Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI 18 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Herrar! Nýr ilmur frá Guerlain handa elskunni á Valentínusardaginn Útsölustaðir: Snyrtistofan Guerlain Óðinsgötu, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Clara Kringlunni, Hygea Laugavegi, Oculus Austurstræti, Stella Bankastræti, Andorra Hafnarfirði, Keflavíkur Apótek, Hjá Maríu, Amaro Akureyri og Glerártorgi, Farðinn Vestmannaeyjum. KJÖRIN hefur verið ný stjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og skipa hana þeir Sigurður Einarsson, sem jafnframt er stjórnarformaður, Guðmundur Hauksson, Geirmundur Kristinsson, Ásgeir Sólbergsson og Friðrik Friðriksson, en í varastjórn eru Ólafur Ásgeirsson, Ólafur Har- aldsson og Ingólfur Helgason. Þá hefur Örn Gústafsson látið af störf- um sem forstjóri Frjálsa fjárfesting- arbankans og í hans stað hefur stjórn bankans ráðið Kristin Bjarna- son, núverandi yfirmann fjármála og rekstrar, sem framkvæmdastjóra bankans og taka þessar breytingar gildi þegar í stað. Örn Gústafsson mun hverfa til starfa hjá Kaupþingi hf., og að sögn Ólafs Ásgeirssonar, forstöðumanns hjá Kaupþingi, mun Örn sinna sér- verkefnum til að byrja með. Að- spurður segir Ólafur að ákveðið hafi verið að gera nokkrar áherslubreyt- ingar á starfsemi Frjálsa fjárfesting- arbankans, en ekki muni koma til uppsagna af þeim ástæðum. Hann segir að vegna skipulagsbreyting- anna muni tíu til fimmtán starfs- menn flytjast yfir til Kaupþings en um 25 starfsmenn verði áfram hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Í framhaldi af kaupum Kaupþings hf. og samstarfsaðila á meirihluta hlutafjár í Frjálsa fjárfestingar- bankanum hf. hefur verið ákveðið að hætta starfsemi Markaðsviðskipta- sviðs bankans. Hann hefur hætt miðlun markaðsverðbréfa og eigin viðskiptum með skráð verðbréf. Vegna þessarar ákvörðunar hafa verðbréf bankans í veltubók verið seld fyrir milligöngu Kaupþings. Þrír starfsmenn Markaðsvið- skiptasviðs Frjálsa fjárfestingar- bankans hafa lokið störfum fyrir bankann en hafið störf í Markaðsvið- skiptum Kaupþings. Í tilkynningu til Verðbréfaþings segir að ákvörðun þessi hafi engin áhrif á stöðu við- skiptavina bankans en starfsfólk Frjálsa fjárfestingarbankans muni beina viðskiptamönnum sínum til Kaupþings til þess að annast verð- bréfaviðskipti fyrir þeirra hönd. Frjálsi fjárfestingarbankinn Ný stjórn og nýr framkvæmdastjóri Örn Gústafsson Kristinn Bjarnason SAMKOMULAG tókst milli Línu.- Nets hf. og Motorola, sem er fram- leiðandi tæknibúnaðar, um afslátt á búnaði, sem Lína.Net keypti af Motorola, vegna ágreinings um búnaðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Línu.Neti nam þessi afsláttur 60 milljónum króna. Þetta samkomulag var gert í framhaldi af úrskurði gerðardóms vegna kaupa Línu.Nets á fyrirtæk- inu Irju ehf. fyrir um ári. Eftir kaupin kom upp ágreiningur milli kaupanda og seljanda og krafðist kaupandi þess að verðið yrði lækk- að úr 250 milljónum króna í 50 milljónir króna. Eins og Alfreð Þorsteinsson, stjórnarformaður Línu.Nets og Orkuveitu Reykjavík- ur, sagði í Morgunblaðinu í gær úr- skurðaði gerðardómurinn að verðið skyldi lækkað um 25 milljónir króna, í 225 milljónir. Sagði hann venju að gerðar séu ýtrustu kröfur fyrir gerðardómi svo eðlilegt væri að krafan hefði ekki öll náðst fram. Hver ber ábyrgð á of háu kaupverði? Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi D-listans, hefur gagnrýnt kaup Línu.Nets á Irju og haldið því fram að greitt hafi verið of hátt verð. „Það er augljóst þegar litið er til þess sem stjórnarformaður Orku- veitunnar og Línu.Nets segir, að allar tölur sem ég hef haldið fram eru réttar og að kaupendur telja sig hafa verið svikna með þessum kaupum á Irju. Að vísu reynir stjórnarformaðurinn að láta það líta þannig út að gerðardómurinn sé einhver prúttmarkaður sem menn leiti til þegar þeir hafi átt viðskipti og reyni að prútta niður verðið og geri þar ýtrustu kröfur. Staðreyndin er bara sú að þeir keyptu hluti sem þeir sáu síðan að voru mun verðminni en þeir ætluðu og fóru í mál því þeir töldu sig vera svikna. Gerðardómur kemst að þeirri niðurstöðu að þeir hafi gert þetta með opin augu, með öðrum orðum að þeir hafi klúðrað málinu og eytt peningum skattborgara í Reykjavík í tóma vitleysu. Í fram- haldi af þessu hlýtur maður svo að spyrja sig hver ber ábyrgð í þessu máli,“ segir Guðlaugur Þór. Orkuveitan eykur hlut sinn við hlutafjáraukningu Samkvæmt upplýsingum frá Línu.Neti hf. var samþykkt heimild til aukningar hlutafjár í fyrirtæk- inu síðast liðið haust. Heimildin nam 100 milljónum króna að nafn- verði, sem þýddi aukningu úr 314 í 414 milljónir. Hluthafar áttu for- kaupsrétt að ákveðnum hlutum en jafnframt var viðskiptabanka félagsins, Sparisjóði vélstjóra, boð- ið að kaupa hlut. Orkuveita Reykjavíkur er stærsti hluthafi Línu.Nets, með 214 milljóna króna hlut, eða um 52% eftir hlutafjár- aukningu. Orkuveitan keypti um 9 milljónir króna að nafnvirði, eða um 100 milljónir á kaupverði, af því hlutafé sem var til sölu. Lína.Net hafði verið skráð fyrir hluta af eldra hlutafé, þannig að nú eru um 90 milljónir eftir til ráðstöfunar. Forkaupsréttarhafar hafa nú fallið frá forkaupsrétti á viðbót- arhlutafénu og verið er að und- irbúa sölu á þeim 90 milljónum króna sem eftir eru af aukning- unni, en ekki hefur verið tekin ákvörðun um tímasetningu hennar eða hverjum verður selt. Spurður að því hvers vegna verið væri að auka hlutafé fyrirtækisins nú segir Eiríkur Bragason, fram- kvæmdastjóri þess, að alltaf hafi staðið til að fjármagna uppbygg- ingu fjarskiptakerfisins með sölu hlutafjár. Búið sé að byggja upp umfangs- mikið ljósleiðaranet á höfuðborg- arsvæðinu og suðurlandsundir- lendi, verið sé að setja IP-netbúnað ofan á það, búið sé að setja upp ör- bylgjukerfi á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, í Hveragerði og á Sel- fossi og Tetra-kerfi sem nær yfir suðvestur hornið og muni spila lyk- ilhlutverk í öryggiskerfi landsins. Allar þessar fjárfestingar kosti fé og séu í samræmi við áætlanir, en það taki hins vegar tíma fyrir þær að skila sér. Íslandssími hf. á 27 milljóna króna hlut að nafnvirði í Línu.Neti. Þessi hlutur jafngildir tæplega 9% hlutafjár fyrir hlutafjáraukningu, en eftir að hlutafé hefur verið auk- ið um 100 milljónir króna sam- svarar þetta 61⁄2% hlutafjár. Pétur Pétursson, upplýsinga- og kynn- ingastjóri Íslandssíma, segir að fyrirtækinu hafi ekki borist nein formleg tilkynning um hlutafjár- aukningu og því liggi engin ákvörð- un fyrir um málið. Kristján Gíslason, stjórnarfor- maður Radíómiðunar, situr í stjórn Íslandssíma og í stjórn Línu.Nets fyrir Íslandssíma. Hann segir hlutafjáraukninguna í vinnslu hjá Línu.Neti og hún hefi ekki verið kynnt í stjórn Íslandssíma. Hann segir einnig að Íslandssími stefni ekki