Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Börn Mörg yngstu börnin eru líka of þung Læknisfræði Breyta geðlyfin persónuleikanum? Erfðavísindi Genamengi stórt skref á langri leið Inflúensa Hvatt til viðbúnaðar við heimsfaraldriHEILSA Spurning: Hve mikið brenglast persónuleiki við töku á svokölluð- um „gleðilyfjum“, s.s. prosac og fontex? Margir hjartasjúklingar nota prosac og þurfa þess það sem eftir lifir. Ég þekki mann sem hef- ur alla tíð verið mjög lokaður og laus við að flíka skoðunum eða til- finningalífi, en eftir hjartaáfall, gangráðsísetningu og stöðuga prosac-notkun eftir áfallið hefur hann breyst mikið hvað varðar per- sónuleika. Geta þessi lyf losað um þetta og gert manninn að „öðrum“ manni? og þá kemur önnur spurn- ing í beinu framhaldi: Ef maðurinn breytist og fer að sýna tilfinningar og „opnari“ hegðun við þessa lyfja- notkun er það þá önnur persóna eða sú gamla dulbúin sem fer svo aftur í sitt gamla far þegar lyfja- gjöf er hætt? Með kveðju og þakk- læti. Svar: Það eru dálítið skiptar skoðanir um hvað sé persónuleiki og hvað sé geðslag (geðsmunir). Sumir vilja meina að lyf geti breytt persónuleika manna en aðrir telja að einungis sé um að ræða breyt- ingar á geðslagi. Þunglyndislyf (t.d. Prozac eða Fontex) hafa lítil sem engin áhrif á heilbrigða einstaklinga en geta haft veruleg áhrif á þunglynda. Sumir myndu segja að þessi lyf breyti persónuleika þeirra þung- lyndu en aðrir myndu telja að lyfin geri ekki annað en að kalla fram hinn rétta persónuleika einstak- lingsins sem var falinn vegna sjúk- dóms. Persónuleiki manna er mjög flókið fyrirbæri sem erfitt er að skilgreina og enn erfiðara að mæla; þar af leiðir að erfitt er að skil- greina og mæla persónuleikabreyt- ingar. Til eru spurningalistar sem ætlað er að greina persónueigin- leika en þeir eru ekki nákvæmir og um notagildi þeirra eru skiptar skoðanir. Ekki er auðvelt að skil- greina hvað persónuleikabreyting er og hver sé munurinn á persónu- leikabreytingu og geðsveiflu; um það má jafnvel deila hvort persónu- leiki manna geti yfirleitt breyst eft- ir að fullorðinsaldri er náð. Margir heilbrigðir einstaklingar hafa geðsveiflur, þeir eru ýmist glaðir eða daprir, opnir eða lokaðir, blíðir eða árásargjarnir, jákvæðir eða neikvæðir; allt er þetta samt sami einstaklingurinn með sama persónuleikann, hann sýnir bara á sér mismunandi hliðar á mismun- andi tímum. Til eru ýmis lyf sem geta haft áhrif á þætti í geðslagi okkar. Sum róandi lyf og svefnlyf geta valdið deyfð og drunga, þunglyndislyf geta lyft sjúklingnum upp úr drunga þunglyndis og gert hann aftur glaðan, sum geðlyf geta breytt hegðun einstaklingsins þannig að hann kann að virðast önnur persóna og sum flogaveikilyf geta haft veruleg áhrif á geðslag. Það er vel þekkt að sumir sem fá hjartaáfall, heilablóðfall eða annan alvarlegan sjúkdóm, breytist og fari að hegða sé öðruvísi en áður án þess að lyf komi þar við sögu. Þessi viðbrögð eru með ýmsu móti, sumir róast, minnka við sig vinnu og vilja lifa reglusömu og rólegu lífi en aðrir espast upp og vilja reyna og upplifa sem allra mest á skömm- um tíma. Þetta eru allt saman eðli- leg viðbrögð og fæstir myndu flokka það undir persónuleika- breytingu. Geta lyf valdið persónuleikabreytingum? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Viðbrögð  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. FORELDRAR koma til dr. Gil- berts Augusts furðu lostnir. Dæt- ur þeirra, um átta ára gamlar, og stundum yngri, eru þegar farnar að sýna greinileg merki um kyn- þroska. „Þeir segja: Guð minn góður, hún er of ung, gerðu eitt- hvað,“ segir August. Innkirtlafræðingar segja að þeir séu farnir að taka eftir fleiri dæm- um um stúlkur er sýni bráðgeran kynþroska, og sumar læknisfræði- legar rannsóknir bendi til að þessi furðulega þróun sé raunveruleg; að fyrstu einkenni kynþroska séu farin að koma fyr fram í stúlkum nú á tímum en hjá mæðrum þeirra. Hversu snemma? Við átta ára aldur er allt að helmingur svartra stúlkna, og 15 af hundraði hvítra stúlkna, farnar að fá brjóst eða skapahár. Við níu ára aldur er hlutfallið komið í 77% meðal svartra stúlkna og þriðjung hvítra. Jafnvel enn athyglisverðara er að 27% svartra stúlkna og sjö pró- sent hvítra sýna þessi fyrstu ein- kenni kynþroska við sjö ára aldur, samkvæmt tímamótarannsókn er gerð hefur verið á kynþroska. Þar til alveg nýverið hafa læknar og foreldrar ekki búist við að sjá brjóst myndast fyrr en um tíu ára aldur. Fita að verki? Enginn veit hvað veldur þessum breytingum. Fita er helsta getgát- an, vegna þess að offita meðal barna hefur tvöfaldast á undan- förnum tuttugu árum og líkamsfita hefur svo sannarlega áhrif á horm- ón. Sumir vísindamenn eru að leita að sökudólgum í umhverfinu og nefna litla rannsókn sem gerð var í Puerto Rico – þar sem bráðger brjóstaþroski er slíkt vandamál að hann getur hafist við tveggja ára aldur – og bendir til að ákveðin efni í snyrtivörum og plasti kunni að vera ástæðan. Það getur heldur enginn útskýrt muninn á milli kynþáttanna, eða hvort kynþroski er að breytast meðal drengja, sem verið er að byrja að rannsaka. En hvað sem öðru líður, er bráð- ger kynþroski slæmur? Í örfáum tilfellum getur æxli valdið mjög bráðum kynþroska þannig að læknar athuga ætíð þann mögu- leika. Mjög bráðger kynþroski get- ur líka heft vöxt, þannig að stúlkur verði dálítið lágvaxnari en ella. En eftir því sem bráðger kyn- þroski verður venjulegri verður vandinn fremur sá, hvernig stúlk- ur sem enn eru á þeim aldri að þær horfi á teiknimyndir í sjón- varpinu á laugardagsmorgnum, takist á við þessar líkamlegu breytingar, einkum þegar leik- félagar þeirra eru enn flatbrjósta, eða þær draga að sér óvelkomna athygli eldri drengja. „Frá félagssálfræðilegu sjónar- horni er um að ræða barn sem lít- ur út fyrir að vera kynferðislega þroskað á þeim aldri þegar það getur ekki tekið ákvarðanir sem tengjast líkamlegu útliti þeirra. Það er það sem fjölskyldan hefur aðallega áhyggjur af,“ segir dr. August sem er barnainnkirtla- fræðingur í Washington í Banda- ríkjunum. Góðu fréttirnar eru þær, að ald- urinn þegar blæðingar hefjast, sem lækkaði úr 17 ára á nítjándu öld í 12-13 ára um 1960, er enn sá sami. En dr. Marcia Herman-Giddens, við Háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, olli miklum úlfa- þyt 1997 með tímamótarannsókn sinni á sautján þúsund stúlkum, er leiddi í ljós að