Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 49
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 49
Auglýsing
um tillögu að deiliskipulagi Búðarháls-
virkjunar og Búðarhálslínu 1 á Holta-
mannaafrétti og Landmannaafrétti
Sveitarstjórnir Ásahrepps, Djúpárhrepps og
Holta- og Landsveitar auglýsa hér með tillögu
að deiliskipulagi Búðarhálsvirkjunar og Búðar-
hálslínu 1, skv. 25. gr. skipulags- og byggingar-
laga nr. 73/1997. Tillagan tekur til allt að 120
MW virkjunar við Búðarháls og Búðarhálslínu
1. Fyrsti skipulagsuppdráttur ásamt greinar-
gerð eru til sýnis á skrifstofum Ásahrepps og
Holta- og Landsveitar að Laugalandi og á skrif-
stofu Djúpárhrepps í samkomuhúsinu Þykkva-
bæ frá 14. febrúar 2001 til 14. mars 2001. Enn-
fremur er tillagan til sýnis hjá Skipulagsstofn-
un, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeim sem telja
sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn
kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdum skal skila til skrifstofa hrepp-
anna fyrir 28. mars 2001 og skulu þær vera
skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir
innan tilskilins frests teljast samþykkir tillög-
unni.
SvSveitarstjórnir Ásahrepps,
Djúpárhrepps og Holta- og
Landsveitar.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Fyrirlestur um barnsmissi
Ný dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð,
efna til fyrirlesturs um barnsmissi fimmtudag-
inn 15. febrúar í safnaðarheimili Háteigskirkju
kl. 20.00. Sr. Ingileif Malmberg, sjúkrahúsprest-
ur á barnadeildum Landspítala, mun í erindi
sínu fjalla um þá sorg sem foreldrar upplifa
við missi barns og hvaða ólíku svið sorgin
snertir við þessar aðstæður.
Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 500.
ÓSKAST KEYPT
Mót og byggingakrani
Óskum eftir að kaupa eða leigja byggingakrana
(43-45 metra bómulengd) og ca 45 lengdar-
metra af mótum í tvöföldu byrði.
Skrifleg tilboð óskast send ÁHÁ-byggingum,
Hlíðasmára 9, Kópav., í síðasta lagi 23. febrúar.
TILKYNNINGAR
Móttaka flóttamanna
árið 2001
Félagsmálaráðuneytið auglýsir eftir sveitar-
félagi sem er reiðubúið að taka á móti 20—25
flóttamönnum á árinu 2001. Í samráði við Flótt-
amannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður
tekin ákvörðun um hvaðan flóttafólkið kemur.
Þegar tekin er ákvörðun um hvaða sveitarfélag
skuli samið við, er tekið mið af aðstæðum öll-
um, svo sem félagsþjónustu, heilbrigiðsþjón-
ustu, atvinnuástandi, skólamálum og framboði
á húsnæði.
Umsóknir skulu hafa borist félasmálaráðuneyt-
inu eigi síðar en 26. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Hanna Sigríður
Gunnsteinsdóttir, ritari Flóttamannaráðs.
Félagsmálaráðuneytið,
12. febrúar 2001.
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Huglækningar/heilun
Sjálfsuppbygging.
Samhæfing líkama og sálar.
Áran. Fræðslumiðlun.
Halla Sigurgeirsdóttir,
andlegur læknir.
Uppl. í síma 553 8260 f.h.
ÝMISLEGT
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1812148 8½ II*
GLITNIR 6001021419 I
I.O.O.F. 7 18121471/2 8.0.
I.O.O.F. 9 1812147½ Þb.
HELGAFELL 6001021419 VI
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Háaleitisbraut 58—60.
Samkoma í Kristniboðssalnum í
kvöld kl. 20.30.
Lilja Sigurðardóttir flytur frá-
söguþátt frá Kína: Vakningin í
kvennafangelsinu. Blandaður
kór syngur. Hugleiðing: Guð-
laugur Gunnarsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
Netfang http://sik.is .
Myndasýning í FÍ-salnum
miðvikud. 14. febr. kl. 20.30.
Heimamenn í Gnúpverja-
hreppi fjalla um þjóðlendur í
máli og myndum og Ólafía
Aðalsteinsdóttir um smala-
leið á Stórastíg að Fjallabaki.
Verð 500 kr., kaffiveitingar í hléi,
allir velkomnir.
Gönguskíðaferð sunnud. 18.
febr. kl. 10.30. Fararstjóri Gestur
Kristjánsson.
