Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 28

Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FRUMHERJARNIR eru fyrir- ferðarmiklir í sýningahaldi Lista- safns Íslands svo stundum finnst mönnum nóg komið af svo góðu. Án þess að nokkur ástæða sé til að draga úr ágæti karlatríósins góða, Ásgríms Jónssonar, Jóns Stefáns- sonar og Jóhannesar Kjarval, þá hefur örstutt nútíma- og samtíma- listasaga okkar upp á svo ótalmargt fleira markvert og minnisstætt að bjóða en þennan fastryðgaða fókus að nær við liggur að hægt sé að tala um opinbera sögufölsun. Frumherjarnir eru nefnilega ekki nærri eins merkilegir og við Íslend- ingar álítum almennt, og er þá átt við stöðu þeirra á veraldarvísu en ekki á útskerjaplaninu einu saman. Að stilla þeim upp í eitthvert pýra- míðahérarkí í íslenskri listasögu sem Guði, föður, syni og heilögum anda – ofar öllum öðrum listamönnum – er beinlínis rangt og þjóðinni til hreinn- ar ginningar. Slíkur skilningur á ís- lenskri listasögu er leifar af úreltri millistríðsárasýn þegar menn voru enn á þjóðlegu brókunum og höfðu takmarkað yfirlit yfir heimslistina. Minningu hins ágæta tríós er eng- inn greiði gerður með oflofi og of- kynningu á kostnað þeirra sem á eft- ir komu. Miklu nær væri að kynna aðra mæta listamenn til sögunnar svo við getum rétt eilítið við þá skekktu mynd sem við höfum af listasögu okkar. Verkin í eigu Listasafns Íslands sem nú eru til sýnis í stórasal hafa það þó sér til ágætis að þau opinbera jöfnum höndum styrk og veikleika Jóns Stefánssonar ef grannt er skoðað. Þannig hefur mörgum sér- fræðingnum orðið tíðrætt um litla þjálfun meistarans í teiknilist, eins mikilvæg og sú þjálfun hlaut að vera jafnáköfum og staðföstum klassíker. Hitt skelfir þó miklu fremur hve frosinn Jón virkar þegar hann geng- ur harðast fram í ofvinnslunni. Ef ekki væri fyrir persónulegt og dul- úðugt litavalið – Kristján heitinn Jónsson, í Kiddabúð, taldi sérstætt litskynið ótvíræðan kost Jóns sem málara – væri nýakademismi hans lítið annað en hamptroðinn ómur af tilverunni, rétt eins og uppstoppaðir lómarnir í Sumarnótt. En eftir 1935 virðist pensilfar hans taka að losna úr viðjum varkárninnar. Eftir það fóru fuglarnir að fljúga fyrir alvöru. Ef Skarfarnir frá 1944 eru bornir saman við níu árum eldra málverk Ingiríðar sálugu Danadrottningar, af Svönum, sést vel að vandi Jóns var að mörgu leyti aldagamall vandi hins klassíska listamanns: Hreyfing varð ekki túlkuð með kyrrstæðum meðulum. En ef til vill fólst áhrifamáttur Jóns einmitt í veikleika hans. Í ofur- fágun áranna frá 1925 til 1935 má skynja draumsýn – óviðráðanlegt villuljós – um upphafna dýrð öræf- anna sem fanga megi í málverki, bara ef nógu lengi er dvalið við túlk- unina. Þessari missýn tókst honum að miðla öðrum málurum sem vega- nesti og gera fullkomnunaráráttuna þar með að einhverjum lífseigasta varnagla íslenskrar verkkunnáttu: „Þó svo mér fatist flugið skal ég aldrei verða vændur um fúsk!“ En Jón Stefánsson átti aðrar og snarpari hliðar, sem hann vanrækti því miður alltof oft og lengi. Það var hans matísska hlið – eftir kennara hans Henri Matisse – sem best lýsir sér í Regnboganum – LÍ 1616 – og Konu í dyrum – LÍ 1632. Fyrr- nefnda myndin var snemmborin, lík- lega frá 1915, en hin virðist vera seinni tíma verk, ef til vill frá sein- ustu árum málarans. Í báðum verk- um talar tilfinningamaðurinn Jón án þess að tína til nokkuð af þeim ma- néríska akademisma sem stóð hon- um svo lengi fyrir þrifum. Fyrir slík- ar myndir og aðrar í svipuðum dúr er vert að halda minningu Jóns í heiðri. Varanleikinn og snerpan MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Til 18. