Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FISKELDI Eyjafjarðar var kjörið fyrirtæki ársins 2000 á Akureyri en það er atvinnumálanefnd Akureyr- ar sem stendur fyrir kjörinu. Fisk- eldi Eyjafjarðar var stofnað árið 1987, en hefur vaxið og dafnað á liðnum árum. Á síðasta ári voru framleidd hjá félaginu 400 þúsund lúðuseiði og var þetta þriðja árið í röð sem Fiskeldi Eyjafjarðar er stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum. Jakúp Jakobsson eigandi versl- unarmiðstöðvarinnar Glerártorgs sem opnuð var síðla á síðasta ári var valinn frumkvöðull ársins en slík viðurkenning er veitt einstak- lingi sem sýnt hefur frumkvæði í starfi. Eigendur veitingahússins Baut- ans fengu viðurkenningu fyrir gott framlag til atvinnulífs á Akureyri, en í byrjun apríl verða 30 ár liðin frá því veitingahúsið var opnað. Eigendur Bautans reka einnig veit- ingastaðinn La Bella é Vita, þeir reka umfangsmikla veisluþjónustu, sjá um veitingarekstur á Glerár- torgi og einnig reka þeir skóla- mötuneyti. Fiskeldi Eyjafjarð- ar fyrirtæki ársins Viðurkenningar atvinnumálanefndar VINKONURNAR Rebekka Rún Sævarsdóttir og Ellen Ýr Gunn- laugsdóttir létu það ekki á sig fá þó nokkur kalsi hafi verið í veðri nú í vikunni þegar þær brugðu sér í sundlaugina á Dalvík. Stúlk- urnar eru báðar 7 ára gamlar og eru í öðrum bekk í Dalvíkurskóla. „Við förum oft í sund, næstum á hverjum degi,“ sögðu þær. Þeim þykir gaman að synda og gera dálítið af því en ekki er síðra að slaka á og spjalla saman í heita pottinum. „Það skiptir engu máli þó að það sé kalt,“ sögðu þær stöllur. Morgunblaðið/Kristján Rebekka Rún og Ellen Ýr eru duglegar að mæta í sundlaugina á Dalvík. Gaman í sundi AKUREYRARKIRKJA: Biblíudag- ur á morgun, sunnudag, messa kl. 11, séra Guðmundur Guðmunds- son. Tekið við framlögum til Bibl- íufélagsins. Sunnudagaskólinn verður einnig kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í Safnaðarheimili. Fundur Æskulýðsfélags verður kl. 17 í kapellu. Biblíulestur á mánudags- kvöld kl. 20.30. Tíu boðorð, „Trú- festi og svik“. Séra Guðmundur Guðmundsson hefur umsjón með fræðslunni. Morgunsöngur í kirkj- unni kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag. Björn Gunnarsson barnalæknir ræðir um ofbeldi gegn börnum. Kyrrðar- og fyrir- bænastund verður kl. 12 á fimmtu- dag. Bænaefnum má koma til prestanna. Léttur hádegisverður í Safnaðarheimili á eftir. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Sameiginlegt upphaf, foreldr- ar hvattir til að mæta með börnum sínum. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera á miðvikudag kl. 12 til 13, helgistund, fyrirbænir og sakramenti. Léttur hádegisverður í safnaðarsal á vægu verði á eftir. Opið hús fyrir mæður og börn frá kl. 10 til 12 á fimmtudag, heitt á könnunni og svali fyrir börnin. Æfing barnakórs Glerárkirkju verður kl. 17.30 á fimmtudag. GRUNDARKIRKJA: Messa og kirkjuskóli verður sunnudaginn 18. febrúar í Grundarkirkju kl. 13.30. Sama dag verður sungin messa á Kristnesspítala kl. 15. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli á morgun kl. 11, bæn kl. 19.30 og almenn samkoma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Biblíufræðsla, súpa og brauð kl. 19 á miðvikudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli í Hríseyjarkirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. Sunnu- dagaskóli verður í Stærri-Árskógs- kirkju kl. 11 á morgun, sunnudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðs- brotning kl. 20 í kvöld, laugardag, Tummas Jakobsen predikar. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar verður á morgun, sunnudag, kl. 11.30. Aldursskipt kennsla þar sem allir fá eitthvað við sitt hæfi. G. Theodór Birgisson sér um kennsluna. Vakningasamkoma kl. 16.30 sama dag. Fjölbreytt lof- gjörðartónlist verður flutt og Ólaf- ur Zóphoníasson predikar. Fyrir- bænaþjónusta, krakkakirkja og barnapössun. Bænastundir er alla virka daga í Hvítasunnukirkjunni og hefjast þær kl. 6.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morgun, sunnudag kl. 11 í Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2. MÖÐRUVALLAKIRKJA: Guðs- þjónusta verður fyrir allt presta- kallið í Möðruvallakirkju sunnu- daginn 18. febrúar kl. 11 f.h. (Athugið vel tímann!) Barn verður borið til skírnar. Mætum öll og njótum samveru í húsi Guðs. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun. Almenn samkoma á Sjónarhæð, Hafnarstræti 63 kl. 17. Fundur fyrir krakka 6–12 ára á Sjónarhæð kl. 17.30. Messur Grímsey - Betur fór en á horfðist í gærmorgun þegar báturinn Kósý EA 27 slitnaði frá bryggju og rak upp í fjörugrjót. Báturinn sem er Sómi 860, í eigu Hannesar Sveinbergssonar frá Dal- vík, var kominn upp í grjótgarð í innri höfninni laust fyrir kl. 8 í gær- morgun. Sigurður Bjarnason var á leið til vinnu og sá hvernig komið var og lét snarlega vita. Þegar eigand- inn kom niður að höfn voru Sigurður og félagi hans búnir að koma taug í bátinn og ná honum að bryggju. Báturinn var skoðaður þegar al- bjart var orðið og reyndist óskemmdur. Hannes var hræddur um að drifið hefði laskast en við nán- ari athugun virtist það vera í lagi. Afspyrnuhvasst hefur verið í Grímsey síðan í fyrrinótt eða „vein- andi drift“ eins og gamlir Grímsey- ingar hafa gjarnan orðað það og brotsjóir gengið yfir hafnargarðinn. Bát rak upp í fjörugrjót Veðrinu lýst sem „veinandi drift“ AGLOW, kristileg samtök kvenna heldur fund í Félags- miðstöðinni í Víðilundi næst- komandi mánudagskvöld, 19. febrúar og hefst hann kl. 20. Séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir flytur ræðu kvöldsins. Þá verður á dagskrá söngur, lofgjörð og fyrirbæna- þjónusta. Þátttökugjald er 450 krónur. Aglow- fundur UMHVERFISRÁÐ Akureyrarbæj- ar veitti eigendum íbúðarhússins Helgamagrastræti 10 á Akureyri frest til 17. apríl næstkomandi til að skila inn fullkomnum aðalteikningum að húsinu sem standast þær kröfur sem gerðar eru í byggingareglugerð. Meðal þess sem eigendur þurfa að gera er að sýna fram á að burðarvirki þess hluta hússins sem ekki hefur verið samþykkt áður sé í lagi. Eigendur hússins hafa sent inn raunteikningar af húsinu, en við yf- irferð þeirra kom í ljós að ýmis atriði standast ekki byggingareglugerð að sögn Vilborgar Gunnarsdóttur for- manns Umhverfisráðs. Forsaga málsins er sú að bygginga- nefnd samþykkti í apríl á síðasta ári að eigiendur hússins við Helgamagra- stræti 10 skyldu rífa húseignir á lóð sinni en fyrir þeim skorti bygginga- leyfi. Samtals var þar um að ræða 100 fermetra. Húseigendur kærðu þessa ákvörðun til úrskurðarnefndar skipu- lags- og byggingamála en nefndin skilaði áliti sínu í septembermánuði í fyrra. Nefndin felldi samþykkt bygg- inganefndar úr gildi. Lagði nefndin fyrir bygginganefnd að taka umsókn eigenda um byggingaleyfi til með- ferðar að nýju og ljúka afgreiðslu hennar. Á fundi umhverfisráðs í vik- unni var svo samþykkt að gefa eig- endum frest fram yfir miðjan apríl til að skila inn aðalteikningum af húsinu. Deilurnar um íbúðarhúsið við Helgamagrastræti 10 Frestur til að skila aðal- teikningum fram í apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.