Uppselt er orðið í nokkrar sum-
arleyfisferðir, greiðið staðfest-
ingargjaldið strax til að tryggja
pöntun ykkar.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Aðalfundur BÍF
Aðalfundur Bandalags íslenskra farfugla verður
haldinn miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20.00
í Íþróttamiðstöðinni Laugardag (efsta
húsið, önnur hæð). Venjuleg aðalfundarstörf.
Eftir fundinn verður gestum boðið að skoða
nýja Farfuglaheimilið á Sundlaugavegi 34, sem
verður opnað nú í vor.
Stjórnin.
KR-konur KR-konur
Miðilsfundur með Valgarði
Einarssyni verður haldinn í
kvöld, miðvikudagskvöldið 14.
febrúar kl. 20.15 í Frostaskjóli.
(Húsinu verður lokað kl. 20.30).
Allir velkomnir.
Stjórnin.
TIL að vekja athygli landsmanna á
þjóðlendum var á síðasta sumri fitj-
að upp á gönguferðum um þjóð-
lendur í Gnúpverjahreppi. Þarna er
mikil náttúrufegurð sem fáir hafa
lagt leið sína um aðrir en heima-
menn í leit að fé.
Teknar voru fjölmargar myndir
á þessum slóðum sem verða sýndar
á myndasýningu Ferðafélags Ís-
lands í F.Í.-salnum, miðvikudag-
inn14. febrúar, auk þess sem gripið
verður til eldri mynda í bland og
sýningin krydduð frásögnum frá
fyrri tímum. Það eru heimamenn í
Gnúpverjahreppi sem sýna, Björg
Eva Erlendsdóttir frá Hamarsheiði,
Sigurður Páll Ásólfsson frá Ásólfs-
stöðum og Árdís Jónsdóttir frá
Eystra-Geldingaholti.
Ferðafélag Íslands efnir einnig
til ferðar um Stórastíg að Fjalla-
baki. Þar liggur leiðin m.a. að upp-
tökum Markarfljóts yfir Faxa,
Ferðamannaöldu og Sultarfit og
niður með Eystri-Rangá svo nokk-
uð sé nefnt. Fararstjórinn Ólafía
Aðalsteinsdóttir ætlar að sýna og
fjalla um þessa leið í máli og mynd-
um á þessari myndasýningu í kvöld.
Sýningin hefst kl. 20.30 og er að-
gangseyrir 500 kr. Kaffiveitingar í
hléi eru innifaldar.
Ljósmynd/Ólafía Aðalsteinsdóttir
Frá Stórastíg, úr Klukkugili á leið í Dalakofa.
Þjóðlendur og
smalaleiðir á myndum
KENNARAHÁSKÓLI Íslands hef-
ur nýlega auglýst framhaldsnám
fyrir haustið 2001. Fjórtán náms-
brautir verða í boði. Framhalds-
námið er ætlað kennurum, þroska-
þjálfum og öðrum uppeldisstéttum.
Námið mun nýtast þeim sem vinna
að eða hafa hug á að sinna þróun-
arverkefnum, rannsóknum eða öðr-
um fræðistörfum, námsefnisgerð,
ráðgjafar- og sérfræðistörfum, mati
á skólastarfi eða starfsemi annarra
stofnana. Námið er einnig ætlað
fólki í forystu- og stjórnunarstörf-
um.
Unnt er að ljúka framhaldsnámi
við Kennaraháskólann með þrenn-
um hætti, með formlegri viður-
kenningu (diplómu), meistaraprófi
(M.Ed.) eða doktorsprófi (Ph.D.).
Doktorsnám er nú í fyrsta skipti í
boði og er stefnt að því að tveir til
fimm nemendur hefji nám til dokt-
orsgráðu við skólann nú í haust.
Eftirtaldar námsbrautir eru í
boði: Framhaldsnám fyrir þroska-
þjálfa (30 einingar, fjarnám, þrjú
ár). Námsbrautin er ætluð þroska-
þjálfum sem vinna með fullorðnu
fötluðu fólki.
Íslenska og íslenskukennsla (15–
30 einingar, fjarnám, eitt eða tvö
ár). Námsbrautin er ætluð kenn-
urum á öllum skólastigum.
Kennslufræði og námsefnisgerð
(30 einingar, fjarnám, tvö ár). Nám-
ið er ætlað kennurum á öllum
skólastigum sem áhuga hafa á að
kynnast nýjum stefnum og straum-
um í kennslufræði og námsefnis-
gerð, þróunar- og tilraunastarfi.
