Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 19 NÝVERIÐ var haldinn fundur á vegum KPMG á Íslandi um hollensk eignarhaldsfélög og þá möguleika sem íslensk fyrirtæki geta nýtt sér í því sambandi. Í erindi sínu rakti Bernhard Bogason lögfræðingur hvers vegna hagstætt sé fyrir fyr- irtæki að stofna hollensk eignar- haldsfélög. Almenn regla í Hollandi gerir ráð fyrir að skattar til er- lendra aðila séu 25%. Samkvæmt tvísköttunarsamningi við Holland er arður frá Hollandi til íslenskra aðila skattlagður um 15%. Í samningnum er sérregla sem fellir niður skatt- lagninguna ef íslenska félagið á meira en 10% í hollenska félaginu. Auk þess er enginn skattur lagður á vexti eða greiðslur vegna hugverka og sérleyfa. Þessi sérregla verður að teljast afar hagstæð, ekki síst í ljósi þess mikla fjölda tvísköttunarsamn- inga sem Holland hefur gert. Hol- lensk stjórnvöld hafa gert um 70 tví- sköttunarsamninga sem ná til um 90 landa. Til samanburðar má geta þess að Ísland hefur einungis gert tvísköttunarsamning við innan við 20 lönd. Hollensku eignarhalds- félögin séu því mjög álitlegur kostur fyrir fyrirtæki sem reka starfsemi og eiga dótturfélög víðs vegar um heim. Nýjasta útflutningsvara Hollands Harrie van Duin skattalögfræð- ingur hjá KPMG í Rotterdam kynnti hollensku eignarhaldsfélögin á ráðstefnunni og nefndi nokkur dæmi um hagkvæmni þess að stofna eignarhaldsfélag í Hollandi fyrir ís- lenska aðila. Fyrst tók hann dæmi af fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi í þremur löndum sem ekki hafa tvísköttunar- samning við Ísland. Hvert dóttur- fyrirtæki greiðir 100 milljónir, sam- tals 300 milljónir, í arð til móður- fyrirtækis sem er skattlagður um samtals 65 milljónir á milli landa. Arðurinn, kominn til móðurfyrir- tækisins, hefur því minnkað úr 295 milljónum í 235. Ef móðurfyrirtækið hefði hins vegar stofnað eignarhaldsfélag í Hollandi sem tæki við arðgreiðsl- unum frá dótturfyrirtækjunum næmi skattlagningin einungis um fimm milljónum króna. Í þessu til- felli lækkar skattgreiðslan frá Japan úr tuttugu milljónum í fimm millj- ónir vegna tvísköttunarsamningsins milli Hollands og Japan. Að stofna fjárhagslegt eignar- haldsfélag sem hefur lána- og fjár- málastarfsemi með höndum getur líka verið hagstætt. Van Duin tók dæmi af íslensku fyrirtæki sem veit- ir dótturfyrirtæki á Írlandi lán. Vaxtagreiðslur að upphæð einni milljón króna milli Írlands og Ís- lands væru skattlagðar um 22%. Nettógreiðslan til móðurfyrirtækis- ins væri því 780 þúsund. Ef hins vegar peningarnir væru lánaðir í gegnum hollenskt eignarhaldsfélag yrðu greiðslurnar milli Írlands og Hollands annars vegar og Hollands og Íslands hins vegar skattfrjálsar. Venjulega er vaxtamunurinn milli Hollands og Írlands hækkaður um fjórðung úr prósenti til að mæta kostnaði í Hollandi og sýna fram á að hollenska félagið hafi löggilta starfsemi með höndum. Þrátt fyrir þennan vaxtamun myndu um 990 þúsund af einni milljón flytjast til móðurfyrirtækisins á Íslandi. Í þessu tilfelli hefði íslenska félagið sparað sér skattgreiðslu upp á 210 þúsund. Þessi dæmi eru auðvitað einungis til glöggvunar og fyrirtæk- in eru auðvitað í mismunandi að- stöðu en hollensku eignarhalds- félögin eru álitlegur kostur fyrir mörg fyrirtæki. Í samtali við van Duin kom fram að hollensk stjórnvöld hafa unnið markvisst að því að gera tvískött- unarsaminga og skapa hagstætt skattalegt umhverfi fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Að baki þeirri stefnu liggur sú röksemd að í al- þjóðlegu umhverfi sé það