Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið Greiningarstöðvar Þroskahömlun ungra barna Á MORGUN og áföstudag verðurhaldið námskeið um þroskahömlun ungra barna á vegum Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkis- ins. Dr. Tryggvi Sigurðs- son flytur nokkur erindi á þessu námskeiði. Hann var spurður um hvað hann ætl- aði að fjalla í sínu máli. „Ég ætla að fjalla um al- þjóðlegar skilgreiningar á þroskahömlum, leiðir til greiningar og félagsþroska og hegðun ungra barna með þroskahömlun. Í fjórða erindinu fjalla ég svo um þróun og framtíð- arhorfur þessara barna.“ – Hvernig er þroska- hömlun skilgreind? „Þroskahömlun er yfir- leitt skilgreind út frá tveimur mælikvörðum, annars vegar skerðingu á vitsmunaþroska og hins vegar erfiðleikum í félags- þroska og hegðun. Það er einkum stuðst við þrjú alþjóðlega viður- kennd flokkunarkerfi. Í fyrsta lagi flokkunarkerfi Alþjóðlegu heil- brigðismálastofnunarinnar ICD-10, frá 1992, í öðru lagi flokk- unarkerfi bandarísku geðlækna- samtakanna DSM-4 frá 1994 og í þriðja lagi flokkunarkerfi AAMR, frá 1993, frá samtökum áhuga- og fagfólks í Bandaríkjunum um þroskahömlun.“ – Eru öll þessi kerfi notuð sam- hliða við greiningu? „Nei, það er misjafnt eftir lönd- um hver þeirra eru notuð en það algengasta er ICD-10 kerfið.“ – Erum við Íslendingar með eitthvert kerfi sem staðfært er? „Já, við notum mest ICD-10 sem er þýtt á íslensku og notað m.a. hér á Greiningarstöðinni.“ – Hvernig er þroskahömlun greind? „Við greiningu á þroskahömlun eru í grundvallaratriðum notaðar tvenns konar aðferðir, það eru annars vegar stöðluð mælitæki, t.d. greindarpróf og matslistar fyrir félagslega aðlögunarhæfni, og hins vegar klínískt mat.“ – Er þroskahömlun á mjög mis- munandi stigi milli einstaklinga? „Þroskahömlun er mjög flókin fötlun, ólíkt því sem menn halda, og fötlun þeirra sem eru með þroskahömlun er mjög ólík. Fólk með þroskahömlun skiptist í mjög marga hópa sem m.a. eru skil- greindir út frá ólíkum orsökum og einkennum. Litningagallar mynda stóran hóp þar sem verið er að skilgreina þroskahömlun út frá orsökum, en sá hópur skiptist svo innbyrðis út frá mismunandi litn- ingagöllum, t.d. Downs-heilkenni, Williams-heilkenni, brotgjarnt X- heilkenni og ótal margt annað. Annar mjög stór hópur er þar sem orsakir þroskahömlunar eru ekki þekktar og það er í tæplega helm- ingi tilvika. Það er flókið að greina þroskahömlun, m.a. vegna þess hve þessir hópar eru ólíkir inn- byrðis og hafa hver sín sérkenni, þrátt fyrir sameigin- lega fötlun sem kölluð er þroskahömlun.“ – Þú ætlar að ræða um félagsþroska og hegðun ungra barna – hvað ætlar þú að segja um það mál? „Ólíkt því sem menn kannski halda er það ekki vitsmunaþroski í hefðbundnum skilningi sem ræður mestu um það hvernig þeim sem búa við þroskahömlun vegnar á fullorðinsárum. Hæfni í félagsleg- um samskiptum hefur úrslitaáhrif á það hvernig börnunum vegnar í nútíð og framtíð. Í greindarpróf- um er yfirleitt verið að meta hæfi- leika til að tileinka sér nám en þau leggja ekki mat á félagsfærni og hegðun sem er jafnvel mikilvæg- ari í sambandi við það hvernig fólki vegnar í lífinu. Þess má geta að ýmiskonar geðræn vandamál eru mun algengari hjá þeim sem eru þroskahamlaðir en almennt gerist. Við þekkjum í dag aðferðir til að koma í veg fyrir og veita meðferð við þessum erfiðleikum og lykillinn að því er að byrja nógu snemma. Um þetta ætla ég að tala í tengslum við framtíðarhorfur barna með þroskahömlun.