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11–17. MÁLVERK JÓN STEFÁNSSON Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Regnboginn, 1915? Olíulitir á striga, 121 x 134 sm.Kona í dyrum. Olíul. á striga, 106 x 85,5 sm. Halldór Björn Runólfsson BRÁTT verða heil fjögur ár liðin frá andláti málarans Sveins Björns- sonar 28. apríl 1997, og jarðsetningu hans frá Krísuvíkurkirkju í maíbyrj- un. Hratt flýgur ögurstund og eng- inn má sköpum renna, skyldi nokkur viðstaddra gleyma þeirri myndrænu athöfn þann fagra dag, við undirleik hinna miklu náttúruskapa hvert sem auga leit, kraumandi krafta í iðrum jarðar? Guðshús svo lítið að það rúmaði einungis brotabrot við- staddra, þá hinsta kveðjuathöfn fór fram undir altaristöflu listamanns- ins. Margir er úti stóðu munu þó hafa litið inn að henni lokinni til að berja þá einföldu helgimynd augum, síðasta olíumálverkið sem Sveinn málaði í draumahúsi sínu þar skammt frá. Krísuvíkin er einstök fyrir fjöl- þætt brigði í náttúrunni, hrjúft og eyðilegt landslag, hraun og berang- ur, mjúkt Geststaðavatn, hylinn djúpa Grænavatn, og fjölbreytilegar formanir í landslagi, litasynfón í jarðhitasvæðunum, vatns- og leir- hveri kraumandi víðs vegar, gróður- strengi upp í hlíðar. Áður en Ög- mundarhraun rann um 1150, lagði undir sig Gömlu-Krísuvíkina, höfn- ina og Geststaði, var mikið gróður- lendi kringum höfuðbólið, stórbýli og hjáleigur. Nú eru allar jarðir komn- ar í eyði á svæðinu, en kirkjan litla, byggð þar sem talið er að Geststaðir hafi verið endurreistir, stendur ein uppi líkust minnisvarða, þögulli áskorun til þeirra er eiga leið um að minnast fortíðar og auðugs mannlífs, kallar á mig, þig og sérhvern mann. Allt þetta heldur athyglinni vakandi, vekur samtímis fjölþættar hugrenn- ingar um kynngi þessa lands, söguna gleymdu sem hinn afmarkaði skiki geymir. Stokkar og steinar öðlast líf á ný. Umhverfð heillaði málarann Svein Björnsson, þar festi hann rætur, litla bláa húsið í nágrenni Krísuvíkurbús- ins varð aðalvettvangur listrænna athafna og hér átti hann helstar yndis- stundir til hins síðasta. Málarinn var af hrjúfri gerð, sótti skyldleika til umhverfisins, en á bak við ójöfnur í skráp hrærð- ust heitar tilfinningar, ólguðu og kraumuðu líkt og hverapollarnir í ná- lægu sjónmáli. Myndverk listspírunnar voru hrjúf og úfin í upphafi sem lengstum, en þróuðust til svipmeiri átaka hins þroskaða listamanns og enduðu í úthverfu innsæi á náttúrusköpin í sjón- máli, vítt og breitt. Það er svo þessi ákveðni þróun- arferill sem sýningin, Krísuvíkin mín, í aðalsöl- um Hafnarborgar er ætl- að að draga fram í hnot- skurn og er samvinnu- verkefni Hafnarborgar og Sveinssafns, allt frá fyrstu varfærnislegu þreifingum sjómannsins unga til stærri og hrif- meiri viðfangsefna. Sveinn Björnsson var náttúrubarn, að mestu sjálfmenntaður í listinni, og þrátt fyrir að hann hleypti heimadraganum með fjölskyldu sinni og næmi í einn vetur við fag- urlistaskólann í Kaup- mannahöfn eru áhrif lærimeistarans lítt merkjanleg. Meira að hann leitaði að nokkru í smiðju danska cobramál- arans Carls Hennings Pedersen (f. 1913), sem ekki er frágangssök, sagði ekki hinn nafntog- aði Per Kirkeby eitt sinn; verkfæri listamannsins eru verk annarra listamanna? Þetta viðurkenna allir mikilsverðir listamenn en hér gildir að brjóta áhrifin undir skapgerð sína, móta nýtt og ferskt sköpunar- ferli. Krísuvíkin varð aðalviðfang mál- arans eftir að hann fluttist í húsið, allt samanlagt umhverfið, og hand- anverurnar eins og hann nefndi það, taldi sig sjá og skynja í náttúrusköp- um hauðursins. Hér sóttu hugmynd- irnar að, hrærðu og rótuðu upp í heilakirnunni, vildu óðmála á dúk- ana, þá skipti sköpum að hafa hröð handtök líkt og er fiskurinn var inn- byrtur og slægður á sjónum forðum. Listamanninum var ekki lagið að gjörvinna myndefnið, átti ekki við skapferli hans