skylda stjórnvalda að ganga úr skugga um að rekstrarskilyrði fyrirtækja séu með því besta sem þekkist í alþjóð- legu samhengi. Svo dæmi sé tekið þá hafi það veruleg áhrif á sam- keppnisstöðu hollensks fyrirtækis ef tvísköttunarsamningar væru ekki í gildi. Hollenskt fyrirtæki sem væri með starfsemi á Spáni væri í verri samkeppnisstöðu gagnvart spænsk- um keppinautum ef það væri skatt- lagt bæði á Spáni og í Hollandi. Við- bótarskattlagning af hálfu hollenskra stjórnvalda myndi skaða samkeppnisstöðu hollenska fyrir- tækisins. Holland væri lítið land og nauðsynlegt væri fyrir þau að geta tekið virkan þátt í samkeppni á er- lendum mörkuðum á sama grund- velli og innlend fyrirtæki. Aðspurður um skattastefnu ein- stakra þjóða innan ESB sagði van Duin að ýmsar þjóðir innan ESB hefðu verið að berjast fyrir því að koma í veg fyrir skattasamkeppni milli landa. Van Duin sagði að það væri þrýstingur á lönd með lága skattprósentu að hækka hana til jafns við önnur lönd. Á hinn bóginn hefðu þjóðir eins og Þýskaland, sem áður höfðu verið með háan skatt á fyrirtæki, lækkað hann. Ákveðin skattasamkeppni væri til því til góða. Ennfremur væri enn töluverð- ur munur á milli reglna sem gætu haft veruleg áhrif á skattlagningu. Reglur um afskriftir og meðferð á skattalegu tapi væru skýrt dæmi um hvernig sama fyrirtækið gæti verið skattlagt á mismunandi hátt eftir því hvert heimaland þess væri. Ísland fjölgar tví- sköttunarsamningum Að sögn Ernu Hjaltested, lög- fræðings hjá tekju- og lagaskrif- stofu fjármálaráðuneytisins, stend- ur til að byrja samningaviðræður við Íra í byrjun apríl og endurskoðun á samningi við Bandaríkin í lok maí. Vonast er til að viðræður við Ítalíu geti hafist á þessu ári. Hins vegar taki þessi vinna oft nokkurn tíma vegna ýmissa þátta svo sem þýðing- arvinnu, bíða þarf eftir samþykktum þjóðþinga og einnig birtingu í C- deild stjórnartíðinda. Vandamálið sé einnig að hinir samningsaðilarnir séu oft ekki búnir að samþykkja samningana af sinni hálfu. Nú síðast í janúar gekk í gildi samningur við Tékkland. Ísland hefur nú fullgildan tvísköttunarsamning við 17 lönd. Fjórir samningar hafa ekki enn öðl- ast gildi og fyrir liggja árituð drög að tvísköttunarsamningum við þrjú lönd. Hollensk eignarhalds- félög álitleg- ur kostur Harrie van Duin, skattalögfræðingur hjá KPMG í Rotterdam, kynnti hollensk eign- arhaldsfélög á skattaráðstefnu KPMG á Grand Hóteli síðastliðinn föstudag. Tómas Orri Ragnarsson sat ráðstefnuna og spjallaði við van Duin. Morgunblaðið/Jim Smart Lísa Karen Yoder lögfræðingur, Harrie van Duin lögfræðingur og Bernhard Bogason lögfræðingur á ráðstefnu KPMG á Íslandi um hollensk eignarhaldsfélög. :$  ; ' 0 !   ; '  6 ; ' <    %  %  %  !!7 =! 9  $  60 ! > >> <   :$  ; ' 0 !   ; '  6 ; ' <        %  !!7 3&!!  8 ! 9  $  60 ! > >> =! 9  $  > <   ) ?  '! @= !   " ) ?  '! @= ! A&  '  3&!!   @3&!!      :$  3&!!  8 ! 9  $  = ! > ) ?  @> =! 9  $  > > BC „ÞAÐ hefur mikið verið að gerast í rekstri Össurar á nýliðnu ári og þess vegna hefur verið vandað sérstak- lega til ársreikningsins og skýringar hafðar mjög ítarlegar,“ segir Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar hf. „Við birtum áætlun um reksturinn um mánaðamótin október-nóvember og í þeirri áætlun var gert ráð fyrir að velta félagsins á árinu yrði 3.570 milljónir en veltan varð 3.615 millj- ónir. Við gáfum það út að hagnaður fyrir afskriftir (EBIDTA) ætti að vera 780 milljónir en niðurstaðan varð 702 milljónir.