Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.02.2001, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRÉTT af skoðanakönnun sem unn- in var af Gallup fyrir Norðurál er, að mínu mati, nokkuð gölluð. Það er ákaflega mikilvægt þegar slíkar nið- urstöður eru birtar, að greina ná- kvæmlega frá aðferð við gerð könn- unarinnar. Þar skiptir mestu að birta spurningarnar sjálfar orðrétt og ekki aðeins mat Gallup á svörunum. Það er eðli hverrar könnunar að niðurstöð- urnar markast af orðalagi spurninga, svarmöguleikum, og svo mati starfs- manna Gallup á svörunum sem nán- ast aldrei eru einfaldlega já eða nei. Einnig vildi ég benda á að spurning varðandi sanngirni á verði orku til Norðuráls gefur sterklega til kynna að eitthvað annað en vönduð vinnu- brögð liggi að baki könnuninni og að sú niðurstaða sem sóst var eftir hafi ekki verið hlutlaus mynd af sönnum skoðunum almennings. Hvers vegna svo stór orð? Vegna þess að almenn- ingur hefur ekki forsendur til að svara spurningunni – ef spurningin var þess eðlis sem fréttin gefur til kynna. Verðmyndun á orkusölu til mismunandi kaupenda er snúinn reikningur. Til dæmis mætti spyrja hvort byggingarkostnaður uppruna- legra hitaveitumannvirkja á Nesja- völlum, án rafals og annarra þátta raforkuvers, hafi áhrif á orkuverð til Norðuráls. Hluti af þeim kostnaði sem liggur á bak við rafmagnsfram- leiðslu á Nesjavöllum mun áfram verða borinn af viðskiptavinum Orku- veitu Reykjavíkur og nú er óljóst hvort verðskrá Orkuveitunnar ætti að lækka meira þar sem byggingar- og rekstrarkostnaður Nesjavalla dreifist nú á fleiri orkukaupendur. Það sem flækir slík mál í sumum tilvikum eru pólitískar ákvarðanir um orkuverð sem stundum geta fallið úr samhengi þess hver raunverulegur kostnaður af framleiðslu orkunnar er. Þá er óum- flýjanlegt að aðrir viðskiptavinir, al- mennir neytendur, borgi hlutfallslega meira fyrir rafmagn, og ef til vill hita, en eðlilegt væri ef kostnaðarútreikn- ingur einn réði ferðinni. Stundum geta stórir nýir orkukaupendur lækk- að hlutfallslegan kostnað (kr. per kWst) ef orkuver og dreifikerfi nýtast betur í kjölfar aukinnar orkusölu. Það ætti þá að sjást í lækkun orkuverðs til almennra neytenda. Hitt getur einnig gerst að stóriðja kalli á ný orkuver sem ekki lækka hlutfallslegan kostn- aði alls kerfisins mikið, ef nokkuð, og geta jafnvel aukið kostnað. Ef orka til stóriðju frá nýjum orkuverum er seld of lágu verði munu almennir notend- ur þurfa að borga meira fyrir hverja kílówattstund. Hvert er eðlilegt orku- verð til almennings og stóriðju? Al- menningur hefur ekki aðgang að þeim upplýsingum sem geta veitt svar við þeirri spurningu. Að spyrja almenning hvort rafmagnsverð til einstaks kaupanda sé sanngjarnt, án frekari upplýsinga, er því hrein mark- leysa. Þess vegna vildi ég gjarnan vita hvernig spurningin á bak við þessa niðurstöðu í könnuninni var orðuð. FREYR SVERRISSON Tellus Institute 11 Arlington Street Boston MA 02166 fsver@tellus.org Gölluð skoðana- könnun Frá Frey Sverrissyni: HVERS vegna spyr ég þannig? Hverju breytir það að vita slíkt? Er ekki Jóhannes jafn mikið skáld, hvort sem hann var Jónasson eða Jónsson? Ég hefði haldið það. Ljóðum Jóhann- esar kynntist ég fyrst, þegar ljóðabók hans „Ég læt sem ég sofi“ kom út, en það var 1932. Þá vissi ég, að hann var orðinn róttækur í þjóðmálaskoðunum og orti baráttuljóð. Oft horfi ég á Skjáleikinn í Sjón- varpinu. Þar kemur margt fróðlegt fram um hin ólíkustu efni. Mikið er þar spurt um leikara í kvikmyndum og söngvara með ýmsum hljómsveit- um. Þessum spurningum gengur mér illa að svara, manni sem næstum aldrei sækir kvikmyndahús. Betur gengur mér við sagnfræði, landa- fræði og bókmenntir. Mér fannst fengur að því að fá skjávarpið á ný, en það hafði legið niðri um nokkra hríð. Nýlega horfði ég á skjávarpið og reyndi að svara í huganum ýmsum spurningum af sögulegum eða bók- menntalegum toga. Þá birtist á skerminum spurning, sem þannig hljóðaði: Hvers son var Jóhannes út Kötlum? Voru gefnir þrír mögu- leikar, líkt og venja er. En því miður var sá möguleikinn, sem átti að vera sá rétti, ekki sannleikanum sam- kvæmur. Gefið var upp, að Jóhannes hefði verið Jónsson. En þetta var því miður ekki alveg rétt. Á aldarafmæli Jóhannesar skálds úr Kötlum var sett upp sýning um hann og verk hans í Þjóðarbókhlöð- unni, eða í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Þar gaf að líta bréf, sem hann hafði skrifað sem ung- lingur, og þá hét hann einfaldlega Jó- hannes Bjarni Jónasson. Mér fannst sýning þessi á verkum Jóhannesar einkar fróðleg og vel upp sett. Það hefur sem sagt komið fram, að Jóhannes Bjarni var Jónasson, en ekki Jónsson, eins og þeir hjá Skjá- varpinu töldu hann vera. Jóhannes úr Kötlum fæddst á Goddastöðum í Dalasýslu 4. nóvem- ber 1899. Voru foreldrar hans Hall- dóra Guðbrandsdóttir og Jónas Jó- hannesson. Þau fluttust að Ljár- skógaseli, og þar ólst Jóhannes upp. Ekki hefur eiginleg ævisaga þessa merka skálds enn séð dagsins ljós. Hins vegar er ævisaga nemanda hans eins úr Dölum vestur að birtast þjóð- inni, sem sagt ævisaga Aðalsteins Kristmundssonar, er tók sér skálda- heitið Steinn Steinarr. Er ekki nema gott eitt um það að segja. Að lokum þetta: Jóhannes skáld úr Kötlum var Jónasson. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Hvers son var Jóhannes úr Kötlum? Frá Auðuni Braga Sveinssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.