Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 67

Morgunblaðið - 17.02.2001, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 67 DAGBÓK DÚNDUR TILBOÐ Yfirhafnir tvær fyrir eina Greitt fyrir dýrari flíkina Opið laugardag frá kl. 10—16 Mörkinni 6, sími 588 5518 Útsala 20% afsláttur í eina viku Glæsilegar styttur Glervara – kertastjakar Klapparstíg 35, sími 561 3750 Opið laugardag kl. 10-16, sunnudag kl. 13-17 LJÓÐABROT UM HERFERÐ TIL ÍSLANDS Hvat skal ek fyr mik, hyrjar hreggmildr jöfurr, leggja, (gram fregn ek at því gegnan) geirnets, sumar þetta? Byrjar hafs at herja hyrsveigir mér eigi (sárs viðr jarl) á órar ættleifðir (svan reifðan). Upp skaltu á kjöl klífa, köld er sjávar drífa, kostaðu huginn at herða, hér skaltu lífit verða; skafl beygjattu, skalli! þótt skúr á þik falli; ást hafðir þú meyja, eitt sinn skal hverr deyja. Guðmundur Oddsson. DAUÐINN Þórir Jökull. LESANDINN er staddur í fjórum hjörtum. Vestur kemur út með tígulkóng, sem austur yfirtekur með ás og sendir tromp til baka: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á2 ♥ G942 ♦ 8 ♣KG8743 Suður ♠ KDG109 ♥ ÁD108 ♦ 764 ♣7 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass Þú velur að svína, en vest- ur á kónginn og spilar aftur trompi og austur fylgir lit. Taktu nú við. Þetta er einfalt ef hægt er að stinga tvo tígla í borði, en samgangurinn er þungur eftir þessa hvimleiðu vörn. Svo það kemur til álita að reyna að byggja upp slag á lauf. En það væri óskynsam- legt, því sagnhafi á kost á nánast 100% leið. Norður ♠ Á2 ♥ G942 ♦ 8 ♣KG8743 Vestur Austur ♠ 762 ♠ 854 ♥ K7 ♥ 653 ♦ KD9532 ♦ ÁG10 ♣106 ♣ÁD95 Suður ♠ KDG109 ♥ ÁD108 ♦ 764 ♣7 Hann tekur síðari hjarta- slaginn heima og trompar tígul. Spilar svo spaða heim undan ásnum (!) og trompar aftur tígul. Þá er það mál af- greitt. Síðan er laufi spilað úr borði, til dæmis kóngn- um, sem austur mun taka. Ef austur spilar aftur laufi trompar suður, tekur síð- asta trompið og hendir spaðaásnum úr borði! Þá er leiðin greið fyrir fríspaðana og sagnhafi fær fimm slagi á spaða og fimm á tromp. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake VATNSBERI Afmælisbarn dagsins: Þú ert listelskur og gæddur næmu fegurðarskyni og þyrftir að ná tökum á orku þinni í stað þess að dvelja í draumalandinu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú þarft ekki að vera með neina eftirsjá yfir því að þér hafi tekist betur upp en sam- starfsmönnum þínum. Lífið er einfaldlega þannig að þú vinn- ur í dag og annar á morgun. Naut (20. apríl - 20. maí)  Varastu að gera þér of háar vonir því þá verða vonbrigðin þeim mun meiri ef eitthvað fer úrskeiðis. Það er alltaf vitur- legt að vera við öllu búinn. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú getur ekki afneitað þeirri ábyrgð sem þú hefur tekist á herðar þótt þig dauðlangi til þess. Annaðhvort heldur þú áfram eða söðlar um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er skynsamlegt að hafa eitthvað í bakhöndinni ef ein- hver áætlun skyldi ekki verða að veruleika. Gættu þess að taka ekki of mörg verkefni að þér í einu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það er mikil kúnst að kreista ánægjuna út úr hverju andar- taki svo þú mátt teljast hólp- inn að hafa þá hæfileika sem til þess þarf. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Svo virðist sem þú hafir axlað meiri ábyrgð en þú getur risið undir. Ef enginn getur hlaupið undir bagga verður þú að gefa einhver verk upp á bátinn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki alltaf hægt að festa hendur á bestu gjöfun- um. Nokkur orð frá góðum vini geta gefið þér meira held- ur en einhver skartklæði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það má sækja mikla ánægju í fallegt sólarlag eða rölt um ströndina. Með þetta í huga er ástæðulaust að eyða stórfé í innihaldslausar athafnir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er vandi að velja og því meiri þeim mun fleira sem í boði er. Gefðu þér góðan tíma og leyfðu þínum innri manni að ráða ferðinni. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er eins og einhver aftur- kippur hafi komið í starfsgleði þína við tilkomu nýs sam- starfsmanns. Það er þó óþarfi að sýna svo sterk viðbrögð. