Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 14.02.2001, Síða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 29 HVERJUM bálið brenn- ur – aðild kvenna að ís- lenskum galdramálum, nefnist fyrirlestur dr. Ólínu Þorvarðardóttur í hátíðarsal Háskóla Ís- lands, aðalbyggingu, á fimmtudag kl. 16.15. Þetta er fyrsti opin- beri fyrirlestur Ólínu frá því hún hlaut doktors- nafnbót við heimspeki- deild sl. vor, en áður hef- ur hún haldið fjölda fyrirlestra og skrifað greinar um íslenska trúarhætti, þjóðsögur, þjóðtrú og þéttbýlis- sagnir síðari tíma. Rannsóknarviðhorf hennar er þverfaglegt, þar sem nýttar eru rannsóknaraðferðir ýmissa fræði- greina á borð við bókmenntafræði, sagnfræði, þjóðfræði, menningar- og félagssögu. Efni fyrirlestrarins byggir á nýút- gefinni doktorsritgerð hennar (Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum) með áherslu á einn afmarkaðan þátt ís- lenskra galdramála, nefnilega hlut kvenna. Ólína segir hlut kvenna í íslenskum galdramálum umhugsunarefni eink- um þar sem það heyrði nánast til undantekninga að konur væru brenndar á báli fyrir galdra hérlend- is. „Í sunnanverðri Evrópu eru þess dæmi að konur og börn hafi verið 75% líflátinna galdramanna við fjöldaaftökur á sautjándu öld. Hér á landi voru einungis tvær konur brenndar á báli á sjálfri brennuöld- inni, en heimildir eru til um tvær brennur á konum aldirnar á undan, þ.e. 1343 og 1580,“ segir Ólína. „Sú staðreynd – hve konur eru fáar í hópi saksóttra og líf- látinna galdramanna á Íslandi – vekur ýmsar spurningar um samfélagsað- stæður, menningar- hefð og stöðu kon- unnar yfirleitt,“ heldur hún áfram. „Að svo stöddu lofa ég engum svörum við þeim spurning- um, en vonast engu að síður til þess að geta varpað ljósi á hina íslenzku galdrakonu, mynd hennar og afdrif í menningarsög- unni.“ Ólína varði doktorsritgerð sína, Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum í ís- lenskum bókmenntum og þjóðfræð- um, frá heimspekideild Háskóla Ís- lands síðastliðið vor. Hún hefur verið stundakennari í þjóðfræðum við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands frá 1991 og sjálfstætt starf- andi fræðimaður við Reykjavík- urAkademíuna frá stofnun hennar 1999. Ólína var borgarfulltrúi í Reykja- vík 1990-1994 en hefur starfað sem frétta- og dagskrárgerðarmaður við útvarp, sjónvarp og á dagblöðum í hátt á annan áratug. Eftir hana liggja þrjár bækur auk fjölda greina og fyrirlestra í blöðum og tímaritum. Hún er gift Sigurði Péturssyni sagn- fræðingi og eiga þau fimm börn. Fyrirlestur um aðild kvenna að galdramálum Ólína Þorvarðardóttir HÓPUR leikhúslistafólks undir merkjum Einleik- hússins hefur hafið vinnu við verkefni sem ber vinnuheitið Harakiri eða Stefnumót við fröken Júlíu. Leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson en leikarar eru Árni Pétur Guðjóns- son, Pálína Jónsdóttir og Sigrún Sól Ólafsdóttir. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar er Þórunn Ás- dís Óskarsdóttir. „Þetta er tilraunaverkefni, þar sem list leikarans er lögð til grundvallar og mark- vissar tilraunir og skipu- lagðar rannsóknir á tján- ingarmeðulum hans eru helsti útgangspunktur og leiðarljós í skap- andi starfi hópsins,“ segja þau um verkefnið. „En þó að unnið sé út frá þeirri hugmynd að leikarinn sé þunga- miðja leiklistarinnar, uppsprettan og frumkrafturinn í þeirri orkustöð sem við köllum leikhús, er engu að síður leitað fanga í leikbókmennt- unum og hefur innblástur verið sótt- ur í leikrit Strindbergs, fröken Júlíu.