Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÁLSHEFJANDINN Sverrir Her-mannsson sagði við upphaf umræð-unnar að mönnum væri sjálfsagt ífersku minni tilurð Auðlindanefndar. Í aðdraganda síðustu kosninga hefðu menn í stjórnarflokkunum hrokkið upp með nokkrum harmkvælum og tekið til við smíði þess blekkingarvefjar sem ofinn var allar götur fram yfir kosningar og heppnast hefði með ágætum. Benti Sverrir á að þegar í september sl. þegar Al- þingi kom saman hefði Frjálslyndi flokkurinn spurst fyrir um hvort ekki ætti að taka hana til umræðu á Alþingi. Svo hafi ekki reynst vera, hvorki af hálfu forsætis- né sjávarútvegsráðherra. „Auðvitað vildu þeir ekkert hafa með það að tala við Alþingi um þetta mál. Að sjálfsögðu er ekki hundrað í hættunni þótt þetta dragist á langinn því á meðan búa sægreifarnir um sig, handhafar gjafakvótans, og byggðir landsins brotna saman,“ sagði Sverrir. Segir áfram ætlunina að veiðiheimildir séu í höndum fárra útvalinna Sagði hann ennfremur að skýrsla Auðlinda- nefndar væri skálkaskjól til þess að halda óbreyttu fiskveiðistjórnunarkerfi og skáka auð- lindinni endanlega til hinna örfáu útvöldu. Sverrir sagði að áfram væri ætlunin að veiði- heimildir væru í höndum fárra útvalinna. Þrátt fyrir tal um sameiginlega niðurstöðu auðlinda- nefndar kæmi fram að skoðanir einstakra nefnd- armanna um veigamikil atriði væru skiptar. „Samkomulagið er ekki meira en svo að þrír nefndarmenn af níu undirrita með fyrirvara og hafna fyrningarleiðinni, þeirri leið sem er þó eina leiðin sem fær er svo auðlindin gangi til frjáls markaðar,“ sagði Sverrir ennfremur og minnti á að það síðastnefnda hefði eitt sinn verið meginat- riðið í stefnu síns gamla flokks, Sjálfstæðisflokks- ins. Gagnrýndi hann að áfram væri lagt til að fisk- veiðistjórnunarkerfið byggðist til framtíðar í meg- inatriðum á núverandi kerfi. Minnti hann á að til- gangurinn með því í öndverðu hefði verið að vernda og byggja upp fiskistofna við landið. Ár- angurinn væri hins vegar sá að allir aðalstofnarnir hefðu stórlega skroppið saman frá því kerfið komst á. Aflamarkskerfið áfram hornsteinn veiðistjórnunarinnar Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, lagði í máli sínu áherslu á að skýrsla Auðlindanefndar og þær hugmyndir sem settar væru fram í henni væru grunnur sem endurskoðun fiskveiðistjórn- unarkerfisins byggðist á. Það væri ein meginnið- urstaða nefndarinnar að aflamarkskerfið ætti áfram að vera hornsteinn veiðistjórnunarinnar, en það væri sannarlega mikilvægur útgangspunktur. Benti Árni á að skýrsla nefndarinnar hefði ekki síst sætt tíðindum fyrir þær sakir að þar hefðu nefndarmenn náð saman um tillögur þær sem settar voru fram. Skipta mætti efni hennar í þrennt; í henni væru vegvísar um auðlindamál ís- lenskrar þjóðar í heild og lagt til að í stjórnarskrá væri bætt ákvæði þannig að eignarhald á auðlind- um sem ekki væru í einkaeign yrði í þjóðareign. Taldi hann að skoða ætti þessi mál í heildarsam- hengi og Alþingi ætti að gera það að mestu leyti óháð því hverju fram vindur í endurskoðun lag- anna um stjórn fiskveiða. Um annan hluta skýrslunnar og þann stærsta, sem fjallar um gjaldtöku af sjávarútveginum vegna nýtingar hans á auðlindum sjávar, sagði Árni að nefndin hefði orðið ásátt um að greiða ætti fyrir afnotin, en jafnframt væri gjaldtakan skil- yrðum bundin og ætti að vera hófleg. Mikilvægt sé að í áliti nefndarinnar komi fram að umrædd gjaldtaka verði ákveðin með hliðsjón af afkomu- skilyrðum og uppbyggingu sjávarútvegsins og þeirri óvissu sem hann eigi við að búa. Segir líklega ekki mikið svigrúm til gjaldtöku „Gjaldtökuleiðirnar sem nefndin leggur til og gerir ekki upp á milli, eru tvær, fyrningarleið eða veiðigjaldsleið. Báðar hafa þær áhrif á verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja, veðhæfni þeirra og stöðu greinarinnar í heild,“ sagði Árni og benti á að með breytingunum væri verið að taka fjármuni út úr hagkerfi sjávarútvegsins, m.