarin ár. Nú hefur þátturinn ver- ið færður til. Hann byrjaði alltaf kl. 16.30 en nú hefur hann verið færður til kl. 17. Við, sem erum á elliheim- ilum, þurfum að fara að borða á þessum tíma, svo við missum alltaf af parti af þættinum. Er ekki mögu- leiki að færa þennan vin- sæla þátt á sama tíma og áður? Eldri borgari. Local Agenda 21 VÍKVERJI var að kalla eftir orði fyrir stuttu í stað- inn fyrir Local Agenda 21. Mín uppástunga er Staðar- starf 21. Pétur. Dýrahald Enn er Lilli týndur ENN er leitað að Lilla sem hvarf frá Hrísateig 8 24. janúar sl. Hann er 11. ára gamall stór köttur, hvítur og gulur. Lilli var bæði merktur með ól og í eyra. Hafi einhver verið svo óheppinn keyra á hann eða ef einhver veit eitthvað um ferðir hans, vinsamlegast látið okkur vita. Þessi óvissa um afdrif hans er verst. Einnig er fólk beðið að athuga í geymslur og bíl- skúra. Vinsamlegast hafið samband í síma 553-9766. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Umferðarteppa í Hafnarfirði Víkverji skrifar... FERÐASKRIFSTOFUR keppastnú um hylli okkar og hvetja okk- ur til að fjárfesta í ferð á sólarstrend- ur. Er líklega ekki seinna vænna en einmitt núna, í miðjum febrúar um hávetur, að ákveða hvert skal halda í sumarleyfinu. Enda rennur það upp einn góðan veðurdag eins og í öðrum ævintýrum. Hvar værum við nú líka ef við hefð- um ekki öll þessi tilboð til að íhuga og gleðja okkur yfir? Þau hjálpa okkur að þreyja þorrann og góuna og við getum bara ekki beðið eftir að kom- ast á ströndina til að flatmaga og stikna svolítið með öllum hinum hvítu skrokkunum frá Íslandi. Ekki amast Víkverji við sólar- landaferðum en hann verður að við- urkenna að hann hefur ekki mjög mikla reynslu af slíku. Hefur líklega ekki nema tvisvar átt kost á að sóla sig í einhverju slóri í útlandinu. Það var líka sólbað svo um munaði og reynslan eftirminnilegri en hann kaus. Í annað skiptið var eiginlega engin sól. Nógur hiti og þægilegur, talsvert mistur og gott að liggja í leti á strönd. Þetta gat ekki skaðað neinn. Enda er svo langt síðan að það var löngu fyrir tíma umræðunnar um sólarexem, innrauða eða útfjólubláa geisla eða sortuæxli. Annaðhvort voru menn í sólbaði eða ekki. Líklega á sundlaugarbarnum ef ekki í sólinni. En eftir að hafa flatmagað dag- langt í mistrinu var búið að safna nægumkröftum til að dröslast inn í hótelíbúðina, næra sig og leggjast síðan á meltuna. Eftir fáa tíma var svefninum raskað illilega. Það hlaut að vera kviknað í íbúðinni, það var alls staðar svo heitt. Við nánari at- hugun var hitinn aðeins á eigin skrokki og lítið til ráða annað en kæla steikina og bíða eftir að þjáningunum lyki. Gafst þá nægur tími til að ákveða að fleiri yrðu strandferðirnar ekki á lífsleiðinni. x x x TRÚLEGA verður að viðurkennaað aldurinn hefur áhrif á minnið því allmörgum árum síðar var aftur lagst á sólarströnd. Bruninn mikli var löngu gleymdur og ekki einu sinni í undirmeðvitundinni. Þetta var líka í annarri heimsálfu og þar skein sólin öðru vísi. Samt sem áður hafði Víkverji slysast til að viðhafa vissar forvarnir: Sólaráburð af hæsta styrk- leika. Hann hafði reyndar ekki verið með í för að heiman heldur keyptur á flugvelli að áeggjan samferðamanna. Líklega sáu þeir í hvað stefndi með þennan föla skrokk af Íslandi. En ströndin beið og þangað var haldið með sólarvörn og meira að segja leigð sólhlíf af náunga þar sem hafði rænu á að benda á nauðsyn þessa einfalda áhalds. Hann gerði þetta áreiðanlega af góðmennsku frekar en gróðafíkn. Nú var líka í lagi að sitja undir sterkri sól og skella sér í ölduna öðru hverju og kæla sig. Dagurinn var ekki lengi að líða við slíka iðju og í hvert skipti sem sam- ferðamennirnir sáu til gætti Víkverji þess að skella á sig nýju lagi af sól- arvörn. Eitt lögmála Murphys hljóðar á þá leið að geti eitthvað farið úrskeiðis þá fer það úrskeiðis. Og það gerði það í sólarvörninni. Það hafði nefnilega enginn bent Íslendingnum á að fæt- urnir tilheyra skrokknum. Það er ekki nóg að bregða sér að hálfu leyti undir sólhlífina og lesa í bók til að hlífa sér um stund við sólinni. Lapp- irnar verða víst að fylgja með inn í skuggann. Annars verða þær eins og símastaurar og ónothæfar. Í hvorug- an fótinn hægt að stíga í tvo daga. Ekkert að gera nema bíða og lesa. Og vera inni. En þetta eru bara víti til varnaðar. Lesum tilboðin, förum á sólarstrend- ur og látum steikjast. Það er samt betra við hægan hita. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 dúkku, 4 hermenn, 7 að- gangsharður, 8 barin, 9 hag, 11 kvenmannsnafn, 13 karlfugl, 14 kvendýr, 15 til sölu, 17 spil, 20 hár, 22 kvæðið, 23 rotið, 24 þolna, 25 vætan. LÓÐRÉTT: 1 skerpa, 2 regnýran, 3 elska, 4 skeiðahníf, 5 lengdareining, 6 trjá- gróður, 10 tóg, 12 rödd, 13 ósoðin, 15 kjána, 16 meðvindur, 18 naut, 19 nabbinn,20 afkvæmis, 21 fiskur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 notalegur, 8 lokað, 9 trana, 10 nýr, 11 kanna, 13 asann, 15 hafts, 18 sólin, 21 kák, 22 rorra, 23 urðar, 24 harðánægð. Lóðrétt: 2 orkan, 3 auðna, 4 eitra, 5 uxana, 6 flak, 7 fann, 12 nýt, 14 sló, 15 hýra, 16 ferma, 17 skarð, 18 skurn, 17 liðug, 20 norn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.