“ – Hvaða fleiri erindi verða hald- in á námskeiðinu? „Stefán J. Hreiðarsson, barna- læknir og forstöðumaður Grein- ingarstöðvar, mun fjalla um lækn- isfræðilega þætti í tengslum við þroskahömlun. Jóna G. Ingólfs- dóttir, þroskaþjálfi og sérkennari, fjallar um það sem við köllum „snemmtæka íhlutun“, fyrir ung þroskaheft börn og foreldra þeirra, með því er átt við marg- víslegar aðgerðir sem miða að því að draga úr áhrifum fötlunarinnar og aðstoða foreldra við uppeldi þroskahamlaðra barna. Maggý Magnúsdóttir félagsráðgjafi talar um fjölskyldumiðaða þjónustu og áherslu í samstarfi og loks mun Ásrún Guðmundsdóttir leikskóla- kennari og ráðgjafi hjá Leikskólum Reykjavík- ur fjalla um þá þjón- ustu sem stendur börn- um með þroskahömlun til boða í leikskólum.“ Í tengslum við námskeiðið gef- ur Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins út fræðilegt rit um þroskahömlun. Í ritinu er fjallað um helstu atriði sem varða þessa fötlun. Ritið er tæplega hundrað síður og fjölmargir höfundar eiga þar efni. Ritið var unnið fyrir styrk frá Starfsmenntunarsjóði félagsmálaráðuneytisins. Ráð- stefnugestir fá þetta rit afhent. Tryggvi Sigurðsson  Tryggvi Sigurðsson fæddist 26. 12. 1950 í Reykjavík. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1971 og BA- próf í sálfræði frá Háskóla Ís- lands 1974. Embættisprófi í sál- fræði lauk hann frá háskólanum í París 1977 og doktorsprófi frá saman skóla 1997. Hann hefur starfað við athugunar- og grein- ingardeildina í Kjarvalshúsi, síð- ar Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins, þar sem hann starfar enn og er auk þess ráðgefandi sérfræðingur við barnadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Tryggvi er kvæntur Elsu Guðmundsdóttur mynd- menntakennara og eiga þau einn son og Tryggvi á eina dóttur að auki. Þroskahöml- un er mjög flókin fötlun Er þetta ekki bara eitthvað heimatilbúið hjá þér, hr. Gaui bæjó? Eruð þið Eyjamenn ekki með um 10% kvótans og er ekki 1/5 aðkomumanna í eyjaflotanum, góði? GÍSLI Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, segir það umhugsunarefni hvernig húsnæðismál Byggðastofn- unar, sem flytja á til Sauðárkróks, séu að þróast. Gert hafi verið ráð fyrir að Byggðastofnun myndi kaupa húsnæði af sveitarstjórn í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki en nú hafi sú fregn borist að stofnunin ætli að hverfa frá þeim hugmyndum og leigja húsnæði þess í stað. Ákvörðunin valdi ákveðnum von- brigðum meðal sveitarstjórnar- manna, enda hafi Valgerður Sverr- isdóttir viðskiptaráðherra sagt opinberlega að Byggðastofnun myndi kaupa húsnæði þegar til- kynnt var um flutning stofnunarinn- ar. Þá komi það mjög á óvart að Kaupfélag Skagfirðinga hafi boðið Byggðastofnun húsnæði til leigu í höfuðstöðvum KS við Ártorg. Spurningar hafi því vaknað um hagsmunaárekstra þar sem formað- ur KS sitji einnig í sveitarstjórn. „Mér finnst ekki heppilegt að Byggðastofnun sé til húsa í Kaup- félagi Skagfirðinga,“ sagði Gísli í samtali við Morgunblaðið. „Stjórn- sýsluhúsið er í miðbæ Sauðárkróks og ef stofnunin yrði þar til húsa, yrði meiri myndarbragur á henni, en ef hún leigði skrifstofuaðstöðu af Kaupfélagi Skagfirðinga.