ö.o. minnka það. Sagði Árni að miðað við afkomuskilyrði sjávar- útvegsfyrirtækja væri líklega ekki mikið svigrúm til gjaldtöku samkvæmt forsendum sem Auðlinda- nefnd legði til grundvallar gjaldtöku fyrir veiði- heimildir. Rakti hann að auðlindanefndarskýrslan hefði nú verið í umræðunni í liðlega fjóra mánuði og hefði m.a. verið lögð mikil áhersla á það að með því að nefndarmennirnir níu styddu hana allir fælist að hér væri kominn grunnur að þjóðarsátt. Í skýrslunni kæmi skýrt fram að nefndin gerði ekki upp á milli þeirra tveggja leiða sem bent væri á varðandi gjaldtöku fyrir nýtingu á auðlindinni og það væri hluti af þeirri sátt og samstöðu um meg- inlínurnar í málinu að ekki skipti máli hvor leiðin yrði farin. Eftir þá samstöðu sem tekist hefði í auðlinda- nefndinni sagði Árni það hafa valdið sér vonbrigð- um á fyrstu dögum eftir birtingu skýrslunnar að flokkar sem áttu fulltrúa í nefndinni virtust reyna að hlaupa frá þessu markmiði, en hann kvaðst vonast til að sú væri ekki raunin og það væri ekki merki um að þeir sem komið hefðu að nefndar- starfinu og samherjar þeirra á Alþingi ætluðu sér eftir á að setja ný skilyrði fyrir þeirri sátt sem boð- uð hefði verið í sameiginlegu áliti nefndarinnar. Að lokum sagði sjávarútvegsráðherra að í um- fjöllun Auðlindanefndar um fiskveiðistjórnunar- kerfið í heild kæmu fram afar athyglisverðar til- lögur. Eindregið sé mælt gegn því að takmarkað verði framsal á kvóta, enda sé flutningur á afla- heimildum til fyrirtækja sem best geta nýtt þær ein besta leiðin til aukinnar hagkvæmni í grein- inni. Hvað sérstakar eða breyttar skattareglur varði leggist nefndin gegn slíku, enda muni auð- lindagjald koma þar í staðinn. Varðandi dreifða eignaraðild sé bent á að tækniþróun og gjörbreytt skilyrði á fjármagnsmarkaði séu meginorsakir breytinga á skipulagi sjávarútvegsfyrirtækja frekar en kvótakerfið. Þegar kvótaþakið hafi verið leitt í lög hafi það byggst á þeirri skoðun að kvóta- kerfið væri aðalorsök samþjöppunarinnar og henni fylgdi hætta á byggðaröskun og yfirdrottn- un fárra. Bent væri á að íslenskur sjávarútvegur væri í harðri samkeppni og stærstu fyrirtækin í greininni væru fjarri því að teljast stór á alþjóð- legan mælikvarða. Sagði Árni að með þessu væru leidd rök að af- námi kvótaþaksins og með því væri nefndin að sínu mati samkvæm sjálfri sér, því um leið og lögð séu til aukin gjöld á greinina sé jafnframt velt upp leiðum fyrir sjávarútveginn til að afla þeirra tekna til að greiða gjaldið. Þarna komi fram skilningur á því að fyrirtækin geti ekki skilað hagnaði til þess að greiða gjaldið séu þau með aðra höndina bundna fyrir aftan bak. „Þessi nefnd hefur að mínu mati skilað mjög merku starfi og um hana var tiltölulega góð sam- staða hér í þingsölum, þótt ekki væri hún alveg 100%. Ég held hins vegar að nefndin hafi sýnt að hún var starfi sínu vaxin með því að komast að s g M s f A m u u h s f s g l b þ k a h g l k s f e m v a f i t s h s h i a þ a b n g þ þ b h ú j l t i n f ö g n s u k h k SVERRIR HERMANNSSON SEGIR SKÝRSLU AUÐ Stefna stjórn- valda mun byggjast á skýrslunni Skiptar skoðanir komu fram á efni skýrslu Auðlinda- nefndar, er hún var rædd utan dagskrár á Alþingi í gær að frumkvæði Sverris Hermannssonar, formanns Frjálslynda flokksins. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með fjörugum umræðum af þingpöllum. HÆTTULEG ÞEKKING? MILLJARÐAR TIL ÖLDRUNARRANNSÓKNA Umfangsmiklar rannsóknir á öldr-unarsjúkdómum eru nú í undir-búningi hjá Hjartavernd í sam- vinnu við Öldrunarstofnun bandarísku heilbrigðisstofnunarinnar. Gert er ráð fyrir, að rannsóknarstarfið geti hafizt um mitt næsta ár í sérhönnuðu húsnæði, sem Hjartavernd fær að Holtasmára 1 í Kópa- vogi. Þar verður komið fyrir nýjasta og fullkomnasta tækjabúnaði, sem nú fyrir- finnst, til slíkra rannsóknarstarfa. Um tíu þúsund manns munu taka þátt í rann- sókninni, sem reiknað er með að taki um sjö ár. Bandaríkjamenn leggja ríflega 1,7 milljarða króna (20 milljónir dollara) til að kosta þetta starf og að því munu koma vísindamenn vestanhafs og víðar að, en því verður hins vegar stýrt frá Íslandi af íslenzkum læknum og vísindamönnum. Áætlað er, að um fjörutíu ný störf muni skapast hjá Hjartavernd vegna öldrunar- rannsóknanna, m. a. fyrir íslenzka lækna og vísindamenn, sem nú starfa erlendis og geta nú fengið störf hér heima. Ástæðan fyrir því, að Bandaríska öldr- unarstofnunin hefur valið Hjartavernd til þessara umfangsmiklu og kostnaðarsömu rannsókna er sá árangur, sem fengizt hefur úr fyrri hóprannsóknum á hennar vegum og er í raun um framhald þeirra að ræða með stærra og ítarlegra sniði. Skoðaðir verða að nýju þátttakendur í hóprannsókn Hjartaverndar, sem hófst fyrir rúmlega 30 árum, eða árið 1967. Forsvarsmaður öldrunarrannsókna Hjartaverndar, Vilmundur Guðnason, sem er forstöðulæknir rannsóknarstöðv- arinnar, sagði, þegar samstarfið við Bandaríkjamenn var kynnt, að glímt yrði við það heilsufarsvandamál, sem öldrun er, ofnir saman þættir í lífshlaupi einstak- linga við þróun og myndun sjúkdóma og hvernig þeim farnaðist líkamlega á efri árum. Vonast væri til, að skilningur dýpkaði á tilurð og þróun sjúkdóma, sem herja á aldrað fólk, og þannig yrði unnt að efla fyrirbyggjandi læknisfræði. „Það er augljóst hverjum manni, að þeim mun meiri sem lífsgæðin eru þeim mun minna verður álagið á heilbrigðiskerfið,“ sagði Vilmundur er hann kynnti öldrunarrann- sóknirnar. Meginþungi rannsóknarinnar mun beinast að því að skoða sjúkdóma á borð við heilabilun, æðakölkun, hjarta- sjúkdóma og beinþynningu. Í þessum efnum á Hjartavernd samstarf við sér- fræðinga og vísindamenn á sjúkrahúsum og víðar í heilbrigðisþjónustunni. Sú staðreynd, að bandarísk heilbrigð- isyfirvöld leita til Hjartaverndar til að annast svo umfangsmiklar og dýrar öldr- unarrannsóknir, sýnir glögglega hversu mikils álits íslenzkir læknar og vísinda- menn njóta á alþjóðavettvangi. Segja má, að samningur Hjartaverndar sé hvalreki fyrir íslenzku þjóðina og þá ekki sízt fyrir heilbrigðisþjónustuna og vísindasam- félagið hér á landi. Íslendingar munu vafalaust njóta í ríkum mæli þess árang- urs, sem öldrunarrannsóknirnar munu skila í áranna rás, í bættu heilbrigði og auknum lífsgæðum. Það er að sjálfsögðu mikilvægast. Undanfarna daga hafa birst afar at-hyglisverðar fréttir af vettvangi erfðavísindanna. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá fyrstu niðurstöðum rannsókna á genamengi mannsins sem sýna að genin eru mun færri en talið var. Raunar eru þetta ekki nýjar frétt- ir, því að niðurstöður þessara rann- sókna voru kynntar með formlegum hætti á síðasta ári. Líklega eru genin um þrjátíu þúsund en enn á eftir að kanna nær helminginn og finna hlut- verk þeirra. Sumir vísindamenn segja raunar að áhersla þeirra sem fást við lyfjarannsóknir og læknisfræði verði framvegis meiri á rannsókn prótína en genanna sjálfra. Í prótínum sé að finna svarið við mörgum spurningum um eðli og orsök sjúkdóma. Ekki er ljóst hve mörg prótín eru, ef til vill skipta þau hundruðum þúsunda. Ljóst þykir að rannsóknir á gena- menginu muni umbylta þekkingu manna á starfsemi líkamans og valda straumhvörfum í læknisfræði en það geti þó enn liðið áratugur eða nokkrir áratugir þar til hægt verður að nýta rannsóknirnar til lækninga í umtals- verðum mæli. Vísindamenn hafa samt spáð því að hægt verði að búa til genabreytta menn með öruggum hætti innan tveggja ára- tuga eins og fram kom í frétt hér í blaðinu nýlega. Einnig birtist frétt í blaðinu fyrir skömmu um að hópur vís- indamanna við háskólann í Kentucky í Bandaríkjunum stefni að því að fyrsti einræktaði maðurinn líti dagsins ljós á næstu tveimur árum. Verður tæknin að sögn aðeins notuð til að hjálpa hjónum sem annars geta ekki átt börn. Mun hvert einræktað eintak kosta rúmlega fjórar milljónir króna í fyrstu en síðan lækki verðið. Taka ber slíkum fréttum með fyrirvara en þó gefa þeim gaum. Ljóst virðist að sú þekking sem erfðavísindin eru að skapa á að mörgu leyti eftir að hafa jákvæð áhrif á heilsuvernd og lækningar í framtíðinni. Sagt er að til dæmis verði hægt að nota þekkinguna til þess að hanna lyf sem henti hverjum einstaklingi, verði klæð- skerasaumuð fyrir þarfir hans. En ótrúlegir nýtingarmöguleikar þekkingarinnar eiga vafalítið eftir að vekja siðferðilegar spurningar sem erf- itt verður að finna viðhlítandi svör við. Hversu langt má maðurinn ganga í því að hafa áhrif á líffræðilega framþróun sína? Hversu langt má ganga í því að hafa áhrif á tilurð og eiginleika ein- staklings? Sagt er að hægt verði að grípa inn í genamengi þeirra sem fæð- ast með fæðingargalla og laga hann. Hvernig á að skilgreina fæðingargalla? Fer það hugsanlega eftir gildismati hvers tíma? Verður það ef til vill svo að foreldrar geti valið sér eiginleika barna sinna? Vísindalegar framfarir hafa ávallt vakið nýjar siðferðilegar spurningar sem maðurinn hefur átt miserfitt með að svara. Glæsileg framfarasaga vís- indanna á síðustu öld er vörðuð hrika- legum afleiðingum þeirra. Mannkyn- bótastefnan á fyrri hluta aldarinnar var grundvölluð á erfðavísindum síns tíma. Hún var síðan grundvöllurinn að of- sóknum á hendur ólíkum kynþáttum sem taldir voru óæðri. Áðurnefndar niðurstöður rannsókna á genamengi mannsins sýna að munur milli kynþátta sé oft minni en á milli tveggja ein- staklinga með svipuð útlitseinkenni. Hugtakið kynþáttur á sér með öðrum orðum ekki stoð í erfðavísindunum. Mikil umræða þarf og mun án efa eiga sér stað um siðferði erfðavísind- anna. Mikilvægi slíkrar umræðu felst ekki aðeins í því að verja okkur fyrir röngum ákvörðunum og vondum afleið- ingum þeirra heldur einnig í því að draga úr óttanum við framfarirnar og almennu áhugaleysi um þær sem franskur vísindamaður benti á hér í blaðinu í liðinni viku að væru farin að standa þekkingaröflun mannsins fyrir þrifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.