Morgunblaðið - 17.02.2001, Side 76

Morgunblaðið - 17.02.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. ÓPERAN La Bohème eftir Giacomo Puccini var frumsýnd í Íslensku óp- erunni í gær. Hljómsveitarstjóri er Tugan Sokhiev, en leikstjórn er í höndum Jamie Hayes. Söngvarar, hönnuðir og aðrir sem að sýning- unni standa eru úr röðum íslenskra listamanna og Íslenska óperan hef- ur fengið til liðs við sig unga söngv- ara sem flestir starfa erlendis. Myndin var tekin örfáum mín- útum fyrir frumsýningu þegar bún- ingsherbergi Óperunnar iðaði af lífi og lokahönd var lögð á undir- búning stóru stundarinnar. Unga snótin Sunnefa Gunnarsdóttir, sem syngur með barnakórnum, fann þó ekkert fyrir sviðsskrekk og beið sallaróleg eftir fyrstu innkomu. Einn leikara sýningarinnar, Skarphéðinn Þór Hjartarson, varð svo fyrir því óhappi rétt fyrir hlé að detta í stiga á leið út af sviðinu og meiða sig á fæti. Þrír læknar úr áhorfendahópnum gerðu að meiðslum Skarphéðins sem síðan var sendur með sjúkrabíl á sjúkra- hús til frekari aðhlynningar. Frumsýn- ingarkvöld í Óperunni Morgunblaðið/Kristinn BUENA VISTA Social Club hljómsveitin er væntanleg hingað til lands og heldur tón- leika í Laugardalshöll 30. apr- íl næstkomandi. Í hljómsveit- inni verða fjölmargir hljóð- færaleikarar, þar á meðal píanóleikarinn Rubén Gonzál- ez og söngvararnir Ibrahim Ferrer og Omara Portuondo. Alls kemur átján manna hljómsveit hingað til lands vegna tónleikanna, en þessi hópur hefur verið á ferð um Evrópu í kjölfar kvikmyndar- innar Buena Vista Social Club og samnefndrar hljómplötu sem selst hefur í stóru upplagi hér á landi og um heim allan. Þeir Ibrahim Ferrer og Rubén González urðu heims- frægir í kjölfar sýningar kvik- myndarinnar og útgáfu plöt- unnar, en González er átt- ræður og Ferrer 73 ára. Hljómsveitin kemur hingað til lands á vegum Iceland Air- waves-tónlistarhátíðarinnar. Buena Vista á leið til Íslands STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra segist mjög svartsýnn á að deilan við flugumferðarstjóra leysist áður en verkfall hefst á þriðjudag. Ráðherra boðaði stjórn Félags íslenskra flugumferðar- stjóra á sinn fund í gærmorgun, þar sem hann beindi þeim tilmæl- um til félagsins að fresta verkfall- inu og eru flugumferðarstjórar að íhuga málið. Varðandi möguleikann á lagasetningu til að koma í veg fyrir verkfall segir Sturla að stjórnvöld hafi ekki gefið neitt færi á því að leysa samningsaðila undan ábyrgð með lagasetningu og ekki yrði um slíkt að ræða í þessu til- felli. Sturla sagðist í samtali við Morg- unblaðið meta bréfið sem hann fékk frá Alþjóðaflugmálastofnun- inni þannig að gerðar væru stífar kröfur til Íslendinga um að upp- fylla samninginn. „Samkvæmt bréfinu kemur það skýrt fram, að getum við ekki efnt samninginn verði aðrir kallaðir til þess. Það er alveg ljóst að Alþjóðaflugmála- stofnunin mun þegar í stað setja af stað vinnu við að leysa þetta mál. Þeir munu ekki láta það viðgangast að það verði truflun á fluginu.“ Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðar- stjóra, segist ekki túlka bréfið þannig að yfirvofandi verkfall hafi afgerandi áhrif á framtíð flugum- ferðarþjónustunnar. Það væri túlk- un stjórnvalda en ekkert í bréfinu benti til þess og forseti ICAO væri í raun að áminna stjórnvöld um ábyrgð þeirra og skyldur á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Verkfallsað- gerðir væru í samræmi við alþjóða- samninga og lög og auðvitað gætu verkföll orðið og hefðu átt sér stað annars staðar en á Íslandi. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem skorað er á stjórnvöld að beita sér fyrir því að samninganefnd rík- isins verði þegar falið að ganga til samninga á grundvelli tillagna rétt- arstöðunefndar og í samræmi við ábendingar Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar. Að sögn Lofts stranda viðræður á því að samninganefnd ríkisins hefur talið sig óbundna af tillögum nefndarinnar, sem samgönguráð- herra setti á laggirnar um áramót- in 1995/96 og skilaði skýrslu í júní 1997. Flugumferðarstjórar leggja mikla áherslu á að samið verði sam- kvæmt tillögum nefndarinnar þar sem m.a. er kveðið á um að fjölga þurfi flugumferðarstjórum, draga úr yfirvinnu og auka dagvinnulaun. Flugumferðarstjórar vilja að ríkið gangi til samninga Ráðherra svartsýnn á að deilan leysist  Miklir/38 RÁÐGJAFARNEFND um opinber- ar eftirlitsreglur hefur lagt til við ríkisstjórnina að allt matvælaeftirlit verði sett undir eina stofnun og eitt ráðuneyti. Í dag heyrir matvælaeft- irlit undir þrjú ráðuneyti. Yfirdýra- læknir og Aðfangaeftirlitið heyra undir landbúnaðarráðuneytið, Fiski- stofa undir sjávarútvegsráðuneytið og Hollustuvernd ríkisins undir um- hverfisráðuneytið. Heilbrigðiseftirlit er síðan á ábyrgð hvers sveitar- félags. Þetta kom fram í erindi Ingi- mars Sigurðssonar, skrifstofustjóra í umhverfisráðuneytinu, sem hann flutti á námstefnu um kúariðu í Evr- ópu og áhrif hennar á Íslandi, sem fræðslunet Suðurlands stóð fyrir. Sjöfn Sigurgísladóttir, forstöðu- maður matvælaeftirlits Hollustu- verndar ríkisins, sagði á námstefn- unni að innra eftirlit matvælafyr- irtækja væri ekki í lagi í um 70% tilfella. Hún taldi ljóst að þörf væri á stórátaki. Allt matvælaeftirlit sam- einað undir einni stofnun  Innra eftirlit/11 ÁRVEKNI afgreiðslustúlku í versl- un á höfuðborgarsvæðinu leiddi í gær til handtöku tveggja manna, sem grunaðir eru um að hafa farið á milli verslana undanfarna daga og svikið út vörur fyrir u.þ.b. eina millj- ón króna með stolnu greiðslukorti. Lögreglan í Reykjavík handtók mennina í gær í kjölfar þess að af- greiðslustúlkan efaðist um að hand- hafi greiðslukortsins væri eigandinn. Fram að því hafði annar mann- anna framvísað greiðslukortinu, sem á var mynd af eiganda þess. Ef hann var spurður um skilríki kortinu til staðfestingar framvísaði hann öku- skírteini enn annars manns og fékk þannig afgreiðslu. Með þessu tókst að svíkja út úr verslunum geislaspil- ara, fatnað, byggingarvörur, hljóm- tæki, matvörur, tölvur, myndbands- upptökuvél o.fl. Á tímabilinu höfðu mennirnir samband við viðskipta- banka eiganda kortsins og fengu hækkaða úttektarheimildina svo þeir gætu haldið áfram. Það var ekki fyrr en mennirnir ætlaðu að kaupa sér pylsu með stolna kortinu að afgreiðslustúlkan efaðist um réttmæti viðskiptahátt- anna. Að sögn lögreglunnar virðist athygli afgreiðslufólks verslananna í þessum tilvikum því ekki hafa verið í réttu hlutfalli við verðmætin, sem verið var að reyna að svíkja út. Pylsa varð stórþjófum að falli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.