Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isVið vanmetum ekki lið HK, segir þjálfari Hauka /B2 ÍSÍ lýsir yfir vonbrigðum með ákvörðun UMFÍ /B1 4 SÍÐUR20 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r17. f e b r ú a r ˜ 2 0 0 1 HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist leggja áherslu á að sátt náist í sjávarútvegs- málum á grundvelli álits auðlinda- nefndarinnar. Hann ítrekar fyrri yf- irlýsingar um að það komi til álita að hluti af veiðiheimildunum fari á markað þegar verið er að auka afla- kvóta. Kristinn H. Gunnarsson, þing- flokksformaður Framsóknarflokks- ins og varaformaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, setti fram hugmyndir um innköllun aflaheim- ilda og endurúthlutun þeirra á jafn- réttisgrundvelli við utandagskrár- umræðu um skýrslu auðlindanefndar á Alþingi sl. þriðjudag. Hyggst Krist- inn vinna þessari tillögu fylgi innan sjávarútvegsnefndar og einnig innan Framsóknarflokksins, en flokksþing hans verður haldið í næsta mánuði. Við sömu umræðu hafnaði annar þingmaður Framsóknarflokksins, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, hugmyndum um veiðigjald en kvaðst geta fallist á einhverja útgáfu af fyrn- ingarleiðinni. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, kveðst leggja áherslu á að það náist sátt í þessum málum á grundvelli álits auðlinda- nefndarinnar. „Fyrir mitt leyti vil ég vinna á þeim grundvelli. Framsókn- arflokkurinn ályktaði um þessi mál á síðasta flokksþingi og við höfum unn- ið á þeim grundvelli. Við förum ekki út í meiriháttar stefnubreytingu í þessu máli nema flokksþingið sam- þykki það. Ég, Kristinn og aðrir verðum að sætta okkur við niður- stöðu flokksþingsins,“ sagði Halldór. Hann segir að hvort sem valin verði leið fyrningar eða veiðigjalds leggi hann áherslu á að farið verði í allt slíkt með fullri hófsemd þannig að sjávarútvegurinn geti áfram verið helsta stoð samfélagsins. Komið hafi fram að sjávarútvegsfyrirtækin séu rekin með miklum halla og því virðist ekki ára vel til skattlagningar á þau um þessar mundir. „Ég hef opnað á það áður í mínu máli að það komi til álita að hluti af veiðiheimildunum fari á markað þeg- ar um aukningu er að ræða. Á síðasta flokksþingi kom það fram að þegar aflaheimildir færu fram úr tilteknum mörkum kæmi til álita að setja hluta af því magni á markað. Þær sam- þykktir gefa ákveðið svigrúm en að- alatriðið í mínum huga er að vinna að málinu á þeim grundvelli sem ég minntist á áður,“ sagði Halldór. Halldór Ásgrímsson um ummæli Kristins H. Gunnarssonar Sátt sköpuð á grundvelli skýrslu auðlindanefndar HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra setti í gærkvöldi Bridshátíð Flugleiða og Brids- sambands Íslands sem haldin er í 20. sinn á Hótel Loftleiðum um helgina. Á þriðja hundrað spilarar taka þátt í tvímenningsmóti sem lýkur í kvöld og á morgun hefst sveita- keppni með þátttöku um 400 spil- ara. Fjöldi erlendra keppenda frá Svíþjóð, Bretlandi, Póllandi, Bandaríkjunum, Kína og Suður- Afríku tekur þátt í mótinu. Reyna sig við græna borðið Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra setti bridshátíðina og spilaði við hinn þekkta spilara Zia Mahmood. Hann keppir nú fyrir Bandaríkjamenn og hefur komið oftar á hátíðina en nokkur annar erlendur spilari. ÞORSTEINN Már Baldvinsson, for- stjóri Samherja hf., segir að komi til þess að hin svokallaða Japansloðna gefi sig