Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 29 HVERJUM bálið brenn- ur – aðild kvenna að ís- lenskum galdramálum, nefnist fyrirlestur dr. Ólínu Þorvarðardóttur í hátíðarsal Háskóla Ís- lands, aðalbyggingu, á fimmtudag kl. 16.15. Þetta er fyrsti opin- beri fyrirlestur Ólínu frá því hún hlaut doktors- nafnbót við heimspeki- deild sl. vor, en áður hef- ur hún haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar um íslenska trúarhætti, þjóðsögur, þjóðtrú og þéttbýlis- sagnir síðari tíma. Rannsóknarviðhorf hennar er þverfaglegt, þar sem nýttar eru rannsóknaraðferðir ýmissa fræði- greina á borð við bókmenntafræði, sagnfræði, þjóðfræði, menningar- og félagssögu. Efni fyrirlestrarins byggir á nýút- gefinni doktorsritgerð hennar (Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum) með áherslu á einn afmarkaðan þátt ís- lenskra galdramála, nefnilega hlut kvenna. Ólína segir hlut kvenna í íslenskum galdramálum umhugsunarefni eink- um þar sem það heyrði nánast til undantekninga að konur væru brenndar á báli fyrir galdra hérlend- is. „Í sunnanverðri Evrópu eru þess dæmi að konur og börn hafi verið 75% líflátinna galdramanna við fjöldaaftökur á sautjándu öld. Hér á landi voru einungis tvær konur brenndar á báli á sjálfri brennuöld- inni, en heimildir eru til um tvær brennur á konum aldirnar á undan, þ.e. 1343 og 1580,“ segir Ólína. „Sú staðreynd – hve konur eru fáar í hópi saksóttra og líf- látinna galdramanna á Íslandi – vekur ýmsar spurningar um samfélagsað- stæður, menningar- hefð og stöðu kon- unnar yfirleitt,“ heldur hún áfram. „Að svo stöddu lofa ég engum svörum við þeim spurning- um, en vonast engu að síður til þess að geta varpað ljósi á hina íslenzku galdrakonu, mynd hennar og afdrif í menningarsög- unni.“ Ólína varði doktorsritgerð sína, Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum í ís- lenskum bókmenntum og þjóðfræð- um, frá heimspekideild Háskóla Ís- lands síðastliðið vor. Hún hefur verið stundakennari í þjóðfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands frá 1991 og sjálfstætt starf- andi fræðimaður við Reykjavík- urAkademíuna frá stofnun hennar 1999. Ólína var borgarfulltrúi í Reykja- vík 1990-1994 en hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður við útvarp, sjónvarp og á dagblöðum í hátt á annan áratug. Eftir hana liggja þrjár bækur auk fjölda greina og fyrirlestra í blöðum og tímaritum. Hún er gift Sigurði Péturssyni sagn- fræðingi og eiga þau fimm börn. Fyrirlestur um aðild kvenna að galdramálum Ólína Þorvarðardóttir HÓPUR leikhúslistafólks undir merkjum Einleik- hússins hefur hafið vinnu við verkefni sem ber vinnuheitið Harakiri eða Stefnumót við fröken Júlíu. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en leikarar eru Árni Pétur Guðjóns- son, Pálína Jónsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar er Þórunn Ás- dís Óskarsdóttir. „Þetta er tilraunaverkefni, þar sem list leikarans er lögð til grundvallar og mark- vissar tilraunir og skipu- lagðar rannsóknir á tján- ingarmeðulum hans eru helsti útgangspunktur og leiðarljós í skap- andi starfi hópsins,“ segja þau um verkefnið. „En þó að unnið sé út frá þeirri hugmynd að leikarinn sé þunga- miðja leiklistarinnar, uppsprettan og frumkrafturinn í þeirri orkustöð sem við köllum leikhús, er engu að síður leitað fanga í leikbókmennt- unum og hefur innblástur verið sótt- ur í leikrit Strindbergs, fröken Júlíu.