þau ytri einkenni kynþroska sem koma í ljós á und- an blæðingum – brjóstavöxtur og skapahár – væru farin að koma fram fyr. Nú eru vísindamenn að reyna að leiða í ljós hver ástæðan er. Fita er helsta kenningin. Því feitari sem maður er, þeim mun meiru getur líkami manns breytt af adrenalínhormóni í konuhorm- ónið estrógen. Í blóði of feitra barna er meira af insúlíni, sem einnig hefur áhrif á þroska. Vís- indamenn eru jafnvel að athuga hvort prótínið leptín, sem fitu- frumur framleiða, hafi áhrif á kirtla sem framleiða kynferðis- tengda hormóna. „Þetta þýðir ekki að allar stúlk- ur, er þjást af offitu, muni verða kynþroska fyrr, en að meðaltali verða þær það,“ segir Herman- Giddens sem er sérfræðingur í barnaheilsugæslu. Hreyfing og kynþroski Í tengslum við kenninguna um fitu hafa vaknað áhyggjur af því að of margar stúlkur hreyfi sig lítið. Reglulegar líkamsæfingar geta tafið kynþroska – og má þar nefna fimleikastúlkur og ballettdansara. Sumar rannsóknir benda jafnvel til þess að lítil fæðingarþyngd hafi áhrif, að líkaminn sé að reyna að bæta fyrir of litla næringu í móð- urkviði. Öllu umdeildari eru áhyggjur umhverfissinna af því að ef fóstur komist í snertingu við áveðin efni, einkum aukaafurðir í plastfram- leiðslu og snyrtivöru, svonefnd þalöt, geti það truflað eðlilega hormónavirkni í stúlkum. Benda þeir á rannsókn er gerð var í Pu- erto Rico, þar sem tíðni bráðgers brjóstavaxtar er furðulega há, og leiddi í ljós meira magn af þalötum í blóði 41 bráðþroska stúlku – sumra allt niður í tveggja ára – en í 35 stúlkum sem þroskuðust á eðlilegan hátt. Þetta sannar ekki að þalötum sé um að kenna og snyrtivöru- og plastiðnaðurinn fullyrða að efnin séu skaðlaus. En óháðir vísinda- menn segja að frekari rannsókna sé þörf. Fyrstu merki kynþroska koma fyrr fram en áður Washington. AP. Associated Press Poppgoð ræna barnungar stúlkur öllu viti. Vandinn er sá að andlegur þroski helst ekki nauðsynlega í hendur við þann líkamlega. MEÐ því að blanda frumum úr apa við dálítið af taugavaxtar- þætti og sprauta aftur inn í heila aldraðs apa er hægt að end- urvekja lífsnauðsynleg tauga- tengsl, samkvæmt nýrri rann- sókn. Segja vísindamenn ennfremur að þessi tækni ætti að virka í fólki, einkum þeim sem þjást af Alzheimersjúkdómnum. Reyndar hafa tveir Alzheim- ersjúklingar þegar skráð sig, og leitað er að sex í viðbót, til þátt- töku í fyrstu tilraunum sem gerðar verða á fólki með það hvort hægt sé að endurvekja deyjandi heilafrumur með því að sprauta erfðabreyttum frumum beint inn í heilann. Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur samþykkt væntanlega tilraun á fólki. Þetta verður í fyrsta sinn sem gerð er tilraun með arfbera- meðferð á mannsheila við öðru en heilakrabbameini og verður prófað hversu örugg meðferðin er. Tilraunin var gerð á 18 resusöpum á ýmsum aldri og eru niðurstöðurnar birtar í Proceed- ings of the National Academy of Science Reuters Endurnýjaður og ofsakátur. Nýr heili í gamlan apa New York Times Syndicate. TENGLAR ..................................................... Proceedings of the National Acad- emy of Science: http://intl.pnas.org
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.