“ Stuðst er við nýja þýðingu Sigrún- ar Sólar Ólafsdóttur, en leikritið hefur nokkrum sinnum áður verið sviðsett hérlendis. „Strind- berg ætlaði sér að skapa ferskar leikpersónur fyrir nýja tíma þegar hann samdi Fröken Júlíu fyrir rúmri öld, – innblásinn af nýjustu hræringum í vísindum og listum. Helsti frumkraftur verksins, sjálf kynhvötin, er blessunarlega enn til stað- ar, – en hafa hugmyndir okkar og fordómar varð- andi kynferði, kynhneigð, kynhlutverk og kynhegðun hugsanlega breyst eitt- hvað? Þessari spurningu og ótal öðrum er leitast við að svara í vinnuferli sem brýt- ur upp hefðbundnar vinnu- aðferðir og tekur mið af stefnumóti; stefnumóti leikaranna við hvorn annan, stefnumóti leikaranna við æf- ingar og hugmyndir, leikstjórann, textann og áhorfendur.“ Frumsýning er fyrirhuguð í mars en ekki er enn ákveðið hvar sýn- ingar fara fram. Morgunblaðið/Golli Leikhópurinn sem á stefnumót við fröken Júlíu. Stefnumót við fröken Júlíu ÁRNI Páll Jóhannsson, hönnuður íslenska skálans á Expo, heims- sýningunni í Hannover, hefur ver- ið fenginn til að laga skálann að nýju hlutverki og nýju umhverfi við höfuðstöðvar danska stórfyr- irtækisins Danfoss í Nordborg á Suður-Jótlandi en Danfoss keypti skálann seint á síðasta ári. Ætl- unin er að skálinn verði hluti af nýjum framtíðargarði Danfoss. Gengið var frá samningum milli Danfoss og Línuhönnunar um verkið nú í vikunni og mun Línu- hönnun hafa yfirumsjón með því að taka niður skálann í Hannover og setja hann upp í Nordborg. „Ég verð eiginlega verktaki hjá Línu- hönnun, sem hefur yfirstjórn á verkfræðiþættinum og fjármálun- um,“ segir Árni Páll og bætir við að Gagarín muni sjá um að hanna margmiðlunarefni fyrir Danfoss. Stendur í stöðuvatni Hann segir að skálinn verði fyrsta húsið í garðinum og að garðurinn verði hannaður í kring- um skálann. „Næsta eitt og hálft árið verðum við í því að reisa skál- ann og hanna nýtt inn í hann og nýtt umhverfi í kringum hann. Við ætlum að láta hann standa úti í stöðuvatni og inngangurinn í hann verður að neðanverðu,“ segir Árni Páll og bætir við að innandyra megi sjá og heyra umfjöllun um vatnið og uppruna þess. Á svæðinu er fyrir lítið sögusafn um Danfoss. Áætlað er að garðurinn verði full- mótaður innan tíu ára. „Þeir eru mjög sniðugir og framsæknir hjá Danfoss og spara ekkert til,“ segir Árni. Íslenski skálinn hluti af framtíðargarði Danfoss Ljósmynd/Christian Augustin Biðröð við íslenska skálann á Expo í Hannover. Hann verður nú tekinn niður og fluttur til Danmerkur. SAUTJÁN aðilar hafa fengið úthlut- að styrkjum úr sjóðnum Gjöf Jón Sig- urðssonar, alls 5 milljónir króna. Styrkþegar að þessu sinnu eru: Aðalgeir Kristjánsson, fyrir ritið Nú heilsar þér á Hafnarslóð, kr. 300.000; Aðalheiður Guðmundsdóttir, vegna útgáfu á Úlfhams rímum og Úlfhams sögu 200.000 kr.; Erna Sverrisdóttir, fyrir ritið Orð af eldi, 200.000 kr., Guðjón Friðriksson fyrir ritið Einar Benediktsson, ævisaga, II.