Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.02.2001, Qupperneq 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ „UNDANFARIN fimm ár höfum við hvorki þegið greiða né sérstaka meðferð frá Evr- ópusambandinu (ESB). Það sem hefur áunnist höfum við áorkað sjálfir,“ sagði Charlie McCreevy fjármálaráðherra Íra eftir fund fjármálaráðherra Evrópusam- bandslandanna á mánudag, þar sem þeim „tilmælum“ var beint til Íra að draga fjárlög sín saman um 0,6 prósent af þjóðar- framleiðslu. McCreevy, sem hefur í fjölmiðl- um verið kallaður „keltneska útgáfan af Margaret Thatcher“, lét engan bilbug á sér finna og var ómyrkur í máli er hann gagn- rýndi þessa ákvörðun ESB. Tilmælin hafa ekkert bindandi gildi og Írum er frjálst að láta þau sem vind um eyru þjóta. Þau eru samt í raun þyngstu ákúrur, sem fjármála- ráðherrarnir geta veitt og það er ætlast til að þeim sé hlýtt. Það eru fleiri en McCreevy, sem vilja undirstrika sjálfstæði gagnvart ESB. Göran Persson, forsætisráðherra Svía, sagði í gær að sænska stjórnin hygðist nota svigrúm til skattalækkana. Gordon Brown fjármálaráðherra Breta brást illa við gagn- rýni fundarins á væntanlegar opinberar fjárfestingar Breta og bak við tjöldin hljóta Tony Blair forsætisráðherra Breta og aðrir breskir evrusinnar að hafa stunið þungt að þessi „sjálfstæðisumræða“ skildi blossa upp einmitt núna. Tilmælin hafa enn á ný vakið upp vanga- veltur um gildi stöðugleikasamkomulagsins og möguleika ESB til að bregðast við stefnu ríkja evrusvæðisins í ríkisfjármálum. Um leið vaknar upp spurningin hvort afleiðing sameiginlegar peningastefnu verði sameig- inleg efnahagsstefna og þar með skatta- stefna. Bæði í Svíþjóð, Bretlandi og víðar í og utan evrusvæðisins, er slíkt tal olía á eld andstæðinga hins efnahagslega og peninga- lega samruna (EMU). Í Bretlandi eru kosn- ingar á næsta leiti, þar sem evran verður óhjákvæmilega rædd. Eða eins og Guardian sagði í leiðara í gær af lágværri breskri kímni þá má segja margt um ESB, en „eng- inn getur ásakað ESB um að hafa næmi fyr- ir réttri tímasetningu.“ Írar eiga hagvaxtarmet ESB McCreevy getur keikur bent á að Írland eigi hagvaxtarmet í ESB, tólf prósent und- anfarin ár, verðbólgan á niðurleið, fjárlaga- afgangur nemur 4,7 prósentum af þjóðar- framleiðslu og írska stjórnin greiðir óðfluga niður skuldir sínar. Þó hann undirstriki að Írar eigi ESB ekkert sérstakt að þakka þá er það meðal annars vegna þess að framlög ESB til Írlands, þessa fyrrum fátæka ESB- bróður, eru gjarnan talin ástæðan fyrir met uppgangi á Írlandi undanfarinn áratug. Ír- land hefur vart hlotið sérlega greiðasemi frá ESB, en eðlilega notið góðs af þróunarsjóð- um ESB til að byggja upp nútíma atvinnulíf í stað gamaldags landbúnaðarþjóðfélags. Samhliða stuðningi ESB hefur farið markviss stefna stjórnvalda um að koma Ír- landi inn í samtímann. Ný hátæknifyrirtæki spretta upp í vaxtarhvetjandi umhverfi. Listamönnum er búið hagstætt skattaum- hverfi á Írlandi, höfundalaun ekki skattlögð. Margir popplistamenn hafa til dæmis skattaheimili sitt á Írlandi, sem ýtir undir alls kyns þjónustu, til dæmis lögfræði- og endurskoðunarþjónustu. Hagkerfið tútnar út, en það hefur einnig verið bent á að ein afleiðing þess sé stóraukið bil milli ríkra og fátækra. Fasteignaverð hefur rokið upp í Dyflinni um 20 prósent árlega undanfarin ár með tilheyrandi áhrifum. Af hverju ekki Ítalía og Frakkland? McCreevy hefur farið allt aðra leið en hagfræðikenningar framkvæmdastjórnar ESB gera ráð fyrir. Þegar Írar tóku á evr- unni slaknaði á gengisstefnu þeirra. Við slíkar aðstæður gera kenningarnar ráð fyrir samdrætti í ríkisumsvifum til að sporna gegn verðbólgu. McCreevy velur hins vegar hina leiðina. Hann segir að helstu verðbólguhvatarnir í írsku hagkerfi, sem kýldu verðbólguna upp í 5,6 prósent á liðnu ári, sjö prósent í desem- ber, séu utanaðkomandi áhrif: Tekur hann sem dæmi hækkandi olíuverð, lægri vexti á evrusvæðinu og hærra verð á innflutningi vegna lágs gengis evrunnar. Nú er fjár- málaráðherrann írski hins vegar rólegur, sér fram á lækkandi