Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.02.2001, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hvað er keyta? Svar: Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eft- irfarandi skýring á orðinu keyta: staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta). Í þvagi er mikið af efni sem kall- ast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þátt í lyktinni sem við finn- um af þvagi þegar það hefur staðið um hríð, og raunar af ýmsum öðr- um líkamsvessum og óhreinindum. Þvagefnið er mikilvægasta köfn- unarefnisefnasambandið í spen- dýraþvagi. Til dæmis losar mað- urinn 20–30 grömm af því á sólarhring. Þvagefni er fyrsta líf- efnið sem mönnum tókst að búa til á tilraunastofu en það var á fyrri hluta 19. aldar. Þangað til höfðu menn álitið að slík efni yrðu aðeins til í lífverum, þannig að þetta sætti verulegum tíðindum. Ammóníak er í gasham við venjulegan hita og þrýsting en leysist vel í vatni. Meðan nóg er af þvagefni í keytunni myndast amm- óníak í sífellu, leysist upp í vatninu og brot af því fer út í andrúms- loftið með fyrrnefndum lykt- aráhrifum. Vatnslausn þess er bas- ísk og leysir því greiðlega upp sýrur, þar á meðal óhreinindi á hlutum sem settir eru í hana. Þannig fæst þvottavirkni keyt- unnar. Hún er að hluta til svipuð og virkni venjulegrar sápu. Áður fyrr var keytu blandað saman við vatnið úr bæjarlæknum, þegar ullin var þvegin eftir rúningana á vorin. Einnig segir sagan að meyjar þessa lands hafi fyrr á öldum blandað keytu í þvottavatnið ef þær vildu fá hár sitt hreint og fallegt. Lengi hefur verið vitað að keyta og annað spendýraþvag verkar vel sem áburður. Þannig grænkuðu þeir blettir fyrst og best þar sem hlandkopparnir voru losaðir. Einn- ig hefur kúahland verið borið beint á tún eða í samblandi við kúa- mykju. Ástæðuna fyrir þessum áhrifum má rekja til þvagefnisins sem klofnar með tímanum í amm- óníak og fleira eins og áður sagði. Köfnunarefni eða nitur er plöntum nauðsynlegt til vaxtar og viðgangs og það er í ammóníakinu í formi sem er þeim aðgengilegt. Til sam- anburðar má nefna að mestur hluti innlenda tilbúna áburðarins er efnasamband ammóníaks og sýru. Árlega eru hundruð þúsunda tonna af þvagefni framleidd í efna- verksmiðjum víða um heim. Meira en helmingur af þessu magni er notað í tilbúinn áburð til að bera á ræktunarsvæði. Næstmestu er blandað í fóðurbæti fyrir kýr því að jórturdýr geta unnið mikinn hluta af nauðsynlegu köfnunarefni úr þvagefni. Einnig er verulegt magn þvagefnis notað til plastframleiðslu (urylon). Að lokum má benda á að vatnslausnir þvagefnis, sem eru sterkari en 10%, verka bakteríu- drepandi og efnið hefur því verið notað í sárasmyrsl. Sigurjón N. Ólafsson dósent í efnafræði við HÍ og Þorsteinn Vilhjálmsson pró- fessor í vísindasögu og eðlisfræði og rit- stjóri Vísindavefjarins. Hvað er femínismi og hver er líkleg ástæða fordóma karla gagnvart femínistum? Svar: „Að vera kona er að ganga í of litlum skóm. Að vera femínisti er að skilja ástæðuna fyrir því og fræða aðra um að það eru ekki fæt- urnir sem eru of stórir heldur skórnir sem eru of litlir.“ (Píkutorf- an, bls. 90). Ekkert einhlítt svar er til við því hvað femínismi er en þessi einfalda skilgreining ungrar stúlku í Píkutorfunni lýsir tilfinn- ingu margra kvenna og ástæðum þess að þær kenna sig við fem- ínisma. Hins vegar er það löngu liðin tíð að hægt sé að tala um fem- ínisma í eintölu. Femínismi getur verið lífsskoðun, baráttuhreyfing, fræðasvið, kenningar, þekkingar- fræði og pólitík, svo að fátt eitt sé nefnt. Áherslan á þessi mismunandi svið hefur verið breytileg í tímans rás. Saga femínisma hófst á baráttu kvenna fyrir mannréttindum og borgaralegum réttindum á miðri 19. öld. Þá var gerður grein- armunur á borgaralegum eða frjálslyndum fem- ínisma annars vegar og sósíalískum eða marxískum fem- ínisma hins vegar. Borgaralegir femín- istar börðust fyrir réttindum kvenna á forsendum ríkjandi samfélags. Þeir lögðu áherslu á ein- staklingsfrelsi og jöfn tækifæri í formlegum og lagalegum skiln- ingi. Sósíalsískir og marxískir femínistar lögðu áherslu á að skoða hinar efna- hagslegu forsendur fyrir stöðu kvenna. Róttækir femínist- ar sem komu fram á sjónarsviðið upp úr 1970 gagnrýndu bæði frjálslynda og sósíal- íska femínista; frjáls- lynda fyrir að taka