“ Gísli sagði það ennfremur illskilj- anlegt að Byggðastofnun skyldi hverfa frá þeirri ákvörðun að kaupa húsnæði á Sauðárkróki en leigja það þess í stað. „Ef rökin fyrir því að leigja hús- næði í stað þess að kaupa það eru þau að spara fé, hví giltu þau rök ekki á meðan Byggðastofnun var til húsa í Reykjavík? Þá var talið nauð- synlegt að Byggðastofnun ætti hús- næðið og farið var í að breyta því fyrir talsvert fé að auki. Þegar flytja á starfsemina út á land virðast hins vegar önnur sjónarmið gilda og það vekur upp spurningar um byggða- stefnuna í víðu samhengi; hvort Byggðastofnun treysti sér til að kaupa húsnæði í Reykjavík frekar en úti á landi? Auk þess bjóðum við húsnæðið í Stjórnsýsluhúsinu langt undir kostnaðarverði svo sparnaðar- rök Byggðastofnunar verða æ ill- skiljanlegri.“ 98 þúsund krónur fyrir fermetrann Að sögn Gísla fékk Byggðastofn- un kauptilboð með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar sem hljóð- aði upp á 98 þúsund krónur fyrir fer- metrann og leigutilboð upp á 980 krónur fermetrann. „Þegar húsið var gert upp á sínum tíma var því breytt í leiðinni fyrir umtalsvert fé, þannig að kostnaður- inn við það er mun meiri en þessar 98 þúsund krónur segja til um.“ Hann sagði að langt væri síðan sveitarstjórnin hefði samþykkt að bjóða Byggðastofnun Stjórnsýslu- húsið til kaups og leggja mikla áherslu á að kaupin gengju eftir. „Við erum líka tilbúin að leigja Byggðastofnun húsnæðið en það kemur þó ekki til álita að undirbjóða Kaupfélag Skagfirðinga í þessum efnum. Ef Byggðastofnun telur það eðlilegt að fara inn í Kaupfélag Skagfirðinga, þá verður hún einfald- lega að gera það.“ Forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar segir ákvörðun um húsnæðismál Byggðastofnunar valda vonbrigðum Telur röksemdafærslu Byggðastofnunar hæpna UNGLINGAR yngri en 18 ára gátu keypt tóbak í 71% verslana í Graf- arvogi en 20% verslana í Breiðholti, að því er fram kemur í niðurstöðum nýrrar könnunar Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, ÍTR, í tengslum við átakið „Seljum börn- um og unglingum ekki tóbak“. Farið var í 162 verslanir í Reykjavík og gátu unglingarnir keypt tóbak í 79 verslunum, eða 49% tilvika, ef miðað er við Reykja- vík í heild sinni. Könnunin var framkvæmd um sl. mánaðamót. Starfsmenn ÍTR fóru á sölustaði ásamt unglingunum. Unglingarnir reyndu að kaupa sér tóbak og starfsmenn fylgdust með. Niður- stöðurnar voru síðan skráðar ásamt athugasemdum. Áberandi erfiðast reyndist fyrir unglinga að kaupa sér tóbak í Breiðholti þar sem 20% verslana seldu þeim tóbak en í Grafarvogi var þetta hlutfall 71%. Í Vestur- bænum var hlutfallið 35%, Bústaða- hverfi 38%, Árbæ og Kjalarnesi 42%, Voga-, Langholts- og Laug- arneshverfi 52%, í Hlíða-, Mýra- hverfi í gamla Austurbæ var hlut- fallið 63%. Reykjavíkurborg, Tóbaksvarnar- nefnd og Verzlunarmannafélag Reykjavíkur standa fyrir átaks- verkefninu „Seljum börnum og unglingum ekki tóbak“. Helmingur verslana selur unglingum tóbak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.