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að nálgast gamalt vandamál frá nýrri hlið ef þér á að takast að leysa það. Það myndi líka auka þér virðingu meðal vina og vandamanna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þótt sjálfsíhugun sé skynsam- leg er ekki gott að vera svo upptekinn af sjálfum sér að það taki út yfir allt annað. Þú ert nefnilega ekki einn í heim- inum frekar en Palli litli. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 17. febrúar, verður sextugur Jón Ragnar Stefánsson, dósent, Hrefnugötu 10, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í safnaðarheim- ili Háteigskirkju í dag, laug- ardag, kl. 18–21. Ljósmynd/Halla Einarsdóttir BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. júní sl. í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum af sr. Báru Friðriksdóttur Ey- dís Ósk Sigurðardóttir og Sigursveinn Þórðarson. Heimili þeirra er í Hamra- borg 14, Kópavogi. Hlutavelta Morgunblaðið/Kristinn Þessi duglegi drengur, Tómas Daði Halldórsson, safnaði kr. 2.000 til styrkt- ar Rauða krossi Íslands. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. STAÐAN kom upp á Skák- þingi Reykjavíkur sem lauk fyrir skömmu. Það var ánægjulegt að margir skák- menn voru á meðal þátttak- enda sem um langt skeið hafa ekki sinnt skákgyðjunni á opinberum vettvangi. Einn af þeim er guðfræð- ingurinn Rún- ar Gunnars- son (1510) sem hafði hvítt gegn Ólafi Kjartanssyni (1795). Þótt Rúnar sé lærður í hinni góðu bók er andstæðing- um engin mis- kunn sýnd við skákborðið. Svartur fékk að finna fyrir þessu eftir 10.Bxf7+! Kxf7 11.Dd5+ Be6 12.Dxa5 Dxa5 13.Rxa5 f5 14.O-O-O og hvítur stendur til vinnings sem honum tókst að innbyrða um síðir. Upphafsleikirnir voru þessir: 1.e4 c5 2.Rf3 d6 3.Rc3 Rc6 4.d4 cxd4 5.Rxd4 Rf6 6.Bc4 g6 7.Bg5 Bd7 8.Bxf6 exf6 9.Rb3 Ra5. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Þessir með rendurnar, eru það ekki sebra- hestar?            Með morgunkaffinu Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 15. febrúar var spilað þriðja kvöldið af sex í að- alsveitakeppni félagsins og er staðan þessi. 1. sv. Þorsteins Bergs 128 2. sv. Þróunar 111 3. sv. Vina 106 Keppnin heldur áfram fimmtu- daginn 22. febrúar og hefst spila- mennska stundvíslega kl. 19.45. Spilað er í Þinghól í Hamraborg- inni. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Spilakvöld Bridsskólans og BSÍ Bridsskólinn og Bridssamband Íslands bjóða nýliðum upp á létta spilamennsku öll mánudagskvöld fram að páskum í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð. Fyrsta spilakvöldið verður mánudaginn 26. febrúar og byrjar kl. 20.00. Spilaður verður tvímenn- ingur. Ekki er nauðsynlegt að mæta í pörum og verður aðstoðað við að finna spilafélaga. Umsjónarmaður er Hjálmtýr Baldursson, kennari í Bridsskól- anum. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú stendur yfir Aðalsveita- keppni 2001. 14 sveitir spila. Eftir 6 umferðir er röð efstu sveita eft- irfarandi: Sveit: Jón Viðar Jónmundsson 119 Sveit: Jóhann Stefánsson 112 Sveit: Freyja Sveinsdóttir 102 Sveit: Bryndís Þorsteinsdóttir 98 Vegna Brindshátíðar verður ekki spilað hjá okkur mánudaginn 19. febrúar. Næst verður spilað mánudaginn 26. febrúar nk. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Glæsibæ. Fimmtud. 8. febrúar 2001. 22 pör. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S: Þorst. Laufdal - Magnús Halldórss. 266 Eysteinn Einarss. - Aðalbj. Benediktss. 246 Þórður Björnsson - Halldór Magnússon 244 Árangur A-V: Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðm.s. 247 Þorst. Erlingss. - Ingibjörg Kristjánsd. 233 Þórólfur Meyvantss. - Sigurður Guðm.s. 232 Sveitakeppni stendur yfir á mánudögum með þátttöku 10 sveita. Eftir 4 umferðir er staða efstu sveita þannig: Rafn Kristjánsson 86 Þorsteinn Laufdal 82 Margrét Margeirsdóttir 66 Gullsmárabrids Fimmtudaginn 15. febr. var spil- aður tvímenningur 7 umferðir og urðu úrslit sem hér segir. Hæstu pör í N/S: Guðmundur Pálss. – Kristinn Guðm. 160 Sigurður Björnss. – Valdimar Láruss. 145 Jóhanna Gunnlaugsd. – Árni Sigurbj. 128 A/V: Helga Helgad. – Þórhildur Magnúsd. 156 Ari Þórðarson – Díana Kristjánsdóttir 144 Hannes Alfonss. – Jón Páll Ingibergss. 137 Velur þú lífrænt ræktaðar vörur? Á heimasíðu NLFÍ er gagnabanki með innihaldslýsingum á heilsuvörum, slóðin er: www.heilsuvernd.is Berum ábyrgð á eigin heilsu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.