olíuverð og samdrátt í Bandaríkjunum, sem skili sér inn í írskt hagkerfi. Með þetta í huga og í ljósi þess að verulegur afgangur er á fjárlögum boðaði McCreevy skattalækkanir upp á 400 millj- ónir breskra punda í desember. Hann óttast ekki aukna verðbólgu, sem muni gera öðr- um evrulöndum lífið leitt. Kenningin írska er að skattalækkanir dragi úr þrýstingi á launakröfur í sjóðheitu hagkerfinu – og muni því spyrna gegn verðbólgu, ekki auka hana. „Stundum verður að refsa besta nemand- anum í bekknum,“ sagði Romano Prodi for- maður framkvæmdanefndar ESB í síðustu viku um tilmælin til Íra. Þetta gleður þó hvorki Íra, né dregur athyglina frá spurn- ingunni af hverju fyrstu tilmælunum af þessu tagi sé beint til Íra. Írar vega ekki þungt í heildarhagkerfi ESB og skattalækk- anirnar þar mælast vart á Evrópuskala. Þess vegna finnst ýmsum ómaklegt að Írar séu sérstaklega teknir fyrir. Brown er ekki fjármálaráðherra í evru- landi og virðist reyndar helst ekki vilja vera það, en fékk ákúrur fyrir að ætla að auka opinber útgjöld, sem munu á næstu árum breyta fjögurra prósenta fjárlagaplús í eins prósents mínus. Brown fylgir hins vegar eigin „gullnum reglum“ hvað varðar opinber útgjöld. Útgjöld eru að hans mati fjárfest- ingar til að bæta upp fyrir vanfjárfestingar undanfarna áratugi, ekki bara eyðsla og Brown er ósáttur við að framkvæmdastjórn ESB fellst ekki á þessi rök hans. Á fundinum á mánudag fengu Ítalir við- vörun um að láta fjárlagahallann ekki aukast. Opinberar skuldir þeirra nema 120 prósentum af þjóðarframleiðslu, þó EMU- viðmiðunin sé 60 prósent. Frakkar lækkuðu skatta á síðasta ári og þá segir sagan að framkvæmdastjórnin hafi viljað ávíta þá, en ekki fengið það í gegn sökum pólitísks þrýstings. Það er ekki sama hvort það er stór eða lítil EMU-þjóð sem í hlut á. Í leiðara Financial Times í gær er ályktað sem svo að þó Írland tefli vissulega djarft með fjármálastefnu sinni hafi það verið illa til fundið að byrja á því að ávíta Írland, því ástandið þar spretti ekki af mistökum, held- ur glæsilegum árangri. Ef markmiðið sé að vara land eins og Ítalíu við og koma þeim skilaboðum áleiðis að röng fjármálastefna verði ekki þoluð þá sé viðvörunin líka mis- tök, því írskar aðstæður séu allt aðrar en önnur EMU-lönd búi við. Fyrst sameiginleg gengisstefna, svo skattastefna? Þegar stöðugleikasamkomulagið var sam- þykkt í desember 1996, reyndar í Dyflinni, höfðu leiðtogar ESB mestar áhyggjur af fjárlagahalla aðildarríkjanna,enda meðal- hallinn í ESB-löndunum þá sjö prósent af þjóðarframleiðslu. Enginn virtist hugleiða að skjótt skipast veður í lofti. Nú sitja EMU-löndin uppi með stöðug- leikasamkomulag, sem gerir ráð fyrir sekt- um fyrir að fara yfir mörkin í skuldasöfnun og fjárlagahalla. Hins vegar sé einungis hægt að beita tilmælum, er hafa ekkert gildi, ef þenslan er aukin með öðrum hætti, til dæmis með skattalækkunum. Þess vegna er aðeins hægt að grípa til máttleysilegra aðgerða við núverandi aðstæður, þegar alda skattalækkana gengur yfir ESB. Framkvæmdastjórnin hefur lagt fram hugmyndir um að löndin verði samstíga í fjárlagagerð, meðal annars að þau tilkynni hvert öðru um væntanlegar skattalækkanir og að framkvæmdastjórnin kynni hugmynd- ir sínar um skynsamlega fjárlagastefnu. Finnar og Spánverjar hafa jafnvel lagt til að árlega móti ESB ramma utan um fjárlög að- ildarríkjanna. Hugmyndir í þessa veru hleypa hrolli í marga stjórnmálamenn. Það er ekkert nýtt að sameiginleg skatta- stefna sé rædd í tengslum við EMU. Alveg frá því að EMU var komið á koppinn hafa margir nefnt að án hennar gæti EMU ekki gengið til lengdar. Málið var bara að sökum útbreiddrar tortryggni á EMU víða um Evrópu þá var sameiginleg skattastefna of stór biti ofan á allt hitt. Eitt var að sjá á bak þjóðmynt, en með öllu útilokað að leiðandi stjórnmálamenn viðurkenndu að með EMU væru þeir til lengdar í raun einnig að afsala sér undirtökunum á fjármálastefnu og þar með skattastefnu landa sinna. Ákvæðum stöðugleikasáttmála Evrópusambandsins beitt í fyrsta skipti við litlar undirtektir Írar ávíttir að ósekju? Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hafa ávítt Íra fyrir stefnu þeirra í ríkisfjármálum. Sigrún Davíðsdóttir segir marga þeirrar skoðunar að nær hefði verið að ávíta sum stærri ríki sambandsins. TALSMENN alþjóðlegra hjálpar- stofnana hvöttu í gær til þess að aðstoð yrði aukin við Mongólíu en þar hafa tveir óvenju harðir vetur í röð vald- ið því að hirð- ingjar, sem eru um þriðjungur landsmanna, eiga erfitt upp- dráttar vegna skorts á högum, sögn AP-frétta- stofunnar. Snjór og klaki þekja víða graslendi og samanlagt hefur um milljón naut- gripa, sauðfjár, hesta og geita fall- ið, að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna og mongólskra stjórn- valda. Veturinn núna er sagður sá harðasti í hálfa öld og sums staðar hefur frostið farið í mínus 49 gráð- ur á selsíus. Óttast er að í sumar muni um fjórðungur alls búfjár hafa fallið. Víða lokar snjór fjallvegum og því erfitt að koma mat, lyfjum og skepnufóðri til afskekktra byggða. Í héruðum suðvestan við höfuð- borgina Ulan Bator sjást á víð og dreif beinagrindur úr föllnum dýr- um. Gordon Johnson, sem er land- búnaðarsérfæðingur og starfar á vegum SÞ í Ulan Bator, telur það hafa enn aukið á erfiðleikana hve margir hafa á ný tekið upp lífs- hætti hirðingja eftir hrun komm- únismans í landinu 1991. Búfénaði hafi fjölgað úr 26 milljónum 1992 í 33 milljónir 1998 og ofbeit siglt í kjölfarið; vetrarhörkurnar komi því harðar niður en ella. Um tvær og hálf milljón manna býr í Mongólíu. Að sögn Sólveigar Ólafsdóttur, sendifulltrúa Rauða krossins, sem var nýlega í Mong- ólíu í viku, er þó ekki um að ræða hungursneyð. En horfurnar til lengri tíma erumjög slæmar og ör- vænting og depurð ríkir meðal fólks sem sér skepnurnar horfalla. „Snjórinn er ekki mikill á mæli- kvarða okkar Íslendinga, víða að- eins tíu sentimetrar en vegna um- hleypinga hefiur myndast klaki sem þekur allt. Nú eru enn eftir þrír mánuðir af vetrinum og venju- lega fellur mest af gripunum á vor- in, í svona slæmu árferði hafa ærn- ar ekki nægan styrk til að bera og síðan mjólka fyrir afkvæmin. Ég heimsótti um tíu fjölskyldur í héraðinu Töv og flestar þeirra eru þegar búnar að missa um helming hjarðanna. Ein þeirra átti alls um 1200 skepnur, mest sauðfé og geitur en líka 200 hross, 40 kýr og 70 hestar. Allar kýrnar höfðu drepist og alls er nær helmingur dýranna fallinn. Þau höfðu einnig misst tvo af fjórum úlföldum sem yfirleitt eru síðustu skepnurnar sem drepast, þeir þola nær allt en þessir tveir áttu víst stutt eftir. Ég sá að helmingur dýranna sem enn lifðu var mjög veikburða, þau hímdu bara og sum voru nánast rænulaus vegna hungurs og kulda. Vegna þurrka sl. sumar og þess hve snemma fór að snjóa náðu hús- dýrin ekki að byggja upp líkams- fitu til að þola betur veturinn. Sum þessara veslings dýra eru núna með blóðuga hófa og klaufir vegna þess að þau hafa reynt að krafsa í gegnum klakann til að reyna að finna gras.“ Skortur á taði til hitunar Sólveig sagði að hirðingjarnir notuðu tað til að hita upp flókatjöld sín og fólk ætti því erfiðara með að verjast kuldanum vegna skorts á eldiviði. Ungbörn væru í mestri hættu, þau fengju mikið af pestum eins og kvefi, niðurgangi og flensu en hún sagði suma fullorðna einnig vera með kalsár vegna kuldans. „Mikið af efnahagslífi Mongólíu tengist afurðum hirðingjanna, þjóðin flytur út kasmírull, húðir og kjöt. En þarna eru einnig námur og ýmsir aðrir atvinnuvegir. Hirð- ingjarnir heyja ekki heldur fara á milli svæða í leit að haglendi, á sumrin beita þeir dýrunum í fjöll- unum en færa sig neðar á veturna. Þeir eiga því engan vetrarforða af fóðri og fjölskyldan sem ég minnt- ist á var að búa sig undir að færa sig í þriðja sinn núna í vetur,“ sagði Sólveig Ólafsdóttir. Geysilegir vetrarkuldar í Mongólíu Búfé hríð- fellur í harð- indunum Reuters Dauðu sauðfé hefur verið staflað upp í Sergelen-sýslu í Mongólíu. Fjölskylda bóndans, sem heitir Tserendash, hefur misst 120 af alls 690 skepnum sínum. Sólveig Ólafsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.