að einhverju marki verði eitt og jafnvel tvö af frystiskipum félags- ins tekin í loðnufrystingu. Skipin sem um ræðir eru Akureyr- in EA og Baldvin Þorsteinsson EA og yrðu þau þá í Grindavík eða Reykja- vík en flokkunarstöð Samherja er í Grindavík. Samtals geta skipin fryst um 1.000 tonn af loðnu á sólarhring. „Ef loðnan gefur sig og flokkast vel tökum við inn skip í frystinguna í samræmi við það. Við höfum gert þetta áður en það hefur þó ekki verið nein Japansloðna undanfarin tvö ár. Loðnan fyrir vestan er stærri núna og væntanlega vinnsluhæf en þetta er líka spurning um tíðarfar og veður hamlar veiðum nú.“ Þorsteinn Már segir að aðstaða til loðnuflokkunar í Grindavík sé góð og ef ekki verði um mikið magn að ræða fari frystingin eingöngu fram í frysti- húsi félagsins þar. Aðspurður um yfirvofandi verkfall sjómanna 15. mars nk. segist Þor- steinn Már ekki vera allt of bjartsýnn á lausn málsins. „Auðvitað vonar maður og trúir því í lengstu lög að við náum að klára þetta mál og það gerir þetta enginn fyrir okkur núna.“ Í athugun að taka tvö frystiskip Samherja hf. í loðnufrystingu Geta fryst um 1.000 tonn á sólarhring TURNINN á Ytri-Njarðvíkurkirkju skemmdist í óveðrinu, sem gekk yfir landið í fyrrinótt, þegar eld- ingu laust niður í hann. Svo virðist sem eldingin hafi farið gegnum turninn og brotið af honum topp- inn. Eldingin olli steypuskemmd- um á 20 cm löngum kafla og var kraftur hennar slíkur að eldinga- vari kirkjunnar dugði ekki til. Eldingin olli einnig rafmagns- skemmdum í kirkjunni en búið var að koma rafmagni á að nýju um há- degisbil í gær. Atvikið hindrar ekki messuhald í kirkjunni. Morgunblaðið/Hilmar Bragi Bárðarson Múrbrot eftir eldinguna í höndum Þóris Jónssonar kirkjuvarðar. Eldingu laust niður í kirkju SJÓNVARPIÐ hóf nýlega birtingu auglýsinga frá Sparisjóðunum fyrir og eftir veðurfréttir á kvölddag- skránni. Útvarpsráð fjallaði sl. haust um beiðni auglýsingadeildar Ríkisútvarpsins um kostun á veð- urfregnum og setti ráðið sig ekki upp á móti þeim áformum, utan varaformaður útvarpsráðs sem bók- aði mótmæli. Magnús Jónsson veð- urstofustjóri er ekki ánægður með þessar auglýsingar og í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa rætt málið við framkvæmdastjóra Sjónvarps. Vonaðist hann til þess að sátt næðist um ákveðnar breyting- ar. Magnús sagði að Veðurstofan hefði ekki komið nálægt undirbún- ingi þessarar kostunar og ekki hefði verið gerður samningur við Sjón- varpið og þaðan af síður við Spari- sjóðina. Hann sagði að eins og þessi auglýsing birtist kæmi hún meira út eins og vörumerki eða „lógó“ veð- urfréttanna. Veður- stofustjóri óánægður Kostun veðurfrétta í Sjónvarpi LÖGREGLAN í Kópavogi handtók mann snemma í gærmorgun þar sem hann reyndi að nota debetkort ann- ars manns á skemmtistað. Maðurinn var nokkuð ölvaður og við leit fund- ust á honum fíkniefni. Lögreglan í Kópavogi stöðvaði einnig í fyrrinótt mann sem grunaður er um ölvunar- akstur. Reyndi að nota debetkort annars manns ♦ ♦ ♦ MIKLAR lakkskemmdir urðu á níu bílum sem lagt var á bílastæði við Síldarvinnsluna í Neskaupstað í gærmorgun þegar fárviðri gekk þar yfir. Bílastæðið er nýtt en ekki hefur verið lögð klæðning á það. Möl þeytt- ist á bílana og skemmdi lakk og braut í þeim rúður. Lögreglan telur að tjónið geti numið hátt á aðra millj- ón króna. Skemmdir á bílum í Neskaup- stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.