-III., 200.000 kr. og Nýjustu frétt- ir! Saga fjölmiðlunar á Íslandi frá upphafi til vorra daga, 200.000 kr.; Helgi Guðmundsson og Sumarliði Ís- leifsson, fyrir ritið Með framtíðina að vopni, 200.000 kr.; Herdís Helgadótt- ir, vegna ritsins Konur í hersetnu landi. Ísland á árunum 1940-1947, 200.000 kr.; Hið íslenska bókmennta- félag (Gunnar H. Ingimundarson), vegna ritsins Annálar 1400-1800 Lykilbók I, mannanafnaskrá í sam- antekt Einars Arnalds og Eiríks Jónssonar 300.000 kr.; Jón Viðar Jónsson fyrir fræðilega útgáfu á Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjóns- sonar og væntanlega heildarútgáfu á ljóðum og lausu máli skáldins, 200.000 kr. og væntanlega heildarút- gáfu á leikritum Guðmundar Steins- sonar, 200.000 kr.; Jón Þ. Þór vegna ritanna Aldamót og endurreisn og væntanleg ævisaga dr. Valtýs Guð- mundssonar, 200.000 kr. fyrir hvort rit; Kristrún Heimisdóttir vegna rits- ins Athugun á fullveldi Íslands, 200.000 kr., Páll Valsson vegna rit- anna Jónas Hallgrímsson, ævisaga 300.000 kr. og væntanleg ævisaga Bjarna Thorarensen, 200.000 kr.; Sigrún Pálsdóttir, vegna ritsins „Icelandic Culture in English Thought“, 300.000 kr., Sigrún Sig- urðardóttir fyrir ritið Elskuleg móðir mín, 200.000 kr., Svanhildur Ósk- arsdóttir vegna ritsins „Universal history in fourteenth century Ice- land: Studies in AM 764 4to“, 300.000 kr.; Sögufélagið, Helgi Skúli Kjart- ansson og Guðmundur Jónsson, vegna útgáfu yfirlitsritsins um sögu Íslands á 20. öld. Að ritinu vinna auk Helga og Guðmundar þeir Eggert Þór Bernharðsson, Guðjón Friðriks- son og Gunnar Karlsson, 400.000 kr.; Þorvaldur Gylfason fyrir ritið Við- skiptin efla alla dáð, 200.000 kr. og Ættfræðifélagið, Ólafur H. Óskars- son, vegna ritsins Manntal 1910 V-VI Reykjavík, 300.000 kr. Verðlauna- nefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Hana skipa nú Ólaf- ur Oddsson, Ragnheiður Sigurjóns- dóttir og Magdalena Sigurðarsdóttir. Sjóðurinn var stofnaður sam- kvæmt erfðaskrá Ingibjargar Ein- arsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar forseta, 12. desember 1897. Alþingi samþykkti reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881 og þær voru staðfestar af konungi 27. apríl 1882. Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin rit og styrkti útgáfu þeirra og merkra heimildarita. Síðar varð sjóðurinn, sakir verðbólgu, lítils megnugur en 29. apríl 1974 ákvað Al- þingi að efla hann með árlegu fram- lagi. Úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar FJALLAÐ verður um framtíð- arskipan Listaháskóla Íslands og húsnæðismál hans á félags- fundi í Félagi um Listaháskóla Íslands í kvöld, miðvikudags- kvöld. Hjálmar H. Ragnarsson rekt- or mun kynna áform um nýjar deildir innan skólans; tónlistar- deild og hönnunardeild, og Kristinn E. Hrafnsson, sem sit- ur í stjórn skólans fyrir hönd Félags um Listaháskóla Ís- lands, greinir frá þeim hug- myndum sem nú eru uppi um húsnæðismál Listaháskóla Ís- lands. „Kristinn mun reifa þær til- lögur sem uppi eru varðandi framtíðarstaðsetningu skólans. Allt verður þetta rætt í ljósi ný- legrar skýrslu Björns Hallsson- ar um húsnæðismál Listahá- skólans en línurnar skýrðust mjög eftir að sú skýrsla var gerð opinber,“ segir Gunnsteinn Ólafsson tónlistarmaður og stjórnarmaður í Félagi um Listaháskóla Íslands. Geta gengið í félagið á staðnum Hann hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og skiptast á skoðunum. „Þeir listamenn sem enn hafa ekki gengið í félagið geta gerst félagar á staðnum og tekið þar með virkan þátt í stefnumótun þess og þeirri hugmyndavinnu sem þar fer fram,“ segir Gunn- steinn. Fundurinn er haldinn í hús- næði Listaháskólans á Laugar- nesvegi 91 í kvöld og hefst kl. 20. Húsnæðismál Listaháskóla rædd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.