frekar en heilabrot um skipulagða myndbyggingu, allt slíkt andstætt óþoli eljumannsins. Myndirnar hlóðust upp, myndverk af öllum tegundum á tvívíðum grunni. Svo var líka ráðist á trjáboli með fulltigi eggjárnsins, rúmtakið beislað og litað með tótemhefðina að leiðarljósi. Táknrænar útskurðar- myndir í anda hins frumstæða og upprunalega, með rætur í grómögn- um jarðar og dularfullum seiðgöldr- um handan tíma og rúms. Málarinn vissi að þessar afurðir myndu seint rata inn í hús góðborgarans, ættu ekki við skrautlegt veggfóður, fægða eðalviði né plusssófa og önnur fín- heit, yfirhöfuð fáar tegundir ís- lenzkra híbýla. En honum var sama, líkt og flestum listamönnum vígðum sköpunarþörf sinni, öllu skiptir að miðla lifunum sínum. Að mála hug- myndir á grunnflöt er lífsform, ekki atvinna, síður borið uppi af vinsælda- og hagnaðarvon, nema það sé sá stóri ávinningur af lífsnautninni. Finna blossa hennar í báðum lúkun- um, neista þess sem ekki er mögu- legt að skilja né skilgreina frekar en sjálfan lífsandann og uppruna allífs- ins... Hvernig til hefur tekist með þessa samantekt er erfitt um að dæma vegna þess hve mikið liggur eftir listamanninn þannig að án efa væri hægt að setja upp fleiri af- brigði, bæði viðameiri framkvæmd sem minni og hnitmiðaðri. Að sjálf- sögðu skipa hinar svonefndu Fant- asíumyndir Sveins veglegan sess, en kannski fullmikið af hinum lausari og grófari. Ekki sýnilegt hvernig losaði um þessi hrjúfu tök vanabundinna vinnubragða við samvinnuna við skáldið Matthías Johannessen. Hún mun ósjálfrátt hafa orðið kímið að sértækum óhlutbundnum vinnu- brögðum sem marka heildstæðasta tímabil listferils Sveins, og trúlega komið báðum jafnmikið á óvart. Það væru þó öfugmæli að nefna þessi óformlegu vinnubrögð óhlutlæg í strangri merkingu, því hér eru engu að síður náttúrusköp að verki, út- hverft innsæi á umhverfið. Útrás til- finningablossa af öllum stigum og styrkleika sem hugsæið á myndefnið framkallar hverju sinni. Tilefni að minnast enn einu sinni orða Jeans Fautriers, frumkvöðuls óformlega málverksins: „Engin listgrein er fær um að miðla, ef hún er ekki hluti þess raunveruleika sem hún hrærist í.“ Sá sem er læs á form, liti og innri líf- æðar myndflatarins þarf þannig ekki sýnilegar vísanir eða leiðbeiningar á það sem listamaðurinn er að fara til að skynja og meðtaka inntak lista- verksins. Það var líkast því sem Sveinn gengi í nýja lífdaga í þessum kröft- ugu litaflekum og skoðun mín er sú að þeir muni halda nafni hans einna helst á lofti er fram sækir, ekki fyrir að vera óhlutlægir heldur fyrir sam- þjappaðan tjákraft. Eftirtektarvert hve bygging þeirra sumra er heil og hrein og litaflæðið þétt og markvisst, nefni hér helst myndir eins og: „Gult, blátt og rautt“ 1995 (25), „Blátt“ 1996 (54) og „Rauðihver“ 1996 (57). Framtakið er angi stærri athafna- semi sem markar skrásetningu allra verka listamannsins sem Erlendur sonur hans hefur mestan heiðurinn af. Sömuleiðis mótun Sveinssafns, sem Erlendur og bræður hans Sveinn og Þórður stofnuðu fyrir þrem árum. Verkunum er vel fyrir komið, textar við hlið mynda, ljós- myndir og skissubækur mikilsverð viðbót, en sýningarskrá ekki sam- boðin tilefninu, hér þarf helst að hanna framtíðarform fyrir allar skrár. Og nú er bara að bíða opnunar Sveinssafns í sumar... Að þreifa landið MYNDLIST H a f n a r b o r g a ð a l s a l u r Opið alla daga frá 11–17. Lokað þriðjudaga. Til 26. febrúar. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. KRÍSUVÍKURMÁLVERK SVEINN BJÖRNSSON (1925–1997) Bragi Ásgeirsson Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Saga mín (hluti), 1975-85, olía á striga, 160 x 200 sm. í fullri stærð. Ég, tréskurðarmynd, um 1987, 95 x 30 sm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.