að því að auka hlut sinn í Línu.Neti. Ástæðan sé sú að Ís- landssími standi sjálfur í miklum framkvæmdum og nýti fjármuni sína í þær. Tal hf. á 15 milljónir að nafn- verði í Línu.Neti. Forstjóri Tals, Þórólfur Árnason, segir fremur ólíklegt að fyrirtækið muni auka hlut sinn í Línu.Neti enda fjárfesti Tal almennt ekki í öðrum fjar- skiptafyrirtækjum en einbeiti sér þess í stað að uppbyggingu eigin kerfis. Hann segir fyrirtækið hafa fjárfest í Línu.Neti á sínum tíma til að tryggja samkeppni í leigulínum og fastaneti og það skipti miklu fyrir rekstraröryggið að hafa ekki aðeins aðgang að einu kerfi. Skýrr hf. á 30 milljónir króna að nafnverði í Línu.Neti. Hreinn Jak- obsson, forstjóri Skýrr, segir að Skýrr hafi ákveðið að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni. Ákvörðunin stafi hins vegar ekki af vantrú á Línu.Neti, því Skýrr hafi fulla trú á fyrirtækinu og starfsemi þess. Aðrir hluthafar eru Kaupthing Luxemburg með 18 milljónir króna, Talenta-Hátækni með 7 milljónir króna, Sparisjóður vél- stjóra með 3 milljónir króna og um 350 starfsmenn Orkuveitu Reykja- víkur og Línu.Nets sem skipta á milli sín 16 milljónum króna að nafnverði. Lína.Net fékk 60 m.kr. afslátt frá Motorola HAGNAÐUR Þróunarfélags Ís- lands hf. eftir skatta á árinu 2000 var 414,7 milljónir króna samanborið við 629,3 milljónir árið áður. Í tilkynn- ingu frá félaginu segir að megin- ástæða minni hagnaðar sé lækkun á verði skráðra hlutabréfa. Raunávöxtun hlutabréfa í eigu Þróunarfélagsins var 19,8% á árinu. Nafnávöxtun hlutabréfa félagsins, sem skráð eru á Aðallista Verðbréfa- þings Íslands, var 28,5%. Gengis- hagnaður hlutabréfa nam alls 850 milljónum króna, þar af var innleyst- ur hagnaður vegna sölu hlutabréfa 461 milljón og óinnleystur gengis- hagnaður 389 milljónir. Hlutabréfa- eign Þróunarfélagsins nam samtals 5.389 milljónum króna í árslok og skuldabréfaeign 1.195 milljónum. Hlutafé félagsins er 1.100 milljón- ir króna og voru 477 hluthafar skráð- ir í árslok 2000. Hluthafar fengu 35,3% ávöxtun á hlut sinn að 20% arðgreiðslu meðtalinni. Í tilkynningu félagsins segir að stjórn þess muni leggja til við aðal- fund, þann 14. mars næstkomandi, að hluthöfum verði greiddur 15% arður af hlutum sínum í félaginu, eða 165 milljónir króna. Þokkalega sáttur í ljósi aðstæðna Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélagsins, segist þokkalega sáttur við afkomuna á síð- asta ári í ljósi aðstæðna en árið hafi verið erfitt fyrir fjárfesta víðast hvar. Félagið hafi nú náð yfir 400 milljóna króna hagnaði eftir skatta 5 ár í röð. Hins vegar hafi félagið verið með í kringum þúsund milljónir í hagnað eftir 6 og 9 mánuði á síðasta ári. Verulega hafi því kvarnast af hagnaði félagsins á síðustu þremur mánuðum ársins, sérstaklega vegna lækkunar á verði hlutabréfa innan- lands. Hann segir að um 65% af heildareignum félagsins séu í hluta- bréfum sem séu skráð á Verðbréfa- þingi Íslands. Fyrir félagið hafi því mest að segja hvað gerist hér á landi. -   (%%%                                                       &'()*+* )&(+,  )(+)  &-.+( *.*/$0/ /'/00+, /'/.)+& *.*/$0/ )1+-2 &02 /+(.  !"#$ %&#&  '"#"   (')#&   !  &&#' ' "")#$  ! *)#'+ )&+ )#%' !"+ #+ !$ %+ !$#+ !$ + $&%+ & %+ "+ $&%+ "#+    '  ( ))     ( ))         ' /&'&.'%% /&'&.'$$      '  Ársuppgjör Þróunarfélags Íslands hf. Hagnaður 415 milljónir króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.