Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I „Au pair“ London Íslensk fjölskylda með tvö börn óskar eftir reyk- lausri „au pair“ til a.m.k. 3ja mánaða. Viðkom- andi verður að geta hafið störf sem fyrst. Sveigjanlegur vinnutími. Upplýs. í s. 554 2488. Skilrúm og hillur Vel með farnir skilrúmsveggir fyrir skrifstofu með áklæði og beykiramma. Fjöldi skilrúma er 18 stór (94 cm á breidd), 6 lítil (50 cm á breidd), og 6 plexibogar, allt er þetta 150 cm á hæð. Einnig 18 hillur. Uppl. í símum 587 1093 eða 892 2527, Guð- mundur. Starfsfólk óskast Óskum eftir rösku og áreiðanlegu fólki til aðstoð- ar í eldhúsi og uppvaski á kvöldin. Vaktavinna. Upplýsingar í síma 552 5700 eða á hótelinu. Myndskreyting — nektarmyndir Skjár 1 leitar að manni og konu, (helst pari), í nektarmyndskreytingar fyrir sjónvarpsþættina Tantra: Listin að elska meðvitað, sem verða sýndir í mars. Góð laun eru í boði og parið þarf ekki að sýna kynfæri sín. Upptökur munu vara í tvo daga. Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á tantra@strik.is eða hringja í síma 595 6000 og skilja eftir nafn og símanúmer. Starfsfólk í eldhús Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefna- vandann óska eftir að ráða nú þegar fólk til eld- hússtarfa. Upplýsingar í síma 530 7600 eða lítið við á skrifstofu okkar í Ármúla 18 og kynnið ykkur hvað við höfum upp á að bjóða. Umsóknum skal skila í Ármúla 18, einnig er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið agust@saa.is . Sérfræðingur Fjölskylduþjónusta kirkjunnar auglýsir stöðu sérfræðings Leitað er að sérfræðingi með menntun í fjöl- skyldumeðferð og/eða sálgæslu. Æskilegt er að viðkomandi sé prestur eða hafi víðtæka reynslu á sviði sálfræðiþjónustu eða félagsráð- gjafar. Starfshlutfall 80-100%. Upplýsingar veita Elísabet Berta Bjarnadóttir, forstöðumaður, s. 552 3600 og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, formaður stjórnar í s. 562 2755. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Ræsting Þjónustuíbúðir aldraðra, Furugerði 1. Starfsmaður óskast í ræstingu á daginn. Þarf að geta byrjað um næstu mánaðamót. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Upplýsingar veitir Margrét Benediktsdóttir for- stöðumaður í síma 553 6040. Flugmálastjórn Íslands óskar eftir að ráða starfsmann í eftirfarandi starf í Tækni- og upplýsingadeild Tækniframkvæmd Starfssvið: Vinna við og umsjón með GPS/GNSS málum Flugmálastjórnar, kerfisþróun, veðurkerfi og upplýsingakerfi. Menntunar- og hæfniskröfur: Meistaragráða (MSc) í rafmagns- og tölvuverk- fræði við viðurkenndan háskóla. Nokkura ára reynsla í vinnu við GNSS mál fyrir flugleiðsögu og þekkingar á GPS, LAAS,WAAS, EGNOS, GALILEO og GLONASS er krafist. Reynsla af GPS mælingum, þróun og útfærslu GNSS aðflugskerfa og þekking á aðflugshönn- un fyrir GNSS kerfi krafist. Reynsla af rekstri og viðhaldi fjarskipta- og upplýsinga tölvukerfa nauðsynleg. Jafnframt er krafist víðrar þekkingar og reynslu á sviði tölvukerfa, hugbúnaðargerðar og stýrikerfa. Reynsla af yfirumsjón með GPS/GNSS málum nauðsynleg. Þekking og reynsla af flugmálum æskileg. Launakjör Samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborg- ar og ríkissjóðs við Stéttarfélag verkfræðinga. Umsóknir Upplýsingar um starfið veitir Auður Freyja Kjartansdóttir, forstöðumaður Tækni- og upp- lýsingardeildar, s. 569 4100. Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsing- um um menntun og fyrri störf sendist til starfs- mannahalds Flugmálastjórnar. Umsóknarfrest- ur rennur út 8. mars 2001. Æskilegt er að um- sækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Flugmálastjórn Íslands er ríkisstofnun sem innir af hendi margvíslega þjónustu í þágu flugsamgangna. Hlutverk stofnunarinnar er í megin- atriðum að hafa eftirlit með hvers konar flugstarfsemi á vegum íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innan lands og utan, að sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar- og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður-Atlantshafið. Stofnuninni er skipt í fjögur svið, sem sam- tals hafa á að skipa um 260 starfsmönnum um allt land. Flugmála- stjórn leggur áherslu á jafnan rétt kvenna og karla til starfa. R A Ð A U G L Ý S I N G A R UPPBOÐ Listmunir Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna- uppboð. Höfum kaupendur að góðum verkum gömlu meistaranna. Fyrir viðskiptavini leitum við að verkum eftir Gunnlaug Scheving, Gunnlaug Blöndal, Kristínu Jónsdóttur, Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson og Nínu Tryggvadóttur. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14—16, sími 551 0400. VINNUVÉLAR Byggingakrani Til sölu byggingakrani BPR, árgerð '82, 16 m hár og 24 m langur. Lyftigeta 3,2-0,65 tn. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 897 3705. STYRKIR Kristnisjóður, Kynningar-, fræðslu- og útgáfusjóður kirkjunnar og Líknar- og viðlagasjóður kirkjunnar auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðunum Kristnisjóður starfar skv. lögum um Kristnisjóð o.fl. nr. 35/1970. Hlutverk kristnisjóðs er: 1. Að launa aðstoðarþjónustu presta og guð- fræðinga í víðlendum eða fjölmennum prestaköllum. Biskup gerir ráðstöfun um þessa þjónustu í samráði við hlutaðeigandi sóknarpresta og héraðsprófasta. 2. Að launa starfsmenn, sem ráðnir eru til sér- stakra verkefna í þágu þjóðkirkjunnar sam- kvæmt ákvörðun kirkjuþings. Slíkir starfs- menn skulu ráðnir af biskupi með samþykki kirkjuráðs. 3. Að styrkja söfnuði, er ráða vilja starfsmenn til starfa á sínum vegum á sviði æskulýðs- mála, líknarmála eða að öðrum mikilvægum verkefnum. 4. Að veita fátækum söfnuðum starfsskilyrði, einkum á þeim stöðum, þar sem prestaköll hafa verið sameinuð og kirkjuleg þjónusta er sérstökum erfiðleikum háð. 5. Að kosta búferlaflutning guðfræðinga, sem settir eru til þjónustu samkvæmt 1. tölul. 6. Að styrkja framhaldsnám guðfræðinga og annarra starfsmanna kirkjunnar til undirbún- ings undir kirkjuleg störf. 7. Að styðja hvers konar starfsemi kirkjunnar til eflingar kristinni trú og siðgæði með þjóð- inni, svo sem útgáfu á hjálpargögnum í safnaðarstarfi og kristilegu fræðsluefni, enn fremur félög og stofnanir, sem vinna að mik- ilvægum verkefnum á kirkjunnar vegum. 8. Að sinna að öðru leyti eftir þörfum þeim verkefnum, sem prestakallasjóður hefur gegnt til þessa. Kynningar, fræðslu- og útgáfusjóður kirkjunnar starfar skv. staðfestri skipulagsskrá nr. 173/ 2000. Tilgangur sjóðsins er að styðja við og efla kynningar- og fræðslustarf kirkjunnar svo og útgáfustarfsemi á því sviði. Líknar- og viðlagasjóður kirkjunnar starfar skv. staðfestri skipulagsskrá nr. 165/2000. Tilgangur sjóðsins er að veita líknar- og viðlagaaðstoð innanlands. Umsóknir, undirritaðar eigin hendi og studdar nægilegum gögnum þannig að unnt sé að taka afstöðu til þeirra, skulu hafa borist skrifstofu kirkjuráðs, biskupsstofu, Laugavegi 31, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 16:00 fimmtudaginn 1. mars 2001. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsvæði kirkjuráðs http://www.kirkjurad.is . Reykjavík, 13. febrúar 2001, Kirkjuráð. TIL SÖLU GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.