“ Innköllun vara og gengisbreytingar „Þetta er í raun eina talan sem vík- ur nokkuð frá áætlunum og skýring- arnar á því eru að vegna breytts sölu- fyrirkomulags í Bandaríkjunum var ákveðið að taka vörur til baka af ein- um af okkar fjórum dreifiaðilum vegna þess að við vorum hrædd um að þessi aðili myndi selja þær á und- irverði á markaðnum. Þegar vörurn- ar voru teknar til baka þurfti eðlilega að bakfæra þær í bókhaldi og það á kostnaðarverði þannig að nauðsyn- legt var einnig að bakfæra þann hagnað sem hafði áður verið bókaður vegna sölu þeirra. Þessi upphæð var um 55 milljónir króna og við ákváð- um að láta alla þessa upphæð koma inn í þennan reikning. Þessar vörur eru auðvitað til og munu verða seldar eða eru seldar. Önnur ástæða er að þessi ársreikningur er gerður upp á meðalgengi en þegar við gerum mán- aðarlega þá gerum við það á gengi mánaðar hverju sinni. Þar sem tekju- dreifing Össurar er mjög ójöfn eru sölutekjurnar í engu samræmi við fjölda mánaðanna og því hafði þetta neikvæð áhrif upp á 15 til 20 millj- ónir. Hagnaðurinn fyrir óreglulegar afskriftir, þ.e. hagnaðurinn eins og hann myndi líta út ef ekki kæmi til þessi risaafskrift, var 409 milljónir en í áætlunum var gert ráð fyrir 400 milljónum.“ Mælum enn með kaupum Edda Rós Karlsdóttir, deildar- stjóri greiningar og rannsókna hjá Búnaðarbankanum – verðbréfum, segir að Össur hafi gefið út rekstr- aráætlun í byrjun desember og um leið slegið tóninn fyrir uppgjörið. „Ís- lenska krónan styrktist hins vegar gagnvart Bandaríkjadal um 2,2% í desember og við áttum því von á að uppgjörið yrði nokkuð undir áætlun- um félagsins. Niðurstaðan varð þó lakari en væntingar stóðu til. Skýr- ingin felst í aukinni birgðastöðu, sem er tilkomin vegna innköllunar vara frá einum söluaðila í Bandaríkjunum í tengslum við breytingar á dreifing- arkerfi félagins. Því gerum við ráð fyrir að um tímabundið ástand sé að ræða og að félaginu takist að lækka birgðir á nýjan leik. Þetta mun því ekki hafa áhrif á verðmat okkar á Össuri og við mælum enn með kaup- um í félaginu.“ Edda Rós segir að Össur sé að ganga í gegnum mjög spennandi tíma og það hafi orðið grundvallar- breyting á starfseminni. „Með kaup- um á Flex-Foot og Century XXII er félagið að auka breidd framleiðslunn- ar og hefur fært áhersluna yfir á heildarlausnir. Flex-Foot er með sölukerfi í Bandaríkjunum sem tekur við dreifingu á framleiðslu Össurar þar. Þessu fylgja væntanlega tölu- verð samlegðaráhrif. Með kaupum á sænsku dreifingarfyrirtækjunum er fyrirtækið að styrkja markaðsað- gang sinn á Norðurlöndum.“ Lækkun á skrifstofu- og stjórnunarkostnaði „Framlegð er að aukast á milli ára þrátt fyrir að kostnaðarverð seldra vara hafi hækkað. Það er því greini- legt að samlegðaráhrif eru þegar far- in að skila sér. Í ársreikningi kemur enda fram að skrifstofu- og stjórn- unarkostnaður lækkar úr 28% í 22% af veltu. Þrátt fyrir mikinn vöxt virð- ist Össur hafa náð að halda góðum fókus og enn sem komið er erum við ekki að merkja vaxtarverki. Áætlanir félagsins fyrir árið 2001 gera ráð fyr- ir allt að 80% veltuaukningu á milli ára. Auk gengisáhættu er helsta áhættan nú fólgin í því hvernig félag- inu gengur að koma vörum sínum á framfæri eftir nýjum leiðum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Aukin markaðshlutdeild er auðvitað for- senda áframhaldandi vaxtar og því skiptir miklu máli að vel takist til.“ Markaðurinn tók uppgjörinu vel í gær og gengi hlutabréfa félagins hækkaði úr 56 í 56,5, eða um tæpt prósentustig. Samlegðaráhrif farin að skila sér hjá Össuri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.