Morgunblaðið - 14.02.2001, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
enn meiri ef úðinn frýs utan á þeim ís sem
fyrir er. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær
frá eystri bakka árgljúfursins og sér í vegg-
inn að vestanverðu.
DETTIFOSS í Jökulsá á Fjöllum hefur losað
sig úr klakafjötrum í umhleypingunum að
undanförnu.
Eftir standa þó gríðarleg ísvirki sem hafa
myndast af fossúðanum utan í gljúfurveggj-
unum næst sjálfum fossinum.
Nú þegar fossinn hefur losnað úr læðingi
má búast við að ísmyndunin í gljúfrinu verði
Morgunblaðið/RAX
Gríðarleg ísvirki við Dettifoss
Kristinn lýsti þessu yfir við um-
ræðu utan dagskrár um skýrslu
Auðlindanefndar sem fram fór að
beiðni Sverris Hermannssonar, for-
manns Frjálslynda flokksins.
Páll Pétursson félagsmálaráð-
herra sagðist við sömu umræðu
ætíð hafa verið andvígur veiðileyfa-
gjaldi enda væri það fyrst og
fremst skattur á sjávarbyggðir.
Miklu fremur gæti hann fallist á
einhverja fyrningarleið eða út-
færslu á henni.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegs-
ráðherra sagði að þegar stefna og
KRISTINN H. Gunnarsson, þing-
flokksformaður Framsóknarflokks-
ins, lýsti því yfir á Alþingi í gær að
ekki væri hægt að byggja upp út-
gerð í núverandi kerfi fiskveiði-
stjórnunar nema greiða óheyrilegt
fé fyrir heimildir til útgerðarmanna
í öðrum byggðarlögum. Því væri
ekki viðunandi að framlengja nú-
verandi ástand, núverandi kerfi
yrði að breyta. Og því yrði ekki
breytt nema með því að innkalla
veiðiheimildirnar af þeim sem þær
hefðu fyrir og endurúthluta þeim á
jafnréttisgrundvelli.
tillögur ráðherra og ríkisstjórnar
um endurskoðun sjávarútvegsstefn-
unnar kæmu fram yrði byggt á nið-
urstöðum skýrslu Auðlindanefndar.
Sagðist hann treysta því að þá
stæðu þeir aðilar sem að skýrslunni
stóðu að þeirri niðurstöðu.
Lýsti eftir þverpólitískri
samstöðu
Við umræðuna lýsti Össur Skarp-
héðinsson, formaður Samfylkingar-
innar, eftir þverpólitískri samstöðu
um þessi mál og vildi að látið yrði á
það reyna hvort sjávarútvegsnefnd
þingsins gæti náð fram slíkri sam-
stöðu.
Guðjón A. Kristjánsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði
að ljóst lægi fyrir að ætti að byggja
á skýrslu Auðlindanefndar varðandi
útfærslu í veiðikerfi smábáta væri
náðarhöggið fallið og ríkisstjórninni
mundi þá takast með eyðibyggða-
stefnu sinni að leggja af byggð á
Vestfjörðum þar sem plágur fyrri
alda hefðu ekki náð að drepa niður
frumkvæði og kraft íbúanna.
Formaður þingflokks Framsóknarflokksins vill breytingar á kvótakerfinu
Veiðiheimildir innkallað-
ar og þeim endurúthlutað
Stefna/32
LAGIÐ „I’ve Seen it All“ eftir
Björk, Sjón og Lars von Trier
úr myndinni Myrkradansarinn
hefur verið tilnefnt til óskars-
verðlauna í flokki frumsaminna
sönglaga fyrir kvikmyndir.
Meðal annarra tónlistarmanna
sem tilnefndir eru í sama flokki
eru Sting, Randy Newman og
Bob Dylan en sá síðastnefndi
vann til Golden Globe verð-
launa þeirra sem lag Bjarkar
og félaga var einnig tilnefnt til.
Gladiator fékk flestar til-
nefningar eða tólf talsins og
Crouching Tiger, Hidden
Dragon fylgdi í kjölfarið með
tíu tilnefningar sem eru fleiri
tilnefningar en nokkur önnur
mynd á öðru tungumáli en
ensku hefur áður hlotið.
Óskarsverðlaunin
Björk
og Sjón
tilnefnd
Lag Bjarkar/56
ALLIED EFA hefur keypt 98,56%
hlut í Kísiliðjunni í Mývatnssveit af
ríkinu og Celite Corporation fyrir
um 130–40 milljónir króna. Hlutafé
Kísiliðjunnar var að 51% hluta í eigu
ríkisins og Celite átti 48,56%, en
0,44% eru í eigu 18 sveitarfélaga á
Norðurlandi. Þeim hefur verið boðið
að ganga inn í tilboðið. Nýir eigend-
ur hyggjast stofna félagið Promeks á
Íslandi um kaup á Kísiliðjunni og
eiga þar og reka kísilduftverksmiðju.
Starfsmönnum Kísiliðjunnar var
kynnt þessi breyting á eignarhaldi
verksmiðjunnar á fundi í gær.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, sagði á blaða-
mannafundi í Hótel Reynihlíð síð-
degis í gær að hún væri bjartsýn á að
með þessum breytingum sem nú
verða mundi skapast tækifæri til at-
vinnuuppbyggingar í Mývatnssveit
og að það myndi eflaust skipta svæð-
ið meira máli en núverandi vinnsla í
Kísiliðjunni.
98,56% hlutur Kísiliðjunn-
ar í Mývatnssveit seldur
Áform uppi/6
SALA á sjávarafurðum hefur aukist
í Evrópu og segir Óskar Sigmunds-
son, framkvæmdastjóri sölufyrir-
tækisins GSF í Cuxhaven í Þýska-
landi, að fréttir um kúariðu hafi
styrkt fisksöluna mjög mikið. Agnar
Friðriksson, framkvæmdastjóri
Coldwater UK, tekur í sama streng.
Að sögn Óskars Sigmundssonar
var 20 til 30% söluaukning á sjáv-
arafurðum í Þýskalandi í janúar sem
leið samanborið við janúar í fyrra og
er einkum talað um áhrif kúarið-
unnar í þessu sambandi. „Ég held að
þessi sveifla sé varanlegri en oft áð-
ur,“ segir Óskar. „Kúariðan kemur
ekki aðeins til með að skilja eftir sig
rispu heldur djúpt sár,“ bætir hann
við og segir ástandið koma sjávaraf-
urðum til góða.
Agnar Friðriksson segir að frá
árinu 1997 hafi gætt minnkandi fisk-
neyslu í Bretlandi en neyslan hafi
náð hámarki 1996, þegar kúariðan
var sem mest. Vaxandi umræða um
hollustu sjávarafurða og áhyggjur
neytenda á neyslu kjötafurða, svo
sem vegna kúariðu á Bretlandi og
meginlandi Evrópu, hafi hins vegar
stuðlað að aukinni neyslu að undan-
förnu.
Aukin
fisksala
í kjölfar
kúariðu
Velta GSF/C1
Aukning í sölu/C5