Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. enn meiri ef úðinn frýs utan á þeim ís sem fyrir er. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær frá eystri bakka árgljúfursins og sér í vegg- inn að vestanverðu. DETTIFOSS í Jökulsá á Fjöllum hefur losað sig úr klakafjötrum í umhleypingunum að undanförnu. Eftir standa þó gríðarleg ísvirki sem hafa myndast af fossúðanum utan í gljúfurveggj- unum næst sjálfum fossinum. Nú þegar fossinn hefur losnað úr læðingi má búast við að ísmyndunin í gljúfrinu verði Morgunblaðið/RAX Gríðarleg ísvirki við Dettifoss Kristinn lýsti þessu yfir við um- ræðu utan dagskrár um skýrslu Auðlindanefndar sem fram fór að beiðni Sverris Hermannssonar, for- manns Frjálslynda flokksins. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagðist við sömu umræðu ætíð hafa verið andvígur veiðileyfa- gjaldi enda væri það fyrst og fremst skattur á sjávarbyggðir. Miklu fremur gæti hann fallist á einhverja fyrningarleið eða út- færslu á henni. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði að þegar stefna og KRISTINN H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins, lýsti því yfir á Alþingi í gær að ekki væri hægt að byggja upp út- gerð í núverandi kerfi fiskveiði- stjórnunar nema greiða óheyrilegt fé fyrir heimildir til útgerðarmanna í öðrum byggðarlögum. Því væri ekki viðunandi að framlengja nú- verandi ástand, núverandi kerfi yrði að breyta. Og því yrði ekki breytt nema með því að innkalla veiðiheimildirnar af þeim sem þær hefðu fyrir og endurúthluta þeim á jafnréttisgrundvelli. tillögur ráðherra og ríkisstjórnar um endurskoðun sjávarútvegsstefn- unnar kæmu fram yrði byggt á nið- urstöðum skýrslu Auðlindanefndar. Sagðist hann treysta því að þá stæðu þeir aðilar sem að skýrslunni stóðu að þeirri niðurstöðu. Lýsti eftir þverpólitískri samstöðu Við umræðuna lýsti Össur Skarp- héðinsson, formaður Samfylkingar- innar, eftir þverpólitískri samstöðu um þessi mál og vildi að látið yrði á það reyna hvort sjávarútvegsnefnd þingsins gæti náð fram slíkri sam- stöðu. Guðjón A. Kristjánsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, sagði að ljóst lægi fyrir að ætti að byggja á skýrslu Auðlindanefndar varðandi útfærslu í veiðikerfi smábáta væri náðarhöggið fallið og ríkisstjórninni mundi þá takast með eyðibyggða- stefnu sinni að leggja af byggð á Vestfjörðum þar sem plágur fyrri alda hefðu ekki náð að drepa niður frumkvæði og kraft íbúanna. Formaður þingflokks Framsóknarflokksins vill breytingar á kvótakerfinu Veiðiheimildir innkallað- ar og þeim endurúthlutað  Stefna/32 LAGIÐ „I’ve Seen it All“ eftir Björk, Sjón og Lars von Trier úr myndinni Myrkradansarinn hefur verið tilnefnt til óskars- verðlauna í flokki frumsaminna sönglaga fyrir kvikmyndir. Meðal annarra tónlistarmanna sem tilnefndir eru í sama flokki eru Sting, Randy Newman og Bob Dylan en sá síðastnefndi vann til Golden Globe verð- launa þeirra sem lag Bjarkar og félaga var einnig tilnefnt til. Gladiator fékk flestar til- nefningar eða tólf talsins og Crouching Tiger, Hidden Dragon fylgdi í kjölfarið með tíu tilnefningar sem eru fleiri tilnefningar en nokkur önnur mynd á öðru tungumáli en ensku hefur áður hlotið. Óskarsverðlaunin Björk og Sjón tilnefnd  Lag Bjarkar/56 ALLIED EFA hefur keypt 98,56% hlut í Kísiliðjunni í Mývatnssveit af ríkinu og Celite Corporation fyrir um 130–40 milljónir króna. Hlutafé Kísiliðjunnar var að 51% hluta í eigu ríkisins og Celite átti 48,56%, en 0,44% eru í eigu 18 sveitarfélaga á Norðurlandi. Þeim hefur verið boðið að ganga inn í tilboðið. Nýir eigend- ur hyggjast stofna félagið Promeks á Íslandi um kaup á Kísiliðjunni og eiga þar og reka kísilduftverksmiðju. Starfsmönnum Kísiliðjunnar var kynnt þessi breyting á eignarhaldi verksmiðjunnar á fundi í gær. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði á blaða- mannafundi í Hótel Reynihlíð síð- degis í gær að hún væri bjartsýn á að með þessum breytingum sem nú verða mundi skapast tækifæri til at- vinnuuppbyggingar í Mývatnssveit og að það myndi eflaust skipta svæð- ið meira máli en núverandi vinnsla í Kísiliðjunni. 98,56% hlutur Kísiliðjunn- ar í Mývatnssveit seldur  Áform uppi/6 SALA á sjávarafurðum hefur aukist í Evrópu og segir Óskar Sigmunds- son, framkvæmdastjóri sölufyrir- tækisins GSF í Cuxhaven í Þýska- landi, að fréttir um kúariðu hafi styrkt fisksöluna mjög mikið. Agnar Friðriksson, framkvæmdastjóri Coldwater UK, tekur í sama streng. Að sögn Óskars Sigmundssonar var 20 til 30% söluaukning á sjáv- arafurðum í Þýskalandi í janúar sem leið samanborið við janúar í fyrra og er einkum talað um áhrif kúarið- unnar í þessu sambandi. „Ég held að þessi sveifla sé varanlegri en oft áð- ur,“ segir Óskar. „Kúariðan kemur ekki aðeins til með að skilja eftir sig rispu heldur djúpt sár,“ bætir hann við og segir ástandið koma sjávaraf- urðum til góða. Agnar Friðriksson segir að frá árinu 1997 hafi gætt minnkandi fisk- neyslu í Bretlandi en neyslan hafi náð hámarki 1996, þegar kúariðan var sem mest. Vaxandi umræða um hollustu sjávarafurða og áhyggjur neytenda á neyslu kjötafurða, svo sem vegna kúariðu á Bretlandi og meginlandi Evrópu, hafi hins vegar stuðlað að aukinni neyslu að undan- förnu. Aukin fisksala í kjölfar kúariðu  Velta GSF/C1 Aukning í sölu/C5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.