“ Stuðst er við nýja þýðingu Sigrún- ar Sólar Ólafsdóttur, en leikritið hefur nokkrum sinnum áður verið sviðsett hérlendis. „Strind- berg ætlaði sér að skapa ferskar leikpersónur fyrir nýja tíma þegar hann samdi Fröken Júlíu fyrir rúmri öld, – innblásinn af nýjustu hræringum í vísindum og listum. Helsti frumkraftur verksins, sjálf kynhvötin, er blessunarlega enn til stað- ar, – en hafa hugmyndir okkar og fordómar varð- andi kynferði, kynhneigð, kynhlutverk og kynhegðun hugsanlega breyst eitt- hvað? Þessari spurningu og ótal öðrum er leitast við að svara í vinnuferli sem brýt- ur upp hefðbundnar vinnu- aðferðir og tekur mið af stefnumóti; stefnumóti leikaranna við hvorn annan, stefnumóti leikaranna við æf- ingar og hugmyndir, leikstjórann, textann og áhorfendur.“ Frumsýning er fyrirhuguð í mars en ekki er enn ákveðið hvar sýn- ingar fara fram. Morgunblaðið/Golli Leikhópurinn sem á stefnumót við fröken Júlíu. Stefnumót við fröken Júlíu ÁRNI Páll Jóhannsson, hönnuður íslenska skálans á Expo, heims- sýningunni í Hannover, hefur ver- ið fenginn til að laga skálann að nýju hlutverki og nýju umhverfi við höfuðstöðvar danska stórfyr- irtækisins Danfoss í Nordborg á Suður-Jótlandi en Danfoss keypti skálann seint á síðasta ári. Ætl- unin er að skálinn verði hluti af nýjum framtíðargarði Danfoss. Gengið var frá samningum milli Danfoss og Línuhönnunar um verkið nú í vikunni og mun Línu- hönnun hafa yfirumsjón með því að taka niður skálann í Hannover og setja hann upp í Nordborg. „Ég verð eiginlega verktaki hjá Línu- hönnun, sem hefur yfirstjórn á verkfræðiþættinum og fjármálun- um,“ segir Árni Páll og bætir við að Gagarín muni sjá um að hanna margmiðlunarefni fyrir Danfoss. Stendur í stöðuvatni Hann segir að skálinn verði fyrsta húsið í garðinum og að garðurinn verði hannaður í kring- um skálann. „Næsta eitt og hálft árið verðum við í því að reisa skál- ann og hanna nýtt inn í hann og nýtt umhverfi í kringum hann. Við ætlum að láta hann standa úti í stöðuvatni og inngangurinn í hann verður að neðanverðu,“ segir Árni Páll og bætir við að innandyra megi sjá og heyra umfjöllun um vatnið og uppruna þess. Á svæðinu er fyrir lítið sögusafn um Danfoss. Áætlað er að garðurinn verði full- mótaður innan tíu ára. „Þeir eru mjög sniðugir og framsæknir hjá Danfoss og spara ekkert til,“ segir Árni. Íslenski skálinn hluti af framtíðargarði Danfoss Ljósmynd/Christian Augustin Biðröð við íslenska skálann á Expo í Hannover. Hann verður nú tekinn niður og fluttur til Danmerkur. SAUTJÁN aðilar hafa fengið úthlut- að styrkjum úr sjóðnum Gjöf Jón Sig- urðssonar, alls 5 milljónir króna. Styrkþegar að þessu sinnu eru: Aðalgeir Kristjánsson, fyrir ritið Nú heilsar þér á Hafnarslóð, kr. 300.000; Aðalheiður Guðmundsdóttir, vegna útgáfu á Úlfhams rímum og Úlfhams sögu 200.000 kr.; Erna Sverrisdóttir, fyrir ritið Orð af eldi, 200.000 kr., Guðjón Friðriksson fyrir ritið Einar Benediktsson, ævisaga, II.-III., 200.000 kr. og Nýjustu frétt- ir! Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga, 200.000 kr.; Helgi Guðmundsson og Sumarliði Ís- leifsson, fyrir ritið Með framtíðina að vopni, 200.000 kr.; Herdís Helgadótt- ir, vegna ritsins Konur í hersetnu landi. Ísland á árunum 1940-1947, 200.000 kr.; Hið íslenska bókmennta- félag (Gunnar H. Ingimundarson), vegna ritsins Annálar 1400-1800 Lykilbók I, mannanafnaskrá í sam- antekt Einars Arnalds og Eiríks Jónssonar 300.000 kr.; Jón Viðar Jónsson fyrir fræðilega útgáfu á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjóns- sonar og væntanlega heildarútgáfu á ljóðum og lausu máli skáldins, 200.000 kr. og væntanlega heildarút- gáfu á leikritum Guðmundar Steins- sonar, 200.000 kr.; Jón Þ. Þór vegna ritanna Aldamót og endurreisn og væntanleg ævisaga dr. Valtýs Guð- mundssonar, 200.000 kr. fyrir hvort rit; Kristrún Heimisdóttir vegna rits- ins Athugun á fullveldi Íslands, 200.000 kr., Páll Valsson vegna rit- anna Jónas Hallgrímsson, ævisaga 300.000 kr. og væntanleg ævisaga Bjarna Thorarensen, 200.000 kr.; Sigrún Pálsdóttir, vegna ritsins „Icelandic Culture in English Thought“, 300.000 kr., Sigrún Sig- urðardóttir fyrir ritið Elskuleg móðir mín, 200.000 kr., Svanhildur Ósk- arsdóttir vegna ritsins „Universal history in fourteenth century Ice- land: Studies in AM 764 4to“, 300.000 kr.; Sögufélagið, Helgi Skúli Kjart- ansson og Guðmundur Jónsson, vegna útgáfu yfirlitsritsins um sögu Íslands á 20. öld. Að ritinu vinna auk Helga og Guðmundar þeir Eggert Þór Bernharðsson, Guðjón Friðriks- son og Gunnar Karlsson, 400.000 kr.; Þorvaldur Gylfason fyrir ritið Við- skiptin efla alla dáð, 200.000 kr. og Ættfræðifélagið, Ólafur H. Óskars- son, vegna ritsins Manntal 1910 V-VI Reykjavík, 300.000 kr. Verðlauna- nefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Hana skipa nú Ólaf- ur Oddsson, Ragnheiður Sigurjóns- dóttir og Magdalena Sigurðarsdóttir. Sjóðurinn var stofnaður sam- kvæmt erfðaskrá Ingibjargar Ein- arsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, 12. desember 1897. Alþingi samþykkti reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881 og þær voru staðfestar af konungi 27. apríl 1882. Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin rit og styrkti útgáfu þeirra og merkra heimildarita. Síðar varð sjóðurinn, sakir verðbólgu, lítils megnugur en 29. apríl 1974 ákvað Al- þingi að efla hann með árlegu fram- lagi. Úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar FJALLAÐ verður um framtíð- arskipan Listaháskóla Íslands og húsnæðismál hans á félags- fundi í Félagi um Listaháskóla Íslands í kvöld, miðvikudags- kvöld. Hjálmar H. Ragnarsson rekt- or mun kynna áform um nýjar deildir innan skólans; tónlistar- deild og hönnunardeild, og Kristinn E. Hrafnsson, sem sit- ur í stjórn skólans fyrir hönd Félags um Listaháskóla Ís- lands, greinir frá þeim hug- myndum sem nú eru uppi um húsnæðismál Listaháskóla Ís- lands. „Kristinn mun reifa þær til- lögur sem uppi eru varðandi framtíðarstaðsetningu skólans. Allt verður þetta rætt í ljósi ný- legrar skýrslu Björns Hallsson- ar um húsnæðismál Listahá- skólans en línurnar skýrðust mjög eftir að sú skýrsla var gerð opinber,“ segir Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður og stjórnarmaður í Félagi um Listaháskóla Íslands. Geta gengið í félagið á staðnum Hann hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og skiptast á skoðunum. „Þeir listamenn sem enn hafa ekki gengið í félagið geta gerst félagar á staðnum og tekið þar með virkan þátt í stefnumótun þess og þeirri hugmyndavinnu sem þar fer fram,“ segir Gunn- steinn. Fundurinn er haldinn í hús- næði Listaháskólans á Laugar- nesvegi 91 í kvöld og hefst kl. 20. Húsnæðismál Listaháskóla rædd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.