ekki mið af því að uppbygging sam- félagsins væri karl- miðuð, að formlegt jafnrétti jafngilti ekki raunverulegu jafn- rétti og að rætur kynjamismununar lægju djúpt í menningu og samfélagsgerð. Sós- íalíska og marxíska femínista gagn- rýndu þeir fyrir að einskorða sig um of við heimsmynd og hug- myndafræði marxista sem gjarna smættuðu kynjamismunun niður í hagstærðir eða stéttaspursmál. Róttækir femínistar töldu að bág staða kvenna stafaði af því að kon- um væri mismunað á grundvelli kynferðis síns. Þeir lögðu áherslu á að flest þekkt samfélög bæru keim af karlveldi og kynjamismunun væri ekki afleiðing af annarri kúgun, heldur væri sjálfstætt form mismununar. Róttækur femínismi var ekki látinn óáreittur frekar en fyrri útgáfur femínisma og hann Vísindavefur Háskóla Íslands Keyta: staðið hland, notað m.a. til þvotta SVÖR sem birst hafa undanfarna viku á Vísindavefnum hafa verið um lögmæti þess að auglýsa áfengi og tóbak í blöðum sem útgefin eru erlendis, hvort Íslendingar geri tilkall til nýrra eyja á Atlantshafshryggnum, heimildir um kjarnorku og kjarnorkuvopn, hvað íbúar Mongólíu eru kallaðir, keytu, hvort grænar geimverur búi á Mars, femínisma og hvers vegna Bandaríkin eru svona máttug. Að auki hafa birst nokk- ur svör eftir grunnskólanema sem taka þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum vegna verkefnis í samvinnu við Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Þessi svör hafa verið um geitunga og vespur, Íó, birni og köngulær. VÍSINDI NÚ ÞEGAR kortlagning á erfða- mengi mannsins hefur verið birt geta vísindamenn sannarlega not- að þá lykla til að opna dyrnar tólf í löngum og myrkum ganginum að sannleikanum um manninn, tilurð hans og tilgang. Svo eins og venja er í ævintýrum mun sjálfan leynd- ardóminn endanlega að finna í innsta og dimmasta skúmaskotinu bak við lúna tréhurð á ryðguðum hjörum sem aldrei hefur verið hreyfð og því marrar hátt í gang- inum þegar hún er loks opnuð og þrettánda herbergið opnast. Hver er svo leyndardómurinn? Hefur hann ekki bara verið hér allan tím- ann beint fyrir augum okkar og beðið þess að við gæfum honum gætur? Er ekki tilveran einföld í sjálfu sér og „elegant“ í eðli sínu en við bara svo „arrogant“ og fávís að halda að við stjórnum sköpunar- verkinu og vitum því allt? Getum allt og þar með hannað heim sem í reynd er blekking! Ef kíkt er í forn fræði líkt og stjörnuspeki, sagnir fornaldar, þjóðsögur og ævintýri eða gildari verk eins og Biblíuna virðast þessar erfðir stara á okkur líkt og krakki í feluleik sem bíður þess í ofvæni að finnast. En við finnum hann ekki hversu oft sem við kíkjum undir stólinn eða lyftum hulunni af borðinu. Hann er ekki þarna en samt er hann þarna! Við vitum í hjarta okkar að hann er þarna en við bara sjáum hann ekki eða getum fest hönd á honum eða hvað? Draumurinn hagar sér eins og krakki í feluleik, hann sýnir okkur allar sínar flóknu erfðir, jafnvel þær leyndardómsfyllstu en hann stillir þeim upp í margflata myndlíkingum svo núningsfletirnir skyggja hver annan og við missum af innihaldinu, kjarna draumsins. Svarið liggur þarna augljóst fyrir vitum okkar en villibirta svefnsins hrekur okkur í fölsk spor þegar við reynum að hemja ljós augnanna á réttum fleti, réttri skýringu og draumurinn verður að ruglings- legu flökti. Samt er draumurinn efni sannleikans eins og erfða- mengið og hefur sagt okkur fyrir langa löngu að kjötið og beinin séu erfðalega áþekk öðrum dýrum merkurinnar en andinn sem býr handan þrettándu dyranna muni vera hinn eiginlegi höfundur erfða- stigans og það sé ekki svo létt að finna hann þótt í mólekúlum búi. Draumar „Lárusar“ Fyrri: Ég var staddur í stórri rík- mannlegri stofu í mikilli birtu og fann fyrir vellíðan. Gluggi var op- inn og það komu tveir þrestir inn um hann og settust á hillu. Ég rétti þá hendurnar upp með opna lófana og fuglarnir komu óðara og settust í þá. Ég lokaði þá lófunum utan um fuglana og bjóst við stungum frá klónum en fann ekkert slíkt og varð undrandi. Fuglarnir voru mjög rólegir. Seinni: Ég var staddur einhvers staðar á Suðurlandi þar sem var víðátta, sjór á aðra hönd en fjöll á hina. Á víðáttunni voru menn Arfur drauma DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Mynd/Kristján Kristjánsson Í feluleik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.