Mat og þróunarstarf (15-30 eining-
ar, fjarnám, eitt eða tvö ár). Námið
er ætlað kennurum á öllum skóla-
stigum, þroskaþjálfum, skólastjórn-
endum, stjórnendum stofnana fyrir
fatlaða og kennsluráðgjöfum. Nám
og kennsla ungra barna (15-30 ein-
ingar, bæði fjarnám og staðbundið
nám, eitt eða tvö ár). Náminu er
ætlað að efla færni þátttakenda í
kennslu og öðru uppeldisstarfi sem
lýtur að börnum á aldursbilinu fjög-
urra til tíu ára. Námið er hvort
tveggja í boði sem fjarnám og stað-
bundið nám. Námskrárfræði og
skólanámskrárgerð (15-30 einingar,
fjarnám, eitt eða tvö ár). Námið er
ætlað kennurum á öllum skólastig-
um og tengist nýjum aðalnám-
skrám leik-, grunn- og framhalds-
skóla. Náttúrufræðimenntun (15-30
einingar, fjarnám, eitt eða tvö ár).
Meginmarkmiðið með námsbraut-
inni er að gefa kennurum færi á að
styrkja starfsleikni sína, fagþekk-
ingu og fagleg viðhorf á sviði nátt-
úrufræðimenntunar. Samfélags-
greinar og kennsla þeirra (15
einingar, fjarnám, eitt ár). Námið
er ætlað kennurum í samfélags-
greinum (landafræði, sögu, kristin-
fræði, trúarbragðafræði, félags-
fræði/þjóðfélagsfræði), óháð fyrra
námi þeirra í greinunum. Sér-
kennslufræði (30 einingar, fjarnám,
tvö ár). Stjórnun (30 einingar, fjar-
nám, tvö ár). Námið er einkum ætl-
að skólastjórum og stjórnendum
deilda og stofnana, fag- og ár-
gangastjórum, ráðgjöfum, kennur-
um og þroskaþjálfum sem stefna að
stjórnunarstörfum. Tölvu- og upp-
lýsingatækni (15-30 einingar, fjar-
nám, eitt eða tvö ár). Rannsókn-
artengt framhaldsnám (meistara-
nám 60 einingar og doktorsnám 90
einingar). Tvenns konar rannsókn-
artengt framhaldsnám er í boði við
framhaldsdeild Kennaraháskólans:
meistaranám (M.Ed.) og doktors-
nám (Ph.D.).
Meistaranámið er 60 einingar og
byggist á námskeiðum og meistara-
prófsverkefni. Doktorsnámið er 90
einingar (til viðbótar meistaranámi)
og byggist á námskeiðum, náms-
dvöl við erlendan háskóla og dokt-
orsverkefni (60 einingar).
Auk þessara kosta býður Kenn-
araháskólinn kennurum og þroska-
þjálfum að stunda framhaldsnám
án þess að vera bundnir tiltekinni
námsbraut. Nemendur sem skráðir
eru með þessum hætti geta valið
námskeið af ýmsum námsbrautum
eftir áhuga eða stundað sjálfsnám
með leiðsögn.
Framhaldsnámsbrautirnar eru
flestar með fjarnámssniði, þannig
að unnt er að stunda námið með
starfi. Mikil aðsókn hefur verið í
framhaldsnámið. Að þessu sinni er
áætlað að taka inn allt að 185 nýja
nemendur sem er mikil fjölgun frá
því sem verið hefur. Umsóknar-
frestur er til 5. mars 2001.
Rétt til að sækja um inngöngu
eiga þeir sem lokið hafa fullgildu
starfsmenntanámi á sviði kennslu,
þjálfunar, uppeldis og umönnunar.
Umsækjendur þurfa að hafa a.m.k.
tveggja ára starfsreynslu.
Nánari upplýsingar um námið er
að finna á vefsíðum framhaldsdeild-
ar, sjá vefslóðina: http://www.khi.is/
framhaldsdeild/ Kennaraháskóli Ís-
lands hefur nýlega auglýst fram-
haldsnám fyrir haustið 2001.
Framhaldsnám við
Kennaraháskóla Íslands
EKIÐ var á bifreiðina BR-853, sem
er VW Polo-fólksbifreið, þar sem
hún stóð mannlaus við Háaleitis-
braut 50. Er talið að það hafi átt sér
stað á tímabilinu frá kl. 23 10. feb. sl.
til kl. 11, 12. feb.
Tjónvaldur fór af staðnum án þess
að tilkynna um tjónið og eru því þeir
sem einhverjar upplýsingar geta
gefið, beðnir að snúa sér til lögregl-
unnar í Reykjavík.
Lýst eftir
vitnum